Tíminn - 11.12.1969, Page 7

Tíminn - 11.12.1969, Page 7
FIT.IMTUDAGUR 11. desember 1969. TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- Inigastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómarskrifstofur i (Sddu- húsinu, símar 18300—18306 Sfcrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofUT sími 18300. Ásfcriftargjald kr. 165.00 á mánuði. mnanlands — í Iausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. ERLENT YFIRLIT Nást samningar milli stjórna Sovétríkjanna og V-Þýzkalands „Kerfið“ er sprungið Mmnihluti fjárveitinganefndar flutti aSeins tvær út- gjaldatillögur við 2. umræðu fjárlaga til að leggja á- herzlu á mikilvægi þess málefnis sem barizt væri fyr- ir. Fyrri tillagan var um 350 milljón króna fjárveitingu til atvinnumála. Það er margt sem bendir til þess að mikið atvinnu- leysi verði hér á landi í vetur og jafnvel enn geigvæn- legra en það var í fyrravetur. Minnihlutinn lagði því áherzlu á, að gert yrði nú myndarlegt átak í atvinnumálunum. Það mundi ekki að- eins bægja vofu atvinnuleysis frá dyrum fjölda heimila í landinu. Það yrði einnig allri starfssemi í landinu til styrktar, yki kaupgetu almennings, skapaði þar með aukna veltu og afleiðing þess yrðu stórauknar tekjur ríkissjóðs. Slíkt átak í atvinnumálum á vegum ríkis- sjóðs nú, þegar svo augljós kreppueinkenni er í efnahags- málastarfseminni kæmu því inn í ríkissjóðinn að veru- legum hluta aftur með beinum og óbeinum hætti. Minnihlutinn lagði til að þessum 350 milljónupi yrði þannig varið, að 120 milljónir færu til togarasmíða, 20 milljónir til unglingavinnu gegn jafnháu framlagi frá öðrum aðilum og 210 milljónir færu til annarra atvinnu- mála víðs vegar um landið. Fénu yrði ráðstafað af'fjár- veitinganefnd, einkum til nýrra atvinnutækja, í sam- ráði við atvinnumálanefndir og sveitarstjómir á viðkom- andi stöðum. Síðari tillagan var um að 75 milljónum yrði varið til sérstakra uppbóta á greiðslur úr lífejiristryggingum al- mannatrygginga og sjúkra- og slysadagpeninga sam- kvæmt nánari ákvörðun tryggingaráðs. Ennfremur flutti minnihluti fjárveitinganefndar til- lögu um að tekið yrði 100 milljón króna lán, sem varið yrði til aukinna íbúðarlána á árinu 1970, en eins og kunnugt er á lömun byggingariðnaðarins einna stærstan þátt í atvinnuleysinu víða um land. Þessar tillögur felldi meirihluti Alþingis í gær. Hlutur verklegra framkvæmda hefur farið sílækk- andi með hverjum fjárlögum þessarar ríkisstjómar. Framlög til verklegra framkvæmda em nú komin nið- ur í 8% af ríkisútgjöldunum. Æ meira af þjónustufram- kvæmdum ríkisins, sem áður vom greiddar af samtíma- tekjum, em nú unnar fyrir lánsfé og æ stærri hluti af tekjum ríkissjóðs fer nú til greiðslu vaxta og gengis- fapa af lánum, sem búið er að vinna fyrir. Byrðunum er velt yfir á framtíðina, yngri kynslóðimar og þá, sem á sínum tíma fá það verkefni að taka við þrotabúi viðreisnarstefnunnar. Með sama áframhaldi verður hlut- ur verklegra framkvæmda í fjárlagaútgjöldum komin ^niður í núll á 6—7 áram. Það, sem alvarlegast er þó, er yfirlýsing fjármálaráðherrans í sjónvarpsumræðum fyrir skömmu, að ekkert væri eðlilegra í þróun fjárlag- anna en að hlutur verklegra framkvæmda færi minnk- andi. Það stefnir í óefni. Hvar sem litið er blasa nauð- synjaverkefnin við augum, sem ekki má dragast að ráð- izt verði í, ef þjóðinni á vel að famast á næstu áram og áratugum. En í viðreisnarfjárlögum er ekki rúm fyr- ir neina nýja framkvæmd nema taka lán. