Vísir - 27.07.1981, Síða 9
9
Mánudagur 27. júli 1981
VV
V
VISIR
„ísland er að verða banana
lýðveldi í ferðamálum”
Fyrr í sumar hélt sýslu-
nefnd Austur-Skafta-
fellssýslu aðalfund sinn,
og skoraði þá á viðkom-
andi stjórnvöld að „gera
þegar í stað úrbætur í þá
átt að eftirlit allt verði
hert með ferjunni Smyrli
og farþegum hennar, svo
komið verði f veg fyrir
ólöglegan útflutning nátt-
úruminja og jafnvel inn-
flutning ólögmæts varn-
ings, en rökstuddur grun-
ur er um hvort tveggja",
eins og segir orðrétt í
ályktun sýslunefndarinn-
ar.
Af þessu tilefni ræddi blaöa-
maður Vísis nánar um málið við
Friðjón Guðröðarson, sýslu-
mann i Austur-Skaftafellssýslu,
en hann á jafnframt sæti i
náttúrverndarnefnd sýslunnar
og í Náttúruverndarráði.
— Hvert er tilefni þessarar
ályktunar?
„Við höfum lengi klifað á þvi i
sýslunefndinni að það þyrfti að
vera meira eftirlit með feröum
erlendra ferðamanna inn i land-
ið og frá þvi. Fyrst og fremst
höfum við farið fram á þetta
vegna útflutnings á náttúru-
gripum, en við höfum lika rök-
studdan grun um að ýmiss kon-
ar ólögmætur innflutningur eigi
sér stað kringum túrismann, og
þar á ég einkum við lyf af alls
konar tagi. Nú, það má lika
nefna, aö maður er hræddur við
allar þær veiðigræjur sem
ferðamenn flytja með sér hing-
aö — það veit enginn nema þær
séu ósótthreinsaðar og geti bor-
ið meö sér smit sem fer i ár og
vötn. Og þá þarf auðvitaö ekki
aö spyrja um afleiðingarnar.
bað er einnig fjarska auðvelt að
fela gæludýr i bilunum sem
koma með Smyrli, þó við höfum
ekki oröið varir við þau. Sá
möguleiki er vissulega til stað-
ar.”
Eftirlit í
lágmarki
— En er svo mikiö um tilfelli
af þessu tagi, að nauðsynlegt sé
að gripa til sérstakra ráðstaf-
ana umfram það sem þegar er?
„Mergurinn málsins er sá, að
eftirlit með ferðum og athöfnum
túrista hefur verið i lágmarki,
og ástandiö er alls ekki nógu
gott. Það virðist einkum tvennt
hafa ráðið ferðinni gagnvart
Smyrli, og hlýtur að teljast
óverjandi, þegar þessi mál eru
höfð i huga.
Hið fyrra er sparnaður á sviði
tollgæslu. Sá mannskapur sem
verður að vera til staðar við
tollgæslu vegna Smyrils verður
að koma frá Reykjavik, enda
getur litið embætti eins og
sýslumanns á Seyðisfiröi alls
ekki haldið uppi þeim mannafla
sem til þarf. Hér á Austurlandi
er enginn lærður tollgæslumað-
ur, og þó að lögreglumenn séu
sendir á námskeið i tollgæslu-
störfum, þá hefur það litið að
segja. Hér er nefnilega um að
ræða leit, sem aðeins er á færi
sérþjálfaös fólks að fram-
kvæma. Þarna verður því yfir-
stjórn þessara mála á landsvisu
að koma til skjalanna. Ekkert
embætti utan Reykjavikur ræö-
ur viö svona mál.
Siðara atriðið er, að það hefur
um of verið látið undan kröfum
útgerðarinnar um að ekki megi
tefja feröir ferjunnar og trufla
farþega, sem eru i sumarfrii
sinu. bessi undanlátssemi hefur
leitt til þess, aö sáralitil leit er
framkvæmd, einkum þó hjá
þeim sem eru á ferð út úr land-
inu. A tveimur til þremur
klukkustundum fara um 100 bil-
mmrnkz.
,Viö erum of sólgnir I peninga ferðamannanna til aö þora aö styggja þá með sómasamlegu eftirliti”, segir Friðjón Guðröðarson sýslumaöur.
- rætl vlð Friðjón Guðröðarson. sýslumann á Höin um ágang
erlendra ferðamanna á nátlðru landsins
ar frá borði og siðan fer annar
eins fjöldi um borð.”
Þetta er við-
kvæmt land
— Er mikið um það að ferða-
menn komi hingað til iandsins i
þeim tilgangi að flytja út með
sér náttúrugripi?
„Auðvitað eru flestir þeir
ferðamenn sem hingað koma
vandað fólk og umgengnisgott.
En svo er alltaf i hverri ferð
með Smyrli nokkir bilar sem
eru beinlinis gerðir út af erlend-
um aðilum til að safna islensk-
um steinum, jurtum og jafnvel
eggjum, sem siðan er selt i
verslunum erlendis.
Texti og
myndir:
Jakob S.
Jónsson.
Við hérna i Austur-Skafta-
fellssýslu þekkjum það of vel,
að útlendingar eru á ferli um
náttúru öræfanna. Þetta er við-
kvæmt land, og ef fram heldur
sem horfir, verður þetta eins og
með sildarstofninn — það
verður búið að flytja alla þá
steina, sem á einhvern hátt eru
sérstakir eða sjaldgæfir út úr
landinu. Þarna er verið að
ganga i fjársjóði óspilltrar nátt-
úru, og þessi rányrkja er hrika-
leg.”
— Kanntu einhver ákveöin
dæmi um þetta?
