Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 ILaunamál og kjarabarátta eru eilífðarmálekki síst í samfélagi, þar sem ekki tekst að halda stjórn nema tímabundið á verðlagshækk- unum. Þrátt fyrir síendurteknar tuggur um stöðugleika og jafnvægi í efnahagsmálum er það engu að síður staðreynd, að verðlag hækkar og laun hins almenna launþega gera aldrei bet- ur en hanga í skottinu á hækkunum og dragast fljótt aftur úr, ef fólk heldur ekki vöku sinni. Stjórnmálamenn hafa verið iðnir við að smíða nýyrði um hinar ýmsu hliðar efnahagsmálanna og fer það gjarnan eftir því hvorum megin hryggjar þeir liggja, hvort hljómur orðsins er neikvæður eða jákvæður. Athyglisverð er sú til- hneiging, að persónugera hina ýmsu þætti efna- hagsmálanna og gæða þá þannig eins konar sjálfstæðu lífi. „Verðbólgudraugur“ er ein þeirra. Menn velta því t.d. fyrir sér hvort „verð- bólgudraugurinn“ sé kominn á kreik að nýju. Eða hvort tekist hafi að kveða hann niður í eitt skipti fyrir öll. Þarna er eitthvert herfilegt kvik- indi á ferðinni, sem stjórnmálamennirnir berj- ast hetjulegri baráttu við og ef þeir sofna á verð- inum, er eins víst að ókindin rísi upp aftur og byrji að herja með ósköpum á alþýðu manna. Slíkir reimleikar í nútíma þjóðfélagi ýta undir forna hjátrú og gera stjórnmálamennina að eins konar fjölkunnugum prestum samtímans, svona rétt eins og séra Eiríkur í Vogsósum var í eina tíð. Hann kunni ýmislegt fyrir sér og var göldróttur. Það þótti aðdáunarverður eiginleiki, enda beitti hann kunnáttu sinni aldrei nema til góðs. Svo var einnig um Sæmund fróða. IIStjórnmálamennirnir hafa lag á að gæðareikningsdæmi og tilbúna hluti alls kyns per- sónulegum eiginleikum og setja sjálfa sig skör ofar en allan almenning með hjátrúarkenndu tali sínu og aðferðum hinna innvígðu við að hafa í fullu tré við alla þá djöfsa sem gegn okkur er stefnt. Þar eru viðskiptahallinn, verðbólgu- draugurinn, vaxtaprósentur, allra handa vísi- tölur, útflutningsverðmætin, virkjanakostir, deiliskipulag og sjómannalög, svo eitthvað sé nefnt, orðin að fyrirbærum sem enginn ræður raunverulega við, en sumir hafa meiri þekk- ingu á hegðan þeirra en aðrir. Draugabanar nútímans eru samankomnir við Austurvöll og tóna þar niðurkvaðningarvers sín dægrin löng. IIIEinn er sá hópur í þjóðfélaginu sem aldreihefur getað barist fyrir kjörum sínum á sömu forsendum og aðrir launþegar. Þetta eru listamenn. Þá sjaldan að laun listamanna eru nefnd, er reynt að nefna engar tölur, því það þykir ekki viðeigandi að nefna svo lágkúrulega hluti eins og krónur og aura í sömu andrá og listina. Kjör íslenskra listamanna eru léleg. Það er eina orðið sem hægt er að hafa yfir það. Laun þeirra eru svo lág að þeir skammast sín sjálfir fyrir að nefna þau upphátt og aðrir í samfélag- inu standa í þeirri trú að þau séu mun hærri en raunin er. Til þess að stunda list sína þurfa ís- lenskir listamenn að vinna baki brotnu, hvort heldur eru rithöfundar, leikarar, tónlistarmenn eða myndlistarmenn. Kjör þeirra sem kennara í listgreinum sínum eru einnig himinhrópandi lág, enda er ekki við öðru að búast þar sem sam- félagið leggur lítið upp úr því að efla listhneigð barna sinna. Vilji þess til hins gagnstæða birtist ekki í gjörðunum þó uppi séu höfð fögur orð. NEÐANMÁLS H VER man ekki eftir að hafa einhvern tíma – jafnvel ótal sinnum – séð hin klassísku leikslok amerískra káboj- mynda, þar sem einmana káboj, eins konar Lone Ranger, ríður til móts við sólsetrið? Þar fer hetjan burt úr sögunni og hefur sigrað söguna. Axl- irnar eru signar, því hann er lúinn af smala- mennsku, skotbardögum og kýlingum við bar- borð eða vatnsþrær. Munnvikin dregin ögn niður en varirnar ögn herptar og ljá svipnum ögn af yfirlæti. Augnlokin kipruð svo rétt matar í augun, en sjónum beint að fjarskanum utan við sjónsvið myndavélarinnar. Svipurinn er þannig meitlaður, en ekki laus