Tíminn - 31.12.1969, Blaðsíða 2
TÍMINN
SDÐVIKUDAGUR 31. desember 1969
finKfajhg vlB atkvæBagreiðslu
«m ESa-máliS. Tel ég því rétt
aS víkja Sriltíð aS hen-ni. Fram
sókaarflokkurinn taldi, að slá
ætti á frest aS taka ákvörðun
rnn Efta-aðild, fyrst og fremst
vegna vanrækslu á nauðsynleg-
um aðgerðum hér innanlands,
en einnig vegna évissu um
framtíð Efta. Þess vegna fluttu
Fnamsðfcnarmenn rökstudda
dagskrá um frestun málsins og
þess vegna greiddu þeir at-
kvæði með tíöögu Alþýðu-
bandalagsins um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Afstaða Fram-
aóknarflokksins ttí máisins,
eins og það lá fyrir, hirtist al-
*eg ótvírœett í hinni rökstuddu
dagskrá. Hann vildi ekki sanr
þykkja málið á þessu stigi, og
eins og það hafði verið undir-
þúið. Skflyrðum þeim, sem
Framsóknarflokfcurimi hafði
sett í fynavetur varðandi inn-
Iendan iðnað, var ekki full-
nægt Hins vegar hefur Fram-
sóknarflokkurinn aldrei lýst sig
andvígan Efta-aðild að stefnu
til (í principiau). Hann hefur
aldrei í samþykktum sínum úti
lokað þann möguleika, að ís-
lendingar tengdust Efta, enda
þótt áherzla hafi jafnan verið
lögð á að fara yrði að ðllu með
gát. Ef Fiamsóknarmenn hefðu
greitt atkvæði á móti við Ioka-
atkvæðagreiðslu, hefði mátt
túlka það svo, að þeir væru und
ir öllum kringumstæðum and-
vígir Efta-aðild, enda gátu at-
kvæði þeirra ekki ráðið úrslit-
um. Það hefði ekki verið rétt
mynd af afstöðu flokksins. Þeg
ar þessa er gætt, svo og hins,
að flokkurinn hafði með dag
iskrártniögu sinni sýnt vilja
sinn nægilega skýrt, var sú af-
staða flokksins að greiða ekki
atkvæði við lokaatkvæðagreiðsl
una rökrétt og eðlileg, og t.d.
alveg eins sjálfsög® eins og nið
urstaða Alþýðubandalags-
manna, sem greiddu atkvæði á
móti, af Því að þeir eru að
stefnu til andvígir aðild að
Efta. Þetta skilja auðvitað all-
ir, sem vilja skilja. Hinir, sem
fyrirfram eru þrynjaðir gegn
öllum rökum, halda auðvitað
áfram að snúa útúr. Vilji menn
leggja sig niður við þá ilðju, þá
er fátt auðveldara. Þar verður
hver að þjóna sinni lund.
Vonbrigði stjórn-
arblaða
Stjórnarþlöðin eru einkenni
lega sár og vonsvikin yfir af-
stöðu Framsóknarflokksins.
Varla hafa stjómarliðar búizt
við því, að Framsóknarmenn
myndu greáða atkvæði með mál-
inu, eftir að dagskrártillaga
þeirra hafði verið felld. Getur
það verið, að þeir nafi orðið
fyrir vonbrigðum með það að
Famsóknarmienn skyldu ekki
fortakslaust vera á móti? Get-
ur það verið, að þeir séu von-
sviknir af því, að Framsóknar-
menn stóðu saman sem einn
maður? Skyldi nokkurs staðar
utan íslands vera til ábyrgur
stjórnarmeirihluti, sem þykir
betra að fá mótatkvæði gegn
máli sínu en að setið sé hjá
um það?
Verkefni kom-
andi árs
Við áramót ber að líta fram,
ekki síður en til baka. Það
bíða okkar mörg verkefni á
komandi^ ári. Eg held, að
stærstu verkefnin verði tengd
atvinnumálum og menningar-
málum. En verkefni á sviði
heilbrigðismála, húsnæðismála
og-samgöngumála muni einnig
knýja fast á.
