Vísir - 06.08.1981, Page 9
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 • >
9
Einokun eða
frjáls samkeonni?
Að undanförnu hafa mikil
blaðaskrif átt sér stað vegna
gossölu Sanitas á þjóðhátiðinni i
Vestmannaeyjum og fleiri
stöðum. Bæði ölgerðin og Vifil-
fell hafa ásakað Sanitas um
ólögmæta viðskiptahætti og ein-
okun. Slikar ásakanir eiga ekki
við rök að styðjast og þvi varla
svara verður. En siendurtekinn
áróður hinna tveggja stóru gos-
framleiðenda gagnvart Sanitas
að undanförnu gæti hins vegar
orkað eins og áróður Göbbels
hér áður fyrr, þ.e. þvi oftar sem
áróðurinn er endurtekinn þvi
trúverðugri verður hann.
Þjóðhátiðin i Vestmanna-
eyjum er ávallt i höndum
iþróttafélaga er byggja fjár-
hagslega afkomu sina, 2 ár i
senn, á Þjóðhátiðinni. Flest
iþróttafélög i landinu eru fjár-
vana og þurfa þvi iðulega að
leita eftir fjárhagslegri aðstoð,
t.d. i formi auglýsinga á bún-
ingum o.fl. Með það markmið i
huga að styrkja fjárhagslegan
grundvöll sinn sem best næstu 2
árin leitaði þjóðhátiðarnefnd
eftir sölusamningum við hina
ýmsu aðila t.d. i sambandi við
öl- og gossölu, sælgætissölu,
pylsusölu, húfusölu o.s.frv.
Ekkert er við þetta að athuga,
þar sem slik viðskipti eiga sé
stað á öllum sviðum viðskipta-
lifsins daglega.
Sanitas sóttist eftir samningi
við þjóðhátiðarnefndina um sölu
á bæði öli, gosdrykkjum og sæl-
gæti. Samningar tókust um sölu
á öli og gosdrykkjum eins og
kunnugt er en ekki um sælgætis-
sölu. Vöruúrval Sanitas á öli og
gosdrykkjum hefur eflaust haft
mikið að segja að samningar
tókust. En Sanitas getur boðið
alla öl- og gosdrykki, sem til eru
á markaðinum. Bæði ölgerðin
og Vifilfell voru beðin um sölu-
samning á öl- og gosdrykkjum.
ölgerðin svaraði ekki þessu boði
og sölusamningur Vifilfells,
sem kom mjög seint, var talinn
óhagstæðari en samningur
Sanitas. Einnig má geta þess,
að vöruúrval Vifilfells er mjög
takmarkað.
Allur áróður hinna tveggja
stóru um ólögmæta viðskipta-
hætti og einokun á þvi ekki við
rök að styðjast. Hér er um
frjálsa samkeppni að ræða, sem
greinilegt er að hinir tveir
stóru eiga erfitt með að þola,
slik er taugaveiklunin. Þeir
benda á, máli sinu til stuðnings,
að hér áður fyrr hafi hlutirnir
verið öðru visi og betri, þ.e.a.s.
þá hafi rikt frjáls samkeppni en
nú votti fyrir einokun. Þetta
kemur spánskt fyrir sjónir, þvi
nær væri að segja að nú rikti
frjáls samkeppni en „einokun”
hér áður fyrr. Fyrir einu til
tveimur árum skiptu ölgerðin
og Vifilfell markaðinum á milli
sin, Vifilfell var með kóla-
markaðinn og ölgerðin svo
gott sem afganginn. En þessi
tvö fyrirtæki höfðu þá rúmlega
90% af heildarmarkaðinum. Svo
þegar Sanitas tekur sig á og
byrjar að auka markaöshlut-
deild sina þá hrópa hinir tveir
stóru „einokun”, einokun” og
allt ætlar um koll að keyra.
Það er til ótal staðir á landinu,
sem Sanitas fær ekki að selja
sinar vörur á, svo sem Húsafell,
Galtalækjarskógur og flest öll
bió landsins svo eitthvað sé
nefnt. Sanitas hefur hingað til
ekki séð ástæðu til að væla um
það i fjölmiðlum, heldur mun
heyja sina baráttu á
markaðnum og láta hann
dæma.
Reykjavik, 30. júli 1981.
Kagnar Kirgisson
forstjóri Sanitas.
Ragnar Birgisson,
forstjóri Sanitas, skrifar
um það sölustríð sem
geisað hefur milli
Ölgerðarinnar og Vífil-
fells og þá staðreynd að
Sanitas náði einkarétti á
sölu gosdrykkja á Þjóð-
hátíðinni í Ey jum.
Ragnari finnst það
undarlegt, að loks þegar
Sanitas gerir slikan
samning, þá skuli keppi-
nautarnir hrópa „ein-
okun, einokun."
w
Hr. f jármálastjóri Rikisút-
varpsins,
liörður Vilhjálmsson,
Rikisútvarpinu,
Skúlagötu 4,
101 Reykjavik
V/Tilboðs mins á innheimtu
afnotagjalda Rikisútvarpsins.
