Tíminn - 31.12.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1969, Blaðsíða 3
KfflVIKIIDAGUR Sl. desember 1969 TIMINN_ ECKERT ANNAD ENN AD OPNA QVIDENN MennÍTigarsj óður hefur sent fcá sér verk í tveim bindum eftír VílmTtnd Jónsson, fyrr- verandi landlækni, sem hann œefnir Lækningar og saga. Hér er mn a5 ræSa safn tín rit- gerða œm sögn lækninganna í femdinu, þróun þeirra á nítj- ásdu öldinni bæði hér og í nágrannalöndunum og bylting- ar þær, sem fylgdu í kjölfar aukinnar smitgátar, sem spratt af uppgötvun Pasteur og fram- kyæmd Lister. Tíunda ritgerð- in er þeirra lengst, enda fyll- ir hún allt síðara bindið, ásamt beimildaskrá, eftirmála og nafnaskrá. Tíunda ritgerðin nefnist Upphaf ígerðarvarna og við þeim tekið á íslandi. Koma þar einkum við sögu Guðmundarnir þrír, þeir Guð- mundur Magnússon, Guðmund- ur Björnsson og Guðmundur Hannesson. Er lengst mál um störf Guðmundar Hannessonar og einna mest eftir hon- um haft, en hann var fyrstur íslenzkra lækna til að inna af hendi ýmsa þá kviðarholskurði, sem fram að tíma rétts skiln- ings á smitgátinni, voru taldir lífshættulegir éða jafnvel óframkvæmanlegir. Segir frá því í síðara bindinu hvemig Guðmundur Hannesson byrj- affi sinn einstæða handlæknis- feril með því að taka fót af Jóni Þorvaldssyni, bónda að Stapa í Tungusveit, og not- aði soðinn dýjamosa í umbúð- ir en fékk lánaðann „búrhníf“ hóá séra Jóni Magnússyni til sjálfrar aðgerðarinnar. Guð- mundnr hafði þá ólofcið prófi, en var fenginn tii þessa af Áma Jóossyni héraðslækni, sem aðstoðaði við svajfingu. JSBœú Þorvaldssyni farnaðist vel etefeatton, enda Mð mesta hranstmenm og óvflsamur, og er til saga af því, að einu sinni bjargaði hann télpukorni und- an mannýgu nauti með því að taka undan sér tréfótinn og nota haan sem barefli á dýr- ið. En það er önnur saga. Anðvitað stendur öðrum nær en mér að skrifa um þetta verk Vilmundar, svo vit sé í. En þar sem hið tveggja binda verk hans er engu að síður atmennc eðlis en fræðilegt, og vfða Mn æsflegasta lesning, má ekki taka ifla upp, þótt leikmaður minnist þess hér í nokkrum línum og þakki um ieið Menningarsjóði fyrir ágæta útgáfu. Eftirtektarverðast er, að svo virðist sem útbreiddur inn- vortis sjúkdómur, sullaveikin, hafi leitt af sér sérstaka hæfni hérlendra manna á sviði skurð- lækninga, jafnvel ólærður mað- ur, Jón Magnússon að Sólheim- um í Sæmundarhlíð í Skaga- firði, hafi giftusamlega fram- kvæmt slíkar aðgerðir áður en almennt var til þeirra gengið af lœknum. En þessar aðgerð- ir gátu brugðizt til beggjá vona, þótt þær heppnuðust yf- irleitt við beztu aðstæður, og stóðu skottulæknar og lærðir læknar nokkurn veginn jafn- fætis í því efni. Sýnir það eitt með öðru hve öllum lærdómi varðandi aðferð við kviðarhols- skurð og meðferð var ábóta- vant. En það sem vekur einna mesta furðu við lestur þessa ágæta verks er sú staðreynd, að ekki var farið að viðhafa svæfingu eða gæta nauðsyn- legrar varúðar hvað sýkingu snertir fyrr en fyrir rúmum mannsaldri eða svo, einfald- lega vegna þess, að það var ekíki fyrr en um miðja og eftir miðja nítjándu öldina, sem menn öðluðust vitneskju um hvernig haga bæri þessu tvennu. Fram að þeim tíma var baráttan við sárasýkingu og gröft harla tvísýn, eins og svo mörg dæmi eru nefnd um í þessum bókum. En læknar gengu samit ótrauðir til verka, þar sem þeir töldu nokkra von um happasæl verkaiok. Koma þar margir við sögu og flestir með ágætum. En það er auð- séð, að bæði svæfingin og smit- gátin valda algerum tímaskil- um, og komu þau tímaskil, að því er varðar smitgátina, hart niður á éldri læknum, sumum 'þeirra m.a. vegna þess, að sjáifur