Vísir - 27.07.1981, Blaðsíða 8
8
Mánudagur 27. júli 1981
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstodarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
{irup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaöamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig
mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés
son. útlitsteiknun: Magnús'Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
MJITLEIKUR FRIDRIKS
Allt útlit er til þess að mál
Kortsnoj fjölskyldunnar sé far-
sællega til lykta leift. Friðrik
Olafsson hefur látið hafa það
eftir sér að lausn hafi fundist,
sem hann, alþjóðaskáksam-
bandið og Kortsnoj geti vel við
unað. Ef þetta reynist rétt, er það
ekki aðeins blóm í hnappagat
Friðriks Ólafssonar heldur
meiriháttar pólitískur viðburður.
Allt frá því Viktor Kortsnoj
f lúði föðurland sitt og settist að i
Vestur-Evrópu hefur hann háð
harða baráttu til þess að fá konu
sína og son til síns nýja heimilis.
Stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa
hinsvegar vísað öllum slíkum
óskum á bug. AAæðginin hafa ekki
fengið brottfararleyfi og fullyrt
er að sonurinn hafi ekki farið
frjáls ferða sinna.
Smám saman hefur mál Korts-
nojs orðið að meiriháttar
alþjóðamáli, prófsteinn í þeirri
mannréttindabaráttu, sem land-
flótta Sovétborgarar, og
skoðanabræður þeirra heima
fyrir, heyja hetjulega.
Stjórnvöld í Sovét hafa
hundsað hverja þá viðleitni, sem
höfð hefur verið í frammi til
lausnar á málinu. Þau hafa
gengið lengra og lagt fæð áKorts-
noj sjálfan. Gert honum flest til
miska. í bók skákmeistarans,
sem út hefur komið í íslenskri
þýðingu undir nafninu „fjand-
skák", lýsir Kortsnoj, hvernig
honum hefur verið gert erfitt
fyrir í skákstarfi sínu. Síðast
þegar hann háði heimsmeistara-
einvígi gegn Karpov, lagði her
manna á ráðin, til að brjóta hann
niður með yfirgangi og jafnvel
sálfræðilegum óþokkabrögðum.
Kortsnoj hefur aftur unnið sér
rétt til að heyja einvígi við
Karpov um heimsmeistaratit-
ilinn. Hann hefur hinsvegar og
réttilega bentá, að hann sæti ekki
við sama borð, meðan valda-
menn í Sovétríkjunum, landi
Karpovs, og föðurlandi Korts-
nojs, héldu fjölskyldu hans í
nokkurskonar gíslingu. Við komu
Kortsnojs hingað til lands fyrr í
vetur, fundu Islendingar til sam-
úðar og samstöðu með skák-
meistaranum.
Undirskriftum var safnað
honum til stuðnings, alþingis-
menn og verkalýðsforingjar hafa
fengið litla þökk fyrir kurteisis-
heimsóknir til AAoskvu og Friðrik
Ólafsson sætti ámæli fyrir
aðgerðarleysi.
Oll viðbrögð Sovétmanna, þá
sjaldan þeir hafa verið til viðtals
um mál Kortsnojs, hafa ein-
kennst af hroka.
Það þótti því meiriháttar bí-
ræfni af hálfu Friðriks Ólafs-
sonar, sem forseta alþjóðaskák-
sambandsins þegar hann nánast
upp á sitt eindæmi, tók þá
ákvörðun að fresta fyrirhuguðu
heimsmeistaraeinvígi. Þar var
djarft teflt og heldur betur
óvænt, en Friðrik lét engan bil-
bug á sér finna og gaf Sovét-
mönnum ótvírætt í skyn að f ram-
kvæmd einvigisins væri í hættu,
ef þeir kæmu ekki til móts við
Kortsnoj. Þannig hefur málið
staðið þar til nú, að þau ánægju-
legutíðindi berast, að Sovétmenn
hafi gefið eftir.
Ef til vill er það eftirtektar-
verðast við mál þetta, að það er
þá fyrst, þegar Sovétríkjunum er
boðið byrginn, hart látið mæta
hörðu, sem þeir slaka á. Því
hefur reyndar áður verið haldið
fram, að Sovétríkin skildu ekkert
nema hörkuna og festuna, sann-
girnin væri ekki til í orðabók
þeirra, enda gengju þeir á lagið í
hvert skipti sem viðsemjendur
þeirra sýndu þann veikleika að
draga úr mætti sinum eða við-
námi. Þessi kenning er lexía út af
fyrir sig og hefur í það minnsta
sannast áþreifanlega nú.
