Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 5 Það fyrsta sem ég rak mig á er hve ólíkan skilning höfundar leggja í ritgerðarefnið. Sumir hafa kosið að líta um öxl, aðrir ein- blína á andrána og enn aðrir reyna að spá fyrir um framtíðina. Sumir gera allt í senn. Stöku ritgerð miðast svo til eingöngu við sér- svið eða áhugasvið þess sem skrifar, í öðrum má finna æskuminningar eða dagbókarbrot en í einstaka tilviki hefur maður á tilfinning- unni að höfundur hafi kosið að skila inn rit- gerð sem hafi upphaflega verið skrifuð í allt öðru samhengi. Það kemur þó ekki að sök; ritgerðarverkefnið sjálft er svo teygjanlegt. Á meðan einhverjir reyna að svara skipulega spurningunni: „Hvað einkennir tíðarandann nú í upphafi 21. aldar?“, kjósa aðrir að gera ritgerðir sínar að eins konar spegli þessa tíð- aranda. Báðar leiðir eru fullkomlega gildar og út í hött að ætla sér að andmæla nokkru sem þarna kemur fram. Það væri álíka gáfu- legt og að gera efnislega athugasemd við rit- gerð nemanda um efnið: „Skemmtilegasti dagur sem ég hef lifað.“ Raunin er sú að það er enn ekki komin fram nein rétt skilgrein- ing á tíðarandanum í aldarbyrjun. Hún mun vonandi verða til einn góðan veðurdag. Þá kemur í ljós hverjir af höfundunum átján reyndust sannspáir. Í bili er aðeins hægt að leggja mat á þessar átján blaðagreinar út frá málfari og stíl. 3 Ég las tíðarandagrein Eiríks Guðmunds- sonar síðastliðinn laugardagsmorgun yfir morgunmatnum, hafragraut með mjólk og sykri. Þetta er bráðskemmtileg grein og tek- ur flestum fyrri greinum í flokknum fram hvað snertir tilþrif í stíl og framsetningu. Ei- ríkur fær að minnsta kosti plús í kladdann. Þrátt fyrir það bliknaði ritgerðin hans næstum því í samanburði við hryllingssöguna um Dísu ljósálf sem ég var óvart farinn að lesa um aftan á blárri mjólkurfernu. Þetta er kaflinn þegar skógarhöggsmaðurinn tekur Dísu á milli fingra sér, ber hana upp að nef- inu og segir: „Jæja, þú ert þá ljósálfur!“ Seinna um kvöldið tekur hann stór og mikil skæri og klippir báða vængina af Dísu litlu. Mjólk er góð, segir máltækið, og ég lét ekki trufla mig þótt á myndinni á fernunni væri verið að klippa annan vænginn af litla álf- inum með ryðfríum Fiskars-skærum. Þegar ég hafði lokið við grein Eiríks fletti ég hratt yfir leifarnar af Lesbókinni, gætti að gengi grísku drökmunnar og tók í framhjá- hlaupi eftir smáfrétt þar sem fram kom að nemendur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hefðu fengið styrk úr Þjóðarhátíð- argjöf Norðmanna. Ég sá hópinn fyrir mér á sólríkum sumardegi í Ósló og ímyndaði mér að hópurinn myndi leigja sér hjól af ungu hjónunum sem reka hjólaleigu niður við Akk- erbryggju. Í höfðinu hljómaði lokalagið úr kvikmyndinni Með allt á hreinu. En fljótt skipaðist veður í lofti. Fáeinum opnum síðar birti sýslumaður Snæfellinga tilkynningu um uppboð á vegum embættisins þriðjudaginn 22. maí. Í hópi gerðarbeiðenda voru Íbúðar- lánasjóður, Snæfellsbær, Byggðastofnun og Rafmagnsveitur ríkisins. Undir hamrinum hvíldu íbúðir, skip og jarðir. Áður en ég vissi af var ég farinn að velta fyrir mér með hvaða hætti nýútskrifaðir