Vísir - 06.08.1981, Side 8

Vísir - 06.08.1981, Side 8
8 Fimmtudagur 6. ágúst 1981 VtSIR Utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoöarfréttastjóri: kjartan Stefansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guómum.tur Pétursson. Blaðamenn: Axel A.-nmen- ,drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. íþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Undanfarna daga hefur Vísir birt fréttir af tilboði, sem lög- maður í Reykjavík hefur gert Ríkisútvarpinu um innheimtu af- notagjalda. I dag er birt bréf sem lögmaðurinn hefur ritað fjár- málastjóra útvarpsins með rök- stuðningi fyrir tilboðinu. Sjálf- sagt má deila um innihald og efnismeðferð þessa erindis, en kjarni málsins er hinsvegar sá, að þar er gert ráð fyrir, að lækka megi útgjöld þessarar opinberu stofnunar vegna innheimtunnar um 75%. Samkvæmt reikningum Ríkisútvarpsins kostaði rekstur innheimtudeildarinnar kr. 2.75 millj. á síðastliðnu ári, en lögmaðurinn býðst til að vinna verkið fyrir 1 m I jón króna. Þetta er allnokkur+ fé og óneiian lega umtalsverður sparnaður ef mögulegur er. Fjármálastjóri Ríkisútvarps- ins hef ur vísað tilboðinu á bug og ekki skal það mat hans véfengt meðan röksemdir hans hafa ekki séð dagsins Ijós. Þær þurfa hinsvegar að vera allsterkar,til þess aðhafna nýrri innheimtuaðferð, sem hefur slík- an sparnað í för með sér. Þetta mál vekur athygli á þeirri staðreynd, að opinberar stofnanir sýna litla tilhneigingu til að færa sér i nyt hverskyns þjónustu, sem einkaaðilar geta boðið upp á. Á það jafnt við um innheimtu, sem viðhald, dreif- ingu, birgðahald, almenna af- greiðslu og aðra sambærilega þjónustu. Hver stofnun kemur Bákniö burt sér upp margföldu starfsliði, að- stöðu og skrifstof uútbúnaði til að sinna verkum, sem auðvelt væri að bjóða út. Þannig þenst kerfið út, báknið stækkar. Ein sú mesta villukenning, sem haldið hefur verið fram, er að slagorðið „báknið burt" hafi táknað sam- drátt í menntun, heilbrigðiskerfi eða tryggingamálum. Inntak þeirrar stefnu, sem boðaði „báknið burt", var eingöngu fólgið í því að draga úr óþarfa kostnaði hjá hinu opinbera, án þess að minnka þjónustu eða samhjálp. Auðvitað þarf símaþjónusta Pósts og síma síst að versna, þótt viðhald og lager á símtækjum sé settur í hendurnar á öðrum aðil- um. Auðvitað þurfa tryggingarbæt- ur ekki að lækka þótt nútíma- legra kerfi verði tekið upp á greiðslu bóta. Auðvitað þurfa vegirnir ekki að versna þótt lagning þeirra verði boðin út. Auðvitað þarf innheimta af- notagjalda hjá Ríkisútvarpinu sist að dragast saman, þótt lög- mönnum í einkapraksis sé falin innheimtan. Breytingar í þessa átt mundu án nokkurs vafa leiða til sparn- aðar í mannahaldi, vélakosti og skrifstof ukostnaði, draga úr yf- irbyggingunni í þjóðfélaginu, minnka báknið, án þess að nokk- ur missti spón úr aski sínum. Einhver kann að segja, að starfsfólk hjá hinu opinbera, sem nú sinnir þessum störfum, missti atvinnuna. Fyrir það fyrsta getur það aldrei verið markmið hins opin- bera að halda uppi atvinnubóta- vinnu og þenja út báknið, til þess eins að fólk geti dundað sér við óarðbær störf. En hver segir að starfsmenn Vegagerðarinnar geti ekki sjálfir boðið í verk og tekið þau að sér? Af hverju má ekki bjóða starfsfólki innheimtudeildar Ríkisútvarpsins að gera tilboð í innheimtuna, þannig