Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 N ANCY Argenta sópran- söngkona er einn af gest- um Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju. Hún syngur sópranhlutverkið í óratoríunni Jósúa, eftir Händel, en flutningur verksins í Hallgríms- kirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.00 er frum- flutningur þess á Íslandi. Nancy Argenta er í dag heimsfræg söngkona, og eitt af stóru nöfn- unum í flutningi barokktónlistar. Einhvern veginn finnst manni að hugtakið díva eigi bara við um óperusöngkonur, og ímyndin er jafnvel sú að dívur séu sérlundaðar og hafi sitt fram. Nancy Argenta svarar nokkuð hvatvís í sím- ann, jafnvel hvöss, og segist ekki geta sagt orð nema að fá að vita fyrst hve heitt sé á Íslandi í dag. Er Nancy Argenta díva? Þegar spurning- um söngkonunnar hefur verið svarað og vöng- um velt um hvort vetrarkápu verði þörf á Ís- landi í maílok brestur söngkonan í hlátur og gleði og segist hlakka innilega til að koma til Ís- lands og syngja með Schola Cantorum og ein- söngvurunum sem með henni verða í verki Händels, en það eru Gunnar Guðbjörnsson ten- or, sem syngur hlutverk Jósúa, Matthew White kontratenór frá Kanada og Magnús Baldvins- son bassi í hlutverki Kalebs. Þau Nancy og Matthew munu túlka hlutverk elskendanna Otníels og Öksu. Án þess að nokkur einasta spurning sé borin upp tekur Nancy Argenta flugið í frásögn af Jósúa sem felldi múra Jeríkóborgar og óratoríu Händels sem byggð er á þessari kunnu sögu úr gamla testamentinu. Röddin er björt, og meira að segja hláturinn er sópran. Händel flinkur að skapa dramatískar andstæður „Jósúa er ekki meðal þeirra verka Händels sem oftast eru flutt, og Ísland er örugglega ekki eini staðurinn þar sem verkið hefur ekki verið flutt áður. Händel samdi verkið þegar hann var á hátindi sköpunar sinnar, árið 1747, og verkið var á sínum tíma mjög vinsælt, allt fram á nítjándu öld, sem er óvenjulegt með verk þess tíma almennt. Þetta er dæmigerður Händel; hann notar kórinn vel til að skapa dramatískar andstæður. Sagan er ákaflega dramatísk, og þar skiptast á sigrar og ósigrar, svik og heitar tilfinningar og hver bardaginn af öðrum, og Händel tekst afskaplega vel að skapa í tónlistinni þessi ólíku blæbrigði og ólíkt and- rúmsloft eftir því hvernig sögunni vindur fram. Það kemur í minn hlut að syngja frægustu aríu verksins, O had I Jubal’s Lyre,“ segir söng- konan og hlær innilega, sem verður að teljast vísbending um að hún hlakki mjög til að takast á við hana. Átjánda öldin minn heimavöllur Nancy Argenta er þekkt að því að syngja alls konar tónlist; ekki bara barokk, heldur einnig rómantíska ljóðasöngva, verk frá klassíska tím- anum, samtímatónlist og hvaðeina. Það er ekk- ert tímabil tónlistarsögunnar sem hún hefur sniðgengið, en þó er barokkið henni auðheyri- lega hugleiknast. „Ég elska átjándu öldina, ég get sagt að hún sé minn heimavöllur. En hvað þetta snertir er ég auðvitað eins og sannur Ís- lendingur, ég hef gaman af því að ferðast! Ég syng það sem hæfir rödd minni og skapgerð, og mér líkar ekki að vera sett á einhverja sérstaka hillu í söngnum. Sumir söngvarar vilja bara sinna einhverri ákveðinni tegund tónlistar, en ég er ekki þannig. Listin þarf að vera mér stöð- ug ögrun, bæði fyrir hug minn en ekki síst röddina, því henni þarf maður auðvitað að beita á mismunandi hátt, fyrir mismunandi stílteg- undir í tónlistinni. Mér finnst gaman að breyta til, það gerir lífið meira spennandi. En það er þó merkileg staðreynd að ef einhver syngur Bach vel, þá halda margir að sá hinn sami geti ekki gert aðra hluti jafnvel.“ Nancy Argenta segir að það geti verið líkamlega erfitt að skipta frá einum söngstíl til annars, en það fari svolítið eftir söngvurunum sjálfum hversu mikið það taki á. „Það getur verið mjög erfitt fyrir söngv- ara sem hefur sjaldan sungið annað en í róm- antískum stíl nítjándu aldarinnar að einfalda söngmátann og laga að barokkstíl svo vel sé.