Lister, upphafsmað- ur hennar, varð ekki síðnr en aðrir að þreifa sig áfram til réttra lausna, og má hverj- um manni vera það skiljan legt, að erfitt var um fram- gang smitgátarinnar, þegar að- fari hennar var jafn óljós og raun ber vitni um. En það verður a<5 segja ís- lenzfcum læknum tfl hróss, að þeir voru engir eftirbátar er- lendra starfsbræðra sinna, og framkvæmdu aðdáunarverðar aðgerðir við frumstæðustu skil yrði, og voru fljótir að tfleinka sér helztu nýjungar, og oft á undan öðrum að skilja í málið. í fyrra bindi verksins eru saman dregnar ritgerðir um ýmis efni. Þar eru rúmfrekar frásagnir af sullaveiki og lækn- ingum við henni, einnig frásögn af hundaæðisfar- aldri á Austfjörðum, sem fræg' er orðin. Þá er í fyrra bind- inu sfcýrt frá upphafi svæfinga og fyrstu svæfingum hér. Rit- gerð er um forsögu íslenzkra sjúkrahúsa, en bindinu lýkur á frásögn af kennsluspítölum Læknaskólans. Þeir helzitir læknar, sem koma við sögu í fyrra bindinu, fyrir utan hómo patann Jón Magnússon á Sól- heimum, eru Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn og dr. Jón Hjaltalín, landlæfcnir. Það fcem ur heim við röksemdafærsiur höfundarins yfirleitt, að hann fjallar djarfmannlega og hrein- skilið um handaverk Jóns Hjaltalín, sem auðvelt er að gagnrýna, eins og aðra menn, sem standa á gömlum skóm á nýjum vegamótum, en hefar sífellt á hraðbergi röksemdir með gerðum hans, setur sig inn í tímann og manninn og aðstöðuna og metur sfðan, og vexður úr stór mynd. Væri óskandi að menn temdu sér þannig fróðleik í stað þess svarta og hvíta, sem alltof oft gerir góða frásögn að litlum vísindum. Yfirleitt er aðdáun eða andúð látin iiggja á mifli hluta í þessu verki, en lesend- um sjálfum látið eftir að meta viðhorf og árangur. Gætir þó eins konar feginleika, þegar smitgátin fer að bera árangur í höndum Guðmundanna, og greina má dulið stolt, þegar Þorgrímur Þórðarson gerrr í einni striklotu sjö aflimanir síðla vetrar 1903 á þýzbum strandmönnum, sem heppnuð- ust með þeim ágætum, að þýzkum læknum 'vótti með ólíkindum. Á einum stað í síðara bind- inu bregður fyrir samanburði á aðstöðu Xækna um aldamót- in og þeirra, sem starfa í dag. Sannleikurinn er sá, að erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvernig sumir læknar, eins og t.d. Guðmundur Hannesson, gátu fcomið öllu í verk sem þeii urðu að vinna. Br sagt í því siambiandi, aðl aldamóta- Xæknar hafi gjarnan notað nótt ina til ferðalaga. Ég get ekki stiflt mig urn, að tafca hér upp svo sem eins og eina málsgrein rnn samanburðinn: „En svo að ekki sé hallað málum, er slcylt að viðurkenna, að læknar um aldamót voru lausir við margt umstangið, sem mest mæðir nútímalækna. Tökum sumarorlofin, sem ger- ast sífeflt lengri og eftir því torveld — Guðmundur Magnús son brá sér að vísu frá hálfs- mánaðartíma til Xaxveiða flest «umur — eða allt að tveggja daga vikumótahelgihald auk friðaðs nætursvefns hverja nótt árið um kring, sem æ fleiri læknar í þéttbýli verða að undirgangast. Er þetta hvað með öðru vissulega engin smá- ræðis tímaþjófur". Maður leýfir sér ekki að fjalla um mál og stíl höfundar í þessu verki. Þar um ræður seilingarhæðin. Hitt er alveg furðulegt hvað miklu safni töku orða er hægt að koma fyrir í málinu, þegar kemur að úrtaki úr dagálum (nýyrði bókarhöf.) lækna. Þar eru að sjálfsögðu notuð latnesk heiti yfir sjúk- dóma og lfkamsMuta. Jafn sjálf sagt er að Vilmundur telur sig ekki þurfa að nota slík heiti, þegar hann vísar til dagálanna í meginmáli sínu. Þar er aflt á íslenzku. f dagátam rekst maður á orð eins og pus og drænage og feber. Og þegar illa fer, þá coflaps — mors. En sigurorð smitgátarinnar í þess- um dagálum voru: Greri per primam. Og það voru orð, sem eftir langa nóitt boðuðu nýjan tíma. Hvað lækningar snertir, þá eru þessi tvö bindi fyrst og fremst um skurðlæknmgar. Að sjálfsögðu hefur orðið mikil bylting í lyfiækningum með fcomu súlfalyfja og fúkalyfja, en með starii Pasteur og List- er var fyrst og fremst lagður grunnurinn að skurðlælo' i ng- um nútímans. Þá var svo að segja á skammri stund tekið svo stórt skref í læknavísind- um, að engu verður við jafn- að. Jón Magnússon á Sólheim- um hafði að vísu af mikilli happasæld hálfri öld áður en við fengum okkar fyrsta land- lækni rist til sulla í kviðar- holi. Er birt eftir honum i þessu verki, að við meiirlæti (suflaveiM) dugi enginn lækn- isdómur innvortis tekinn og „eckert annad enn ad opna qvidenn.“ Má með líkum telja, að hann hafi verið allnokfcuð á undan sinni samtíð, hvað þetta snertir. Bjarni Pálsson, og þeir læknar, sem síðan störfuðu hér, áttu í höggi við "1 15 djarfaði vel meint handaverk þeirra, og gekk svo hart til verks, að hvergi mátti opið sár vera svo ekM væri hætta á . ígerð og eitrarn. Þannig stóð þetta dæmi fram um daga dr. Jóns Hjaltalín, en til viðbót- ar kom, að framkvæma varð allar skurðaðgerðir á fólM með fullri meðvitund fram til , daga svæfingarinnar. Samt ástunduðu menn að bregða hnífi að einhverju marM, áður en svæfing og smitgát komu til sögunnar. Það er því ekM að furða, þótt handlæfcningar séu næsta ný grein læknisfræðinnar — jafnvel gott ef hún er ekM runnin upp úr jámsmíði — svo fjarri þótti hún hinni við- , teknu læknislist fyrri alda. í ; einn tíma vom Arabar mikJir smyrsla og græðslumenn og er til þess tekið í frásögnum þeirra frá Mossferðatímunum, hve þeim þótti suðurfarar vera ; miklir barbarar í lækningum. , Hlyti maður beinbrot á fæti var krossförum fyrst fyrir að ' liöggva fótinn af. Var þá ýmist að manninn mæddi blóðrás, eða hann hreinlega beið sitt coflaps og mors af losti við aðfarirnar. í slíkum tilféllum gekk Aröbum betur að græða. I síðustu heimstyrjöld höfðu hermenn á sér súlfaduft í poka. Margir fengu kviðristur undan sprengjubrotum, og óhreinindi komust í kviðarholið. Þá var dreift úr súlfapofcanum beint af hendi í holundina og gafst vel, svo og í önnur sár. Marg- ar aldir l>er í mifli þessara lælcnisdóma hervaflanna — ald- ir miMllar kyrrstöðu í lækna- vísindnm. — Þannig voru sömu hættnr samfara aflimun á nítj- ándu öld og á tíimrm krossfar- anna. Minnisstæðir eru aflir beir ) læfcnar, sem Vilmundur Jóns- son segir frá í bessum bók- ; nm sínum. Þeir vorn braut- ’ ryðjendur, ýmist veilir eða ákveðnir, eins og gengur. Viit- negkja samtíðarinnar sneið \ þeim stakkinn, og gerði einum 1 greitt að vinna, sem öðrum , hafði reynzt ófært. Slfk er öfl þróunarsaga. Þótt þetta verk sé skrifað af mikifli íþrótt, og læknislistina í landinu megi verðugt öfunda af slíkum höfundi, þá býst ég ekki við að Lækningar og saga 1 hafi nein sérstök áhrif á bók- menntirnar. Væri þó verðugt að hinar svofcölluðu læknabók- menntir, framleiddar af allt öðru fólki, létu sér nokkuð segjast við framlagið til lækna sögunnar og létu t.d. lækninn kyssa hjúlcrunarkonuna ein- hvers staðar á milli pus og drænage, og per primam. óþekktan örlagavald, sem for- Indriði G. Þorsteinssoa. SÓLUN Látið okkur sóla hjól- barða yðar, áður en þeir eru orðnir of slitnir. Aúkið með því endingu hjólbarða yðar um helming. Sóium flestar tegundir hjólbarða. Notum aðeins úrvals sólningarefni. BARÐINN h\t Ármúla 7 — Sími 30501 — Reykjavík Louis Pastenr Joseph Lister Guðmundur Hannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.