Tíminn - 19.12.1969, Side 7

Tíminn - 19.12.1969, Side 7
FÖSTUDAGUR 19. desember 1969. TÍMIISfN 7 Úf-gefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCl G. Þorsteinsson. FuHtrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Anglýs- ingastjóri: Steingrímux Gíslason. Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—16306. Skrifstofur Bankastrætí 7 — Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. ASrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuCi, tnnanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Atvinnuleysið AHar likur benda nú til þess, að atvinnuleysi geti orð- ið enn meira á þessum vetri en það var á síðasta vetri og þótti þá víst flestum nóg um, nema þeim, sem telja „hæfilegt atvinnuleysi“ ákjósanlegt ástand í efnahags- málum. Undanfarin misseri hafa þó ráðherrar keppzt um að lýsa því nógu oft og hátíðlega yfir, að þeir miði stefnu sína fyrst og fremst við það að halda uppi fullri atvinnti í landinu og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Er Alþingi kom saman í haust áréttaði forsætisráð- herrann og formaður Sjálfstæðisflokksins þessi loforð og kvað ríkisstjómina mundu láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir atvinnuleysi í landinu. Formaður Al- þýðuflokksins og viðskiptamálaráðherrann lét hafa við sig langt viðtal í blaði sínu daginn sem þing kom saman og lýsti því þá yfir, að „atvinnumálin yrðu höfuðvið- fangsefni þessa Alþingis“ og sagði Alþýðuflokkinn leggja á það megin áherzlu nú í stjómarsamstarfinu, að gerð- ar yrðu viðhlítandi ráðstafanir til að uppræta atvinnu leysið. En hvað hefur þetta Alþingi svo gert í atvmnumálun- um? Svarið er einfalt: Ekkert. Atvinnuleysið í landinu vex hins vegar með hverjum degi og er nú orðið miklu meira en það var á sama tíma í fyrra og erfiðustu mánuðimir framundan. Atvinnumálanefnd ríkisins, sem lýtur formennsku for- sætisráðherrans, hefur ekki aðhafzt mánuðum saman. í atvinnumálum hefur Alþingi verið algjörlega at- hafnalaust og verður það hvorki ráðið af málflutningi né afgreiðsluháttum þingmeirihlutans á Alþingi, að „at- vinnumálin séu höfuðviðfangsefni“ þessa Alþingis. Hins vegar hafa stjómarandstæðingar lagt á það áherzlu, að Alþingi tæki atvinnumálin til rækilegrar meðferðar og gerði öflugar ráðstafanir til að tryggja það, að atvinnu- leysið yrði með öllu upprætt í landinu. Málflutningur þeirra hefur hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ráð- herrum og stjómarþingmönnum. Menn vonuðu í lengstu lög, að fjármagn til atvinnu- mála yrði lagt fram í sambandi við afgreiðslu fjár- laga. Þær vonir bmgðust hrapallega, því að fjárlaga- fmmvarpið var afgreitt með minnkuðum framlögum til verklegra og atvinnuskapandi framkvæmda og allar til- lögur um sérstök framlög til atvinnumála vora felldar. Við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið bára stjómar- andstæðingar fram tillögu um 350 milljón króna framlag til atvinnumála og lagði til að tekið yrði 200 milljón inna íbúðabygginga. Þessar tillögur vom felldar. „Atvinnumálin höfuðviðf angsefnið‘ ‘ Við 3. umræðu fjárlaga freistaði stjórnarandstaðan þess enn að fá fylgi stjómarþingmanna við fjárveitingu til atvinnumála og lagði