Tíminn - 10.12.1969, Qupperneq 8

Tíminn - 10.12.1969, Qupperneq 8
20 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 10. desember 1%9. A KOiDUM KiAKA JAIYIES OLIVER CURWOOD 14 í Dawson fyrir Moktrum árum, og þekkti þvd vel sögu Belindu Mul- rooney. Hann sá, að Mary veitti hina me&tu athygli því, sem hún sagöi um Belindu, og kennslukon- an hafði boðizt til að senda henni mynd af Belindu, ef hún vildi gefa henni upp heimilisfang sitt. Stúlkan hikaði, en sagði svo, að það væri ekki alveg afráðið, en hún skyldi skrifa kennslukonunni til Noorvik, þegar hún vissi hvar hún mundi dvelja. — Þér verðið þá að efna það loforð, sagði kennslukonan. — Já, ég mun efna það, svaraði Mai'y. Alan hrökk ofurlítið við. Þessi orð voru sögð svo lágt, að hon- um fannst, a'ð hann mundi ekki hafa átt að heyra þau. En hann þóttist samt viss um, að nokkurra klukkustunda rólegur svefn hefði gert hana rólega og hreytt ákvörð un hennar. Það var aðeins heimsk ingi, sem áleit, að hún byggi yfir sorgum og áhyggjum þessa stuhd- ina. Hann sá hana ekki nema öðru hverju um daginn, og var orðinn viss um, að hún forðaðist hann af ásettu ráði. En það angraði hann ekki. Honum gafst því meiri timi til að tala við kunningjana um áhugamál sín varðandi fram- tið Alaska. Og nú var komið kvöld, og hann var á hinni venju legu kvöldgöngu sinni á þilfar- inu, og þá settist að honum ein- stæðingskennd. Hann saknaði ein hvers, en hann gerði sér þó ekki fullkomlega Ijóst, hvað þáð var. Svo sá hann Mary Standish koma út úr klefa sínum og ganga út að borðstokknuni og halla sér fram á hann. Hann hikað'i andar- tak, cn gekk svo til hennar. — Þetta hefur verið yndisleg- ur dagur, Mary Standish, sagði hann, — og nú er aðeins nokk- urra klukkustunda sigling til Cor- dova. Hún leit ekki við, en horfði sem áður út yfir rökkvaðan sjáv- arflötinn. — Já, yndislegur dag- ur, herra Holt, hafð'i hún upp eft- ir honum — og aðeins nokkurra klukkustunda sigling til Cordova. Svo bætti hún við með sömu mildu röddinni: — Ég á eftir að þakka yður fyrir síðast — í gærkveldi. Þér hjálpuðuð mér til þess að taka ákvörðun. — Ég er hræddur um, að þa'ð hafi verið fremur lítil hjálp. Ef til vili hefur það verið hinu hnígandi rökkri að kenna, að hon um sýndíst hrollur fara um herð- ar hennar. — Ég hélt, að ég ætti um tvær leiðir að velja, sagði hún, — en þér komuð mér í skilning um, að ég á aðeins eina lcið. Hún lagði áherzlu á síðasta orðið, og rödd- in titraði of'irlítið. — Eg var heimsk að halda það, viljið þér gleyma þvi? Við skulimi hugsa ujm eitthvað skemmtilegra núna. Ég er í þann veginn að gera nokk- uð, sem allt mitt hugrekki mun þurfa til. — Þér munuð sigra, ungfrú Standish, sagði hann fullvissandi. — Þér murrað allfaf sigra, hva'ð sem þér takið yður fyrir hendur. Ég veit það. Ef það, sem þér ætl- ið að gera, er að fara til Alaska og byggja upp framtið yðar þar, mun það verða yður til hamingju. Ég get fullvissað yður um það. Hún þagði andartak, en sagði svo: — Hið óþekkta hefur alltaf verið heillandi í mínum augum. Þegar vi'ð sigldum fram hjá Skag- way-fjöilunum í gær, sagði ég yð- ur frá því, að mér fyndist, að ég hefði lifað fyrir löngu síðan, þeg- ar Ameríka var ung og ónumið land. Ég veit, að þetta er heimska, en þegar við komum til Skagway, var ég viss um, áð ég hefði séð þann stað áður. Þa'ð