Tíminn - 24.12.1969, Síða 7

Tíminn - 24.12.1969, Síða 7
MID'VTKURAGUR 34. descmber 1969. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramfcvæmdastjdri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. PuUtrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Auglýs. ingiastjóri: Steingrímur Gísliason. Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18306. Sfcrifstofux Bankastrasti 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, tnnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Að treysta á mannsins son Á þessu ári, er liðin hálf önnur öld frá fæðingu Gríms Thomsens, hins þróttmikla vitsmunaskálds. Þess afmæl- is hefur verið minnzt með heildarútgáfu ljóða hans í heimanfylgd Sigurðar Nordals. Grímur verður víst aldrei talinn í fremstu röð íslenzkra trúarskálda — og þó. Hvaða skáld er ekki trúarskáld? Nordal segir: „Grímur var alla ævi trúmaður. Hann lagaði smám saman ýmsar trúarsetningar eftir þörfum sínum og var ekki kreddumaður. En þess sjást engin merki, að hann hafi nokkum tíma efazt um aðalatriði kristindómsins. Hann leitaði athvarfs hjá guði, þegar á móti blés, og reyndi að taka andstreyminu sem hollri reynslu, er ætl- að væri að laga gallana. Enginn hefur fylgt Grími þang- að, sem hann bað í einrúmi til drottins síns, en þar mun hann fúslega hafa beygt kné sín, kastað öllum gerv- um sínum og herklæðum." Þetta er sönn mynd af einlægum trúmanni, sem ekM ber trú sína á torg, varðveitir kjamann en samræmir orð og kennisetningar vitrænu viðhorfi til þekkingar, samtíma og heimsmyndar, en beygir kné sín í einlægni fyrir drottni sínum og kastar þar öllum gervum. Stjömu-Oddi er frægt nafn í sögunni, maður, sem við hæfi er að muna á þessu stórtíðindaári geimkönnunar. í kvæði sínu, Draumur Stjömu-Odda, segir Grímur: Þótt endalans sé eilífðin ibún endist varla til, að öll ég sjái sóllkerfin og sóla millibil. f skoðuninni skyoja ég, hive sikammt mín náði von, og hversu nnVi var trúin treg að treysta á mannsios scml Eðlilegt er að álykta, að öld vísindalegrar geimkönn- unar fylgi nýtt trúarmat, og sú snerting við stórmerki alheimsins skíri hugmyndir mannsins um guðdóm og sköpun. Vísindamenn hafa stundum á liðnum árum ris- ið gegn guðdómlegri sköpunarkenningu, en þar hafa nú orðið þáttaskil og stefnir til sátta. í því er fólgið nýtt fyrirheit um blessun kristindómsins. Við getum því haldið þessi jól heilög í þeini von, að orð þau, sem Grímur lagði Stjömu-Odda í draum, muni rætast — að skoðun sólkerfanna leiði manninn til skilnings og iðr- unar, sem felst í orðunum „hversu mín var trúin treg að treysta á mannsins son“. Þrátt fyrir allt, sem hefur gerzt í tækni og vísind- um, skiptir enn mestu að treysta á mannsins son. Þar hafa kristnir menn reist hús hamingju sinnar. Sú var í öndverðu dagskipan skaparans, að mennirn- ir skyldu margfaldast, uppfylla jörðina og gera sér hana undirgefna. Fyrrihluta þess boðorðs hafa mexm víst dyggilega hlýtt, en vafasamari em efndir síðari hlutans. Er það til að mynda í samræmi við það boðorð að eitra jörðina, láta vísindi og tækni brenna upp og eyða lífs- anda jaiðarinnar, súrefninu, í þágu skefjalauss lífsþæg- indakapphlaups? Er það gert í trausti á mannsins son? Á þessum jólum er vert að minnast þess, að hálf öld er liðin síðan hugvekjur Haralds Níelssonar, Árin og eilífðin, kom út, en sú bók og kennimennska Haraldar hafði meiri áhrif á trúarlíf íslendinga en flest annað síðan Jón Vídalín leið. Fáir íslenzkir kennimenn hafa flutt eins sterkan og hreinan boðskap um að treysta á mannsins son. Þar mættust þeir Grímur og Haraldur, þótt