Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 36

Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 36
Laugardagur 18. júlí 1981 síminner 86611 - ákvöpðun frá Lux um mánaðamótin „Aðstoð við Flugleiðir verður ekki rædd frekar fyrr en i lok þessa mánaðar og ákvörðun tekin þá”, sagði André Claude, blaða- fulltrúi rikisstjórnar Luxem- borgar i samtali við Visi. Blaðafulltrúinn sagði enn- fremur að sú bætta sætanýting sem Flugleiðir heföu náð á þessari leið, eða um 80% á árs- grundvelli, gæfi ástæðu til, bjart- sýni um traustari rekstrargrund- völl. Björn Theodórsson, deildar- stjóri i markaðsdeild Flugleiða tjáði Visi, að þeir væru búnir að geravetraráætluntil bráðabirgöa þar sem gert væri ráð fyrir að ferðum til New York yrði fjölgað úr þremur i fjórar á viku hverri. Hannsagðist reikna með að fyrir- tækið gæti tekið endanlega á- kvörðun um áframhald flugsins fljótlega upp úr mánaðamótum. Aðspurður um hvers konar að- stoðar væri vænst frá Luxem- borg, ef ekki kæmi til beinn fjár- magnsstuðningur, sagði Björn, að hún gæti komið til dæmis i milli- göngu um hagkvæm lán, þar sem landið væri miöstöð mikilla peningaviðskipta. Einnig kæmi til greina að sú þjónusta sem keypt væri af Luxair fengist á hag- kvæmari kjörum. —JB I 1 1 I 1 ■ vetrarflug yfir Atlantshaf: Bráðabirgða- áætlun tilbúin Loki i veðurspá i dagsins Otlit er fyrir austanátt og ein- hverja rigningu sunnanlands. Annars gott veður en skýjað austanlands og vestan, en létt- skýjaö i innsveitum noröan- lands. 1 1 i I 1 i 1 1 1 I ■ i i R K I Veðriö hér I og har Akureyri skýjað 11, Bergen skýjað 15, Helsinkirigning 15, Kaupmannahöfn skúrir 15, Oslórigning 16, Iteykjavíkal- skýjað 12, Stokkhólmur úr- koma i grennd 15, Þórshöfn skýjað 9. Aþena heiörikt 29, Berlin skýjað 19, Feneyjarléttskýjað 26, Frankfurtskýjað 18, Nuuk rigning 6, London skúrir 16, Luxemburg skúrir 16, Róm léttskýjað 25. 1 I I 1 « I Nei, það er ekki allt sem sýnist. Reykvikingar hafa ekki fylgt i fótspor mývctnskra mótmælenda og sprengt upp framkvæmdirnar við úti- taflið. Þeir sem voru að vinna þarna við gröft i gær lentu óvænt niður á klöpp sem enginn vegur var að vinna á öðru visi en með dýnamiti. Hins vegar vitum viö ekki hvort nokkur hafi verið I simaklefanum á meðan grjóthriðin dundi yfir. Visism. Friðþjófur Þórður Asgeirssonráð inn forstjóri OLIS Þórður Asgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Oliuverslunar islands frá og mcð 1. ágúst næstkomandi. Þórður er fæddur i mars '42, er lög- fræðingur að mennt og hefur starfað undanfarin tiu ár sem skrifstofustjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, auk þess sem hann er forseti Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Forveri Þórðar i forstjóraembætti var önundur Asgeirsson, en hann hætti hjá fyrirtækinu 1. júli siðast liðinn. Siðan hafa þeir örn Guðmundsson og Svan Friðgeirsson haft stjórnina með hönd- um. —KÞ Hvadmeð nyjan Peugeot? Peugeot 104 GL (verð80.000kr) Dreginn út 24. júli Vertu Visis-áskrifandi Simi 86611 Hreppsnefnd Mosfellstirepps: Bað fogela um lög- regluvernd gegn VR Verslunarmenn ætla ekki að heita sór gegn laugardagsopnun í dag „Við litum svo á að VR menn hafi engan rétt til að meina mönnum aögang að verslunum á iaugardögum. Þeir geta talað við starfsfólkið en ekki hagað sér eins og raun hefur orðið á”, sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson sveitarstjóri i Mosfeilssveit I samtali við Visi en hrepps- nefndin hefur sent Einari Ingi- mundarsyni bæjarfógeta i Hafnarfirði og sýsiumanni f Kjósarsýslu bréf þar sem fariö er fram á lögregluvernd gegn VR. Fyrir nokkru kom til stimpinga milli VR manna og viðskiptavina Kjörvals i Mos- fellssveit þegar þeir fyrrnefndu vildu koma i veg fyrir að verslunin væri opin á laugar- dögum. Verslunarmannafélag Reykjavikur hefur hins vegar á- kveðið að hafa ekki i frammi neinar aðgerðir gegn þeim verslunum sem hafa opið nú i dag samkvæmt þeim upplýsing- um sem Visir hefur aflaö sér. Astæða þess er sú að VR mönn- um þykir nóg að gert að svo komnu máli enda telja þeir að- gerðirnar undanfarna laugar- daga hafi borið tilætlaðan ár- angur. 1 bréfi hreppsnefndar Mos- fellshrepps til sýslumanns Kjósarsýslu er þess farið á leit að hann leggi mat á lögmæti að verslun á laugardögum sé hindruð. Auk þess er sett fram sú ósk að ef VR menn ætli sér framvegis að koma i veg fyrir laugardagsopnun með sams- konar hegðun og áður verði lög- reglan umsvifalaust látin fjar- lægia þá af staðnum. Einar Ingimundarson sagði i samtali við Visi að hann hefði ekki enn tekiö afstöðu til þessarar beiðni hreppsnefndar Mosfellshrepps. —KÞ segir Það hefur vakið eftirtekt, að ‘ Timinn fær ekki aö skrifa neitt | um súru mjóikina. Ætli Agnar Guönason sé yfirritstjóri blaðsins? I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.