var eins og vitrun, og ég trúi því, að ég hafi séð þetta áður í draumi. Og það er þessi trú, sem gefur mér hug- rekki til þess að gera það, sem ég verð nú að gera. — Það og — þér. Hlún sneri sér eldsnöggt að hon uni, og augu hennar ioguðu. —• Þér og tortryggni yðar og harðneskja, sagði hún og röddin titraði. Hiún stóð bein og stælt fyrir framan hann. — Ég ætlaði ekki að segja yður neitt, herra Holt. Ég kom til yðar, af því að ég hélt, að þér væruð öðruvísi en aðrir menn, eins og fjöllin yðar. Ég hóf yður í hásæti sem mann, er ætið tryði því góða og fagra, unz hann reyndi hið gagnstæða. Það var hætbuspil — og ég tap- aði. Það var ægilegur misskilning- ur af mér. Fyrsta bugsun yðar, er ég kom inn í klefann til yð- ar, var tortryggni. Þér voruð reið- ur — og hræddur. Já, hræddur, óttasleginn, og héldúð að eitthvað mundi gerast, sem kæmi yður illa. Það var engu iíkara en þér héld- uð, að ég væri ekki með öllum mjalla. Og þér hélduð, að ég væri lygari — og sögðuð mér það. Það var ekki vel gert, herra Holt. Það var ekki vel gert. Ég gat ekki skýrt þetta fyrir y'ður. En ég trúði því, að þér væruð svo mikill. að þér munduð ekki telja vináttu okkar misbo'ðið, þótt ég kæmi þannig í klefa yðar. Ég trúði þessu statt og stöðugt, og mig grunaði ekki, að ég mundi verða sökuð um undirferli og lygi. —- Guð sé oss næstur. hrópaði hann. — Hlustið á mig, ungfrú Standish. En hún var farin. Hún sneri sér svo snöggt við, að hreyfing hans til þess að stöðva hana varð árangurslaus. Hún var horfin inn um klefadyr sínar, áður en hann gat áttað sig. Hann kallaði einu sinni enn á hana, en fékk ekkert svar. Hann sneri við, hendur hans skulfu og andlit hans var nú jafn fölt og stúlkunnar, sem nú var horfin. Hann var sem þrumu lost- inn yfir orðurn hennar. Honum fannst hann standa uppi eins og glæpamaður, og þa'ð fór hrollur um hann. En hún hafði samt á röngu að standa. Hann hafði að- eins gert það, sem hann áleit að væri henni fyrir beztu. Ef hann hefði ekki gert þetta, hefði hann verið glópur. Hann gekk hratt að klefadyr- um hennar, reiður yfir því órétt- læti, sem honum var sýnt. Engin ljósglæta sást út um rifuna undir hurðinni. Hann barði að dyrum, en fékk ekkert svar. Hann beiC og hlustaði eftir einhverri hreyf- ingu, en árangurslaust. Hálft í hvoru gladdist hann yfir því, að ekki var opnað. Hann vissi, að Mary Standish var inni, og áð bún mundi ekki gera sig ánægða með neina ástæðu fyrir komu hans a'ðra en afsökun á framferði sínu og þá afsökun var hann ekki í skapi til að láta í té. Hann sneri aftur til klefa síns, og reiðin sauð í honum vegna hins ranga álits, sem Mary hafði á honum. Og þó var hann ekki fullkomiega öruggur um réttmæti sinna vi'ðhorfa. Undir niðri fapn hann til einhvers samvizkubits. Hin björtu augu hennar, byigj- andi hárið og dirfskan og hug- rekkið, sem birzt hafði í fram- komu hennar, er hún sagði hon- um tií syndanna, hafði vakið hjá honum ótta um að hann hefði gert eitthvað rangt. Hann gat ekki hrundið úr huga sér mynd henn- ar, er hún stóð og hallaði sér upp að hurð hans með trárin eins og perlur glitrandi á kinunum. í einhverju hafði honum skjátlazt. Hann vissi það nú. Það var eitt- hvað, sem þyngdi samvizku hans. Ef eitthvað illt kaemi fyrir, fannst honum, að hann mundi eiga ein- hverja sök á því. Rabbið í reyksalnum freistaði hans