Móttekið svar yðar við tilboði
minu frá 28. júli sl., þar sem þér
teljið það eiga sér engan grund-
völl, ég vilji sleppa þjónustu
sem innheimtudeildin veiti að
óþarfi sé fyrir Rikisútvarpið að
spara 75% innheimtukostnaðar,
þar sem aukin hagræðing inn-
heimtudeildarinnar hafi þegar
lækkað kostnað um 2% fyrstu 6
mánuði 1981 samanborið við
1980.
Viðvikjandi vanathugun hjá
mér, áður en ég gerði tilboð
mitt, er það að segja, ef eitthvað
hefir þar á skort, þá var það, að
telja ekki fram ýmsa dulda
kostnaðarliði við uppgefinn
kostnað 1980, kr. 297 milljónir
gamalla króna. Ég benti á að
kostnaður óhófslegs verslunar-
húsnæðis á jarðhæð virtist ekki
innifalinn. Fyrir utan laun fast-
ráðinna 16 starfsmanna inn-
heimtudeildarinnar, þá virðast
laun ótaldra samstarfsmanna
eins og yðar, færð á aðra
kostnaðarliði.
Ekki veit ég, hvort óum-
ræðanlegur fjöldi auglýsinga
frá innheimtudeildinni i útvarpi
séu færðar henni til gjalda og
auglýsingadeildinni til tekna.
Fleiri kostnaðarliðum mætti
velta vöngum yfir en tilboð mitt
var miðað við að vera nálægt
25% raunverulegs kostnaðar
innheimtudeildarinnar árið
1980.
Uppihald á bestu hótelum
Það eina sem undan er skilið i
tilboði minu er skráning nýrra
tækja og afskráning tækja, sem
hætt er að nota.
Við innheimtuna myndi ég
beita öðrum og jákvæðari að-
ferðum, en innsigla tæki sem
ekki hefur verið greitt af.
Umskráning við erfða- og bú-
skipti myndi ég annast með inn-
heimtu hjá hinum nýja afnota-
hafa og jafnframt tilkynna
skráningardeild yðar.
Það, að ég muni ekki veita
sömu þjónustu viðskiptavinum
útvarpsins og innheimtudeildin
er sögð gera, visa ég algjörlega
á bug sem órökstuddri full-
yrðingu.
Að visu myndi ég ekki senda
fastlaunaða starfsmenn út-
varpsins i sumarfri og það á
kostnað þess, út um land með
uppihaldi á bestu hótelum og
auglýsa, að þeir yrðu þar stadd-
ir þennan og þennan tima til
móttöku á ógreiddum iðgjöld-
um! (sic).
Við innheimtu mina yröi festa
og ákveðni eftir innheimtu-
ákvæðum reglugerðar og laga
um útvarpið.
Þar yrði ekki beitt neinum
Þarf ríkisútvarpiö
ekki aö spara?
happa- og glappaaðferðum með
eftirlitslausu fjárbruðli og
óþarfa spjátrungshætti. Að
senda látnu fólki innheimtu-
seðla allt að 5 árum eftir andlát
þess, eins og dæmi eru um,
myndi að sjálfsögðu hætt (sic).
Hjá innheimtudeildinni eru
ýmsir dragbitar, er hafa
kostnað i för með sér, látnir
haldast, þvi að þar viröist nú
ekkert þurfa að spara.
Undir stjórn hr. Jónasar Þor-
bergssonar útvarpsstjóra, var
fjárhagur Rikisútvarpsins það
góður að raddir heyrðust að
sjóðir Rikisútvarpsins væru
sérstakt fjármálariki i rikinu.
Þá var þar hvorki innheimtu-
deild né fjármálastjóri.
1 Reykjavik innheimtu af-
notagjöldin 2 duglegar konur á
reiðhjóli.
Með sjóði Rikisútvarpsins
virðist óstjórn ekki siður hafa
nagað en verðbólgan.
Það munu hafa verið fleiri
sem söknuðu Jónasar Þorbergs-
sonar en Helgi Hjörvar.
Þvoið spilið og sparið
sjálfir
Innheimtukostnað afnota-
gjaldanna tel ég mig geta
lækkað eins og tilboð mitt ber
með sér.
Rekstrarkostnað má oft
minnka, ef rétt leið er valin til
úrbóta. Sem dæmi nefni ég til-
felli frá bankastjórnarárum Vil-
hjálms Þórs. Glæsilegt veit-
Eins og fram hefur kom-
ið í fréttum Visis, hefur
Þorvaldur Ari Arason hrl.
gert Ríkisútvarpinu til-
boð um aö annast inn-
heimtu afnotagjalda
gegn kr. 1 millj. greiðslu.