til að tekið yrði 200 milljón króna lán til atvinnumála og 90 milljón króna lán til aukinna íbúðabygginga. En ekki heldur þessar tillögur fundu náð fyrir augum stjórnarliðsins og vom þær felld- ar. Þannig hefur það fyrirheit, að gera ráðstafanir til að draga úr atvinnuleysi, verið efnt og þessi var skilningur ráðherranna á því, hvernig gera ætti „atvinnumálin að höfuðviðfangsefni þessa Alþingis“. TK Grein úr The New York Times: 1 Arvid Pardo - atkvæðamikill fulltrúi smáþjóðar á þingi S.þ. Upphafsmaður að hafsbotnsmáiinu og fleiri stórmáium. Antid Pordo AŒtVED PARDO befur verið aðáLMltrúi Möltu hjá Samein uSu þjóðuoum í fimm ár og er orðinn kunnur að þvi að bera fram tiíllögur, sem eru nýstárlegar, byggðar á miklum lærdómi og róttaakar Samstarfs rnaður hans einn komst þannig að orði um hann: „Hann er svo sannarlega forgöngum a ður“. — Tánninn gaf bæði til kynna viðnrikenninigu oig aðdáun, en þó vottaði fyrir gremju, oig mátti af því ráða, að ærinn tíma og fyririhöfn þyrfti til að fylgjast til fuMs með Pardo. I september 1967 bar aðal- fulltrúi Mölitu fram tilT&gu, sem enn veldur miHum og fjörugum umræð-um. Hann lagði til, að Sameiauðu þjóð- irnar gierðu ráðstafanir, sem tryggðu, að landgrunn og botn heimshafa yrðu einungis notuð í friðsamlegum tilgangL DR.' PARDO fyilgdi tillögn sinni úr hlaði með fjöigurra Hukkustunda ræðu, sem sýndi miíkinn lærdöm, sér í íagi tæknilegs eðlis. Tillagan olli langdregnum umræðum um hemað undir yfirborði sjávar, hag af nýt- iogu niám-a og annarra auðlinda, og auk þess langdregnum laga deilum um, hvar landgrunn ætti að sleppa og botn úthafa að taka við. Af tillögunni hef- ur leitt, að ailsherjariþing Saui ein-uðu þjóðann-a er nú að ræða samnings-gerð um bann gegn notkun kjamorbuvopna á botni innhafa. Þá hefur dr. Pardo nýverið lagt tvö erfið má-1 fyrir alls- herjarþingið, sem nú situr á rökstólum. Annað er, að Sam- einuðu þjóðimar athu-gi leiðir til að hafa eftirlit m-eð notk- un geislavirkra tækja í hern- aði, en hitt, að stofnunin láti fara fram rannsó'kn á hernaðar nýtingu laser-geisla. Dr. Pardo, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var að þvi spurður, hvort þetita hvort tveggja til- heyrði ekki vísinda-sfcáldskap, en tók því víðsfjarri: „Vissu- 1-ega ekki“, sagði hann. DR. PARDO min-nir dálftið á háskólakennara, þe-gar hann skýrir af stakri þolinmæði, hvers vegna hann hafi tekið þann kost, að bera þessi mál nú fraim á þingi Sameinuðu þjóðanna. Han-n segir, að liðið geti mörg ár áður en stjórn- málamenn gera sér þess grein, að vopnab-úr heicnsins geti þá og þá haft að geyma fjölda- eyðing-artæki, sem byggist á þessu tvennu. Fulltrúarnir á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna hug leiða og ræða sín á milli, hvað kunni að va-lda því, að dr Pardo flytur slík-ar og þvílík- ar tillögur. Er það gert ti-1 þess að stu-gga við hinum sjálf umglöðu? Eða eru ástæ'ðurn- ar ef til vill sálfræðilegs eðlis o-g sprottnar af þrá og þörf fámennrar sendisveitar eins af minnstu aðild-arríkjunum á að vekja athygli? SJALDGÆFT er, að dr. Pardo láti fara vel um sig og njóti hvíldar. Það gerði hann þó, þegar hann gaf nokkrar skýringar á tillöguflutningi sín um, sait