„Blessaður vertu, alltof
mörg. Það hefur komið fyrir, að
lögreglan hérna hefur oröið að
liðsinna fólki, sem hefur lent i
vandræðum meö bilana sina
uppi á Lónsheiði. Þessi óhöpp
stafa meðal annars af þvi, að
fólk hefur ofhlaðið þá grjóti, og
bilarnir gefast upp á heiðinni
eða velta útaf veginum. Og þá
hefur ótrúlegt magn af grjóti
flætt út úr bilunum.
Við getum hins vegar ekki
gert neitt i málinu, enda er ekki
um beint lögbrot aö ræða að
hafa skrýtna og skemmtilega
steina i bilnum sinum — en hins
vegar er hægt að stöðva útflutn-
inginn, þegar er ljóst að við-
komandi er að fara úr landi,
með t.d. geislasteina, silfurberg
og slika náttúrugripi.”
islensk farar-
stjórn nauösyn
— En hefur eitthvað gerst,
sem telja má til úrbóta?
„Já, það má til dæmis telja
það skref i rétta átt, að leiðsögu-
menn hafa sýnt þessu máli
stuðning, enda er þetta þeirra
hagsmunamál i leiöinni: hingað
hafa verið fluttir bilar með
ferðamannahópum og útlendum
fararstjórum, en það þarf að
verða skylt að hafa tslenskan
fararstjóra meö öllum slikum
hópum. Slik ákvörðun verður
vis^ulega gleðiefni, en það verð-
ur þó að hafa hugfast, að þessar
ráöstafanir ná ekki til alls þess
hóps, sem hingaö kemur I sk-
úmmel tilgangi.”
— En geta slíkar og e.t.v. aðr-
ar ráöstafanir eins og hert toii-
gæsla kringum Smyrii ekki
spillt fyrir þvi að gera Isiand að
eftirsóttu ferðamannalandi?
„Það er verið aö reyna að
gera Island að túristalandi og
fjölga ferðamönnum hér. Ég tel
þá stefnu i meira lagi vafa-
sama, eins og sakir standa. Við
veröum aö fara hægt i þetta.
baö fjármagn, sem veitt er til
Tollgæslu, Útlendingaeftirlits,
Ferðamálaráðs og Náttúru-
verndarráðs er langt undir þeim
mörkum sem geta talist skyn-
samleg. Þessir aöilar hafa með
höndum veigamikið eftirlits- og
upplýsingastarf en geta ekki
sinnt þvi a áómasamlegan hátt
af þessum sökum.
Siðan þarf aö fá sérþjálfað
fólk til að annast eftirlit með
fikniefnum, það þarf að búa það
að tækjum og leitarhundum, svo
það geti haft með höndum bæði
virkt eftirlit og kröftug fyrir-
byggjandi áhrif. Það er nóg aö
það spyrjist út að von sé á leit-
arhundum við Smyril til aö
hugsanlegir fikniefnasmyglarar
hugsi sig tvisvar um. Það er nú
loksins von á einum slikum á
Seyöisfjörð, enda hefur rann-
sóknardeild lögreglustjórans i
Reykjavik, einkum varðandi
fikniefnamál, verið efld um þrjá
menn i tið núverandi dóms-
málaráðherra. En s.l. tvö ár
hefur enginn leitarhundur veriö
til staðar, og með sliku fyrir-
komulagi er bara verið að bjóða
fikniefnin velkomin inn i land-
iö.”
Liggjum hundflatir fyrir
útlendingum
— En er nokkur möguleiki á
aðframkvæma það eftirlit, sem
þú ert aö biðja um? Ertu ekki i
raun að predika lokun iandsins
fyrir öllum erlendum feröa-
mönnum?
„Eins og ég sagði áöan, þá er
langstærstur hluti þeirra ferða-
manna, sem koma hingað með
Smyrli hinn vandaði feröamað-
ur, sem hefur raunverulegan
áhuga á náttúru landsins og sem
skoðar hana og umgengst af
kurteisi. Auðvitaö viljum viö
ekki loka landinu fyrir þvi fólki.
Nú, það eftirlit sem ég og aör-
ir áhugamenn um verndun Is-
lenskrar náttúru erum að biöja
um, er vel framkvæmanlegt.
Þaö er ekkert óraunsæi i okkar
hugmyndum, og viö erum með
báða fætur á jöröinni.
Sú aðstaða, sem byggð hefur
veriö upp af bæjaryfirvöldum á
Syeðisfirði er myndarleg og
fullnægir þörfum til itarlegrar
tollskoðunar án teljandi óþæg-
inda eöa tafa fyrir ferðamann-
inn. Mér er einnig kunnugt um,
að sýslumaðurinn á Seyöisfirði,
Sigurður Helgason, vill að
Smyrilsmálin sáu i sem bestu
lagi, og vonandi fær hann nægan
mannafla og fé til þess að svo
geti orðiö.
Þá má lika benda á nauðsyn
þess, að komið sé á fót fastri
gæslu við þau svæöi sem mest er
sótt i af ferðamönnum — en þaö
veröur þó alltaf við tollskoöun
úr landinu, sem veigamesta
eftirlitið fer fram.
En eins og málin standa i dag,
hvert sem litið er, þá virðist
staðreyndin vera sú, aö viö ís-
lendingar liggjum ennþá hund-
flatir fyrir útlendingum, og Is-
land er að verða algert banana-
lýöveldi aö þessu leyti — viö
erum i raun að afhenda landið
til skefjalausra nota fyrir út-
lenda spekúlanta, sem geta
valsaö hér um eftirlitslausir og
svlfast einskis ef þvi er að
skipta.
Og allt hangir þetta á sömu
spýtunni: Við erum of sólgnir i
peninga ferðamannanna til aö
þora aö styggja þá með sóma-
samlegu eftirliti.”
—jsj.