“ Períóðustíllinn Í hljóðfæratónlist er gjarnan talað um period stíl þegar tónlistarmenn leika á þann veg sem tíðkaðist á viðkomandi tímabili tónlistarsög- unnar og með eftirgerðum þeirra hljóðfæra sem þá voru notuð. Períóðustíllinn hefur nánast tekið yfirhöndina í flutningi barokktónlistar í heiminum í dag, en það segir sig sjálft að þetta er mun erfiðara í söng. Þar eru vitanlega engar eftirgerðir gamalla hljóðfæra til, og mun erf- iðara að ímynda sér hvernig flutningi og túlkun var háttað. Söngvarar og tónvísindamenn hafa þó á liðnum árum lagst á sveif með hljóðfæra- leikurum við rannsóknir á því sem kallað er performance practice eða flutningsmáti tónlist- ar ýmissa tímabila, og er þá stuðst við skrif- legar heimildir, auk þeirra hljóðfæra sem varð- veist hafa. Nancy Argenta svarar því hvorki játandi né neitandi þegar hún er spurð að því hvort söngstíll hennar í barokkinu sé períóðu- stíll. „Ég reyni alltaf að falla að þeirri hljóm- sveit sem ég er að syngja með hverju sinni. Ég reyni að hlusta á leikstílinn og fylgja honum eft- ir. Þetta er auðvitað erfitt fyrir söngvarann því hann hefur engar fyrirmyndir í gömlum rödd- um eins og hljóðfæraleikari hefur með gömul hljóðfæri. Hljóðfæraleikarinn getur tekið hljóðfærið í hönd sér og komist að því með æf- ingu hvernig best er að leika á það. Hver og ein söngrödd er hins vegar orginal hljóðfæri. Mér finnst períóðustíllinn hafa breytt miklu fyrir barokktónlist, og hafa haft áhrif á það að hún skuli enn lifa af. Þetta kemur einhvern veginn allt betur heim og saman á þennan hátt og gerir tónlistina fallegri, og þess vegna finnst mér þetta rétt. Nú er ég alls ekki að segja að nú- tímahljómsveitir geti ekki spilað barokktónlist á stílfærðan hátt, því það geta þær margar ef hljómsveitarstjórinn hefur eyra fyrir því.“ Gæti orðið eintómt miðjumoð Það eru varla nema um tuttugu og fimm ár eða svo síðan períóðustílsvakningin hófst af al- vöru, og tónlistarmenn og tónvísindamenn fóru að leiða hugann að því hvernig tónlist hljómaði á þeim tíma sem hún var samin. Nancy Argenta segir mikla breytingu hafa orðið í flutningi eldri tónlistar á þessum tíma, og að tónlistarmenn finni sig æ betur í því að þurfa að beita mismun- andi aðferðum við ólíka tónlist. „Hættan í þessu er þó sú tilhneiging tónlistarmanna að fara ekki eftir þeim hugmyndum sem fram koma í ómældri rannsóknarvinnu tónvísindamanna; algjör eftirlíking upprunalegs flutningsmáta virðist vera á undanhaldi, en þá getum við setið uppi með það að allt verði þetta einhvers konar miðjumoð, og það væri synd, því við höfum möguleikann á að flytja þessa tónlist á marg- víslegan hátt og með öllum hugsanlegum lit- brigðum og blæbrigðum. Þeir sem eru best settir eru strengjaleikarar sem hafa margir hverjir náð góðu valdi á alls konar hljóðfærum, allt frá miðaldahljóðfærum til nýrra; þeir skilja þetta vel útfrá blæbrigðamun allra þessara hljóðfæra. Það er sorglegt í þessu öllu að af öll- um helstu tónlistarskólunum í heimsborginni London, skuli aðeins einn hafa sérstaka deild ætlaða þeim sem vilja kynna sér upprunalegan flutningsmáta eldri tónlistar. Þetta er Guild- hall-skólinn; þar er sérstök deild fyrir þetta; þar er rannsóknavinna á flutningsmáta eldri tónlistar grundvöllur tónlistarflutnings, og þar getur tónlistarfólk sérhæft sig í þessari grein.“ Nú höfum við Nancy Argenta talað mikið um barokktónlist og strauma og stefnur í túlkun hennar. En eitt af því sem söngkonan elskar líka er ljóðasöngur. Sú grein sönglistarinnar tengist einkum rómantíkinni og nítjándu öld- inni. Er períóðustíllinn farinn að skipta sér af rómantíkinni? „Ég reyni alltaf að nálgast tón- listina út frá því sem á undan er gengið í tónlist- arsögunni, en ekki frá mínum samtíma. Og mér líkar vissulega mjög vel að syngja ljóð með samskonar hljóðfærum og voru notuð á nítj- ándu öldinni, og ég syng gjarnan söngva Schu- berts, Beethovens og Haydns með nítjándu aldar hljóðfærinu fortepiano. Þannig skapast rétti hljóðheimurinn fyrir þessa tónlist. Ég hef jafnvel sungið tónleika með þrjú hljóðfæri með mér á sviðinu, sembal fyrir Purcell, fortepiano fyrir Beethoven og Schubert og Steinway-flygil fyrir tuttugustu aldar tónlistina. Ég á vin sem ræður við öll þessi hljóðfæri og spilar með mér, en þetta getur verið ansi erfitt, sérstaklega fyr- ir mig, því það munar nokkru á tónhæðarstill- ingu þessara hljóðfæra og ef ég fer of bratt á milli þeirra gæti ég byrjað að syngja örlítið óhreint. Ég get ekki farið á milli þessara hljóð- færa öðruvísi en að í fyrsta laginu fyrir hvert þeirra sé nokkurra takta inngangur, svo ég geti aðlagað mig réttri tónhæð; eftir það er þetta allt í lagi. Ég er þó alls engin hreinstefnumann- eskja hvað sönginn varðar, eins og til dæmis Emma Kirkby er. Hún syngur bara sína tónlist og ekkert annað. Og þetta hentar henni full- komlega, þessi tónlist hæfir bæði rödd hennar og skapgerð. Ég skipti um hatt eftir þörfum.