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að „kerfið“ er sprungið. Það verð- ur að taka allt ríkiskerfið og allt fjármálakerfi þjóðar- innar til róttækrar endurskoðunar og breytinga, sem standast kröfur framtíðarinnar. Samhliða og samtímis þeirri endurskoðun ætti að breyta öllu skólakerfinu frá rótum. Því lengur sem þoíta dregst því verra fyrir þá, sem axla eiga byrðarnar í framtíðinni. Það era aðeins blindir menn, sem ekki sjá, að „kerfið“ er sprangið! TK Ný viðhorf eftir ráðherrafundina í Briissel og Moskvu GROMYKO I SÍÐUSTU VIKU voru haldnir tveir fumdlr, sem veitt var veraleg athygli, þar sem þeir þóttu báðir líklegir til að ve.ra nokkur vísbending uim stjórnmálaþróunina í Evrópu næstu mániuðina eða misserin. Anmar þessara fu.nda var hinn árlegi haustfundur utamríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins, sem haidimn var í Briissel, en hinn var fundur æðstu mianma VarajárbamidaLagsins, sem var haldinn í Moskvu. Þeim fumdi var veitt sérstök athygli sökum þess, að boðaið var til hans með litlum fyrir- vara og efnt til hams á sama tíma og fumdur Atlantshafs- bandalagsins var haldinm í S Briissel. Ýmsir gizkuðu því á, að Moskvufumdurimn væri bald- inn til að ganga frá nýju tilboði af hálfu Varsjárbandalagsrikj- anna. Fundi Atlandshafsbamdalags- ins var beðið með nokkurri eft- irvæntimigu sökum þess, a® þar var búizt við svari við þeirri tillögu Varsjárhandalggg-j^ja, að efnt yrði til sérstakrar ráð- stefnu Evrópuríkja um öryggis- «nál Evrópu. Þessi tillaig'a kom frá fundi, sem Varsjárbanda- lagsrikin héldu í mars síðastl. Ráðiherrafumdur Atlantshafs- bandalaigsims, sem var haldinn síðastl. vor, svaraði henni ek-ki beint. í ályktun hams var ekik minmzt beint á slfka ráð- stefnu, en bandalagsríkjumum falið aið athuga allar leiðir tii bættrar sambúðar við A -evrópu og gera tillögur í framhaldi af því. Þetta var yfirleitt skilið á þann veg, að ráðinu væri sér- staklega ætlað að athuga mögu- leika fyrir umrædda ráðstefnu, ÞAÐ KOM fram á ráðherra- fundi AtOlamitsihafsb'amdaLagsins að skoðamir stjórna þátttöku- ríkja eru, nokikuð skiptar í af- stöðunni til hugsanlegra örygg- isráðstefnu Evrópu. Stjórnir FrakMands og Bandaríkjanna eru sagðar einma tregastar, þótt af ólíkum ástæðum sé. Stjórn ir Bretlamds og Vestur-Þýzka- lands vilja fara varlega, en stjómir sumra minmi rikja hafa mieiri áhuga fyrir ráðstefn- umni. Það hefur-. sín áhrif á afstöðu ríkisstjómanma, að meðal almennings í þátttöiku rílkjum Atlantshafsbandal'agsins virðist sú hugmynd eiga fylgi að fagna, að rétt sé að reyna nýjar leiðir og aðferðir til samkomulags, og komi þá ekki sízt slík öryggisráðstefna til greina. Nifðurstaðan á ráðherra- fundi AtLandshafsbandalagsins varð sú, að hugmyndin um slíka ráðstefmu var í fyrsta sinn nefnd í ályktun slíks fundar, en það jafmframt tekið fram, að hún þyrfti góðan undirbém- inig, því annars gæti verið verr af stað farið en heima setið. Þá var lögð áherzla á, að Banda- ríkin og Kamada ættu aðild að slíkri ráðstefnu, ef til kæmi. Bandalagsráðinu var falið að íhuga þetta mál nánar og láta næsta vorfundi ráðherranna skýrslu í té um niðurstöður sinar . Varðandi hætta sambúð miUi auisturs og . veisturs, var