ólíkir væm um annað. Báðir munu þeir hafa skilið og metið þann dýriegasta manndóm, sem til er og mannssonurinn birti öllum lýði sem æðsta fordæmi — að eiga háleita hugsjón og þora að standa við hana í lífi og dauða. — Gleðileg jól. — AK. ERLENT YFIRLIT Smáþjóðirnar settu meiri svip á allsherjarþingið en áður Bandaríkin biðu eftirminnilegan ósigur í táragasmálinu TUTTtKJASTA og f jórða álls herjarþiag Sameinuóu þjóð- anna, sem lauk störfum 17. þ. m., var þing smáþjóðanna. Slík eru eftirmæli margra heims- blaða um þann biæ, sem hafi sett nuestan svip á störf þings ins. Hér er átt við það, að smá þjóðirnar gengu oftar í ber- bögg við stórveldin, Bandia- ríkin og Sovétríkin, en þær hafa áður gert og samþykktu margar ályktanir gegn vilja þeirra. Bandarfkin hafa aldrei beðið eins marga ósigra á þingi Sameinuðu þjóðanna og að þessu sinni. En sigrar í at- kvæðagreiðslum ráða engum úrslitum ef stórveldin eru ekki með. Hér á þinginu ráða 126 þjóðir, er haft eftir einum afrikanska fulltrúanum, en tvö stórveldi ráða heiminum. Ann- að einkenni þingsins var það, að þessum stórveldum kom nú betur saman en nokkru sinni fyrr. Kalda stríðsins hefur al- drei gætt minna á vettvangi S. Þ., þrátt fyrir Vietnam og Tékkóslóvakíu. BANHARIKIN biðn eftir- minnilegasta ósigur sinn í allri sögu Sameinuðu þjóðanna, þeg- ar samþykkt var í þinglokin tillaga um að flokka táragas og defoliants meðal eiturgasteg- unda, sem væri bannað að nota í hernaði samkvæmt Genfar- samþykktinni frá 1925. Rússar höfðu lagt fram tillögu, þar sem m. a. var lagt til að banna hvers konar eiturgas í hernaðL Bandaríkjastjóm svaraði með því að undirrita áðurnefnda Genfarsamþykikt, sem hún hafði ekki áður gert. En hún taldi hvorki táragas eða defoliants, sem bandaríski herinn notar í Vietnam, heyra undir ákvæði hennar. Stjórnmálanefnd alls- herjarþingsins lýsti hinsvegar þeirri skoðun, að báðar þessar tegundir væru bannaðar sam- kvæmt Genfarsamþykktinnl Atkvæði um þetta, féúu þannig í nefndinm, að 58 sögðu já, 3 nei og 34 sátu hjá. Banda rfkjastjórn hóf nú öfluga gagn sókn og sneri sér til allra þátt tökuríkja S. Þ. og bað þau um að hafna þessum skilningi. En þetta bar lítinn árangur. Þeg ar þingið sjálft fjallaði um þessa tillögu, var hún samþykkt með 80:3 atkvæðum, en 36 sátu hjá. Aðeins Portúgal og Ástralía fylgdu Bandaríkjun- um hér að málum. í MÖRGUM öðrum máJbm biðu stórveldin athyglisverða ósigra. vannig höfðu Banda- ríkin og Sovétríkin lagt fram uppkast að sáttmála um að banna staðsetniugu vopna neð- ansjávar. Samkvæmt forgöngu Svíþjóðar og Brazilíu, var því vísað aftur til afvopnunar- nefndarinnar í Genf, þar sem það væri ófullnægjandi. Þing- ið samþykkti einnig gegn vilja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að skora á þátttökuþjóðir S. Þ. að hefja ekki notkun á auð æfum hafsbotnsins utan land- helgi fyrr en settar hefðu ver- frá Líberíu var forseti 24. alls- Frú Angie Brooks herjarþingsins og gegndi því starfi með skörumgsskap. For- seti næsta þing verður Norð- maðurktn Edvard Hambro. ið alþjóðlegar reglur um það efni. Þá frestaði þingið til næsta þings að taka afstöðu til langrar og margþættrar tillögu frá Rússum um ráðstafanir til eflingar alþjót-óryggL Ef til rill hefur það verið stærsti sigurinn, sem Banda- ríkin unnu á þinginu, að þeim tókst enn einu sinni að koma í veg fyrir, að Kina fengi sæti sitt hjá Sameinuóu þjóðunum. Þótt Rússar greiddu atkvæði á annan veg, létu þeir málið raunverulega afskiptalaust og veittu Bandaríkjunum þannig óbeina aðstoð. MARGAR ályktanir má nefna, sem snerta félagsmál og