Kostnaður við inn-
heimtuna nemur nú tæp-
um 3 millj. kr. Tilboð
Þorvaldar hefur verið
hafnað af f jármálastjóra
Ríkisútvarpsins. Vísir
hefur fengið svarbréf
Þorvaldar i hendur og
birtir það hér með al-
menningi til upplýsinga.
ingahús tók þá til starfa og
þurfti fljótlega stórt, langtima
rekstrarlán. Vilhjálmur leit á
reikninga þess og svaraði um
hæl. Lánið er óþarft, ef þér sýn-
ið hagkvæmni og sparnað.
Kaupið þvottavél og fullkomið
hljómflutningstæki með úrval
hljómplatna. Þvoið,spilið og
sparið sjálfir.
Óvist er hvort afnotagjöld
þyrftu að hækka, ef innheimtu-
kostnaður lækkaði um allt að
75%.
Aður en ég lýsi á hverju tilboð
mitt er reist, þá minni ég á sög-
una um Kólumbus og eggið.
Ég itreka verði tilboði minu
ekki tekið, þá verði innheimta
afnotagjalda útvarpsins boðin
út.
Tilboðið miðast við að vera
skaðlaus af innheimtunni, ef all-
ir greiddu skilvislega á réttum
gjalddaga.
Ég fer fram á það að gjald-
dagi verði einn og það i næsta
mánuði eftir að greiðslum fast-
eignagjalda er lokið þ.e. i mai
eða júni.
Bankaábyrgð tryggð
Af reynslu vænti ég samt að
um-10% jafnvel upp i 15%, af ið-
gjöldum fari i vanskil. Af van-
skilum vænti ég tekna.
Vanskilafólki getur verið
nauðsynlegt að veita greiðslu-
frest með afborgunum og
greiðslu dráttarvaxta.
Vanskil verða ekki liðin
lengur en 6 mánuði. Að þeim
tima liðnum yrði gripið til
viðeigandi fógetaaðgerða.
Til innhein.tunnar hefi ég alla
aðstöðu, en við hana yrði beitt
nútima tækni. Tölva til yfirlits,
skýrslugerða og til prentunar
nafna afnotahafa með heimilis-
fangi þeirra.
Allt prentað efni væri staðlað
og á þaö aðeins þrykkt nöfn með
aðstoð tölvunnar.
Hætt yrði algjörlega við
notkun giróseðla.
Ég hefi tryggt mér banka-
ábyrgð ef á reynir, hjá rikis-
banka.
Innheimturnar færu þannig
fram að afnotahafar greiddu
eftir áöur sendum innleggs-
eyöublöðum, þessa banka.
Greiða mætti jafnt i bankan-
um, útibúum hans, sparisjóðum
eða umboðsbönkum og þá með
milligöngu Seðlabankans.
Allar innborganir sendi bank-
inn jafnóðum til Rikisútvarps-
ins með innleggi i reikning, sem
það hefði hjá bankanum.
Afrit innborgana fengi ég frá
bankanum til færslu um
greiðsluna en innborgunaraf-
ritið sendi ég siðan til Rikisút-
varpsins.
Engar greiðslur kæmu til min
af þvi, sem færi i gegnum bank-
ann.
Þóknun mina myndi ég sækja
ársfjórðungslega til Rikisút-
varpsins, en ekki draga hana
frá innheimtufé er inn kæmi af
vanskilum.
Rikisútvarpinu að
kostnaðarlausu
Lögvarinn réttur, útvarpsins
er það mikill til greiðslu afnota-
gjaldanna að óþarfi er aö upp-
hlaðist margra ára vanskil hjá
einstaka notendum. Slik lenska
yrði upprætt. 1
Þótt auglýsingar útvarpsins
eigi að staðgreiöast, þá verða
vafalaust einhver vanskil á
greiðslum þeirra. Þá innheimtu
er ég einnig reiðubúinn að taka
að mér, Rikisútvarpinu að
kostnaðarlausu.
Ef ég þyrfti að nota aug-
lýsingar i Rikisútvarpinu til
innheimtu afnotagjalda þess, þá
myndi ég greiða fullt gjald fyrir
þær til auglýsingardeildar.
----oOo-------
Að öllu ofansögðu vænti ég
viðræðna og samninga svo
framarlega að innheimtan verði
ekki boðin út, þvi að óverjandi
væri hjá Rikisútvarpinu að
halda áfram ófremdarástand-
inu með innheimtudeildina og
fjárbruðli með hana.
Ég minni á. að ég býð fram
fullkomna bankaábyrgð fyrir
framboðinni innheimtuþjónustu
minni, sbr. bréf mitt frá 28. júli
sl. og þá bankaábyrgð hefi ég
siðan tryggt mér.
Allar frekari upplýsingar er
ég reiðubúin að veita.
Virðingarfyllst
Þorvaldur Ari Arason, hrl.