Tíminn - 31.12.1969, Blaðsíða 1
HUGLEIÐINGAR
ÓLAFUR JÓIIANNESSON
Við áramót
Ársins 1969 verðu.r vafalaust
lengst minnzt í veraldarsög-
unni vegna þess, að þá kom-
ust meno í fyrsta skipti til
annarra hnatta. Það var mikið
afrek — stórkostlegur sigur
vísinda og tækni — sem mark-
ar þáttaskil í mannkynssög-
unni, táfcnar upphaf nýrrar
aldar.
En verður mannlífið betra
og fegurra en fyrr? Enn búa
margar þjóðir við fátækt og
hungur á meðan aðrar lifa við
allsnaegtir og í óhófi. Enn eru
frelsi og mannréttindi fótum
troðin víðs vegar í heiminum,
þjóðir kúgaðar og kynþættir
beittir misrétti. Enn geisa styrj
aldir. Ógnirnar í Vietnam og
Biafra vekja viðbjóð og kalla
á fordæmingu allra góðra
manna. En samvizka mannkyns
ins er stundum nokkuð svefn-
þung. San-nleikurinn er sá, aið
þrátt fyrir aila sigra manns-
andans og þrátt fyrir öll vís-
indi, vélar og tækni, er mann-
kindin sjálf helzt til skrefstutt
á þroskabrautinni. En fram á
við liggja sporin.
En hvað er hér um að tala.
íslendingar stjórna ekki heims
byggðinni. Þeir ráða ósköp
litlu um örlög mann'kynsins og
framvindu veraldarsögiuinnar,
Þó eru þeir með á skákborði
mannlífsins. Þess vegna skiptir
miklu, að þeir leggi jafnan sitt
litla lóð réttu megin á vogar-
skál léttlætisgyðjunnar. Heim-
urinn þarf svo sannarlega
stjórnarbót, en líklega erum
við íslendingar ekki aflögufær-
ir í þeim efnum. Ég ætla því
ekki að hætta mér út í bolla-
leggingar um alþjóðamál. Ég
ætla að snúa mér að heimahög-
um. Þar eru verkefnin næg.
Misvindasamt ár
Hér á landi var árið, sem er
að kveðja, ærið misvindasamt
eins og gengur. Það var sum-
um gott og gjöfult, öðrum erf-
itt og áfallasamt. Árferðið varð
mörgum þungt í skauti. Um
mikinn hluta landsins áttu
bændur við ólýsanlega erfið-
leika að stríða. Síldin brást
einu sinni enn. Það hefur vald-
ið mörgum tilfinnanlegu tjóni,
ekki aðeins útgerðarmönnum
og sjómönnum, heldur og iand
verkafólki á þeim stöðum, þar
sem afkomuvonir hafa verið
tengdar síldarvinnu. En að síld
veiðunum fráskildum mun árið
mega teljast allgott fyrir sjáv-
arútveginn. Og þegar á heild-
ina er litið, verður árið 1969
talið hagstætt fyrir þjóðarbú-
skapinn, einkanlega vegna
góðra aflabragða og batnandi
viðskiptakjara. Hér í blaðinu
verður síðar gerð grein fyrir
afkomu einstakra atvinnu-
greina, og ætla ég þvi ekki að
fara lengra út í þá sálma.
Atvinnuleysið er
stærsti skugginn
En árið 1969 á sér stór-
ar sfcuigigabliðar. Atvinnu-
leysið er stærsti skugginn.
Lengst af ársins var hér stór-
fellt atvinnuleysi, ekki aðeins
árstíðabundið, heldur og um
hábjargræðistímann. Það er öm
urleg saga. Þá hafa og lífskjör
almennings verið að þrengjast.
Ég held, að enginn geti leng-
ur reiknað það dæmi, hvernig
venjulegt dagvinnu'kaup á að
endast fyrir nauðþurftum fjöl-
skyldumanns. Ég held, að allir
sanngjarnir menn verði að við
urkenna, að við svo búið get-
ur ekki staðið lengur. Áhrif
minnkandi kaupgetu dreifast
um allan þjóðarlíkamann. Það
er því mikill misskilningur, að
hér sé eingöngu um að ræða
mál launþega.
Hér þarf að verða breyting
á. Atvinnuleysi þarf að útrýma,
hvað sem það kostar. Annað er
ekki sæmandi í velferðarþjóð-
félagi. Lífskjörin þurfa að
batna. Hér þarf að breyta um
stefnu í efnahags- og atvinnu-
málum. Ástandið í dag er að
verulegu leyti afleiðing rangr-
ar og innfluttrar stefnu, sem-
hentar ekki íslenzkum aðstæð-
um og þjóðarbúskap, enda þótt
enginn neiti því né hafi nokkru
sinni neitað því, að áföll ár-
anna 1967 og ‘68 hafi átt sinn
þátt þar í.
Aðild að Efta
Athyglisverðasti stjórpmála-
viðburður hér á landi á því
ári, sem senn er á enda, verð-
ur senni'lega talinn ákvörðun
um inngöngu í Fríverzlunar-
samtök Evrópu — Efta. Um
það mál hefur að vonum margt
verið rætt og ritað. Ég ætla
ekki hér að fara að rifja þær
umræður upp né ræða almennt
um Efta. Eg held, að eins og
er, geti enginn sagt um það
með neinni vissu, hver áhrif
Efta-aðild hefur fyrir íslenzk-
an þjóðarbúskap. Við Fram-
sóknarmenn töldum, að málið
þyrfti betur að kanna, áður en
ákvörðun væri tekin, og inn-
lendan iðnað þyrfti að búa bet
ur undir væntanlega sam-
keppni. Á það sjónarmið var
ekki failizt af meirihlutanum.