Atvinnumálin
Horfurnar í atvinnumálum
eru því miður allt annað en
glæsilegar. Hér er nú alvarlegt
atvinnuleysi og má búast við,
að það fari vaxandi, ef viðeig-
andi ráðstafanir eru ekki gerð-
ar í tæka tíð. Á þeim bólar
lítið enn. Stjórnarliðið felldi
tillögu stjórnarandstæðinga um
250 millj. kr. lántöku til efl-
ingar atvinnulífsins. Allir segj
ast þó vilja vinna gegn at-
vinnuleysi. Spurningin er,
hverjar ráðstafanir séu skyn-
samlegastar til þess að vinna
bug á atvinnuleysi og tryggja
atvinnuöryggi til frambúðar.
Þar eru fiskveiðar og fisk-
iðnaður efst á blaði að mínum
dómi, þó að vitaskuld komi þar
einnig margt annað til athug-
unar. Það eru tiltölulega fólks-
frekar atvinnugreinar. Aukn-
ing í fiskiðnaði skapar þegar í
stað mikla atvinnu. í mörgum
kauptúnum og sjávarþorpum er
úrvinnsla fiskafurða undirstaða
atvinnulífsins. Séu fisfcvinnslu
stöðvarnar í fullum rekstri, er
atvinnulífi á þeim stöðum í
flestum tilfellum sæmilega
borgið. Það þarf því að gera
allt, sem unnt er, til að tryggja
fiskvinnslustöðvum, hvar sem
er á landinu, nægilegt hráefni. ■
Það þarf að tryggja að afkasta-
geta þeirra nýtist sem bezt.
Það þarf að tryggja nægan og
góðan fiskiskipastóL
Togaraútgerð
Það fer að sjálfsögðu eftir
aðstæðum á hverjum stað,
hvaða skip henta þar bezt. En
í þessu sambandi mega togar-
arnir ekki gleymast. Þeir eru
iangsamlega afkastamestu tæk
in til hráefnisöflunar. En tog-
urum hefur á undanfömum ár-
um fækkað og nauðsynleg end-
nmýjun þeirra hefur alls ekki
átt sér stað. Tómlætið í þeim
efnum kemur okkur í koll mú.
Endurnýjun og aukning togara
flotans er aðkallandi manðsyn.
Þar má ekki lengur láta reka
á reiðanum.
Við Framsóknarmenn flutt-
um á þessu þingi frumvarp um
togaraútgerð ríkisins og stuðn
ing við útgerð sveitarféiaga.
Við erum að vísu ekki sérstak-
ir talsmenn ríkisreksturs, en
þegar einkaaðila eða félagssam
tök þeirra brestur bolmagn til
þess að eignast og starfrækja
nauðsynleg framleiðslutæki, er
óhjákvæmilegt, að hið samein-
aða þjóðfélagsafl komi til sög-
unnar og leysi vandann, a.m.k.
í bráðina. En núverandi togara
eigendum virðist, eins og sak-
ir standa, vera um megn að
endurnýja togaraflotann.
Þar af er skemmst að segja,
að þetta frumvarp okkar hefur
mætt furðulegu tómlæti á Al-
þingi. Sjávarútvegsmálaráð-
herra var ekki viðstaddur, er
málið var tekið til 1. umræðn.
Enginn tók til máls nema
flutningsmiaður. Málinu var vís
að til nefndar síðast í október,
en þar var það saltað og eng-
inn fundur haldinn í nefnd-
inni þar tíl 15. desember, og
hafði þá samtals sjö málum ver
ið vísað til nefndarinnar, og
þau legið þar óhreyfð um sex
vikna skeið. Spegill af vinnu-
brögðum í sjávarútvegsmálum.
Þessi málsmeðferð segir sfna
sögu. Þá sögu þurfa útvegs-
menn og sjómenn að kynna
sér.
Ég hygg þó, að flestir játi
því, að við megum ails ekiki
við því að togaraútgerð leggist
niður. Við þurfum að hagnýta
hin fjarlægari fiskimið, sem
önnur skip geta ekki stundað.