Friðrik Ólafsson hefur svo
sannarlega reynslu í manntafli. í
þetta skiptið lék hann lifandi
mönnum, á taflborði mann-
réttinda. Hann hefur margsinnis
áður sýnt og sannað snilld sína og
séð marga leiki fram í tímann.
Sú náðargáfa hefur komið
honum að góðum notum í því
mikla örlagatafli, sem hann
hef ur háð við eitt voldugasta ríki
veraldar. Hann hefur bæði
skákað og mátað Sovétríkin.
Sigurinn er ekki hans eins, heldur
allra þeirra sem unna frelsi og
mannréttindum.
RíKísleynd gegn
fjðlmiölafrelsi
Ihaldssjónarmiö:
Valdamenn þurfa
umræöufrelsi
James Burnham, i grein sem
hann nefnir Baráttuna löngu,
hefur þetta aö segja:
t hvaöa fyrirtæki sem er verö-
ur fólkiö sem stýrir þvi aö geta
talaö i trúnaöi sin á milli um
vandamál og stjórnmál þess, ef
fyrirtækiö á aö þrifast vel. Og
þab er sama um hvaöa fyrirtæki
er aö ræöa, forrábamenn tala
ekki á sama hátt i trúnaöi og
þeir gera opinberlega. Stjórn
verkalýössamtaka segir til
dæmis ekki viö blaöamenn:
„Við krefjumst 25 prósent kaup-
hækkunar, en i gærkvöldi urö-
um við sammála um aö ef nauð-
synlegt yröi myndum viö sætta
okkur viö 15 prósent”. Og hers-
höfðingi tilkynnir ekki stjórn
óvinahersins aö hægri siða hans
eigin hers sé veikasti punktur-
inn i fylkingu hans. Né heldur.
segir maöur nágranna sinum
allt sem maður segir viö matar-
borðið.
Ef vitað væri aö fjölmiölarnir
gætu birt öll samtöl, myndu allir
halda sér saman. Ef yfirmaður
minn bæöi mig i sliku ástandi aö
segja sér minar innstu hugsanir
um eitthvert mál, þá myndi ég
verða að haga orðum minum
meö tillití til þess hvernig þaö
gæti komið út i blöðunum dag-
inn eftir. Ekki mundi ég mér að
óþörfu setja stööu mina i hættu
með þvi aö segja eitthvað óvin-
sælt eða umdeilanlegt.
betta viðhorf er ekki nýtt af
nálinni i nútima lýðræðisrikj-
um: Á átjándu öld i hinum ný-
stofnuöu Bandarikjum N-Amer-
iku, krafðist þingiö eitt sinn eiö-
svarins framburðar af trún-
aöarmönnum forsetans. Forset-
inn, George Washington, bann-
aöi þeim að vitna. Siðan hefur
sú heföi haldist, þótt td. Nixon
hafi verið tilneyddur aö láta af
hendi spólur með sinum per-
sónulegu embættissamtölum
eftirá, eftir aö upp komst um
Watergatehneykslið.
bó virða fjölmiölar nútimans
oftast engin takmörk fyrir upp-
lýsingarétti sinum. beir viröast
halda aö þaö sé svipað meö rik-
isleyndarmál og meö kynlifið nú
til dags, allt veröur að afhjúpa.
Hófsemissjónarmiö:
Rétturinn til að Ijúga
Arthur Sylvester segir meöal
annars i grein sinni Rikisstjórn-
in hefur rétt til aö ljúga.
Stundum veröur stjórnin að
ljúga. Frægt er dæmiö þegar
Bandarikjastjórn vissi um
kjarnorkueldflaugarnar i Kúbu
1962. bá gaf Varnarmálaráöu-
neytið út fréttatilkynningu þar
sem það neitaði eindregiö vitn-
eskju um þaö. betta var visvit-
andi gert, til aö geta komið Sov-
étmönnum i opna skjöldu hern-
aðarlega, þegar þess yrði kraf-
ist að þeir flyttu eldflaugarnar
burt. Ef ráðuneytið heföi þagað,
eða neitað formlega að tjá sig
um málið, heföi það gilt á sama
hátt og játningundir þeim
spenntu kringumstæöum sem
þá riktu.
Bandarískir blaðamenn
reiddust þessari lygi stjórnar-
innar, og af varö dæmigerð mis-
túlkun á orðum stjórnvalda:
Höfundur orösendingarinnar
hafði veriö Arthur Sylvester,
sem þá var aðstoðarvarnar-
málaráöherra Bandarikjanna.
