Vísir - 17.09.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 17.09.1981, Blaðsíða 28
4- Veðurspá dagsins Um 450 km suö-suðvestur af landinuer 990 mb viðáttumikil lægð, sem þokast norðvestur, en 1025 mb hæð yfir Skandinaviu. Hlýtt verður áfram. Suðurland: Vaxandi austan og suöaustanátt, viða allhvasst á miöum, en hægara til lands- ins. Rigning með köflum. Faxafiói: Austan og norðaust- an stinningskaldi, viða dálitil rigning, einkum sunnantil. Breiðafjörður og Vestfiröir: Austan og norðaustan kaldi, skýjað en Urkomulitið i fyrstu, en fer að rigna siödegis. Strandir og Norðurland vestra:Hægviðri fyrst, en sið- an austan gola eða kaldi. Skýj- að og viða þokubakkar, en úr- komulitið. Austurland að Glettingi og Austfiröir: Suðaustan kaidi og skýjað fyrst, en suðaustan og sunnan stinningskaldi og rign- ing þegar liður á daginn. Suð-Austurland: Allhvass austan og suðaustan. Viða rigning. veðrið hér og har Kl. 6 i morgun: Akureyri þoka i grennd 8, Bergen skýjað 12, Kaupmannahöfnhálfskýjað 9, Oslóskýjað8, Reykjavikrign- ing 12, Stokkhólmurskýjað 4, Kl. 18 I gær: Aþenaheiðrikt 21, Berlinskýj- að 13, Chicago alskýjað 13, Feneyjar hálfskýjað 21, Frankfurt skýjað 18, Nuuk þoka i grennd 6, London skýj- að 18, Luxemburg léttskýjað 14, Las Palmas hálfskýjað 24, Mallorka léttskýjað 25, Mont- real hálfskýjað 16, New York súld 18, Paris skýjað 17, Róm heiðrikt 21, Malagahálfskýjað 26, Vin rigning 15, Winnipeg skýjað 12. Hitaveita Reykjavíkur dregur saman seglin: NWURSKUNUR UM ÞAÐ RIL12 MILLJÚNIR „Ástæða þessa er einungis sú, að við höfum ekki fengið þær hækkanir i ár, sem við gerðum ráð fyrir i upphafi”, sagði Gunnar Kristinsson, yfirverkfræð- ingur Hitaveitu Reykjavikur, i samtali við Visi i; morgun, en stjórn veitustofnana hefur samþykkt niðurskurð á rekstri og framkvæmdum hjá fyrir- tækinu, sem nemur hátt á tólftu milljón. A fundi stjórnar veitustofnana fyrir skömmu var samþykkt að skera niður framkvæmdaáætlun Hitaveitu Reykjavikur frá 12. mai siöastliðnum um 4.25 milljónir króna, þannig að framkvæmdir við virkjanir aðalæðar og geyma lækki úr 17.887.000 i 16.800.000, dreifikerfi lækki úr 20.730.000 i 20.030.000, framkvæmdir að Nesjavöllum lækki úr 7.164.000 i 6.000.000 og bækistöð við Grensás úr 3.600.000 i 2.300.000. Þá var samþykkt að skera niður rekstraráætlun fyrirtækisins um 7.27 milljónir. „Niðurskurður framkvæmda- áætiunar byggist þó á þvi, að við fáum 12 prósent hækkun 1. nóvember, en ef við fáum ekki nema 7 prósent, eins og við erum vanir að fá, þýðir það að við verð- um að skera enn niður um að minnsta kosti milljón i viðbót”, sagði Gunnar. — Þýðir þetta, að erfiðleikar Hitaveitu Reykjavikur séu meira nú en til dæmis i fyrra? „Nei, ég held að þetta sé svip- aður gangur og verið hefur undanfarin ár. Það var sett á stofn nefnd fyrir tæpum tveimur árum, sem átti að reisa Hitaveit- una við á nokkrum árum, en við höfum ekkert heyrt frá henni enn”, sagði Gunnar Kristinsson. — KÞ - Nei, þetta eru ekki Hafnfirðingar á heimleið, heldur eru þetta busar Menntaskóians i Kópavogi, en nánar segir frá busavigslum gærdagsins á bls. 27. (Visism. GVA) Mlklar brevtingar fyrlrhugaðar hjá átvr: Flytja konuríkið í stærra húsnæöi - og ný áfengisútsala byggð í Breiðholti Loki seglr ÞaO hefur verið undarlega hljótt um nýafstaðna húsnæð- ismálaráðstefnu Alþýðu- bandaiagsins. Þjóðviljinn hef- ur nær alveg þagað og meira að segja útvarpið lfka! „Verslunin i Laugarásnum er löngu búin að sprengja utan af sér þannig að okkur vantar nú stærra hiisnæði”, sagði Jón Kjartansson forstjóri ATVR en fyrirtækið hef- ur augiýst eftir stærra verslunar- húsnæði fyrir áfengisútsölu i austurbænum. „Við auglýsum eftir 400-500 fer- metra húsnæði sem er um helm- ings stækkun”, sagði Jdn. 1 á- fengisútsölunni á Laugarásvegn- um eða „konurikinu” hefur í nokkuð langan tima verið mikil þrengsli og eins hafa skapast þarna nokkur umferðarvandræði á föstudögum. Jón sagoi aö þeir hjá ATVR hefðu verið aö athuga með nýtt húsnæði i nokkra mánuði en með þessari auglýsingu væri verið að ganga Ur skugga um hvaö i boði væri áður en ákvörðun væri tekin. „Við stefnum að þvi aö geta fhitt sem fyrst”, sagði Jón. Það kom einnig fram hjá Jóni að til stæði að byggja hús i Mjddd- inni í Breiðholti ásamt Pósti og sima þar sem ný áfengisverslun yrði opnuö. Það hús er ennþá að- einsá teikniborðinu en Jón sagði aö þeir leggðu áhrslu á aö hægt yrði að byrja á þvi aö grafa fyrir grunninum f haust. — KS Sunnudagssteikin: Hækkar um 15 krónur Þeir sem ekki keyptu efnið I steik næsta sunnudags i gær, verða að greiða það hærra verði i dag, þvi nýja lqötveröið tekur gildi núna. Fyrir fimm manna fjölskyldu, sem kaupirtvö kg. af kótelettum i matinn, kostar sunnudagssteikin núna kr. 111,70 i staðinn fyrir 96,80 i gær. Ef fjölskyldan fær sér læri, þarf hún minna, eða ca. 1,5 kg, sem kostar nú kr. 78.00 en kostaði i gærkr. 67,35. Af læris-, sneiðum þarf 1,2 kg sem kosta nú kr. 73,00 en i' gær 63,50. Lifur kostar nú kr. 40,30, hjörtu og nýru 26,70, mör ópakkaður 6,35 og sviðnir hausar 20,80. Heilslátur með sviðnum haus og 1 kg af mör I ódýrustu umbúð- um kostar kr. 39,00 ef hausiim er sagaður. -SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.