Ef við hagnýtum þau ekki,
verða þau hagiyýtt af togurum
annarra þjóða. Með aukmni
togaraútgerð er hægt að stuðia
að atvinnuöryggi og atvinnu-
jöfnun í landimu. Við þurfum
togara tíl að sigla með afla
og hagnýta markaði. Frá mínu
sjónarmiði er það nú aðalatr-
iðið fyrir þjóðin alla, að fá
nýja togara svo skjótt sem
nokkur tök eru á og koma
þeim í rekstur. Rekstursform-
ið er ekfcert höfuðatriðL Þess
vegna erum við Framsóknar-
menn auðvitað til viðræðu um
aðrar leiðir en þá, sem við
höfum bent á.
lðnvæðing
Þó að aukin útgerð og fuli-
nýting fiskvinnslustöðva séu
sennilega skjótvirkustu úr-
ræðin til atvinnubóta, má ekki
vanrækja uppbyggingu annars
iðnaðar. Aðild að Efta knýr til
aðgerða í því efni, ef ekki á
að hljótast tjón af. Iðn-
væðing tekur sinn tíma, en
hún er framtíðarmarkið. Nú,
þegar þarf að hefjast handa
um skipulega iðnþróunaráætl-
un, svo og um aðrar þær ráð-
stafanir iðnaðinum til stuðn-
ings, er nefndar hafa verið hésr
að framan. Öflugur íslenzkur
iðnaður er ómissandi hlekkur
í atvinnulífinu.
Skóla- og mennta
mál
Skóla- og menntamál hafa
verið ofarlega á baugi á árinu,
sem er að kveðja. Við höfum
í þeim efnum vaknað upp við
vondan draum. Við höfum átt
að okkur á því, að við höfum
alls ekki fylgzt nægilega með
hinni hröðu framþróun á því
sviði. Við höfum dregizt aftur
úr nágrannaþjóðunum. Margt
vantar og er ógert. Það vant-
ar skólahúsnæði. Það er ekki
nærri alls staðar hægt að full-
nægja lögboðinni fræðslu-
skyldu. Aðstaða ungmenna til
náms er ákaflega misjöfn eftir
búsetu. Skólakerfið hefur að
sumu leyti staðnað. Námfúsir
unglingar koma að lokuðum
dyrum. Háskólinn hefur verið
í hálfgerðri bóndabeygju.
Störf uppalenda og kennara
eru vanmetin. Þeir, sem passa
peninga eru í meiri metorðum
en hinir, sem eiga að koma
ungu fólki tíl nokkurs þroska.
Auðvitað verður ekM öll vizka
sótt í skóla, en þeir eru samt
sú undirstaða, sem á verður að
byggja í nútímaþjóðfélagi.
Þó að margt sé ógert og að
ýmsu fundið, má alls ekM
gleyma því, að margt hefur
verið gagnlegt gert í skóla-
málum á undanförnum árum.
Það ber ekM að vanmeta. En
það hefur ekM hrokkið tiL Ég
dreg ekM góðan vilja mennta-
málaráðherra í efa. Hann hef-
ur beitt sér fyrir ýmsum gagn-
legum ráðstöfunum í skóla-
og menntamálum. Það skal
ekM vanmetið. En ég held, að
starfsorka hans og áhugi hafi
í allt of rikum mæli beinzt
að viðsMptamálunum. Mér
fínnst, að menntamálin hafi
lent í öðru sæti. Menntamála-
ráðherra ætti ekfci að hafa á
hendi stjóm annars ráðuneyt-
is. Yfirstjóm menntamálanna
er einum manni nægilegt við-
fangsefni. f þeim málum þarf
að hefja nýja sékn á komandi
ári. Það þarf að gera stórátak
í menningarmáium á næstu ár-
nm, og eru þá ekM aðeins
skólamál og menntamál í
þrengri merkingu höfð í huga.
Endurskoðun
stjornarskrár-
innar
Einn af þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, Gísli Sigurðs-
son, befur á þessu þingi flutt
tillögu um endurskoðun stjórn
árskrárinnar. Er þar lagt til,
að endurskoðunin sé falin níu
manna nefnd, er þannig sé
skipuð, að þingflokkar tilnefni
4 menn, en 5 séu tilnefndir
af hæstarétti og lagadeild Há-
skólans. f tillögunni eru nefnd
ein tuttugu efnisatriði, sem
nefndinni her sérstaklega að
taka til athugunar. Er hér eigi
kostur að nefna þau öll. En
þeirra á meðal eru t.d. þessi:
Hvort fyrirkomulag æðstu
stjórnar ríkisins sé svo heppi-
legt, sem það gæti verið og
hvaða skipun henniar myndi
vera bezt við hæfi þjóðarinnar.
Hvort skipting Alþingis í
deildir sé úrelt orðin og ein
málstofa heppilegri.
