Vísir - 10.11.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 10.11.1981, Blaðsíða 27
t>riöju'dagur 10. nóvembér 1981 aínýjumbókum ,, Lambadr engur ’ ’ Út er komin á vegum IÐUNN- AR ný saga handa börnum eftir Pál H. Jónsson. Nefnist hún Lambadrengur og er þriðja barnabók höfundar. Fyrri sögur hans, Berjadrengur og Agnar- ögn, hlutu báðar verðlaun B'ræðsluráðs Reykjavikurborgar, sem veitt eru bestu frumsaminni barnabók hvers árs. PállH. Jóns- son hefur einnig gefið Ut tvær ljóðabækur, leikrit og ævisögu, auk þess sem hann er kunnur fyrir tónlistarstörf og hefur samið sönglög. Um efni þessarar nýju bókar, Lambadrengs, segir svo i kynn- ingu forlagsins: „Hér leitar höf- undur i sjóð minninganna og bregður upp heillandi myndum Ur lifi sveitadrengs, á þeim árum, sem enn var fært frá og þurfti að sitja yfir ánum sumarlangt. Sagan lýsir samlifi drengsins með fólki, dýrum og gróðri, segir frá þvi, hvernig hann vaknar til vitundar um hið auðuga og marg- breytilega lif, sem landið elur”. Lambadrengur er i sextán köfl- um, auk inngangs- og lokaorða. Teikningar og kápumynd gerði Sigrid Valtingojer. PrentrUn prentaðibókina,enhUn er 122 bls. Hvað gerðist á íslandi 1980. BókaUtgáfan Orn og örlygur hf. hefur gefið Ut bókina „Hvað gerðist á Islandi 1980 — Árbók Is- lands,” eftir Steinar J. LUðviks- son. Er þetta annað bindið i rit- verki, sem fjallar um helstu atburði, sem gerðust á Islandi ár hvert, en fyrsta bókin, sem fjallaði um atburði ársins 1979, Hvað gerðistá fetendi 1980 kom út i fyrra. HVAÐ GERÐIST. A ISLANDI 1980 er stór bók, um 350 blaðsiður. og er hún prýdd fjölda ljósmynda, sem teknar eru af helstu fréttaljósmyndurum landsins. Er Gunnar V. Andrés- son, ljósmyndari hér á Visi, myndaritstjóri. Arið 1980 ér á margan hátt sögulegt ár á Islandi og þvi frá mörgu að segja i bókinni. Þannig er t.d. itarlegir kaflar um st jórnarmy ndun Gunnars Thoroddssens, um kjaradeilu ASI og VSl, um forsetakosningarnar, Heklugosið, Listahátið, Geir- finnsmálið og Gervasonimálið, svo að dæmi séu nefnd. Alls eru á fjórða hundrað myndir i bókinni. „Hvað gerðist á Islandi 1980” er sett og filmuunn- in i Prentstofu G. Benedikts- sonar, en prentuð og bundin hjá Redwood Ltd. i Bretlandi. Kápu- hönnun er eftir Sigurþór Jakobs- son. t «. • 1 * i j Hélstu að lifið væri svona? Út er komin hjá Iðunni btíiin „Hélstu aö lifið væri svona? ” Viö- töl við verkakonur, Inga Huld Há- konardóttirskráði. Bök þessi hef- ur að geyma viðtöl við tiu konur á ýmsum aldri, með óh'ka reynslu aö baki um margt. En allar eiga þær sameiginlegt að hafa starfaö á vinnumarkaðinum án þess að hafa sérstaka starfsmenntun og flestar eru eiginkonur og mæöur. VISIR Starfsmannafélagið Sókn átti hlut að þvi, að bókin var rituð, og er henni ætlað að bregða ljósi á kjör og aðstöðu ófaglærðra verkakvenna. Þær, sem rætt er við eru: Steinunn Þóra Hauks- dóttir, Nafnlaus eiginkona verka- manns, Eyja Bjarnfreðsdóttir, GuörUn Asgerður Soffía Einars- dóttir, Félag starfsfólks i veit- ingahúsum, Kristin ólafsdóttir, Auðbjörg Jóhannsdóttir, Viktoria Fin n boga dótt ir , Sigriður MagnUsdóttir og Stella Stefáns- dóttir.. Bókin er 135 bls. Hildur Hákonardóttir gerði kápu og Oddi prentaöi. Þjóðsögur og þættir úr Mýrdal. Bókaútgáfan Orn og örlygur h.f. hefur sent frá sér bókina „Þjóðsögur og þættir Ur Mýrdal” eftir Eyjólf Guömundsson frá Hvolif Mýrdal.en ÞórðurTómas- son, safnvörður á Skógum, bjó bókina til prentunar. Eyjólfur Guðmundsson var lengst af ævi sinnarbdndiáðHvoliiMýrdal, en gaf sig þó mikiö að fræðistörfum og skrifum, og allar þær bækur, er hann sendi frá sér hlutu ein- staklega góðar viðtökur, einkum þóbækurnar „Pabbi og mamma” og, ,Afi og amma” sem komu Ut á árunum 1941 og 1944. Þegar Eyjóhur lést áriö 1954, lá mikiö magn óprentaöra handrita iskrif- borði hans, m.a. mannlifsþættir Ur Mýrdal, þjóðsögur og ýmis fróðleikur yngri og eldri. Þórður