Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 18.07.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 18. júli 1981 $æmir ekki siduóum — segir Ragnar Halldórsson um vinnubrögð i súrálsmálinu ..\ iö greiöum ekki hærra verð tvrir súrál en tið kast annars staðar i Evrópu”, segir forstjóri ál versins Álviðskipti eða öllu heldur súrálsviðskipti, eru óneitanlega það sem verið hefur hvað fréttnæmast undan- farna daga. Iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hefur nú opinberaö niðurstöður rannsóknar breska endurskoðunarfyrir- tækisins Coopers & Ly- brand á hráefnisvið- skiptum ísals og Alu- suisse. Þar kemur fram að íslendingar hafi greitt rúmlega sextán milljón dollur- um of mikið fyrir súrál á siðustu fimm árum. Er þvi ennfremur haldið fram að Alu- suisse hafi með þessu viljað lækka hagnað af álverksmiðjunni til að halda niðri eigin skattagreiðslum og raforkuverði hér inn- anlands. Einn er sá maður sem ekki hefur verið mikið áberandi i þessum umræðum, en er þó óneitanlega mikið tengdur málinu, nefnilega Ragnar Halldórsson, forstjóri islenska álfélagsins. — Viö beindum nokkrum spurningum til hans: Nú ert þú væntanlega búinn að kynna þér niðurstöður rannsóknar Coopers & Lybrand. Geturðu fallist á að þarna séu um samningsbrot af hálfu Alu- suisse að ræða? ,,Nei,ég tel alfarið að þetta sé misskilningur. Ég hef rætt þetta við nokkra af minum nánustu samstarfsmönnum og við litum alls ekki svo á að þarna sé um neitt misferli að ræða.” Liturðu svo á að rannsókn þessa máls sé lokið? ,,Mér finnst furðulegt ef hægt er að gera einhverja endurskoð- unarskrifstofu i London að alls- herjardómstóli i máli sem þessu. Þetta er dómstóll, sem er án dómara og kviðdóms. Þarna eru engar vitnaleiðslur við- hafðar og alls ekki hægt að áfrýja úrskurðinum, þvi nú er ráðuneytið búið að draga strik undirmálið ogsegir: Þvi er lok- ið. Ég skil ekki svona vinnu- brögð.” Borgar isal hærra súrálsverð heldur en tiðkast annars staðar milli óskyUlra aðila? ,,Við borgum ekki meira en tiðkast hér i Evrópu”. Hvað með 26 milljón dollar- ana sem Alusuisse segist hafa greitt hærra fyrir afurðirnar. Eiga þær að bæta upp súráls- verðið? „Menn geta haft mismunandi skoðanir á þvi hvernig flokka eigi „verö milli óskyldra aöila”, en það er ekki þar með sagt að þetta sé það eina i málinu sem vert sé að skoða. Þegar ráðherra bannar Coopers & Ly- brand að athuga hvernig okkar álsölur séu út frá þessari verðmiðun, þá tel ég þetta mjög undarlega ogeinhæfa málsmeð- ferð.” Kaupir isal súrál á sama verði og aðrar álverksmiðjur i eigu Alusuisse? „Við kaupum súrál á algjör- lega samb.ærilegu verði, ef eitt- hvað er þá borgum við ivið minna en aðrir”. f fréttatilkynningu Alusuisse kemur frain að þeir hafi á þess- um fimm árum keypt 880 þúsund tonn súráls af óháðum aðilum á hærra verði en tsal greiðir. Fenguð þið einhvern hluta þessa og var hann þá niöurgreiddur af hálfu þeirra? „Við fengum um 8 þúsund tonn af þessu en þeir hafa ekki niðurgreitt neitt súrál til okkar. Þetta bara undirstrikar það, að á umræddum tima hefur ekki verið á markaðnum ódýrara súrál, en við höfum keypt, nema siður væri. Það hefur verið heldur dýrara.” Nú kaupið þið rafskaut frá verksmiðju i Rotterdam sem einnig er i eigu Alusuisse. Er rétt að þar sé um of dýr innkaup að ræða? „Ekki að minu áliti. Þessi verksmiðja i Rotterdam fram- leiðir rafskaut fyrir niu álverk- smiðjur, þar af eru fjórar dótt- urfyrirtæki Alusuisse, sem einnig á helming á móti italska rikinu i þeirri fimmtu. En f jórar verksmiðjur eru algjörlega óháðar, þar á meðal Alcan. Þetta er selt til átta landa. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að við kaupum raf- skaut á sambærilegu verði við hina aðilana.” Er raunhæft að framleiða raf- skautin hér á landi? „Ég held að það sé alveg á mörkunum, þvi okkar verk- smiðja er svo litil miðað við þær verksmiðjur sem eru reistar i dag. Þetta tal um aðalls staðar i heiminum nema hjá verk- smiðjum Alusuisse séu raf- skautinframleiddá staðnum, er aðeins enn einn misskilningur- inn að minu mati. Við getum varla farið að taka upp ein- hverjar úreltar aðferðir eins og tiðkast i Noregi, þaðan sem mest af þeirri speki sem sett hefur verið fram, viröist vera komin.” Nú hyggjast stjórnvöld taka upp samninga við Alusuisse. Attu von á að þeir séu tiibúnir i slikar viöræður? „Þvi get ég ekki svarað fyrir þeirra hönd.” Telurðu að þeir muni leysa málið með þvi að bjóða hærra raforkuverð eins og gerðist 1974? „Þeir burðu aldrei hærra raf- orkuverð. Það var hins vegar samið um breytingar á skatta- kerfinu, sem var ófram- kvæmanlegt eins og það var áður, gegn greiðslu hærra raf- orkuverðs. Þetta voru bara kaup kaups. Hvað með aðrar kröfur sem rikisstjórnin hyggst setja fram, munu þeir ganga að þeim? „Ég hef ekki heyrt aö Alu- suisse fallist á ennþá, að þessar niðurstöður séu réttar og á meðan ganga þeir ekki að nein- um kröfum. Það er nú venjan að ef annar aðili kemst að ein- hverri niðurstöðu um samstarf sem þetta, þá sé hinum aðilan- um gefinn kostur á að segja álit sitt á þvi. Það var ekki gert. Skýrslunni var einfaldlega varpað inn á borð hjá Alusuisse án þess að nokkurt fylgibréf eða beiðni um skýringar kæmi þar með. Þeir gáfu ákveðnar upplýsingar og skýrslur i febrúar, en hafa aldrei fengið neinar móttökukvittanir fyrir þvi, fyrr en þessi skýrsla er send allt i einu.” Mun þetta valda miklum skaða i samstarfinu við Alu- suisse? „Ég er ekki i nokkrum vafa um það. Það hefur aldrei verið talið til bóta i mannlegum sam- skiptum að byrja á að ráðast á annan aðilann með einhliða ásökunum um svindl og svik, jafnvel þó aö það væri rétt. Þetta er bara ekki siðaðra manna háttur.” Heldur þú aö þeir séu áfram til umræðu um stuðning við stækkun verksmiðjunnar? „Ég get að sjálfsögðu ekki svaraö fyrir þá, en það eru miklar efasemdir i minum huga hvað þetta varðar”. Finnst þér aö rikið eigi að eignast meirihluta i isal? „Það hefur alltaf verið min skoðun að Islendingar ættu að eignast þessa verksmiðju með timanum. Spurningin er aðeins hversu ört menn kæra sig um að fjárfesta i þessu landi. Hvaða skýringar átt þú á þvi að þetta mál var tekið upp svo snögglega i desember siðast- liðnum? „A þvi eru einhverjar pólitiskar skýringar, sem mál- svarar Alþýðubandalagsins geta gert betri grein fyrir en ég.” En hvernig leið svo forstjóra islenska álfelagsins á meðan fyrirtæki hans var rannsakaö, án þess að hann væri með i ráðum eða fengi nokkrar upplýsingar? „Mér leið nú ekki sem verst. Ég var þess alveg fullviss að þar sem svo furðulega var að þessu staðið, þá hlyti málið að springa i loft upp fyrr eða siðar. Égerekkertmóðgaður, þetta er bara i samræmi við annað i allri meðferð þessa máls”. — JB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.