Tíminn - 11.12.1969, Side 2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 11. desember 1969.'
Jóiakort til ágóða
fyrir sumarbúðir
Nýlega eru komin á markað-
inn jólakort gefin út af sumar-
búðanefnd Prestafélags Austur-
lands. Eru þau seld til ágóða fyrir
byggingu sumarbúða, við norðan-
vert Eiðavatn á Fljótsdalshéraði.
Á kortum þessuin eru forkunn
arfagrar litmyndir gerðar af list-
málaranum, fní Grétu Björnsson
í Reykjavík. Einnig eru á kort-
um þessum sálmvers eftir herra
Sigurbjörn Einarsson biskup.
Þessi fögru jólakort eiga að
safna saman fyrstu krónunum til
sumarhúðanna við Eiðavatn. Aust-
firðingar eru hvattir til að kaupa
þau ríkulega fyrir þessi jól og
senda vinarkveðju í þessum gull-
fögru umbúðum. Eru þau til sölu
hjá öllum austfirzkum sóknar-
prestum, en þeir sjá um söluna,
hver í sínu héraði.
Kolbeinn Þorleifsson.
Mannfræðifélags-
fundur í kvöld
AK, Rvík, þriðjudag. — íslenzka
mannfræðifél-agið heldur umræðu-
fund um uppruna íslendinga í 1.
kennslustofu Háskólans, fimmtu-
★ Tveir varaþinigmenn tóku
sæti á Alþingi í fyrradaig. Eru það
þeir Sigurður Grétar Guffmunds-
son, sem tekur s-æti Gils Guð-
mundsson^ír og Þorsteinn Gísla-
son, sem tekur sæti Óiafs Björns-
sonar.
★ Ásgeir Bjarnason, Björn Fr.
Björnsson og Bjami Guðbjörns-
son, hafa lagt fram frumvarp tii
laga um breyting á vegalögum,
þar sem þeir gera ráð fyrir þvi,
að sýsluvegasjóðir beri kostnað
af vegalagningu til býla, það sem
er umfram 200 metra. Þá er laigt
til, að heimila sýsiuuefndum að
miða tekjur sýsluvegasjóðann'a
við andvirði fjögurra d-agvinnu-
stunda í stað þriggja.
★ Sigurður Bjarnason hefur
beint eftirfarandi fyrirspum til
utanríkismálaráðherra: 1) Hvaða
upplýsingar liggja fyrir um verð-
mæt jarðefni, föst eða fljótandi,
í hafsbotni íslenzika landgmnns-
ins? 2) Hafa íarið fram eða em
í vændum skipulegar vísindalegar
rannsóknir á landgrunninu mieð
könnun auðlinda þess í huga?
3) Hafa íslenzkum stjómvöldum
borizt óskir um það frá erlendum
aðiium að fá að kanna, með bor-
unum eða á annan hátt, hvort olíia
eða önnur verðmæt jarðefni sé
að finna í landigrunninu?
★ Haildór E. Sigurðsson hefur
lagt fram eftirfarandi fyrirspurn
til iðnaðarmálaráðherra: Hvenœr
verður auglýst laust til umsófcn-
'ar forstjóra'starf viS Semients-
verfcsmiðju ríkisins og það veitt
sfcv. 6. gr. laga um Semenrtisverk-
smiðju?
★ Við umræðu um fj'árlögin
í gær, töl-uðu þessir þingmenn:
Jón Árnason, Halidór E. Sigurðs-
son, Geir Gunnarsson, Magnús
Jónsson, Magnús Kjiartansson, Ein
ar Ágústsson, Stefán WLgeirsson,
Jónas Pétursson, Lúðvík Jóseps-
son og Karl Guðjónsson. Er fundi
lauk kl. 17,30 höfðu verið lagðar
fram margar breytinigatiliögur.
SuKKA-
BuXÖR
LIV eru
ótrúlega
endingargóðar.
Þær fást víða
í tízkolit og
þremur
stærðum.
Reynið þessar
tegundir og
þér mnnið
koniast að raun
um framúrskar-
andi vörugæði.
30 den LIV
kosta
kr. 136,00.
20 den LIV
kosta aðeins
kr. 115,70.
HEILDSALA: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F.
Sími 18700.
dagskvöldið 11. des. kl. 20.30.
