Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 A LDAMÓTIN 1900/1901: Stórfelldur viðburður sem skipti sköpum, saga sem sólarupprás, fullkomin umbylting hugsunar og samfélags, ef marka má skáldskap og umræðu tím- ans. Þau voru viðburður sem skipti alla máli þótt sumir misstu af þeim, svo sem skáldið sem lá í sjúkdómskasti bak við byrgða glugga uppi í Þingholtum. Viðburður sem að nokkrum dögum liðnum var ekki annað en endurminning um flugeldasýningu því auð- vitað breyttist ekkert; nóttin leið og nýr morg- unn tók við eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir ljóðrænan belging Einars Benediktsson- ar. Síðustu aldamót: Urðu þau ekki í hittiðfyrra eða hvað? Sé svo þá missti ég af þeim eins og skáldið forðum. Hið eina sem stendur upp úr í endurminningunni er flugeldur á sveigjuferð úr tómri flösku að hópi aldurhniginna kvenna frá Þýskalandi, í langþráðu leyfi á sólarströnd, en hinn skotglaði ferðalangur, þéttholda at- hafnaskáld í Reykjavík, á harðahlaupum und- an glöpum sínum inn undir skugga næstu byggingar. Flugeldur, þrælólseigt nautakjöt á borðum og enginn karlakórssöngur, – meira var það nú ekki. 1 Það virðist hafa náðst almennt samkomulag í samfélaginu um að seinustu aldamót væru ári fyrir aldamót, hvað sem nöldri stjörnufræð- inga leið, en sé svo þá missti ég öldungis af þeim og raunar einnig ári síðar þótt skot- eldahríðin tæki þá fyrst í hnúkana. Ég varð ekki heldur var við huglæg mót, eða hvaða gildi hafa hugtök eins og tíðarandi, lok og byrj- un þegar grannt er skoðað? Menn hafa komið sér saman um að aldamót marki skil eða hvörf í tíma og menningu en í rauninni er vísun þess óljós og margræð eins og sjá má af áður- nefndri umræðu um hvort ný öld hafi tekið við um seinustu eða næstseinustu aldamót. Málin flækjast enn frekar þegar hugtakið er þanið út yfir andlegt líf og bókmenntir því hvar skal setja mörk, hvar hefjast endalok, hvar og hve- nær lýkur þeim, hvernig tekur ný byrjun við og hvað felst í henni? Spyrja má hvort hér sé ekki um ímynduð mót að ræða, tilbúning sem skekkt getur söguskyn okkar þegar fengist er við fræði og skáldskap? Spyrja má hvort alda- mótahugtakið sé ekki merkingarlaust í sjálfu sér líkt og ýmis aldahugtök sem skipta eiga sögunni í afmarkaðar heildir; siðaskiptaöld, lærdómsöld, galdraöld, upplýsingaröld, hin langa nítjánda öld, nútíminn (tuttugasta öld- in)? Hér er ekki um hlutlæg tímahugtök að ræða enda takmarkast þau ekki við mót raun- verulegra alda auk þess sem sérhvert er þrungið aukamerkingu, sögulegri túlkun sem hefur stundum yfirbragð óvefengjanlegs sögu- legs sannleika. Það vita til dæmis ekki allir að hugtak lærdómsaldar varð til í huga Sigurðar Nordals fyrir fáeinum áratugum, að það nær yfir tvær aldir (1550–1750) og varð til í tog- streitu andstæðra sögutúlkana. Lærdómsöld- in hefur aldrei verið til, nema kannski í heila Nordals meðan honum datt hún í hug, en samt er henni oft lýst sem hlutlægri staðreynd í kennslubókum. Hugmyndin um menningarleg aldamót fær varla staðist, en kysi ég að halda henni sem fræðilegu tóli, til dæmis um upphaf nútíma þá tengdi ég mót hans við löngu gleymd orða- skipti um Charles Darwin, þau fyrstu hérlend- is, á árinu 1874, tuttugu og sex vetrum fyrir hin mælanlegu aldarlok. Ég held að þau skýri betur atburðina sem fylgdu í kjölfarið en margt annað því í þeim má greina frábrigði hins fyrirsjáanlega; svala snertingu umheims- ins við hörund og hug íslenskra menntamanna. Þessi orðaskipti áttu sér að sjálfsögðu aðdrag- anda, leynistíga tilfinninga og viðhorfa, en þau benda samt sem áður á afdrifaríkt samstöðu- leysi, upplausn sameiginlegs tíðaranda; ný og snúin ferli sem áttu eftir að hafa sterk áhrif á andlegt líf margra landsmanna. Það má jafn- vel segja að orð sem þá féllu í Sæmundi fróða og Norðanfara hafi hrundið af stað sögulegu ferli sem endaði árum seinna í harmleik því í þá daga gat innihald orða valdið hugarangri, sekt og hjálparleysi, jafnvel ógleði og skelf- ingu. Samt var þetta ósköp venjuleg ritdeila, sumir mundu segja ómerkileg, en höfum í huga að flestir