Tíminn - 24.12.1969, Side 11

Tíminn - 24.12.1969, Side 11
MH>ViKUDAGUR 24. desember 1969. TÍMINN u Kínverski garðurinn í Hábæ Kín-verska garðirtum í Hábæ bef ur verið lokað um nokkurt skeið vegna viðtsekra endurbóta, sem þar hafa verið gerðar á öllum búsakostL Þeim endurbótum er nú lokið og garðurimi opinn aftur öllum viðsMptavinum, með svipuðu sniði og áður. Auk þess hafa verið tekin upp nokkur nýmæli í sambandi við reksturinn með tilliti til bættrar þjónustu við viðsMptavini, til dæans verða framreiddir ódýrir réttir í hádeginu, ís’lenzkur matur og kínverskur, og sérstök áherzla lögð á að hraða ailri afgreiðslu í því sam'bandi, fyrir þá sem hafa nauman tíma. Auk þess verða hinar fjölbreytt ustu veitíngar á boðstólum eins og áður, ennfremur sérstakir fjöl skyldu miðdagar. Sérstaklega skal á það bent, að frá því á annan í jólum tii þrett- ámda verða leikia jólalög í síð- degiskaffinu, jólasveinn kemur þá í heimsókn, en á boðstólum verða frjálsar veitíngar, og ekM um neinn aðgangseyri að ræða. Verður þetta einkar hentugt tæM færi fyrir fjölskyldur, og gera má ráð fyrir að margir vilji not- faera sér. Að endingu óska foráðamenn Hábæjar öllum hinum fjölmörgu gömlu viðsMptavinum sínum og öllum væntaadegum viðskiptavin um gleðilegra jóla og góðs far- sæls árs, og býður þá velkomna í húsakynni sín. (Fréttatílkynning). LJÓSADÝRÐ Pramhald af bls. 1. er veður gott og skotfært um all- ar sveitir. Guðmimdur Sveinsson á ísa- Grði var rótt að renna niður sköt- unni, þegar við hringdum í hann, en allir Vestfirðingar borða kæsta skötu í hádegisverð á Þorláks- messu, annars er það ekki Þor- láksmessa. Annars sagði Guð- njundur að veðrið væri skínandi gott og samgöngur á landi og í lofti með bezta móti og hafa vöru- fiutningar með fiugvélum verið rnjög miklar undanfarið. Herðu- breið kom í gær með heilmikið af rjóma frá Akureyri, en skort- ur hefur verið á mjólkurvörum á Vestfjöðum um tíma í vetur. Þess má geta, áð rjóminn frá Ak- uneyri fer einnig til Rjeykjavfkur og jafnvel þaðan tíl ísafjarðar, að minnsta kostí gerðu tólf lítrarnir það, sem kona nokkur í Reykja- vík keypti í gær, tíl að senda vest- ur. Á ísafirði hafa verið reist 5 stór jólatré, eitt þeirra er gjöf frá vinabæ ísafjarðar í Hanmörku, Hróarskeldu. MiMð verður um skemmtanir á fsafirði um hátíðarnar, Skíðafé- lagið heldur dansleik á annan jóladag og þá verður einnig barnaskemmtun á vegum verka- lýðs og sjómannafélagsins. Skemmtunin verður í þrennu lagi því mörg eru börnin. Knattspyrnu félagið Hörður heldur árshátíð sína á laugardaginn og skipstjórn armenn á sunnudag. Þá verður skíðalyftan í gangi yfir alla há- tíðisdagana og væntanlega bregð- ur margur sér á skíði til að losna við aukakílóin, sem vilja setjast á menn ur hátíðar. Kvenfélagið Hlíf útdeilir að vanda jólagjöfum tíl gamalmenna. Ekki verður eins mikið um skemtntanir í Vestmannaeyj- um og á ísafirði, og því miður munu líklega margir Vestmanna- eyingar eyða jólunum í rúminu og inflúenzunni. MiMð er þó um jólaskreyting- ar í Eyjum, sex stór jólatré prýða bæinn og Rafveitan er að vanda fagurlega skreytt, svo og kirkju- garðurinn og flestir byggingar í eigu bæjarins. Hermann Einars- son, fréttaritari sagði að i dag væri leiðinlegt veður í Eyjum, rigning og stormur. Lítið verður um hátíðahöld og er ekkert á dag skránni fyrr en orn áramótin, en að venju verður mest um að vera á þrettándanum, álfadans, blysför og brenna. TÓNABÍÓ Framhald af bls. 15 taka á leigu hús á suðurströnd FrakMands, þar sem hún geti dvalist meðan þeir feðgar eru á ferðalaginu, og þau síðan öll þrjú um nokkurn tíma, að því loknu. Á sjóferðinni til Evrópu geng- ur á ýmsu, leiðir þeirra hjóna skiljast, en þegar Jenni kemur í húsið, sem hún hafði greitt leig- una fyrir, hittir hún þar fyrir lög- KÓPAVOGSBÍÓ Framhald af bls. 14 Þannig veltur á ýmsu fyrir þeim hjónum bæði í sambúð þeirra og starfi. Mesta sigur sinn vinnur Hale, þegar drottning eyjarinnar lætur sMrast til kristinnar trúar á deyjandi degi, en mesta áfallið er hins vegar þegar Jerusha and- ast, en jafnvel það fær ekki bug- að hann — ekki heldur það, að kristniboðarnir og stuðnings- menn kristniboðsins snúast gegn honum og liann stendur einn uppi... STJÖRNUBÍÓ Fraimhald af bls. 14 Varsjá. Grau tekst að ná í sönn- unargögn, en þegar hann ætlar að handsama sökudólginn, fellur hann fyrir byssukúlu hans. Leikurinn færist tíl Hamborg- ar árið 