Séra Björn O. Björnsson hefur
framsögu um kenningar Jóns Steff-
ensens en Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður, ræðir um fornfræði-
leg atriði varðandi uppruna ís-
lendinga. Á eftir verða frjálsar
umræður. Öllum er heimill að-
gangur. íslenzka mannfræðifélag-
ið hefur haldið tvo slíka umræðu-
fundi í vetur, og voru þeir báðir
mjög fjölsóttir.
Lionsklúbbur Hafnar-
fjarðar safnar fyrir
lækningatæki
Um þessar mundir er Lions-
klúbbur Hafnarfjarðar að hefja
hina árlegu fjársöfnunarstarfsemi
sína. Að þessu sinni gefa klúbb-
félagar út tvenns konar jólakort,
sem gerð eru eftir tréskurðar-
mynidum, er Gunnar Hjaltason,
listmálari hefur skorið og eru
kortin prentuð með frummynd-
unum í Fjarðarprenti. Verð kort-
anna er kr. 15.
Auk þess hyggjast félagar
klúbbsins bjóða Hafnfirðingum til
sölu pakka, sem inniheldur jóla-
pappír, límband og merkimiða.
Öllum ágóða af sölu pakkans og
kortanna í ár verður varið til
Konan í Glenn
kastala og Umsátin
nm Mafeking
Tvær spennandi skáld-
sögúr frá Stafafelli
FB-Reykjavík, miðvikudag
Komnar eru út hjá Stafafelli,
tvær skáldsögur, Konan í Glenn-
kastala eftir Liz Summer og Um-
sátin um Mafeking eftir Dorothy
Eden.
Konan í Glenn-kastala er um
unga enska stúlku, Barböru Car-
vel, sem verður fyrir vonbrigðum
er æskuvinur hennar yfirgefur
England, án þess að játa henni
ást sína. Skömmu seinna verður
ungur og glæsilegur íri á vegi
hennar. Hún giftist honum eftir
stutta viðkynningu og fer með
honum til írlands, til Glenn-kast-
ala. En þar reynist ýmislegt vera
öðru vísi en hún hafði búizt við.
En allt fer vel að lokum, og ham-
ingjan brosir við söguhetjunni.
Umsátin um Mafeking er úr
Búastriðinu um síðustu aldamót,
en umsátin er minnisstæð aðal-
lega vegna hetjulegrar varnar Col.
Baden-Powells og hinnar fá-
mennu en hugdjörfu liðsveitar
hans. En hvað um konur og börn,
sem voru innilokuð í horginni í
sjö langa mánuði? Þessi saga seg-
ir frá þeim, einkum tveim kon-
um, Lizzie Willoughby og Alice
Patridge, sem báðar eru nýkomn-
ar frá Englandi.
Jónas Guðmundsson, stýrimaður
kaupa á lækningatæki, sem af-
hent verður St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði. Vænta félagar í Lions
klúbbi Hafnarfjarðar sér góðra
undirtekta bæjarbúa við málaleit-
an þeirra í ár eins og undanfarin
'ár.
Vetrarhjálpin í Hafnar-
firði tekin til starfa
Vetrarhjálpin í Hafnarfirði er
nú að hefja starfsemi sína. Þetta
er 32. starfsár hennar. Hún er
starfrækt á vegum safnaðanna í
bænum. S.l. ár var úthlutað í
hundrað staði peningum að fjár-
hæð 131,800,00. Framlag bæjar-
sjóðs Hafnarfjarðar nam s.l. ár
50 þús. kr. Skátar söfnuðu 43 þús.
kr. og nefndarmenn söfnuðu hjá
fyrirtækjum bæjarins 48. þús. kr.
Skátar í Hafnarfirði munu
ganga í hús, miðvikudaginn 10.
þ.m. og næstu kvöld og veita fjár-
framlögum móttöku. Nefndin ósk-
ar eftir að ábendingar og um-
sóknir um framlög berist Vetrar-
hjálpinni eigi síðar en mánudag-
inn 15. des. n.k. Framlögum verð-
ur veitt móttaka hjá einstökum
nefndarmönnum og á skrifstofu
framfærslufulltrúans í Hafn-
arfirði.
í stjórn Vetrarhjálparinnar í
Hafnarfirði eru þessir menn: Séra
Garðar Þorsteinsson, form., séra
Bragi Benediktsson, Gestur Gam-
elíusson, trésmíðameistari, Snorri
Jónsson, kennari og Þórður Þórð-
arspn, framfiærslufulltrúi.
Falsaðir
tékkar
OÓ-eRykjavík, miðvikudag.