Tómasson tók saman safn Ur þessum handritum, og birtist það i bókinni. Bókin „Þjóðsögur og þættir Ur Mýrdal”ersett, umbrotin, filmu- unnin og prentuð i Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli h.f. Bókarkápu geröi Pétur Halldórsson. ' '' Tökum í umhoðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKÍÐA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290 yxh ;< <\ n i 1 'i 11KL1 j jj LAUNASJÖÐ FVRIR RÓKMENNTIRNAR Nefnd skoðar nU lög um Launasjóð rithöfunda og verður forvitnilegt að sjá að hvaða nið- urstöðu hún kemst. Allt frá því að sameining rithöfundafélag- anna tveggja fór fram hafa vinstri menn sýnt yfirgang i Rithöfundasambandinu langt út yfir þau mörk sem atkvæðatala þeirra segir til um. Eins og stjórn Launasjóðs er nú háttað, ræður stjórn Rithöfundasam- bandsins hverjir skipa hana. Þeir hafa valið þann kostinn að skipa einlita stjórn yfir sjóð- inn, og er það m jög i samræmi við aðrar aögerðir Rithöfunda- sambandsins á siðustu árum. Væntanlega gerirsd nefnd, sem nú athugar lög Launasjóðs við- eigandi ráðstafanir til að tryggja að kommúnistar einir veröi ekki látnir fara að vild með stærsta sjóð, sem veittur hefur veriö til bókmenntanna, enda yrði hann þá til litils gagns. Að visu er sjálfsagt að vinstri höfundar fái laun eins og aðrir, en eigi þeir að hafa for- gang til launa, þá er eins gott aö breyta nafninu og kalla sjóöinn Launasjóö vinstri höfunda, skammstafað LVH. Mikill samgangur er milli stjórnar Rithöfundasambands tslands og stjórna annarra rit- höfundasamtaka á Norðurlönd- um, sem velflestar eru mjög vinstri sinnaðar. Nýlega er komið upp mál meðal rithöf- unda oglistamanna IDanmörku þar sem sýnt þykir. að þetta listafólk hafi skrifað nafnið sitt I blaða auglýsi ngu, sem KGB borgaði fyrir. Miðjumenn i samtökunum hér hafa eðlilega ekki kært sig um að hafa mikið félagslegt samneyti við fólk af sliku sauöahúsi. Þeir hafa m.a. fengið goldið fyrir það við veit- ingu fjár tir Launasjóði rithöf- unda, sem lýtur yfirstjórn kommúnista. Það er að visu enginn ágreiningur um þaö, hverjum KGB umbunar meö greiðslum fyrir auglýsingar. En hér á landi er ágreiningur um hvernig opinberu fé er skipt á miili höfunda, og honum mun ekki Ijúka fyrr en almannavald- iði landinu tryggir að höfundafé sé skynsamlega skipt. Þegar rithöfundafélögin tvö sameinuðust i Rithöfundasam- bandinu var þvi treyst, að jafn- vægis og skynsemi yrði gætt i veitingu f jár til höfunda. Lögin voru samin, sem miðuðu að þvi að halda viö ákveðnu jafnvægi I stjórnstofnunum sambandsins. En það var ekki liðið ár, þegar byrjaö var að hamast við að breyta lögunum kommúnistum I vil, sumt að undirlagi eins aðal- höfundar Morgunblaðsins um menningarmál, Jóns úr Vör, sumt að undirlagi annarra ax- arskaftasmiða. Nú er svo komiö að þeir höfundar, sem ekki vilja veita vinstri ofráðum stuðning I sambandinu mæta ekki á fund- um þess. Samþykktir sam- bandsins og tal stjórnarmanna þess er þvf ekkert aö marka. Þeir styðjast ekki við meiri- hlutasamþykktir af þvi minni- hlutinn er hættur að mæta á fundum. Félag islenskra rithöfunda er enn starfandi góðu heilli og get- ur hvenær sem er tekið til sin þann hluta opinberra framlaga sem sambandið fékk eitt að höndla með við sameiningu fé- laganna. Haldi kommúnistar I sambandinu áfram þeirri iðju sinni að útiioka höfunda, eins og þeir hafa gert, verður þess ekki langt að bíða að kljúfa verði sambandið. Lögum hefur veriö breytt, sem voru grundvöllur samkomulags, og þeir sem breyttu lögunum bera þvi á- byrgð á væntanlegum klofn- ingi. Verði þeim að góðu. Hins vegar getur nefndinsem endur- skoðar Launasjóö reynt að berja ibrestina með þviaö sýna kommúnistum, að algjör minni- hlutahópur I þjóðfélaginu getur ekki ráskað með almannafé að vild, enda mun ahnennt álitið að Launas jóður sé fyrir bókmennt- irnar. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.