1945. Þriðja gleðikonan er myrt með nákvæmlega sama hættí og hinar tvær. Þá tekur fransM sakamálaiulltrúinn Mor- and við að reyna að hafa upp á morðingjanum. Honum tekst það og á miMiIi hátíð, þar sem allar stríðshetjurnar eru samankomnar er flett ofan af einum hershöfð- ingjanum, sem grípur til þess ráðs að svipta sig lífi. Armur réttvísinnar reynist loks nógu langur. Morand harmar það eitt, að hinn réttsýni Grau fékk ekki að lifa það, að sjá réttvís- inni fullnægt. GAMLA BÍÓ Framhald af bls. 14 Gamla milljónamæringnum þyk ir nú svo vænt orðið um dverg- ana, að hann ákveður að láta frið lýsa þennan hluta skógarins, svo að dvergarnir gætu lifað þar í friði um aldur og ævi. MALVERK Gott úrval — Afborgunar- kjör. — Vöruskipti. — Umboðssala. Gamlar bækur og antikvörur. önnumst innrömmun málverka. MALVERKASALAN Týsgötu 3. Sími 17602 Jón Grétar SigurSsson héraðsdómslögmaSur Austurstræfi 6 Simi 18783 Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. R EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Síml 16510 SENDIBÍLAR Alls konar flutningar STÖRTUM — DRÖGUM BlLA ENSKIR RAFGEYMAR LONDON BATTERY fyrirliggjandi Lárus Ingimarsson, heildverzlun. Vitastíg 8 a — Sími 16205 BIFREIÐA- EIGENDUR Látið okkur gera við bílinn yðar. Bremsuviðgerðir. mótor- og raímagnsviðgerðir Ódýrar Ijósastillingar. VÉLVIRKINN H.F. BIFREIÐA VERKSTÆÐJ Súðavogi 40. Simi 83630. fræðing, sem aldrei hefur heyrt heunar getið og leigt húsið öðr- um manni. Þetta er fyrsti mis- sfcilningurinn, en út af honum spinnst svo hinn margvíslegasti misskilningur, einkum eftír að Iögfræðingurinn „leigir“ Jenni húsið og eftir að Grif fréttir, að sá sami lögfræðingur sé enn af frægustu kvennabósum Evrópu — eftir að Grif hefur sýnt honum bandaríska hnefaleikni, eftir að ítalska lögreglan hefur handteMð þau hjón os? Jenni hefur verið rænt af vændishússeiganda. .. Sem sagt, það rætist úr öllu að lokum, en áður hefur líka margt gerzt, sem of langt yrði að telja upp oge kM væri heldur rétt að segja frá, áhorfendanna vegna. Orðsending um lífeyrissjóði Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband ís- í lands hafa orðið sammála um eftirfarandi reglur um j iðngjaldagreiðslur til lífeyrissjóða þeirra, sem samið i var um 19. maí 1969. j 1. Iðngjald skal greitt af öllum tekjum starfsmanna á j mánuði hverjum þar til samanlagt iðgjald hefur náð } þeirri upphæð, sem svarar til iðgjalds fyrir 191 Mst., ; miðað við 44 Mst. vinnuviku, eða þann dagvinnu- j stundafjölda annan, sem við á í hlutaðeigandi starfs- j grein, miðað við útborgað tímakaup viðkomandi j sarfsmanns í dagvinnu. Þó skal draga frá þessari í tölu þá tíma, sem starfsmaður er frá vinni án kaup- | greiðslu, nema það stafi af verkefnaskorti. Um reglu- ; bundna vinnu hluta úr degi gildir sama regla hlut- ! fallslega. j 2. í fastri atvinnu, þar sem dagvinnukaup mótar ekiki í einvörðungu fastar tekjur, skal greiða iðgjald sam- | kvæmt tölulið 1. Heimilt er að greiða allt að 10% ! til viðbótar. j 3. Sé unnið á föstu mánaðarkaupi í vaktavinnu skai j greiða iðgjald af vaktakaupinu. f Reglur þessar breyta ekki ákvæðum gfldandi reglu- í gerða eldri lífeyrissjóða um iðgjaldagreiðslur fastráð- inna starfsmanna. ; Iðngjaldagreiðslur hefjast 1. janúar 1970. Vinnuveitendur skulu á því ári greiða 1V2% iðgjald, en launþegar 1%. Frá og með 1. janúar 1970 ber vinnuveitendum því að halda eftir iðngjaldshluta launþega 16 ára og eldri i og gera skil á honum ásamt eigin iðngjaldshluta í byrj- un febrúar n.k. Alþýðusamband íslands. Vinnuveitendasamband íslands. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til allra sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 65 og 70 ára afmælum okkar 26/10 og 12/12 s.l. Guð blessi ykkur (31. Gleðileg jól. Guðríður Halldórsdóttir og Sumarliði Sigmundsson, Borgamesi. Jónína BöSvarsdóttir, / Múlakoti, FljótshlíS, ý' andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi, mánudaginn 22. desember. Vandamenn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er vottuðu okkur samúð og vinátfu við andlát og jarðarför Mögnu í. Guðlaugsdóttur, / Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. / Þorle'rfur Bjömsson Sigurbjörn Þorleifsson Garðar Þorleifsson Svanhildur Guðbjartsdóttlr Sveinn Valgeir Kristinsson Jóhanna Magnúsdóttir Guðlaugur Magnússon Stelnunn Magnúsdóttir Jóhann Guðlaugsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.