ekki í kvöld. Danslögin og söngurinn í salnum angraði hann. Hann stóð nú og horfði á dans- andi fólkið svo illúðlegur á svip, að menn tóku eftir því. Hann sá Rossland snúast um gólfið nieð Ijóshærða stúlku í fanginu. Stúlk- an horfði í augu Rosslands bros- andi og lagði vagan-n ófeimin á öxl hans og hann gróf nefið í hári hennar. Alan sneri frá með ógeðfeldar hugsanir um sam- band Mary og Rosslands. Hann gekk inn á annað farrými. Indíán- arnir höfðu vwfi’ð um sig áhreið- ur, og af þelrri kyimð, sefn ríkti þar, réð hann, að þeir væru í fasta svefni. Honum fannst kvöld ið ií'ða seint, og að síðustu gekk hann aftur til klefa síns og reyndi að sökkva sér niður í lestur. En hann fékk enga ró yfir Itokinni og fór að brjóta heilann um það, hvort það væri hann eða höfund- urinn, sem eitthvað væri bogið við. Hann hafði ætí'ð' áður getað fund- ið ró vi'ð lestur, en nú fór efni bókarinnar fyrir ofan gar'ð eða neðan hjá honum. Jafnvel tóhak- ið í pípunni hans virtist eitthváð lakara en vant var, og hann skipti á henni og vindli og tók sér aðra bók í hönd. En „'rangufinn varð hinn sami. Hugur hans fékk enga hvíld, og hann haíði enga ánægju af vindlinum. Honum varð allí í einu ljóst, að hann stóð andspænis einhverri nýrfi og óþekktri tilfinningu, jafn vei þótt hann reyndi óafvitandi að telja sér trú um að svo væri er miðvikudagur 10. des. — Eulalia Tungl i hásúðri kl. 14.34. Árdegisháflæði í Rvik kl. 6.41. HEIL8UGÆZ1A HITAVEITUBILANIR Hlkynnlst slma 1S359. BltANASiMI Rafmagnsveitu Rsyk|a vfkur á skrHstofutíma er 18J22 Nætur og helgldagavarzla 18230. Skolphrelnsun allan sótarhrlnglnn. Svarað I stma 81617 og 33744. SLÖKKVIUÐIÐ og sfúkrablfr»l8lr — Slm) 11100. SJÚKRABIFREIÐ > HatnarflrSI slma S1336. SLYSAVARÐSTOFAN • Borgarspltal anum er opln allan sólarhrlnglnn ASelns möttaka stasaSra. Slml 81212. N/ETU RVARZLAN > Stórholtl er op- In frá mánudegl Ml fSstudags Id. 21 é kvóldln tl) kl. 9 i morgn ana. Laugardaga og helgldsga frá kl. 16 á daglnn tB kt. 10 é morgn aná. KVÖLD- og helgldagavarzla laekna hefsi hvern vlrkan dag Sd. 17 og stendur tll Id. 8 aB morgnl, um helgar frá fcl. 13 á laugardögvm, f neySarfHfollum (ef ekkl næst tll helmillslæknls) er teklð 6 mótl vltianabeiSmrm á skrlfstofu lækna félaganita I slma 11510 frá kl. 8—17 alla virka daga, nema taug ardaga. LÆKNAVAKT I HAFNARFIRÐI og GarSahreppl. Upptýslngar i lög. regluvarSstofunnl, siml 50131 og siökkvlstöSlnnl, sfml 51100, KÓPAVOGSAPÓTEK oplS vlrka daga fri kl. 9—19, laugard, frá Id. 9—14 helga daga frá Id. 13—13, BLÓÐBANKINN tekur á möt) WÓ5 gjöfum daglega Id. 2—4. Næturvörzlu Apóteika í Reykja- vfk vikuna 6—12 des. annast Holts Apóték og Laugavegs apótek. Nætnrvörzln í Kcflavik 10-12 ann ast Kjartan Ólafsson. FELAGSLÍP Söngsveitin Fílharmonía heldur bazar sunnudaginn 14. des. kl. 2 í Sigtúmi félagsheimili Óháða safnaðarins vi@ Háteigsveg. Gamlir kórfélagar og aðrir vel- unnarar söngsveitarinnar sem vildu taka þátt í undirbúningnuin hafi samband við: Aðalbjörgu sími 33087, Borghildi sími 81832, Ingi- björgu simi 34441 og Fríðu sími 40168. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Jólafundur fimmtudaginn 11. desemher kl. 8.30 í félagsheimili kirkjunnar. Gufðrún Tómasdóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Aiherfssonar. Belga Bachmann les úr verkum Guðmiundar Kamb an. Jólahugvekja. Kaffi. Heimilt að bjóða meO sér gestum. Stjórnin Jólabazar Guðspekifélagsins verður haidinn sunnudaginn 14. des. n. k. Félagar og velunnarar eru vinsamlegast beðnir um að koma gjöfuæt sinum, eigi aiðar en 12. des. í Guðspekifélagshúsið, Ingólfsstræti 22, til frú Helgu Kaaber, Reynimel 41 og í Hann yrðaverzlun Þuríðar Sigurjónsdótt ur, Aðalstræti 12. Þjónustureglan Kvenfélag Hallgrímskirkju. Jólafundur fimmtudaginn 11. des. kl. 8.30 e. h. Guðrún Tómas- dóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Fleira til skemmtunar og fróðleiks. Jóla hugleiðÍTig. Kaffi. Bjóðið gestum. Stjórnin. Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík, heldur jólafund í Lindarbæ fimmtudaginn 11. des. kl. 8,30. Laufahrauð, jólahugleiðing. Heim- ilt að taka með sér gesti. Konnr í styrktarfélagi vangef- inna. Jólafundurinn verður í Lingási fimmtudaginn H des. n. k. kl. 20.30. 'Dagskrá: Félagsmál 2. Ingimar Jóhannesson. Jólahug- vekja. Séra Siguttður Haukur Guð- jónsson. Stjórnin. FLU GÁÆTL ANIR Flugfélag íslands li. f. Gullfaxi fór til Glasg. og Kaup- mannahafnar kl. 09 00 í moi'gun. VéUn cr væntanlcg aftur til Kefla víkur kl. 18.40 í kvöld. Gullfaxi fer tii Glasg. og Kaupmannahafn- ar kl. 09.00 á föstudag. Fokker Friendship flugvél félagsiús fer til Osló og Kaupmannahafnar kl. 12.00 í dag. Innanlandsflug. í dag er ásetlaið að fijúga til Abureyrar (2 ferðir) til Raufar- nafnar, Þórshafnar, Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fijúga iil Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja, Patreksfjarðar, ísa- fjarðar, Egilsstaða og Sau'ðárki'óks. Lotflei'ðir h. í. Bjarni Herjólfsson er væntanleg ur frá NY kl. 10.00. Fer til Lux- embórgar kl. 11.00. Er væntanleg ur til baka frá Luxemborg kl. 01. 45. Fer til NY bl. 02.45. ORÐSENDING ★★ Minni'ð ættingja yðar og vini á störf og tilgang Slysavarna félags íslands með því a'ð senda þeim jólakort félagsins. Þau fást hjá slysavarnadeilduni og bóksöl- um um iaud allt. Frá Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofan er opin aila daga frá kl. 10—6. Gleðjið gamla, sjúka og börn. Jólasöfnun mæðrastyrksnefndar, Njálsgötn 3. Kvcnfélag Áspfestakalls- Ósóttir vinninigar í happdrætti félagsiis eru 345 — 490 — 504 — 1840 — 1899. Viiminganna skal vitjað á Hjallavegi 35, simi 32195. AA-samtökin: Fundir AA-samtakanna 1 Reykja vík: I félagsheimilinu Tjai'narg. 3C á mánudögum kl. 21, miðviku dögum kl. 21, fimmtudögum bl. 21. I safnaðarheimili Neskirkju á föstudögum kl. 21. I safnaðarheim ili Langholtskirkju á föstudögum kl. 21 og laugardögum kl 14. — Skrifstofa AA-samtakanna Tjarn argtu 3C er opin alla virka daga nema taugardaga 18—19. Sinn 16373. Ilafiiarfjaröardeilc! AA-samtak- anna: Fundir á föstudögum kl- 21 í Góðtemplarahúsinu. uppi Vestmaiinaej’jadeild AA-sam- takanna: Fundir á fimmtudög- um kl. 20.30 I húsi KFUM. 5 Keyra. 7 Keyr. 9 Ákafi. Níð. 13 Elska. 14 Félag. 16 Hríð. 17 Jurt. 19 Eins á litinn. Lóðrétt: 1 Hugprúða 2 Tveir eins. 3 Sjáðu. 4 Hanga. 6 Öll rauð. 8 Söngmenn. 10 Venti. 12 Hérað. 15 Þrír eins. 18 Fisk. Ráðning á 'gátu Nr. 446 1 Flagga. 5 Öru. 7 Al. 9 Ótrú. 11 Kák. 13 Læs. 14 Króm. 16 ST. 17 Leiti. 19 Lundin. Lóðrétt: 1 Frakki. 2 AO. 3 Gró. 4 Gutl. 6 Rústin. 8 Lár. 10 Ræsti. 12 Kólu. 15 Men. 18 ID.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.