að það sjálft hafimeiraupp úr sér, þó með sparnaði og ávinningi fyrir ríkið? Hér á landi gætir ótrúlegrar íhaldssemi og hræðslu gagnvart tilraunum af þessu tagi. Erf itt er að segja til um, af hverju sú tregða stafar, hvort það er af pólitískri andstöðu eða ímynd- aðri skyldu kerf iskar lanna sjálfra. Allavega er víst, að ástæðulaust er að fordæma við- leitni einkaaðila til að spara fyrir ríkið. Það á að meta bæði viljann og verkið. í átt til stjðrnieysis? Magnús Bjarnfreðs- son skrifar um slælega löggæslu og óheppileg áhrif þrýsihópa á lög- gjafann í landinu. Lög og löggæsla hafa mikiö breyst i aldanna rás og þó lik- lega aldrei eins mikið og siöustu öldina, jafnvel áratugina á vest- urhveli jarðar. Þar viröist mér sú stefna hafa rikt aö sveigja lögin æ meira i átt til vilja fólks- ins, raunverulegs eöa imyndaðs, milda reísingar og draga úr eftirliti. Frá þessu eru auðvitað undantekningar, bæöi i einstökum löndum og á vissum timaskeiöum. Nú er ég alger- lega ólögfróður maður og ætla mér þvi ekki aö fara nánar út i þessa sálma en i huga mér vaknar oft sú spurning, hvort verið geti að við séum að stefna út i löglaust og iöggæslulaust þjóðfél^g, þar sem ofriki og hnefaréttur verði hinir raun- verulegu löggjafar, löggæslu- menn og dómarar. Þeir vilja þetta allir. Hafið þiö ekki heyrt þessa setningu, þegar rætt er um að breyta lögum? Menn segja þetta i mismunandi tóntegund, sumir sigurglaðir og uppveðr- aðir, aðrir i uppgjöf. En úr þvi allir vilja þetta er sjálísagt aö breyta til. Nú dettur mér ekki i hug aö halda þvi fram aö lög eigi að standa óbreytt á meöan viöhorf þjóðfélagsins breytist. Slikt er fráleitt og leiöir einungis til fyrirlitningar á lögunum og sið- an til lögbrota. Kaunar hefur islenskt löggjalarvald olt verið allt of seint til að breyta lögum i raunsæisátt. Slik dæmi blasa við okkur viða i þjóöfélaginu i dag.Deila má svo um hvort þær breytingar, sem gerðar hafa verið hafi ávallt verið réttmæt- ar, hvort þær hafi miöað aö þvi að taka á vandamálunum eða gefast upp fyrir þeim. En það er með þessa alla, hverjir eru þeir? Hvenær hefur vilji þeirra veriö kannaður? Getur það verið að það sé litill vandi fyrir kunnáttumenn að stofna þrýstihópa sem með snjallri auglýsingamennsku og misnotkun fjölmiðla geta slegið svo ryki i augu stjórnmála- manna að þeir rjúki upp til handa og fóta og haldi að þeir séu að láta að þjóðarvilja, þegar i raun er um að ræða hávaða- saman frekjuhóp? Hræddur er ég um að slikt sé á stundum til- fellið. Hundaæði og skyld mál. Einn dæmigerðasti hávaða- hópurinn af þessu tagi er svo- kallaðir hundaeigendur, þaö er þeir sem hafa haft það fyrir tómstundagaman aö brjóta lög og reglugeröir um húsdýrahald i þéttbýli. Þessi hópur hefur ár- um saman gjammaö á siðum dagblaðanna og ef einhver hefur vogað sér að andmæla þeim hef- ur hann óðar fengið á sig dembu afnafnlausum og nafngreindum svivirðingabréfum á sorpsiðum dagblaðanna, öðru nal'ni lesendabréfum. Fulltrúar al- mannavalds hafa hver um ann- an þveran getist upp fyrir þess- um hávaða, huglausir fram- kvæmdaaðilar i löggæslu hafa stungið höfðinu i sandinn. Þeim er það raunar nokkur vorkunn, þvi þá sjaldan þeir hafa sýnt til- burði til þess að framfylgja lög- unum hefur þeim verið likt við útrýmingarsveitir nasista i sorpbréfum dagblaðanna. *'En