lögð meginá'herzla á beinar samræður milli einstakra ríkis- stjóma og lýst yfir sérstökum stuðningi við viðleitni vestur- þýziku stjómarinmar til bættrar sambúiðar við lönd í Austur- Evrópu. Þá var lögð áherzla á, að AtLantshafsbandalagið yrði að viðhalda varnarstyrk sínum, aið óbreyttum aðstæðum. SÚ spá rættist ekki, að fund ur Vars j árbandala.gsins, sem haldinn var í Moskvu, samsímis ráðherrafundi Atlantshafsbanda lagsins í Briissel, hefði verið bvaddur saman til að bera fram mýjar tillögur. Ályktun fundar- ins, sem birt var að honum loknium, er óvenjulega stutt. Þar er aðeins minnzt larjslega á sérstaka öryggisráðstefnu Bvrópuríkja og sést á ,því, að það hefur ekki verið aðalmál fundarims að ræða um bana, eins og margir héldu, Það, sem vakti mesta athygli í ályktun- inni, voru vimsamleg ummæli í garð nýju vesfcur-þýzku stjórnar imnar. Af því hefur verið dreg- in sú ályktun, að þaffl hafi verið aðalmál fundarins að ræða yiðhorf það, sem hefur skapazt við stj'órnarskiptin í Bonn, og samræma afstöðu Varisjárbandalagsríkjanna til nýju stjómarinnar þar og við- leitni hennar til bættrar sam- búðar við Austur-Bvrópu. L'ausafréittir frá Moskvu herma, að skoðanir hafi verið nokkuð skiptar á fundinum. Austur-Þýzkaland, Pólland og Tékkóslóvakía hafi viljað taka heldur kuldalegar í tillögur nýju Bonn-stjómarinnar um bastta sambúð, en Rúmenía, Bulgaría og Ungverjaland hafi verið á annari skoðun. Sovét- ríkin hafi því lent í þeirri af- stöðu að miðla málum og jafn- fraimt ráðið mestu um niður- stöðuna. Til þess að draga úr ugg Austur-Þjóðverja og Pólverja, lagði fundurinn áherzlu á, að viðurkenna yinði óbreytt landa- mæri í Evrópu og veita stjóm Austur-Þýzkalands fulla viður- kenoingu. ÞAÐ HEFUR svo gerzt í framhaldi fundarins í Moskvu. affl stjórn Sovétríkjanna hefur snúið sér til stjóm Vesfcur- Þýzkalamds og tiLkymnt henni, að hýn sé til búin að hefja viðræður um einskonar griffla- sáttmála milli landa og ýms mál önnur. Vestur-Þj óðverjar sendu rússmesku stjóminni til- boð um slíkar viðræður fyrir rúmum þremiur áium, en Rússar sinntu því ekki neitt. Nýja stjómin í Bonn endur- mýjaði þetta tilboð í seinasta mánuffli og hefur rússneska stjómin nú svarað því jákvætt. Fynsti viðræðufundurinn um þetta var haldinn í Moskvu síðastl. mánudag og mætti Gromiko utanríkisráðherra þar af háilfu Rússa og þykir það benda til, að Rússar vilji sýna, að þeim sé full alvara. Viðræð ur munu halda áfrarni í Mosikvu og þykir líklegt, að þær muni taka nokkum tíma, þar sem fleira verði rætt en það atriði eitt, affl þessi riki hafnd vald- beitingu í skiptum sín á milii. Eftir ráðherrafundinn í Briissel og Móskvu í seinustu vibu, og þessar nýju viðræður Rússa og Vestur-Þjóðverja, era því líklegastar' horfur þær, að ekki verði neitt af öi-yggisráð- stefnu Evrópuríkja að sinni, heddur fari fram tvíhiliða um- ræður um vandasömustu málin fyrst um sinn, annarsvegar milli Rússa og Bandaríkjanna í Helsihgfors, þar sem rætt er um kj-arnorkuvopnin, en hinis- vegar milli Rússa og Vestur- Þjóðverja, þar sem rætt verður uim sambúð Þýzkalands og Aust ur-Evrópu. Beri þessar við- ræður árangur eða þyki líkleg- ar til affl gera það, getur ör- yggisráðstefna Evrópurítja orð ið næsta stigið, en þó ebki án þátttöku Bandaríkjanna og Kamada. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.