Hvort nauðsyn sé nýrra
ákvæða til að marka rétt ríMs-
stjórnar og Alþingis um samn-
inga við aðrar þjóðir.
Hvort rétt sé að breyta kjör-
dæmaskipuninni á þá leið, að
landinu öllu verði sMpt í ein-
menningskjördæmi þar sem að-
almenn og varamenn séu kosn-
ir saman óhlutbundnum fcosn-
ingum en uppbótarmenn eng-
ir.
Hvort þörf sé lagasetningar
um skyldur og réttindi þing-
flokka.
Ég tel, að hér sé hreyft
hinu merkasta máli og að til-
laga þessi sé tímabær. Þess
vegna vek ég hér athygli á
henni. Og ég vil benda mönn-
um á hina ágætu framsögu-
ræðu Gísla Guðmundssonar,
sem birtist' í Tímanum 14.
desember síðast liðinn.
Endurskoðun stjórnarskrár-
innar er mál, sem taka verð-ur
til umræðu og athugunar á
komand. ári. Þar verður breytt
kjördæmaskipun efst á blaði.
Kjördæmaskipun sú, sem lög-
leidd var með stjórnarskrár-
breytingunni 1959 hefur nú
staðið í 10 ár. Af henni og'
hlutfallskosningakerfinu er þvi
fengin nokkur reynsla. Það
virðist býsna almenn sfcoðun,
að sú reynsla sc ekM góð.
Þess vegna þarf að taka það
til rækilegrar rannsóknar,
hvorit ekki sé rétt að hverfa
að einmenningskjördæmum og
óhlutbundnum kosningum. Að
sjálfsögðu yrði þá að miða við
það að mínum dómi, að íbúa-
tala í hverju kjördæmi væri
sMpuð.
Um þetta mál ætla ég ekM
að fara fleiri orðum að si-nni,
en ég vildi minna á það hér,
af þvi að það er sannfæring
mín, að það muni verða mjög
á dagskrá á næsta ári.
Stjórnmál og al-
menningsálit
Það verður varla sagt, að
stjórnmálamennska sé í háu
gengi um þessar mundir. Starf-
semi stjórnmálaflokka sætir
gagnrýni úr ýmsum áttum, ekM
hvað sízt frá ungu fólM. Al-
þingi nýtur ekM þeirrar virð-
ingar í almenningsáliti sem
skyldi. Hvað veldur? Það er
spurning, sem menn þurfa að
velta fyrir sér, því að hér er
um sjálfan grundvöll lýðræðis-
sMpulagsins að tefla. Stjórn-
málaflokkar eru forsenda lýð-
ræðis. Alþingi er hyrningar-
steinn okkar stjórnsMpunar.
Það er ekM mitt að dæma
um það, hversu mikið eða lítið
er réttmætt í þessari gagn-
rýni. En hún er staðreynd, sem
ekki verður virt að vettugi. Af
hverju hún sprottin? Ég
held að hún eigi að nokkru
rætur í starfsháttum Alþingis
og hjá stjórnmálamönnunum
sjálfum.
Starfshættlr
Alþingis
Starfshættir Alþingis eru að
ýmsu leyti úreltir. Umræðu-
formin eru stöðnuð og nefnd-
arstörfin of oft til málamynda.
Starfsaðstaða þingsins er ófull
komin. Sú mynd af Alþingi, sem
snýr að almenningi er villandi.
Fréttaflutningi frá Alþingi er
áfátt.
Hér þarf að verða breyting
á. Starfshættir Alþingis þurfa
að breytast í samræmi við nú-
tímavinnubrögð löggjafar-
þinga. Starfsaðstaða þeirra og
þingflokfcanna þarf að batna.
Það þarf í sjónvarpi að sýna
svipmyndir frá Alþingi, ekM
aðeins af samkomum þess, held
ur og frá þingflokkum og
nefndarstörfum. Með slíkum
fréttaflutningi verður skrif-
stofa Alþingis að hafa yfir-
umsjón. Fyrirsvarsmenn þings-
ins verða að standa vörð um
sjálfstæði Alþingis gagnvart
ríkisstjórn. Þessi söguhelga
stofnun má ekki fá það orð á
sig, að hún sé a'ðeins af-
greiðslustofnun fyrir ríkis-
stjórn á hverjuir tíma. Stjórn-
arandstaða þarf að fá fulltrúa
í stjórn þingsins, svo sem víð-
Framhald á bls. 23.
i