Vísir - 17.09.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 17.09.1981, Blaðsíða 5
Frjálslyndir i Bretlandi sam- þykktu á landsþingi sinu i gær að taka upp kosningasamstarf við Lýöræöisjafnaðarflokkinn, enda spá allar skoðanakannanir sliku kosningabandalagi sigri i næstu þingkosningum (i siðasta lagi 1984). Slikt kosningabandalag er þó ekki þar með orðið að veruleika, þvi að framundan eiga báöir flokkar erfiðar viðræður um sam- eiginlega stefnuskrá, sem báðir geti sætt sig við. David Steel, formaöur Frjáls- lyndra, og William Rodgers, einn af áhrifamestu fjórmenningunum úr Lýöræðisjafnaðarflokknum, höfnuðu alfarið þeim möguleika, Fpjálslynfljp sampykklu að flokkarnir yrðu sameinaðir. En Steel sagði i sjónvarpsviðtali, að það mundi áreiöanlegt, að samvinna yrði tekin upp fyrir næstu þingkosningar. Rodgers sagði: „Enginn hefði trúað þessu fyrir hálfu ári, en nú höfum við tekið saman höndum i von og vissulega fullum ásetningi um að mynda næstu rikisstjórn”. Skoðanakannanir hafa bent tii þess, að kosningabandalag frjáls- lyndra og lýðræðisjafnaðar- manna mundi njóta meira fylgis en Ihaldsflokkurinn eftir stjórnarsetu Thatchers, en Verkamannaflokkurinn stefnir i klofning vegna uppgangs vinstri- sinna i flokknum. llggvænleg flkni- efnaneysla í Bandarlklaher Notkun fikniefna hefur veriö mjög almenn innan herliðs Banda- rikjamanna i Evrópu, en þó hefur dregið úr neyslu heróins og hörð- ustu eiturlyfja. Nær helmingur bandariskra hermanna og sjóliða, sem stað- settir eru i Evrópu, hafa neytt Tpeqða í stiórnar- mvnúunapviðpæð- fikniefna eða áfengis við skyldu- störf, eftir þvi sem fram kemur i rannsóknarskýrslu einnar þing- nefndar i Bandarikjunum. Könnun meðal nær 2000 lægra settra hermanna leiddi i ljós, að 43% hermannanna og nær 50% sjóliða höfðu neytt fikniefna eða áfengis við skyldustörf einhvern timann i mánuðinum, áður en þeir voru spurðir. Athugunin leiddi einnig i ljós, að 60% óbreyttra um borð i flug- móðurskipinu „Forrestal” höfðu neyttfikniefna viö skyldustörf, og nær þriðjungur sjóliðsins hafði notað amphetamin. Nær 40% hermanna reyktu stöku sinnum kannabis og þá að- allega hass frá austurlöndum og um 16% reyktu kannabis daglga. — Þykja þessar upplýsingar ugg- vænlegar. A hinn bóginn gaf könnunin til kynna, að neysla heróins hefði minnkað um 4%, en kannanir fyrir þrem árum gáfu til kynna, að þá neyttu um 10% slikra haröra eiturlyfja. Könnunin var gerð um borð i herskipum og i herstöðvum á Italiu, og i Vestur-Þýskalandi, og var það ályktun rannsóknar- manna, að ráðstafanir hersins gegn fikniefnavandanum væru ó- fullnægjandi. um í Noreqi Fóstureyðíngarlögin standa i vegi þvi, að samkomulag náist um myndun rikisstjórnar mið- og hægri flokka, að þvi er Kaare Willoch, leiðtogi Hægri flokksins i Noregi, sagði i gær. Willoch hefur átt viðræður við Miðflokkinn og Kristilega þjóðar- flokkinn og sagði við fréttamenn, að skipst hefði verið a ákoðunum, og viðræðum haldið áfram i dag. — Hann sagði of snemmt að segja nokkur fyrir um niðurstöður þessara viðræðna, en til þessa hefðu fóstureyðingarlögin staðið fyrir samkomulagi. Rússarnlr fara irá Kairð í dag Þessir þrir flokkar ráða i sam- einingu yfir meirihluta þingsæta eftir kosningarnar i vikubyrjun. En Kristilegi þjóðarflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir þátt- töku i stjórn, að unnið yrði að þvi aö herða ákvæðin um fóstureyð- ingar. Flokkurinn hafði fyrir kosningar látið i veðri vaka, að hann kynni að slaka ögn á þeim skilmálum til að hindra ekki stjórnarmyndun. 