efnahagsmál, þar sem hinar smærri þjóðir létu í ljés vilja sinn, gegn meiri og minni and- stöðn eða áhugaleysi stórveld anna. En ályktanir allsberjar- þingsins eru aðeins ráðgef- andi viljayfirlýsingar, en ekiki bindandi. Þess vegna hafa þær fyrst og fremst siðferðilegt gildi, en tryggja ekki, að þeim sé fylgt eftir í verki. Á þetta benti aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, Charles W. Jost, á blaða mannafundi, sem hann hélt í þinglokin. Andstæðingar Banda ríkjanna voru fljótir til að minna á, að með þessu væru Bandaríkin raunverulega að leggja blessun sína yfir það, að stjórnir Suður-Afríku og Rhodesíu hefðu að engu álykt- anir þingsins um að hætta kyn- þáttamismunun, og Portúgalar um að veita nýlendu sinni sjálf stæðL Þingið samþykkti ske leggar ályktanir um bessi mál að vanda fyrir atbeina Afríku- og Asiuiþjóðanoa. Þingið f jallaði ekki um Biafra eða Vietnam, þar sem talið er, að um innanlandsstyrjöld sé að ræða í báðum þessum tilfell um. Hinsvegar fjallaði það um deilur Arabaríkjanna og ísra- els og endurnýjaði fyrri álykt- anir bæði öryggisráðsins og allsherjarþingsins um, að ísra- el léti herteknu landsvæðin af hendi, en jafnframt yrði sam- ið um varanlegan frið. Þá má skilja ályktanir þingsins um það mál á þann veg, að arabísku flóttamennirnir eigi ekki síður tílkall til hinnar fyrri Palestlnu en Gyðingar, og er hér tekið óbeint undir skoðanir arabísku skæruliðanna. Þingið sýndi, að andstaða fer vaxandi í heimin um gegn landvinningastefnu ísraelsmanna og þeim yfir- gangi þeirra að láta ekki her- teknu landsvæðin af bendL ÞEGAiR LITIÐ er yfir störf 25. ailsherjarþingsins verður ekki séð að miklu hafi verið áorkað. Flest er. málin áfram í sömu sporum og áður. En vilj ayfirlýsingar þingsins geta haft sin áhrif, þótt þau komi ekki strax ljós. Og sú skoðun á enn vaxandi fylgi, að eink- um smáþjóðirnar geti ekki án Sameinuðu þjóðanna verið, því að þær séu bezti vettvangurinn fyrir þær til þess að láta heyra tíl sín og hafa þannig bein eða óbein áhrif á þróun heimsmál- gnnfl. Mikið var rætt um undirbún iag 25. allsherjarþingsins, sem haldið verður á næsta ári, en þá eru 25 ár liðin frá stofnun Sam einuðu þjóðanna. Þegar hefur verið ákveðið, að Norðmaðurinn Edvard Hambro, sem er aðal- fulltrúi Norðmanna hjá Samein uðu þjóðunum, verður forseti þess þings. f tilefni af afmæl- inu verða gerðir ýmsir minja- gripir og gefin út sérstök frí- merki, sem á verður letrað: Friður, réttlæti, framfarir. Þetta hafði verið ákveðið snemma á þinginu, en vegna einhverra mistaka, var búið að prenita frimerki með áletrun inni: Friður, framfarir. Urðu miklar deilur um það í þing- lokin, hvort þau skyldu dreg- ia tíl baka, en samþykkt að lokum að gefa út báðar tegund iirnar til þess að drýgja tekjurn ar- Af þeim málum, sem þingið ræddi, var hafsbotnsmálið tví- mælalaust bað má'., sem snerti ísland mest. í þinglokin var m. a. samþykkt tillaga, þar sem framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna var falið að kanna möguleika á því -ð kalla sam- an sérstaka alþjóðl. ráðstefnu, þar sem fjallað yrði um nýt- ingu hafsbotnsins og ýms skyld mál, m. a. fiskveiðilögsögu. Það er því orðið meira en tíma- bært, að ísland kynni betur en gert hefur verið að undanförnu kröfur sínar og rétt til yfir- ráða yfir fiskveiðum á öllu land grunninn. ísland þarf áður en slík ráðstefna er haldin, að hafa kynnt ssm allra flestum þjóðum sérstöðu sína og rétt sinn tíl fiskveiðanna á land- grunninu. Svo getur farið, að ekki sé langur tími til stefnu. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.