Vísir - 27.07.1981, Page 14

Vísir - 27.07.1981, Page 14
vísnt Mánudagur 27. júli 1981 Hér sést yfir það svæði, sem er innan tollgirðingarinnar. Enginn fer héðan, nema við hann sé rætt, og hann geri grein fyrir ferðum sinum. Það var auðséð, að eitthvað mikið og merkilegt var í vændum niðri á Seyðisfjarðarbryggju síðastliðinn þriðjudag. Þar voru bílar í röðum, sem biðu ferjunnar Smyrils, og löggæslumenn frá Seyðisfirði, Egilsstöð- um og ef til vill viðar að voru mættir ásamt tollgæslu- mönnum frá Seyðisfirði og úr Reykjavík. Starfsfólk tollgæslu heldur hér á steinum, sem teknir hafa verið af erlendum ferðamönnum á leið úr landi. Séð yfir bryggjuna. Mikil röð bna, enda voru um 100 farartæki i þessari ferð ferjunnar. Ahersla er lögð á hraða afgreiðslu. leytið, og það má búast við að vinnan veröi hafin á fullum dampi um niuleytiö. Hún stend- ur siðan yfir i fullar fjórar klukkustundir, ef marka má reynsluna af fyrri komum ferj- unnar.” Þetta sagði einn tollgæslu- mannanna, en eins og þeirra er siður, láta þeir ekki nafns getið þegar þeir tala um embættis- störf sin. Hann var spurður um nauðsyn þeirrar pappirsvinnu, ' sem unnin er kringum toll- skoðunina. „Fyrst og fremst er hún til komin vegna islenskra laga um bifreiðatryggingar, en það vill verða misbrestur á aö útlendu ferðamennirnir hafi þau mál á hreinu. Eina tryggingin, sem Blaöamaður Visis var þarna mættur til að fylgjast með toll- skoðun og ferðum bila úr ferj- unni og i, en tilefnið var sá ugg- ur manna, að smygl ferða- manna væri meira en góöu hófi gegndi. Sigurður Helgason, sýslumaður Norður-Múlasýslu veitti góðfúslega leyfi sitt til að blm. fengi að vera viöstaddur tollskoðun og spjalla við þá, sem hana framkvæmdu. Eftir að Smyrill er lagstur að bryggju, liður nokkur timi þar til farið er að taka bilana úr bilageymslunni og tollskoða þá, en þá er þeim ekið að skemm- unni, þar sem skoðun fer fram, bilstjórar ganga frá tryggingum bifreiöa sinna og gera grein fyrir fyrirhugaðri ferð sinni og sinna um landið. Um leið skoða tollgæslumenn eða löggæslu- menn i bilana og kanna, hvort eitthvað grunsamlegt leynist i farangrinum. Mikil pappírsvinna „Hér er geysimikil umferö á stuttum tima. Skipið leggst núna að bryggjunni um hálfniu Séö inn i salinn, þar sem fótgangandi og reiðhjólafóik er afgreitt. Þessir bilar biðu ferjunnar á bryggjunni á Seyðisfirði. Þarna vilja náttúruverndarmenn að eftirlit með útflutningi náttúrugripa sé eflt. „Fle venlul Visir fylgi við tökum gilda erlendis frá er Alþjóðatryggingin, hið svo- nefnda græna kort. Hafi ferða- menn ekki slika tryggingu, geta þeir keypt islenska ábyrgðar- tryggingu hér á staðnum. Eyðu- blaðið er okkur lika mikil hjálp. Við höfum þar skráð tilgang fararinnar, hve langan tima hún á að taka og fleiri upplýsingar i þeim dúr. Ef einhver misjafn sauður leynist svo meðal ferða- manna, er hægt um vik að tékka hann af með aðstoð skjalsins.” Fátt um fíkniefni Þegar hér var komið sögu, voru fyrstu bilarnir komnir i tollskoðun, og ekki varð betur séð en greiðlega gengi að af- greiða þá, ef undan eru skilin örfá tilvik, þar sem Islendingar komu með vörur, sem þeir fundu ekki erlenda kvittun fyrir. Löggæslumaður þuklaði far- angur og lét hvern og einn gera grein fyrir innihaldi pinklanna. Þarna var enginn leitarhundur. „Það er rétt”, segir einn toll- gæslumannanna. „Við erum ekki núna með leitarhund, en það gerist þó nokkuð oft, að við höfum einn slikan. Það var til dæmis hundur hér i siðustu viku, og við létum hann snuðra i hverjum bil. Hann fann þó ekk- ert.” En er mikið um fikniefna- smygl, þó ekki finnist svona i eitt og eitt skipti? „Ég held það sé sáralitiö”, segir sá hinn sami tollgæslu- maður. „Og ég held að flestar aðrar leiðir séu greiðari fikni- efnasmyglurum en Smyrill. Og það má alveg koma fram”, bæt- ir hann við, „aö ekkert fikni- efnamál hefur nokkurn tima verið rakið hingað til Smyrils.” En hvað um athugasemdir þær, sem náttúruverndarmenn hafa borið á borð um hina vel útbúnu bila? Hvernig reynir tollgæslan að sjá við þeim? „Hér eru ekki aðstæður til að leita i kannski allt að 100 bilum. Hins vegar erum viö vel á verði gagnvart veiðigræjum, og þær fara engar inn nema sótthreins- aðar. Við höfum hér útbúnað til að sótthreinsa með, og reynum eftir fremsta megni að sjá til þess að ekki verði misbrestur á þvi. Ef einhverjir eru til dæmis með óvenju mikinn útbúnað af einhverju tagi, þá skyldum við þá að gera skýrslu um þann út- búnað sem telst óeðlilegt. Ann- ars fer það alltaf dálitið eftir fólkinu sjálfu, hversu stift er leitað”. Átta tjöld fyrir tvo „Að undanförnu höfum við verið samtals 10 menn við toll- gæslu og skoðun, en núna eru hér 14 manns. Þessi fjölgun mannafla stafar bæði af þvi að óvenju margt er meö ferjunni núna eða rúmlega 100 farartæki. Svo erum við lika alltaf að reyna að koma til móts við fær- eysku útgerðina, sem vill hrað- ari afgreiðslu. Okkar mesta pressa er útgerðin og við erum alltaf að athuga hvernig hægt er aö vinna þetta betur, og höfum reynt margar leiðir til að tryggja bæði skjóta afgreiðslu og gott eftirlit. Það gerðist hér fyrr i sumar, að við fundum i kerru átta tjöld og matföng fyrir um 20-30 manns. Og þetta átti að vera út- búnaður tveggja manna, sem komu með þessa kerru. Við er- um þess fullvissir, að ætlun þeirra hafi verið að sækja litla ferðamannahópa á Keflavikur- flugvöll og fara með þá um há- lendið. Kerran og þessi útbún- aöur ásamt matvælum var allt

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.