Tíminn - 11.12.1969, Blaðsíða 4
4
TIMINN
FIMMTUDAGUR 11. desember 1969.
Bótagreiðslur
almannatrygginganna
í Reykjavík
Laugardaginn 13. desember verður afgreiðslan
opin til kl. 5 síðdegis og greiddar verða allar
tegundir bóta.
Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi 24.
þ. m. og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum
greiðslutíma bóta í janúar.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI 114
AÐVÚRUN
Frá Verkamannafélaginu
Dagsbrún
Vegna þess, hve alvarlega horfir í atvinnumálum
verkamanna í Reykjavík, vill Verkamannafélagið
Dagsbrún vara utanbæjarmenn við að koma til
Reykjavíkur í atvinnuleit.
Jafnframt vill félagið minna atvinnurekendur á
skýlausan rétt Dagsbrúnarmanna til vinnu á
félagsvæðinu.
STJÓRN DAGSBRÚNAR.
SNJÚKEÐJUR
Keðjuþverbönd — krókar í þverbönd.
Keðjutangir og sjálflokandi hlekkir í þverbönd.
Æ
A
VIÐA
Efling Framsóknar-
flokksins í bæjunum
f ræðu, sem Einar Ágústs-
son, varafonnaður Framsókn-
arflokksins, flutti 15. f. m. á
Kjördæmisþingi Framsóknar-
manna í SuBurlandskjördæmi,
sem haldið var í Vestmannaeyj
um, ræddi hann m. a. um hlut-
verk stjómarandstöðu í lýðræð
isþjóðfélögum og framgang og
eflingu Framsóknarflokksins í
kaupstöðum og kauptúnum
landsins. Einar sagði m. a.:
„Þegar við lítum til bæj-
anna í dag, sjáum við, að Fram
sóknarflokkurinn nýtur þar
vaxandi trausts - og áhrifa. Við
þurfum ekki lengi að ieita að
sönnunum þessa, eða er ekki
forseti bæjarstjórnarinnar hér
í Vestmannaeyjum úr okkar
flokki? Hvernig hefur okkur
tekizt til dæmis í Keflavík?
Þannig, að okkur vantaði í
síðustu kosningum aðeins
ijMÉ
nokkra tugi atkvæða tU að fá
þar hreinan meirihluta. For-
seti bæjarstjómarinnar í Kópa-
vogi er Framsóknarmaður,
sama er að segja um Sauðár-
krók, bæjarstjórinn á Akur-
eyri er Framsóknarmaður, já,
meira að segja í höfuðvígi
íhaldsins, sjálfri Rvík, höfum
við undanfarin átta ár áfct tvo
menn í borgarstjórn og mann
í borgarráði og erum þar nú
ámóta stórir og hinir minni-
hlutaflokkamir, — bæjarflokk
amir — eins og við sjálfir köll
uðum þá fyrir aðeins nokkrum
ámm til aðgreiningar frá Fram
sóknarflokknum.
Nei, við skulum hætta að
hengja hausinn yfir því. að
okkur hafi orðið svo afskap-
Iega lítið ágengt á undanförn-
um árum.“
Ennfremur sagði Einar:
„Hitt er svo auðvitað annað
mál, að þótt okkur hafi vegn-
að eins og ég hef verið að
reyna að lýsa, þá er engan
veirinn Jiominn tími til þess að
halla sér afturábak og hvilast
á lárviðarsveignum, enn er
mikið verk óunnið. Ég hef þá
trú, að ekki muni langt um
líða þangað til okkar flokki
verði trúað fyrir meiri ábyrgð
og stærri verkefnum en þeim,
sem við gegnum í dag, en ég
undirstrika að það að halda
uppi stjórnarandstöðu í lýð-
frjálsu landi er veglegt og
vandasamt lilutverk, sem hvar-
vetna með menningarþjóðum
þykhr miklu varða, hvemig
rækt er.
Ilvort sem við verðum
þannig utan stjómarráðsins
eða innan veggja þess í næstu
framtíð, stjórnendur sveitar-
félaga eða í minnihlutahópnum
er það skylda okkar að halda
ótrauðir þá braut, sem við vit-
um að leiðir þjóðina fram. Við
skulum halda áfram eins og
við höfum gert að móta stefnu
okkar með hliðsjón af verkefn-
um líðandi stundar og með
hagsmuni framtíðarinnar fyrir
augum, en látum ekki glepj-
ast af áróðri andstæðinga okk-
ar, minnugir þess, að þann dag,
sem óvinirair hrósa okkur er
heill okkar fyrst í alvarlegri
hætfrii.
Við höldum áfram að kynna
stefnu flokksins og afla henni
fylgis, tið getum þurft að
beita nýjum aðferðum, við get-
um þurft nýja menn ,slíkt er
eðli framvindunnar ,en við
skulum ekki vanþakka þeim,
sem leitt hafa samtök ok’»r
þangað, sem þau em í dag,
slíkt væri ómaklegt.
, Við lifum á tímum mikilla
breytinga, byltinga væri víst
réttara að segja. Framundan
eru nýjungar jafnvel stórfelld-
ari en okkur getur órað fyrir.
Þess vegna er það knýjandi
nauðsyn íslendingum að leggja
höfuðkapp á menntunina, því
án þekkingar og sérhæfingar
gefcur ekkert þjóðfélag gert sér
Framhald á bls. 11
Nú er rétti tíminn til að athuga ratgeyminn
SÖNNAK RAFGEYMAR
— JAFNGOÐIR ÞEIM BEZTU —
Viðurkenndir at Volkswagenverk A.G. I nýja
VW bíta, sem fluttir eru *il Isiands
Yfir 30 mismunandi teffundir 6 og 12 v jafnan
fyrirliggiandi — 12 mán. ábyrgð
S M Y R I L L - Ármúla 7 - Sími 84450.
SMYRILL, Armúla 7.
Sími 84450.
Viðgerða- og ábyrgðarbiónusta SONNAK-raf-
geyma er i Dugguvogi 21 Simi 33155.
FRA HAPPDRÆTTI FRAMSÖKNARFLOKKSINS:
FENGIZT HEFUR LEYFI TIL AÐ DREGIÐ VERÐI
fl ÞORLÁKSMESSU - 23. DESEMBER
VINSAMLEGAST GERIÐ SKIL SEM FYRST FYRIR HEIMSENDA
MIÐA Á SKRIFSTOFUNA HRINGBRAUT 30 - SÍMl 24483
EÐA Á AFGREIÐSLU TÍMANS BANKASTRÆTI 7