Sem blaðamanni var honum
boðið á árshátiö þeirra, og þar
var hann spurður um álit sitt á
pólitiskum lygum. Aðeins eitt
blað reyndi ekki aö snúa útúr.
Hann svaraði samkvæmt þvi:
„Rikisstjórnin má ekki láta frá
sér fara ósannar upplýsingar,”
en ,,Ég held að rikisstjórnin hafi
eðlislægan rétt til aö ljúga þegar
henni er ógnað með karnorku-
árás”.
Hjá öðrum blöðum var þessi
fyrirsögn dæmigerð: „Aðstoð-
armaður ríkisstjórnarinnar ver
rétt hennar til að ljúga að þjóð-
inni”. Siðan, i upphafi greinar-
innar: „begar öryggi þjóöar er
ógnað, þá er réttlætanlegt fyrir
leiðtogum hennar að ljúga að
fólki sinu”, og svo framvegis,
án þess aö skýra málið frekar.
Kennedy forseti kom eitt sinn
beint aö kjarna málsins er hann
hélt ræðu fyrir hópi af útgefend-
um: „Sérhver blaöamaður spyr
nú sjálfan sig varðandi hverja
sögu: „Er þetta fréttnæmt?”
Ég bið ykkur aðeins að bæta við
þessari spurningu: „Ógnar
þessi frétt hagsmunum þjóðar-
innar?”
Róttæk afstaða:
Fólkiðtrúir ekki
lengur stjórninni
David Wise hefur þetta að
Tryggvi V. LTndal skrifar
um f jölmiðlafrelsi og þær
hömlur sem stjórnunar-
stofnanir setja til að verj-
ast frétta og frásagna.
Tryggvi rekur umsagnir
nokkurra manna, þar
sem fjallað er um sam-
skipti f jölmiðla og stjórn-
valda.
Hversu langt mega
stjórnunarstofnanir í lýð-
ræðisríki ganga i því að
verjast frétta um athafn-
ir sinar? Og hversu langt
mega f jölmiðlarnir
ganga i því að knýja
fréttir úr þeim án þess að
lýðræði, öryggi eða vel-
sæmi sé ógnað? Um þetta
hafa margir tjáð sig, og
er skemmtilegt að athuga
nokkrar af litrikari af-
stöðunum sem hafa kom-
ið fram, bæði með og á
móti fjölmiðlafrelsi.
segja i grein sinni Stjórnmál
lyganna:
t Bandarikjunum hefur dregið
svo mikið úr trú almennings á
sannsögli stjórnarinnar, að
samkvæmt skoðanakönnun
trúði talsverður fjöldi manna
þvi ekki að Bandarikjamenn
hefðu lent á tunglinu, tæpu ári
eftir að það gerðist.
bannig stóð td. maöur i Mac-
on fast á þvi að myndirnar af
tunglgöngunni i sjónvarpinu
hefðu raunverulega verið tekn-
ar i „steinrunnum skógi i Ari-
zona”. Og húsfrú i Charlotte
lýsti yfir þvi að ef Guð hefði vilj-
að að menn kæmust til tungls-
ins, þá hefði Hann auðveldað
þeim það: „Hann hefði lagt '
tröppur þangað”, sagði hún.
begar menn voru spurðir að
þvi hversvegna slik geysileg
blekking hefði átt aö geta við-
gengist, svöruðu flestir að
stjórnin hefði gert þetta til að
blekkja Rússana og Kinverjana,
eöa til að réttlæta hinn mikla
fjáraustur i geimferöaaætlun-
ina.
bað er staðreynd að ósann-
sögli Bandarikjastjórnar hefur
aukist samfara stækkun rikis-
báknsins, aukinni miöstýringu
og aukningu valds og ábyrgðar
Bandarikjanna út á við. bar við
bætist tilhneiging sérfræöinga
sem halda að stjórnmál séu of
flókin fyrir almenning, og að út-
skýringar þeirra verði mis-
túlkaðar hvort sem er. betta
stuðlar að þeirri venju að ljúga
reglulega að kjósendum.
betta kom óvenju skirt fram i
Vietnam-striðinu, þegar stór-
felldum aðgerðum á vigvellin-
um var haldið leyndum fyrir al-
menningi heima fyrir, þótt óvin-
irnir á vigvellinum vissu mæta
vel hverjir voru að skjóta á þá.
Spurningin er: Hvernig má
endurheimta trú almennings- á
sannsögli stjórnvalda sinna?
Svari hver sem betur getur.
.1