búfræðingar og gjald- þrota einstaklingar á Snæfellsnesi skynjuðu tíðarandann í aldarbyrjun. Og það voru fréttir af fleiri uppboðum í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Á bíósíðunni var svohljóðandi frétt undir fyr- irsögninni: „Michael Jackson boðinn upp“. Stytta af Michael Jackson og gæluapanum hans, Bubbles, seldist á 5,5, milljarða króna á uppboði á nútímalist sem haldið var hjá Southeby’s í New York. Þetta er nýtt verð- met fyrir listaverk eftir listamanninn Jeff Koons en eldra metið var um 1,6 milljarðar. Koons gerði verkið árið 1988 úr postulíni. Það sýnir súperstjörnuna sitjandi, halla sér aftur með handlegginn utan um apann sinn og er það hluti af Hversdagsleikaröð Koons. Koons, sem m.a. var giftur klámmynda- stjörnunni Cicciolinu, er umdeildur listamað- ur. Á fyrri sýningum sínum hefur hann sýnt leikföng og blöðrur, auk þess sem hann hefur látið klippa út risastóran hvolp í runna fyrir utan Rockefellermiðstöðina í New York. Með fréttinni birtist litmynd af postulíns- styttunni góðu; Michael og Bubbles eru í hvítum og gulllituðum klæðum og einhver ónotalegur svipur með þeim. Á sömu síðu var ekki síður litrík auglýsing þar sem fram kom að það væri lakklíms- dagur í föndurbúð á Langholtsvegi frá klukk- an þrettán til sextán. Ég beit á agnið og var mættur á staðinn laust fyrir klukkan tvö. Sýnikennsla á eiginleikum Mod-Podge lakk- límsins var í fullum gangi og ekki ofsagt að starfsmenn búðarinnar hafi sett servíettur á ótrúlegustu hluti. Þegar heim kom lét ég verða mitt fyrsta verk að klippa myndina af Michael og Bubbles út úr blaðinu og klastra henni á gamla bláa tebollann minn. 4 Þessar sundurlausu hugleiðingar hafa að minnsta kosti eina einfalda niðurstöðu: Tíð- arandinn er eins vaxin og hamingjan eða hélt Aristóteles því ekki fram að ekki væri hægt að skera úr um það hvort einhver væri ham- ingjusamur fyrr en hann væri dauður? Af þessu leiðir að sérhver heimild um tíðarand- ann í aldarbyrjun er jafnrétthá hvaða heimild annarri. Lesbók Morgunblaðsins hefur látið okkur í té átján tilbrigði undanfarnar vikur en við hlið þeirra má stilla upp fjölmörgum sundurlausum táknum úr samtímanum, þar á meðal auglýsingu frá sýslumannsembættinu á Snæfellsnesi, mynd af Fiskars-skærum og Dísu ljósálfi, að ógleymdum litla ógreinilega deplinum í vörumerki Quaker Oats. Með öðrum orðum: Tíðarandinn í aldar- byrjun er getraun. Vinningshafinn fær Par- ísarferð að launum og fimmtán þúsund krón- ur í farareyri. Ég hef í hyggju að taka þátt í leiknum og senda inn bláa tebollann minn með myndinni af styttu Jeffs Koons af Michael og Bubbles. Það verður dregið úr réttum lausnum um næstu eða þarnæstu aldamót. Þangað til heldur OMIC-klukkuna á Klapparstíg 19 áfram að vantar korter í tólf. Ég geng framhjá henni tvisvar á dag, um það leyti sem hún virðist vera rétt. TÍÐARANDINN SEM GETRAUN „Tíðarandinn er eins vaxin og hamingjan eða hélt Aristóteles því ekki fram að ekki væri hægt að skera úr um það hvort einhver væri hamingju- samur fyrr en hann væri dauður?“ Jón Karl Helgason er fv. prófdómari. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.