1 kosningunum tapaði flokkur- inn 7 þingmönnum og virðist sem margir af fylgismönnum hans hafi setið heima af óánægju með þennan tilslökunartón. Mðtmæli við nýtt klarnorkuver Lögreglan varð að draga and- stæðinga kjarnorku frá hliðum kjarnorkuvers i Djöflagili á Avila-strönd i Kaliforniu i gær- kvöldi, eftir tveggja daga mót- mælaaðgerðir, þar sem 600 manns voru handteknir. Fólkið reyndi að tálma umferð um aðalhlið orkuversins, svo að starfsfólk og aðdráttur kæmist ekki þar um. Höfðu menn i heit- ingum um að loka hliðinu mánuð- um saman, ef nauðsyn krefði, til þess að hindra, að kjarnorkuverið gæti farið að starfa. Þegar flest var, höfðu safnast um 2000 manns á staðinn, en fólkið telur orkuverið óheppilega staðsett, aðeins fimm km frá jarðsprungu jarðskjálftasvæðis. En eigendurnir, gasstöð og raf- veita, segja, að orkuveriö hafi verið sérstaklega styrkt með það I huga aö þola öflugustu jarð- skjálfta. Kjarnorkuandstæðingar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum meö þátttökuna I mótmælunum, þvi að þeir höföu spáð þvi, að um 50 þús- und manns mundu veita þeim lið. Frá kjarnorkuverinu i Harris- burg, þar sem siysiö varð 1978, en siöan hefur verið megn and- staða gegn kjarnorkuverum i Bandarikjunum. Sjö sovéskir diplómatar fara frá Egyptalandi i dag og heim til Moskvu. Fékk sendiherrann og sex diplómatar aðrir tilkynningu i gær um að verða á burt úr landi innan tveggja sólahringa. Sendiherrann er sakaður um að vera potturinn og pannan i sovésku samsæri, sem beindist gegn Sadat forseta. Hinir dipló- matarnir og tveir sovéskir blaða- menn, sem sömuleiðis var visað úr landi, voru sakaðir um að reyna að ráða á mála hjá sér egypska borgara til upplýsinga- öflunar. Tólf Egyptar hafa verið handteknir og sakaðir um hlut- deild i samsærinu. A næstu dögum munu meir en 1000 sovéskir sérfræðingar og ráðgjafar fylgja i kjölfar dipló- matanna og snúa heim frá Egyptalandi, en þeir eru leifarn- ar af þeim mikla fjölda Sovét- manna, sem um hrið voru i Egyptalandi, þegar vinátta rikj- anna stóð sem hæst. — Sadat vis- aði 17.000 hernaðarráðgjöfum Rússa úr landi 1972. Kreml hefur visað ásökunum Egypta um samsærið á bug og kaÚar þær hreina firru. Egyptar hafa einnig krafist þess, að Sovétmenn fækki dipló- mataliðinu i sendiráðinu i Kairó niður i sjö menn, eða jafnmarga og Egyptar hafa i sendiráði sinu i Moskvu. Einnig vilja þeir, að lok- að verði hernaðarmiðstöð Rússa i Kairó. Halda yfirvöld þvi fram, að fjöldi austantjaldssendiráða og egypskra kommúnista hafi verið bendlaðir við samsæri gegn stjórninni i Kairó, og þykir hugs- anlegt, að einhverjum diplómöt- um austantjaldsrikja verði visað úr landi eins og Rússum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.