við kvöl, því hjartað er brostið; hann er andlega örmagna af að hafa kynnst lítilmennsku, vanmætti og ótryggð mannanna. Hann ríður trúum og lún- um vekringi sínum burt frá tökuliðinu (les: sam- félaginu) til móts við annan tilkomumikinn, ei- lífan einstakling, sólina sem er jafnlúin og hann. Oftast var þessi myndræna leiklausn tekin upp í auðninni í Arisóna eða Nevada, þar sem himinninn er víður og hár, og kvöldroðinn of ægilegur til að áhorfandinn gæti tengt hann við nokkuð sem gegndi nafninu Veruleiki. Því þetta var draumur. Og hinn þegjandalegi káboj var sömuleiðis firrtur öllu sem minnti á veruleika. En hann var þarna samt, einn og stakur, og stritaðist við að vera staðgengill agnarlitla hvunndagsmannsins í draumi hans. Atriði af þessum toga kunna að virðast fátíð í amerískum bíómyndum núorðið, en andi þeirra er þó fyrirferðarmikill enn. Og hefur alltaf ver- ið, hvað sem tísku og tíðaranda hefur liðið. Því þessi tegund leiksloka er boðskapur og stað- festing þess sem er algerlega og órjúfanlega amerískt. Það er sama hvað myndin heitir, úr hvaða umhverfi eða frá hvaða tíma hún er, það er að þessu leyti svo til enginn munur á Ben Húr, Zabriskie Point og Ransom. Þetta snýst um einstaklinginn efalausa sem sigrar ofurefli og þarf jafnvel að fara á svig við alla skynsemi, lög og vilja lögskipaðra yfirvalda til að ná sínu fram. Hann þarf að beita klók- indum og hefur í seinni tíð – eftir sjöunda ára- tuginn – fengið óskráð leyfi til að beita óheil- indum, því tilgangurinn helgar meðalið. Hér er ekki sú fjölradda óratóría sem Bakhtin lýsir og er aðal hinnar evrópsku bíómyndar sem leitast við að lýsa sannleika, heldur vegsömun á vilja einstaklingsins, bíómyndir sem skjalla litla manninn fyrir drauma hans. Þetta er kjarninn í hinni amerísk-stalínsku bíóformúlu. Og nú hefur þeim tekist að fara feti lengra með þessa uppskrift, fundið nýja um- gerð til að beita henni og kalla hana „veruleika- sjónvarp“. Að þessu leyti er delluþáttur á borð við Survivor – hin melódramatíska vegsömun samkvæmisleiksins – engin nýjung í sjálfum sér. Og á ekki heldur neitt skylt við Veru- leikann. Ekki frekar en Lone Ranger. FJÖLMIÐLAR LONE RANGER Á VERULEIKAFLIPPI Þetta er kjarninn í hinni am- erísk-stalínsku bíóformúlu. Og nú hefur þeim tekist að fara feti lengra með þessa upp- skrift, fundið nýja umgerð til að beita henni og kalla hana „veruleikasjónvarp“. Á R N I I B S E N AF Lundúnamúrnum er það annars að segja að litlar heimildir eru um að hann hafi komið að verulegu gagni og þegar Rómverjar yfirgáfu Lond- iníum á fjórðu öld var það fremur vegna þess að yfirvöld í Róm höfðu ekki lengur efni á að greiða hermönn- um sínum málann en vegna þess að veruleg ógn hafi stafað af barbörum. Hvað sem öðru líður er ljóst að Ástrík- ur galvaski átti þess aldrei kost að koma til Lundúna né að berja augum múrinn sem umlukti bæinn. Ætti það að vera fólki ágætis áminning um að trúa ekki öllu sem það les í bókum, enda flest sem þar stendur skrök eða raup. Er raunar með öllu óvíst á þess- um seinustu og verstu póstmódernísku tímum hvort sannleikshugtakið eigi yf- ir höfuð nokkurn rétt á sér. Stefán Pálsson Múrinn www.murinn.is Útskriftarsýning LHÍ fyrir alla Í heildina er fjölbreytni verkanna, sköpunargleðin, ákafinn, bjartsýnin og hugmyndaflugið er svo frábært á þessari sýningu að maður fyllist gleði, von og trú á framtíð myndlistarinnar í landinu. Það er líka einhver lifandi stemmning á sýningunni, þegar ég var að skoða hana fór aftur og aftur hávaxin stúlka á hlaupahjóli hjá, greinilega ein þeirra sem verk áttu á sýningunni, ein listakonan vökvaði verk sitt af umhyggju, hópur unglings- stráka skemmti sér konunglega, borð- aði hnetur og drakk gos og sprakk úr hlátri á viðeigandi stöðum. Þetta er svo sannarlega sýning fyrir alla. Ragna Sigurðardóttir Kistan www.kistan.is Búið á baðherberginu Nú er að