Tíminn - 10.12.1969, Blaðsíða 12
Ásíuinflúensa á
Beiðinni hingað
Bóluefni er til og einnig í pöntun
OÓ-Reýkjjavík, þriðjudag.
Influensa hefur að undianförnu
gert vart við sig í nokkrum
Evrópulöndum og mun hún komin
frá Asíu. Er þessi faraldur kennd
ur við Hong kong. Er búizt við
að inflúensan komi hingað til
lands síðar í vetur. Landlæiknir
sagði Tímanum í dag, að nokkuð
af bóluefni, vegna þessa faralds
sé komið til landsins og meira
í pöntun, sem væntanlegt er í
næstu viku.
Land'læknir sagði, að hann hafi
fengið tilkynningu frá Ailþjóða
Jólafundur í
Norr. húsinu
Jólafundur Félags Framsóknar
kvenna í Reykjavík, verður hald-
inn í Norræna húsinu, fimmtu-
daginn 11, desemher og hefst kl.
8,30. Hermiamn Þorsteinsson og
Ingibjörg Magnúsdóttir sýna og
l;ynna myndir frá Landinu helga.
Kaffiveitingar. Fjölmennið. —
Stjórnin.
Dýrbitnar ær
báðust hótel-
gistingar!
GG-Fornahvammi, þriðjudag.
Nokkuð hefur borið á dýr-
bít hérna undanfarið og hefur
meira að segja verið ráðizt á
fullorðnar kindur, en það er
fremur óvenjulegt. Tæfa notar
sér, hvað kindurnar eiga erfitt
með að bera sig yfir í snjó-
þyngslunum.
Eitt lamto sem kom heim
í hlað fyrir siáturtíðina, var
illa útleikið eftir dýrtoít og
fyrra laugardag komu tvær
kindur hérna heim á hótel-
tröppur og stóðu þar og jörm-
uðu, þangað til fólk kom út til
þeirra. Þær hafa líklega ætlað
að beiðast gistimgar. Önnur
kindin var stórsködduð eftir
bit.
Bændur hafa átt i erfiðleik-
um að ná fé sínu heim, vegna
mikilla snjóa og ennþá vantar
eitthvað af kindum.
heilþrigðisstofnuninni, sem dag-
sett er 5 .des. Er þar sa>gt frá
inffluensu á Spáni, í Frakklandi,
og einstöku tilfellum í Bretlandi.
Grípur vei’kin mikið um sig, en
er yfirleitt vaag. Er þetta alls
staðar talin svipuð tegund, þ.e.a.s.
vírusstofn A2, sem kenndur er við
Hong kong 1968, Er þetta mjög
svipuð veiki og gefck hér á landi
eftir áramótin í fyrra, en náði
Framhald á bls. 22.
Tízku-
r ■
syrang
áSögu
TÍ7.kusýning verður á Hótel
Sögu á föstud,- og laugardkv. nk.
Verða eingöngu sýndar flýkur sem
gerðar eru af sænska fyrirtækinu
Almedahl. Sýndur verður eingöngu
samkvæmisklæðnaður á þessum
sýningum, kjólar og buxnadrakt-
ir. Er allur þessi klæðnaður nýr
af nálinni og gerður samkvæmt
núverandi vetrartízku. Verð sýn-
ingarvarningsins er 3 til 6 þús.
kr. Stúlkur úr Módelsamtökunum
sýna.
Klæðnaður frá fyrrgreindu fyr
irtæki er til sölu hjá Verðlist-
anum í Reykjavík, en þar verða
í framtíðinni seid föt frá Alme-
dahl, en ekki hefur áður verið
fluttur fatnaður frá því fyrirtæki
hingað tii landsins-
Á myndinni eru stúlkurnar
sem sýna á Hótel Sögu.
Leigan á Laxá í Kjós
hækkar um 120 prósent
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Tilhoð í Laxá í Kjós næsta veiði
tlmabil voru opnuð í síðustu viku.