“ Snillingurinn Daniel Harding Nancy Argenta hefur unnið með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum barokktón- listarinnar, og nægir þar að nefna nöfn eins og John Eliot Gardiner, Trevor Pinnock, Christ- opher Hogwood, Roger Norrington, Richard Hickox og Sigiswald Kuijken. En þegar hún er spurð um uppáhaldssamstarfsfólki í tónlistinni nefnir hún kornungan hljómsveitarstjóra, sem er í mestu uppáhaldi um þessar mundir. „Þetta er nú breytilegt frá ári til árs, en í dag er ég mjög hrifin af ungum enskum hljómsveitar- stjóra sem heitir Daniel Harding. Hann er bara tuttugu og þriggja ára og hefur vakið mikla at- hygli sem gestastjórnandi ýmissa þekktra hljómsveita. Ég vann með honum og Deutsche Kammerphilharmonie. Hann er algjört undur; var orðinn atvinnumaður sautján ára, og ég held að hann eigi eftir að verða mjög stórt nafn í náinni framtíð. Svona talentar eru sjaldgæfir; ég held bara að ég myndi nota orðið snillingur um hann.“ Taug Nancy Argenta til Íslands liggur í gegnum Hörð Áskelsson organista og kórstjóra í Hallgrímskirkju, en þau voru sam- tíða í námi erlendis á sínum tíma. Fyrir tilstilli Harðar, kom Nancy hingað til lands fyrir um tuttugu árum og söng með Pólýfónkórnum í Gloriu eftir Poulenc, en það verk var samið 1959, og verður því að teljast allt harla ólíkt bæði ljóðasöngnum og ekki síður barokkinu sem söngkonan hefur mest dálæti á. Söngvari verður að þekkja sinn lit „Það er mikilvægt að söngvari geri sér grein fyrir lit raddar sinnar og velji sér verkefni með raddlitinn í huga. Þú getur líka heyrt að sumar raddir passa betur við ákveðinn hljómsveitarlit, en aðrar síður. Ég fæ aldrei nóg af því að brýna þetta fyrir nemendum mínum, að raddliturinn þinn verður að hæfa bæði verkinu sem flytja á og þeirri hljómsveit sem leikur með þér. Ef þetta er haft í huga er miklu auðveldara að velja sér viðfangsefni við hæfi úr hvaða tegund tón- listar sem er.“ Nancy Argenta dvelur aðeins í tvo daga á Íslandi. Hennar bíða ótal verkefni langt fram í tímann. Í þessari viku er hún að syngja í Sköpuninni eftir Haydn í Newcastle og Carlisle, eftir Íslandsdvölina verður hún aðal- gestur á Händel-hátíðinni í Halle, þaðan fer hún til Barcelona þar sem hún heldur eina tón- leika, og svo aftur til Cambridge, þar sem hún syngur í King’s College, Exultate jubilate eftir Mozart fyrir breska útvarpið BBC. Hún er líka að vinna að nýjum geisladiski sem kemur út í sumar, með sönglögum eftir lítt þekt enskt tón- skáld, Percy Turnbull sem lést um 1970. Dívan biður um gott veður Þegar hér er komið sögu lítur út fyrir að samtalinu við Nancy Argenta fari að ljúka. Blaðamaður er löngu hættur að velta því fyrir sér hvort Nancy Argenta sé díva eða ekki. Auð- vitað er hún díva, en þó alls ekki í þeim nei- kvæða skilningi sem oft er lagður í það orð. Hún er sérstaklega lifandi manneskja og hlær mikið meðan á viðtalinu stendur. Þegar komið er að því að kveðja, segir hún bíddu aðeins, – og þá hefst viðtal hennar við blaðamann. Hún spyr um hitt og þetta í íslensku tónlistarlífi, og sýnir því sem upp er talið sama áhuga og blaðamaður sýnir því sem hún hefur sagt. Við kveðjumst, og hún minnir á vetrarfrakkann sem hún ætlar að fá að láni hjá blaðamanni ef ekki verður staðið við loforð um sérstaka vorblíðu um helgina. „ÉG SKIPTI UM HATT EFTIR ÞÖRFUM“ Sópransöngkonan Nancy Argenta syngur með Mót- ettukór Hallgrímskirkju í óratoríunni Jósúa eftir Händ- el á sunnudag. Hún sagði BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR frá ást sinni á barokktónlist, en tók þó fram að hún væri engin hreinstefnumanneskja í söngnum og að hún skipti um hatt eftir þörfum. Sópransöngkonan Nancy Argenta. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.