Vísir


Vísir - 12.11.1981, Qupperneq 28

Vísir - 12.11.1981, Qupperneq 28
Fimmtudagur 12. nóvember 1981 síminner86611 veðurspá dagsins 993 mb vaxandi lægð skammt norður af Færeyjum, hreyfist austur. 999 mb lægö fyrir norðan land grynnist og þokast austur og 1034 mb hæö um 1500 km suðvestur i hafi þokast Uka austur. Veður fer heldur kólnandi. Suðurland til Breiðafjaröar: Vestan stinningskaldi með hvössum éljum. Hægari vind- ur og norölægari og minnk- andi él, þegar liöur á daginn. Hægviðri og bjart aö mestu með nóttunni. Vestfiröir, Strandir og Norð- urland vestra: Vestan kaldi eöa stinnings- kaldi, en siöan norðlægari og hægari. Él. Bjart aö mestu með nóttunni. Noröurland eystra og Austurland aö Glettingi: Suðvestan gola eða kaldi og bjart veður aö mestu 1 fyrstu. Norðvestan átt og viða él siö- degis og i nótt. Austfiröir: Suðvestan kaldi fyrst, og all- hvass eða hvass norð-vestan eöa norðan undir kvöld. Bjart veöur að mestu, en dálitil él noröantil siðdegis og i kvöld. Suð-Austurland: Vestan og siðan norðvestan eða norðanátt, stinningskaldi framan af degi, en sums staö- ar hvass um tima i kvöld. Bjart veður að mestu. Veðrið hér og par Kl. 6 I morgun: Akureyriléttskyjað 1, Bergen rigning 1, Helsinki rigning 3, Kaupmannahöfn þokumóða 8, Osló skýjað -2, Reykjavík snjóél 1, Stokkhólmurheiðrikt -1, Þórshöfn skýjað 5. Kl. 18 i gær: Aþenaheiöri"kt 6, Berlinsúld 3, Feneyjar skýjaö 5, Frankfurt þokumóða 0, Nuuksnjókoma - 3, London léttskýjað 9, Luxemburg skýjaö -1, Las Palmas alskýjaö 23, Mallorka skýjað 14, Montrealrigning 3, Parisskýjað 7, Róm léttskýj- að7, Malagaléttskýjað 17, Vín alskýjað 3, Winnipeg léttskýj- aö 7. Loki seglr Ætlar þessum ófriði aldrei að iinna? Fyrst voru þaö Gunnar og Geir.og nú eru þaö Albert og Davið. „ólðgleg myndbönd verða gerð upplak” - segir Jón Ragnarsson í Regnboganum, en tvð kvikmyndahús ætla að opna myndbandaleigu á næstunnl Að minnsta kosti tvö kvik- mynda hús i Reykjavlk munu inn- an skamms opna myndbanda- leigur fyrir almenning. Þaö eru Regnboginn og Laugarásbió, sem að öllum likindum verða fyrst af stað, en fleiri munu hugleiða að fylgja á eftir. „Ég vonast til aö geta opnaö eftirtvær vikur eða svo, það eina sem beðiöereftirhjá okkur.eris- lensk textun viö hluta mynd- anna”, sagði Grétar Hjartarson, eigandi Laugarásbiós. ,,Mynd- bandaleigan verður hér i anddyr- inu og er allt tilbúið þar.Meining- in er að opið verði seinni hluta dags.” „Annars er fullur hugur á þvi hjá Félagi kvikmyndahússeig- enda að opna stóra.sameiginlega leigu, þó að jafnvel yrðu einnig útibú i hinum einstöku kvik- myndahúsum”, sagði Grétar, sem er formaður félagsins. Jón Ragnarsson I Regnboganum bjtíst viö að geta opnað sina myndbandaleigu fyrir lok þessa mánaðar. Hún verður staðsett I versluninni Hjól og vagnar við Háteigsveg, en eigandinn þar, Guðgeir Leifsson, hefur fengið umboð fyrir myndbönd Regnbog- ans i Reykjavik. Siðan er ætlunin að fá ýmsa aðila úti um landið til að annast dreifingar. ..