Nokkrar ávísanir, sem stílaðar
eru á Búnaðarbankann eru í um,
ferð. Var ávísanahefti stolið í s.l.
viku og þjófurinn hefur gefið út
nokkrar ávísanir og er ekki nema -
ein komin fram. Sá sem stal heft-'
inu, gaf sig fram við rannsóknar-
lögregluna og ber honum og eig->
anda ávísanaheftisins ekki sam-'
an um hve mörg óútfyllt eyðublöð'
voru í heftinu.
Sá sem stal heftinu og gaf út '
fölsku ávísanirnar segir að í heft- i
inu hafi verið sjö eða átta blöð,
sem hann síðan útfvllti og seldi, að
samtals að upphæð 12 til 15 þús- '
und krónur. Eigandi bókarinnar
telur hins vegar að fleiri blöði
hafi verið í heftinu.
Aðeins ein þessarra fölsku ávfs
ana er komin fram. Innistæðan
e-r á hlaupareikningi í Búnaiðar-'
bankanum og í heftinu voru núm'
erin A85601 til A85625. Eru þeir
sem hafa ávísanir með þessum
númerum undir höndum, beðnir
að skila þeim til rannsóknarlög-
reglunnar.
ÁvísanaheftinH var stolið s.L
fimmtudag, úr íbúðarhúsi.
MVRAMANNAÞÆTTIR
eftir Magnús frá Hvítsstöðum
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
hefur sent frá sér bókina Mýra-
mannaþætti eftir Magnús Sveins-
son frá Hvítsstöbum. í bókinni er
ýmis konar þjóðlegur fróðleikur,
æviskrár, ævintýri, sögur og sagn-
ir. í formála segir höfundurinn:
„í bók þessari hefur verið reynt
að tína saman nokkra fróðleiks-
mola af ýmsu tagi um fólk í
Mýrasýslu, en þó sérstaklega um
næstvestasta hrepp sýslunnar,
Álftaneshreppinn. Reynt hefur
verið að kanna þær heimildir, sem
tiltækar voru, en bæði er það, að
heimildum ber oft ekki saman
um ýmsa hluti og eins hitt, að
margt getur orkað tvímælis þótt
um samhljóða heimildir sé að
ræða.“
„Um það bil þriðjungur þess-
arar bókar er æviskrár, en hitt
blandað efni eins og efnisskráin
her með sér“.
Magnús Sveinsson höfundur þess
arar bókar er fæddur á Hvíts-
stöðum í Álftaneshreppi á Mýr-
um og ólst upp á Valshamri í
sömu sveit. Hann stundaði nám í
Alþýðuskólanum á Hvítárbakka
og við lýðháskólann í Tárna í
Svíþjóð, en lauk kennaraprófi við
kennaraskólann ári'ð 1935. Einnig
nam hann við landafræði-
deild Stokkhólmsháskóla og flutti
fyrirlestra um ísland í Stokkhólmi
Og víðar á Norðurlöndum.
Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum
FYRSTA SMÁSAGNASAFN
JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR
og viðtalsbók við Jón Otta eftir Jónas komnar út
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Bókaútgáfan Hildur gefur nú
út tvær bækur eftir Jónas Guð-
mundsson stýrimann. Jónas er
löngu kunnur af bókum sínum og
skrifum í blöð ogt ímarit, og sem
ævintýramaður og víðförull ferða-
langur. Nú kemur hir.s vegar í
fyrsta finn út eftir hann smá-
sagnabók.
Smásögur Jónasar heita Dáið á
miðvikuilögum. í bókinni eru
þrettán smásögur þar á meðal sú,
sem bókin dregur sjálf nafnið af.
Bókin^ er 112 síður 1 litlu broti.
Hin ‘bókin, sem Hildur gefur
nú út eftir Jónas, er sjóferðasaga
Jóns Otta. Bók þessi er byggð á
samtölum við Jón Otta Jónsson,
einn kunnasta togaraskipstjóra
eldri kynslóðarinnar, og segir frá
uppvaxtarkjörum ungra drengja í
Reykjavík um aldamótin og frá
sérstæðum lífsstíl Vesturgötunn-
ar. Ennfremur sjóferðasögu hins
aldna sæfara, sem lengur hefur
staðið á sætrjám en flestir aðrir
menn íslenzkir.
Áður hafa komið út eftir Jónas
Guðmundsson tvær bækur, 60 ár
á sjó, árið 1962 og Skip og menn
árið 1963. i