Hljóðaði hæsta tilboð upp á tvær
milljónir og tíu þúsund kr. Er
það 120% hækkun á leigunni mið
að við þaS sem var í fyrra. Leigu
takar cni Páll Jónsson og Jón
H. Jónsson. Auk þess að leigja
ána hafa þeir tekið barnaskóla-
hús nærri ánni á Ieigu og greiða
fyrir það 75 þús. kr. Næst hæsta
tilboð átti Stangaveiðifélag Reykja
víkur var það kr. 1.915.000,00.
Alls bámst þrjú tilboð, og var hi3
þriðja lægst.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur leigt veiðiréttinn í Laxá í
Ruggustólar fró Stykkis-
hólmi á BandaríkjamarkaS
SB-Reykjavík, þriðjudag. i hefiðu þau líkað stórvel og hann
Ruggustólar í gamla stflnum gerði sér góðar vonir um , að
hafa nú um árs skeið verið fram- dreifingarfyrirtæki þar mundi
leiddir í Stykkishólmi, og eftir- ■
spurnin fer sívaxandi. Sýnis-
hom af stólunum hafa verið
send til Bandaríkjanna og IíkaS
stórvel, enda er miðað við, að
hafa þá sem islenzkasta að allri
gerð. Áklæðið er ýmist salún-efni
eða skinn af haustkópum.
Blaðið haflði tal af framleiðenda
stólanna, Dagtojarti Stígssyni, í
dag.
— Það er anzi mikið að gera,
sagði hann. — Núna erum við 14,
sem vinnum við smíðina, en það
eru mú jólaannir og mikiið fyrir-
liggjandi af pöntunum. Ég byrj-
aði fyrir ári og eftirspurnin hefur
síaukizt. Við höfum selt stólana
um allt land, en aðallega þó til
Reykjavíkur. Þarna er um að
ræða ruggustóla og skammel og
svo kallaða barnastóla. Þetta er
allt í ,,ömmustíT“ sem er ákaflega
vinsæll núna.
Dagbjartur sagðist hafc sent
nokkur sýnishorn af framleiðsl-
unni til Ohio í Bandaríkjunum og
taka að sér að selja stólana í sér-
verzlanir þax.
Framhald á bls. 22.
Kjós í fjölmörg ár og á veiðihús
við ána. Verður það nú a@ öllum
líkindum flutt á brott. A síðasta
veiðitímabili var áin leigð á
tæpa milljón króna. Þá var stöng
in leigð á 3 þús. kr. Kunnugir
telja að á næsta ári verði efcki
hægt að leigja stöngina á minna en
kr. 4500.00.
Laxveiðimenn eru mjög óánægð
ir með þessa þróun og telja að
ekki komi til mála að íslenzkir
stangveiðimenn hafi efni á að
veiða í Laxá í Kjós og borga það
venð sem hún hlýtur óhjákvæmi-
lega að kosta á næsta sumri, enda
hafi gengislækkanir ekkert breyzt
gagnvart þeim.
Er því ekki annað sýnna en
að á næsta sumri muni eingöngu
Framhald á bls 22
Ólafur Jóhannesson,
Fundur Framsóknarfélaganna
um aðild islands að EFTA
verður haldinn í kvöld
Framsóknarfélögin í Reykjavík halda sameiginlegan fund um
„aðild íslands að EFTA og afstöðu Framsóknarflokksins“ í
Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg (nýja salnum), miðvikudag-
inn 10. desemeber og hefst hann klukkan 20.30. — Framsögu-
maður er Ólafur Jóliannesson, formaður Framsóknarflokksins.
— Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn í Framsóknarfélögun-
’ erður félagsskírteini ríð innganginn. — Félagsskír-
teini verða afgreidd við innganginn og einnig verður tekið á
móti nýjum féiögum í Framsóknarfélögin.