í þægile-gum stól og reykti vindlinga með filter- munnstykki. „Við vinnum alveg sjálfstætt. Við förum ekH fram á það við fU'lltrúa annarra ríkja, að þeir gerist meðflutningsmenn að tillögum oikkar. Við óskum aðeins eftir því fylgi, sem þær fá verðleikanna vegna. Við grundvöllum ti-llögur okkar á lesrtri, könnun og lærdómi“. Hann sagði einnig, að hann legði að-eins áherzlu á að fylgj ast af albug m-eð starfinu á þeim fundum, sem hann teldi mikilvæga og greiddi því að- eins atkvæði, að hann hefði þrau-tkannað tillöguna, sem verið væri að greiða atkvæði nm. „Við greiðum ekki atkvæði nerna í amnað hvort skipti eða svo“. BRETAR veittu Möltubúum sjáfstæði árið 1964, og þá hóf dr. Pardo feril sinn sem aðal- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóð- unum. En hann var þá búinn að vera starfsmað-ur Samein- uðu þjóðann-a í á-tján ár. Árin áður en samtökin vom stofnuð vora „þrengingartími fyrir Pardo", sa-gði einn af kunn- ingjum hans fyrir skömmu. Hann fæddist 1914, móðirin var sænsk, faðirinn frá Möltu, en hann ólst upp hjá frænda sínum á Ítalíu. Hann lau-k prófi í sögu og lögum frá Tours- háskóla í Frakklandi. Þegar síðari heimsstyrjöldin var skoll in á, gekik Pardo f neðanjarð- arhreyfinguna á Ítalíu, en var tekinn til fanga. Hann var lát- inn laus í september 1943, en Gestapp tók hann þegar í stað til fanga að nýju. Hann var sannfærður um, að þetta hafi verið að ásettu ráði gert og vendilega undirbúið, og segir um það: „Ég er gramur enn“ YFIRVÖLDIN í Sviss veiittti aðstoð sína og honum var sleppt úr fangelsi í Berlín, en Rússar tóku h-ann fastan til þess að yfiriheyra hann. Hann var enn látinn laus, fór fót- gangandi til herstöðva banda- manna og komst að lo-kum til London „m-eð fatapinkilinn m-inn á bakinu“. Þetta var árið 1945 oig hann var orðinn sjúkur, en honum tókst að fá atvinnu við upp- þvott á veitingahúsi. Honum barst til eyrna, að verið væri að ráða nokkra starfsmenn, bæði konur og k-arla ,til starfa hjá nýjum friðarsamtöfcum, sem nefndust Samieinuðu þjóð irnar. Hann sótti um starfann, þá orðinn 31 árs, hafði hlotið do-ktorsgráðu og talaði frönsku, ensku, þýzíku og ítölsku reip- rennandi — o-g hann var ráð- inn sem aðstoðarskj-alavörður. ' „Svona hófst það“, segir hann. Á STÚDENTSÁRUM smurn hafði P-ardo hitt sænska stúlku í Róm. Hún hér Margit Claeson og starfaði sem teiknari í vefn að-arvöruframleiðslu. En s-tríðið skall á og þau u-rðu viðskila. Árið 1947 fór hann til Svíþjóð- ar til þess að leita- hana uppi og kvænast henni. Þau eiga þrjú börn. Dr. Pardo er nú að undir- búa tillögu, sem hann ætlar að bera fram á þin-gi Sameinuðu þjóðann-a. Hann segist vona, að sú tilla-ga afli þeirri staðreynd viðurkenningar, að fólk lifi nú og hafi starfskrafta len-gur en áður. Hann sagði, að hún fjaUi um breytingar, sem nauðsyn- legt verði að ger-a á hinu fé- lagslega tryggingakerfi, en einnig um nýjustu uppgötvan- ir vísindanna til varna gegn ellihrörnun. „Þetta er mjög eftirtektar- vert o-g skemmtilegt mál, o-g ég von-a að mér ta-kist að bera tillöguna fram á allsherjar- þingi Sam-einuðu þjóðanna að ári, 1970 — ef ég verð hér þá“, bæ-tir hann við.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.