hvaö skeður svo eftir allt þetta? Dagblaðiö geröi skoðana könnun um þessi mál. Skoðana- kannanir siðdegisblaðanna hafa reynst svo réttar þar sem unnt hefur verið að mæa réttmæti þeirra, að tilviljun ræður varla. Þá kemur ósköp einfaldlega i ljós að þrátt fyrir allan hávað- ann, þrátt lyrir ópin um mann- réttindabrotin og útrýmingar- sveitirnar, þá vill meirihluti fólks, vera laus við hundkvik- indin i þéttbýli. Þá heyrist ekki hósti né stuna frá hávaðahópun- um um sinn, heldur er beðið átekta i von um að skoöana- könnunin gleymist. Hvað hafið þið oft heyrt þvi haldið fram að litill hópur templara og vitlausra þing- manna komi i veg fyrir að við megum teyga þær guðveigar sem almennt eru kallaðar áfengur bjór? Mönnum er talin trú um það að þjóðin standi á öndinni og biði eftir þvi að gjörningaþokunni létti. Skoö- anakönnun Dagblaðsins segir okkur hins vegar aö meiri hluti þjóðarinnar sé á móti dýrðinni. Þá er þagað um stund. Ökuhraði og áfengis- neysla við akstur. Iðulega fyllast dagblöðin af lesendabréfum öskureiðra manna, sem lýsa þvi fjálglega hvilikum niðingsskap þeir hafi sætt af hálfu lögreglunnar, sem hafi setið fyrir þeim bak við ein- hverja hundaþúfu og stöðvavað þá, einmitt þegar þeim lá á, og sektað fyrir of hraðan akstur. Menn eiga ekki orð til að lýsa þeim viðbjóði að lögreglan skuli fela sig við þessi störf. Auðvitaðf væri miklu huggulegra að hringt væri heim til manna og þeir aðvaraðir áður en þeir færu að heiman um að i dag skyldu þeir aka hægt þvi nú ætti að mæla hraðann. Þá gætu þeir áhyggjulausir ekiö á fulium hraða yfir gangbrautir skóla- barnanna daginn eftir. Blaða- menn hafa jafnvel heimskað sig á þvi að hefja hneykslunarstrið af þessu tagi, eftir aö hafa verið teknir á ólöglegum hraða. Það mega löggæsluyfirvöld eiga að þarna hafa þau ekki gefist upp, heldur hafa þau, liklega i ein- hverju friðþægingarskyni, sett upp barnalegustu og hlægileg- ustu umferðarskilti sem sjást, þar sem fólk er varað við rat- sjármælingum. Kannski verður sá þrýsihóp- ur, sem andmælir hraðamæl- ingum brátt svo hávær að lög- reglu verður bannað að stunda þær nema hringja fyrst heim til fólks eða auglýsa i útvarpi. Si- vaxandi fjöldi fullra bilstjóra bendir lika til þess aö brátt verði þess kraíist að settar verði strangar hömlur gegn mæling- um á áfengi i blóði. Kannski mega menn keyra fullir um aldamótin. Félög hafa verið stofnuð til þess að berjast fyrir frjálsri eiturlyf janeysiu. Visindamenn eru óspart nefndir lygarar, ef niðurstöður þeirra falla ekki i geð þeim dreggjum mannkynsins, sem hagnast á slikri neyslu. Lýðræði - stjórnleysi. Ég hefi nefnt hér nokkur dæmi, sem öllum eru augljós. En svipuð dæmi eru mýmörg um allt þjóðfélagið. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það, hve alls kyns lýðskrum- urum virðist nú til dags auðvelt að brjóta niður lög og reglur, sem mikill meirihluti fólks vill að séu i heiðri höfð. Sé þeim framfylgt, eru löggæslumenn ausnir auri og svivirðingum i fjölmiðlum. Við viröumst.satt að segja stefna i átt frá íýöræði til stjórnleysis, sem menn rugla greinilega saman i æ rikari mæli. Lýðræði krefst sterkrar framkvæmdastjórnar, sem sér um að framfylgja vilja þjóðar- innar, stjórnleysi er gósenland lýðskrumara og hnefaréttar- manna. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.