Þetta eru allt myndir. sem við höfum einkaleyfi fyrir, en sumar þeirra eru nú þegar I ólöglegri dreifingu hér á landi i hinum ýmsu videó-klúbbum. Lögfræð- ingarminirvinna nil ákaft að þvi að finna þessar myndir og verða þær væntanlega gerðar upptækar með úrskurði borgarfógeta ein- hvern næstu daga”, sagði Jón. — JB Skíðamenn á ólafsfirði hafa haft nógan snjó að undanförnu og notað hann óspart, enda miklir skíðagarpar á staðnum. (Vísismynd) Rðrnin verða bólu- sett - gegn mlslingum Þessa dagana er verið að kanna jiörfina á bólusetningu gegn misl- ingum. Hefur verið ákveðið að bólusetja börn og unglingaá aldr- inum 6-15ára gegn veikinniog fer könnun fram i' skólum borgarinn- ar. Að sögn Heimis Bjarnasonar, aðstoðarborgarlæknis, er börnum og unglingum, sem ekki hafa fengið veikina né verið bólusett við henni, gefinn kostur á bólu- setningu. Munu skólalæknar sið- an sjá um aö framkvæma hana. Sagöi Heimir enn fremur, að búið væri að panta bóluefnið og að bólusetningu yröi trúlega lokið fyrir áramót. — JSS 600 bankamenn á fundl I gærkvöldi: Líkur á stuttum samningi Bankamenn funduðu á Hótel Sögu i gærkvöldi þar sem samninganefnd þeirra skýrði stöðu samningamála við banka og sparisjóði og sáttatillöguna, sem nú liggur fyrir. Um 600 manns mættu á fundinn, sem er einsdæmi i sam- tökum bankamanna, og rikti alger samstaða um tilmæli samninganefnd- arinnar, sem leggur til að sáttatillagan verði felld. Þótt skammtimasamningur væri ekki ræddur beinlinis á þess- um fundi, mátti skilja á viðhorf- um fundarmanna að þeir væru ekki fráhverfir þeim möguleika. Eins og Visir hefur áður greint frá, snýst slikur samningur um nokkrar sérkröfur og 3-4% kaup- hækkun og myndi hann gilda til 1. mars, en víð endanlega samn- ingsgerð yrði skammtimasamn- ingurinn metinn inn. Ekki er þó við þvi að búast að samningur til skamms tima verði formlega ræddur fyrr en eftir atkvæða- greiöslu um sáttatillöguna, sem fram fer eftir helgina. Verkfall bankamanna á að hefjast 27. nóv^ HERB „Víö sjáum fram á frí” - segir lormaður bðkagerðarmanna ,,Það kom ekkert fram á þessum fundi sem bendir til þess, að styttast fari i samninga, hvorki til lengri eða skemmri tima”, sagði Grétar Nikulásson, for- maður Félags islenska prentiðnaðarins, i morg- un, en samningafundur var með bókagerðar- mönnum í gærdag. Þar var skipuð undirnefnd.sem skila á áliti sinu á fundi.sem hefst I dag klukkan fjórtán. „Ég tel hæpið annaö en að verkfall skelli á annað kvöld, en maður reynir eftir bestu getu að vera bjartsýnn á.að það standi ekki mjög lengi”, sagði Grétar. „Kraftaverkin gerast ennþá, en þessa stundina er ekki annaö i sjónmáli heldur en verkfall”, sagði Magnús E. Sigurðsson, for- maöur Félags bókagerðarmanna. „Það er þó alltaf i áttina á meðan menn geta ræðst við, en það er lika þaö eina sem náðst hefur samstaða um. Okkar kröfur liggja á borðinu og ennþá höfum við ekki fengið nein gagntilboð, hvorki um skammtima-samninga eða annað og þvi ómögulegt að svara.hvort við séum tilbúnir til sliks, á með- an ekki er vitað. hvað fleira það fæli I sér.” Magnús kvaöst telja vist.að stift yröi fundaö i dag og á morgun, en alltaf væri hætta á, að viðræður tækju afturkipp, þegar verkfall kæmi til framkvæmda. „Við sjá- um semsagt fram á eitthvert fri á næstunni, en hversu langt það verður, skal ég ekki spá um”, sagði Magnús að lokum. —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.