segja frá baðherbergjum. Undanfarinn áratug hið minnsta, er eins og hálfpartinn sé gert ráð fyrir að fólk búi á baðherberginu. Þar sjást fölbleikir hægindastólar, eða notaleg basthúsgögn, og víðáttumiklar dún- mjúkar mottur sem fólk sekkur ofan í. Líkast því að það sé að vaða kaf- gresi með sælusvip í stíl. Sjónvörp ekki algeng en sjást þó. Töfrandi blaðagrindur eða hreinlega bókahill- ur úr víravirki. Mega vera ryðgaðar eins og flest annað, t.d. húsveggir. Í slíkum baðherbergjum er beinlínis pínlegt að koma fyrir hversdagslegum hlut eins og þvottavél, slíkur gripur eyðileggur ekki aðeins stemmn- inguna, og varpar rammhversdags- legum skugga á heildaráhrifin, heldur það sem verra er; leggur konseptið í rúst. Konseptið er ekki það að ganga örna sinna, kasta af sér þvagi, og skola af sér rykið í fljótheitum – það er hugleiðsla og hvíld, hitt eru svona femur hvimleið, en óhjákvæmileg aukaatriði. Guðrún Ægisdóttir Spegillinn www.visir.is SKRÖK OG RAUP Í BÓKUM NÝ skáldsaga eftir breska rithöfund- inn Nick Hornby kemur út í lok maí- mánaðar. Höfundurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og er ef- laust þekktastur fyrir skáldsöguna High Fidelity, sem ágæt kvikmynd var gerð eftir. Nýja bókin heitir How to Be Good (Að vera góður) og segir frá giftri konu, sem gerir sér far um að vera góður sam- félagsþegn, allt þar til að hún fellur í freistni og heldur fram hjá með ókunn- um manni. Eftir það tekur fremur ódæll eiginmaður hennar stakkaskiptum og breytist í nokkurs konar nútímadýrling. Í verkum sínum fjallar Nick Hornby um tilfinningar og lífskreppur ungs fólks í samtímanum. Í How to Be Good beinir hann sjónum að hjóna- bandinu, foreldrahlutverkinu og síð- ast en ekki síst spurningunni um hvað það felur í sér að vera góður. Stórvirki Højholts DANSKI rithöfundurinn Per Højholt hefur sent frá sér skáldsöguna Auricula (Eyra). Óhætt er að segja að hennar hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í Danmörku, en bókin hefur verið í smíðum um árabil og er að mati gagnrýnenda metn- aðarfyllsta verk höf- undarins. Auricula telur tæplega 400 síður en þar tvinnar höfundurinn saman þeirri heimspeki sem hann hefur þróað á ferli sínum, menn- ingarsögulegum pæl- ingum og því ein- staka skopskyni sem þykir einkenna verk hans. Per Højholt, sem er fædd- ur árið 1928 og er mjög virtur í Danmörku. Á sínum fimmtíu ára ferli hefur hann gefið út ljóðabækur, fræðirit og skáldsögur. Ný skáldsaga eftir Canin RITHÖFUNDURINN Ethan Canin sendi frá sér nýja skáldsögu í maí- mánuði. Ber hún heitið Carry Me Across the Water: A Novel (Berðu mig yfir vatnið: Skáldsaga) og segir þar frá rosknum gyðingi af efnaætt- um, sem rifjar upp ævi sína. Ethan Canin hefur vakið athygli fyrir meistaraleg tök sín á smá- sagnaforminu, m.a. í fyrstu bók sinni, smásagnasafninu Emperor of the Air (1988) sem naut mikillar hylli. Í Carry Me Across the Water hagnýtir Canin smásagnaformið, en skáldsagan byggist upp á stuttum sögum sem eru tvinnaðar saman í haganlega heild. Líf H.C. Andersens NÝ ævisaga Jackie Wullschlager um H.C. Andersen hlýtur góða umsögn í The New York Times. Bókin ber tit- ilinn Hans Christian Andersen: The Life of a Storyteller (Hans Christian Andersen: Líf sagna- þularins) og kom hún út í síðasta mán- uði. Sjáfur ritaði Andersen: „Saga lífs míns verður besta umsögnin um verk mín,“ og þá sögu leitast Wullschlager við að draga fram á lifandi hátt í bókinni. Höfundur ævisög- unnar er listgagnrýnandi dagblaðs- ins Financial Times í Evrópu og hef- ur hún áður sent frá sér bókina Inventing Wonderland, þar sem fjallað er um líf og ævintýri Lewis Carroll, Edward Lear, J.M. Barrie, Kenneth Grahame og A.A. Milneby. Nick Hornby og hið góða H.C. Andersen Per Højholt ERLENDAR BÆKUR Nick Hornby Morgunblaðið/Golli Tíðarandinn liggur í loftinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.