Sporið hefur verið stigið. Þar
verður ekki aftur snúið. Það
verða menn að gera sér ljóst.
Málið varðar fyrst og fremst
iðnaðinn. Innlends iðnaðar bíð
ur eldskírn. Vonandi stenzt
hann þá prófraun. En hvort
svo verður eða ekki, er mjög
undir firaimbvæmdiinni komiið
og því, hvernig íslenzk stjórn-
arvöld halda á málum. Það
þarf að nota aðlögunartímann
til að gera viðeigandi ráðstaf-
anir til eflingar innlendum
iðnaði. Um það þurfa menn að
reyna að snúa bökum saman.
Það er miklu mikilsverðara
en að pexa um það sem liðið
er og éfcki verður breytt.
Ráðstafanir til
styrktar iðnaði
í ræðu minni við 1. umræðu
um Efta-málið nefndi ég nokkr
ar ráðstafanir til styrktar inn-
lendum iðnaði, sem. gera þyrfti
á undan eða samhliða Efta-að-
ild. Ég vil leyfa mér að rifja
þær hér upp, því að úr því
sem komið er, er þar um
kjarna málsins að ræða. Iðn-
væðing er nauðsyn. Ég sagði
m.a. þetta:
„Ég vil þá fyrst neína það,
að afnema þyrfti nú þega-r inn
flutningstolla á hráefnum og
vélum til iðnaðarins og endur-
greiða tolla af slíkum vélum,
sem fluttar eru inn eftir geng-
isbreytinguna 1968.
í öðru lagi þyrfti að breyta
lögum um tekju- og eignar-
sfcatt til samræmis við það,
sem tíðkast í Efta-löndum, og
þá m.a. þannig: a) að auðvelda
samruna fyrirtækja, b) að
heimila afskriftir í samræmi
við endurkaupsverð og sem
sannastan endingartíma, og c)
að athuga, hvort hægt væri að
afnema aðstöðugjald. Mér er
það ljóst, að það er stórbreyt-
ing, en ýmsa stóra hluti þarf
vissulega að athuga, ef
nokkur von á aið vera
til þess að iðnaðurinn standi
sig.
í þriðja lagi held ég, að það
þyrfti að setja hér lög um
fræðslu og þjálfun starfsmanna
iðnaðarins. Og ég held, að sú
löggjöf þyrfti að miðast við, að
sú starfsemi yrði fjórþætt. í
fyrsta lagi þyrfti það að vera
námskeið í stjórnúnartækni fyr
ir framkvæmc’astjóra og aðra
stjórnendur. i öðru lagi þyfti
að vera skóli fyrir rekstrar-
tækniráðunauta. í þriðja lagi
þyrfti að vera skóli fyrir verk-
stjóra og í fjórða lagi byrfti að
setja upp námskeið fyrir iðn-
verkafólfc.
Ég vil í fjórða lagi nefna
það, að héir þyrfti að fcoma á
fót á vegum rikisins og at-
vinnuveganma siainivinnustofn-
un til þess að aðstoða útfluto-
ingssamtökin við markaðs-
könnun og markaðsleit á Efta-
svaeðinu og utan þess.
Ég vil í fimmta Iagi nefna
það, að það þyrfti að breyta
lögum um söluskatt á þá lund,
að rafmagnsgjöld, hitaveitu-
gjöld, olía, kjötvörur og aðrar
brýnustu nauðsynjar verði
ekki gjaldstofn fýrir söhiskaifct
í sjötta lagi tel ég, að það
þyrfti að setja hér löggjöf um
útflutningsábyrgðartryggingar
samkvæmt norskri og danskri
fyrirmynd.
Loks held ég, að það þyrfti
að útvega viðskiptabönlainum
nú þegar sérstakt fjármagn til
þess að lána iðnfyrirtæfcjum
til þess að koma rekstrarað-
stöðu sinni í viðunandi hori.
Þessi rekstrarlán til iðnfyrir-
tækja geta verið með mismun
andi hætti, en ég mundi vilja
nefna það sérstaklega, að fyrir
tækin yrðu að fá heimild til
sölu á allt að 90 daga víxlum,
er nemi allt að þriggja mán-
aða framleiðslu þeirra og auk 1
þess fái iðnfyrirtækin yfirdrátt
arheimild á hlaupareikningum,
sem svari til þriggja mánaða
kaupgreiðslna viðkomandi fyr- i
irtækis.“ j
)
Ræða, sem fór í
taugar stjórnar-
liðsíns ;
Þetta sagði ég í þeirri ræðu,'
sem hefur farið heldur ónota- (
lega í taugarnar á stjórnarlið-
inu. Ekki hafa þó andstæðing- 1
anir reynt að ræða um hana
málefnalega. Ekki hafa þeir
reynt að hre'.ja í henni eitt 1
einasta orið. Onei, þeir hafat
efcki haft annað að bera á
borð, heiðursmennirnir, en út-
úrsnúninga og upphrópanir. t
Við þeim á ég eitt svar, að ‘
biðja fólk að lesa ræðuna. Hún
er birt orðrétt í Tímanum 11.;
desember s.l. Við_ hana þari
ég engu að bæta. í henni þarf
ég engu að breyta. Henni þuria
engar skýringar að fylgja. Ég
bið menn aðeins að bera hana
saman við skammavaðal stjórn
airblaðanna.
AfstaSa Fram-
sóknarflokksins
Það hefur verið reynt að af-
flytja afstöðu Framsóknar-
VID ARAMOTIN
í