landsmenn höfðu lifað öldum saman við tíðaranda sem laut guðfræðilegri formgerð. Formgerð sem gat tekið á sig hryll- ingsmynd sökum innra ójafnvægis því smæð mannsins var oft og tíðum hrikaleg í saman- burði við risavaxna stærð guðs. Þegar ójafn- vægið var sem mest gróf fánýtiskennd um sig: lífið var augljóslega einskis virði, þúsundir sí- hræddra einstaklinga, á stærð við orma eða maura, lifðu við ægilega útskúfun í skarnhaug náttúrunnar áður en þeir urðu gjöreyðingu að bráð. Guð var með öðrum orðum of heiftræk- inn til að nokkur náðarmeðöl dygðu enda hlaut lífsviðhorfið að minna á þráláta martröð: ang- ist frammi fyrir vísum dauðdaga. Aðstæðurn- ar voru breytilegar frá einu tímabili til annars en formgerðin var einlægt hin sama; og átti sér kannski fyrirmynd í andstyggilegum draumi sem við hrökkvum upp af með andfæl- um án þess að geta greint svefn og vöku í sundur með skýrum hætti. Þessi formgerð hélt reynsluheimi flestra samt sem áður sam- an því þótt hjálparleysið helltist stundum yfir það þá var guðsmyndin örugg og óvefengj- anleg. Það gat treyst því að draumurinn hefði innihald, að sálin ætti sér skjól og tilgang í Kristi; tilvist Guðs var rammi utan um sárs- aukafullar spurningar. Ritdeilan árið 1874 sýnir að þessi rammi var að bresta, mönnum var varpað inn í umhverfi þar sem efast var um allt, í frjálsum skoðanaskiptum, þar sem sér- hverjum var í sjálfsvald sett hvort og hvaða lífsskoðun hann kaus. Fjölradda menning með opnum umræðuvettvangi þróaðist, en jafnóð- um og talað er um „byrjun“ vandast málið, því það sem gerðist 1874 átti sér langan og flókinn aðdraganda. 2 Okkur hefur verið kennt frá blautu barns- beini að áramót feli í sér mikilvæg hvörf, skil, umskipti, endi og byrjun en að sjálfsögðu eru þau einungis teiknibóla á tímakortinu, eða svo vitnað sé í Jón Helgason prófessor: „Áramót eru í sjálfu sér eins og hver önnur mannaverk sem ekki er ástæða til að taka með miklum há- tíðleik. Þau tákna ekki annað en það að mönn- um hefur komið saman um að á þessari til- teknu stundu skuli breytt um tölustaf í ártalinu.“ Þetta á enn frekar við um aldamót þótt þeim hafi oft og tíðum verið lýst sem upp- hafi stórkostlegs ævintýris. „Aldar á morgni vöknum til að vinna,/ vöknum og tygjumst, nóg er að sinna,“ orti Hannes Hafstein. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að fara með gát því þegar reynt er að aðgreina hvað gerðist frá því sem á undan fór þá er sem merking hugtaksins skreppi undan eða leysist upp. Hvar hefst upp- haf hins nýja? Atburður felur ævinlega í sér orsakir sem eiga sér undanfara svo byrjun hlýtur að vera háð huglægu vali; eða hvaða merkingu hefur hugtak upphafs: er það hlið- arspor eða frábrigði frá hinu venjulega og fyr- irsjáanlega, rof eða skurður; hvaða öfl breyta stefnu sögunnar, hvaða ástæður móta það sem á eftir gerðist? Þessi vandamál komu sjaldan við sögu í íslenskum aldamótakvæðum fyrir rúmum hundrað árum því samkvæmt þeim eru aldamót meira en huglæg bóla; þau eru félags- leg og tilfinningaleg reynsla sem lýst er á skorinorðan hátt sem andstæðu svefns og vöku, myrkurs og ljóss, nætur og dags, vetrar og vors. Þau fela í sér rof fortíðar og framtíðar, elli og æsku, dauða og lífs, – endurnýjun sem náði jafnt til einstaklings, þjóðar og náttúru „aldar á morgni“ eða með orðum Hannesar Hafstein: „Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna,/ hniginnar aldar tárin láttu þorna.“ Þetta myndmál lá aldamótaljóðum Einars Benediktssonar til grundvallar því tímabólan er þar gædd merkingu með líkingum sólar- hrings, árs, æviskeiða, ljóss og myrkurs; en allar þessar líkingar tengjast líkt og hjá Hann- esi Hafstein líkamlegri reynslu svefns, svefn- rofa og vöku. Kveðið er um ljósadýrð sem myndaði samhvörf við glæsiljóma stjörnu- hvelsins, ljóslampar mannanna ljómuðu fram og upp, kölluðu ljósið að ofan uns fullkomin sameining átti sér stað við sólarupprás nýrrar aldar. Skáldið dreymdi um atburð sem leysa mundi áður ókunna orku úr læðingi, gildum auðs, þekkingar og trúar er stefnt gegn fá- tækt, fáfræði og sinnuleysi hins liðna. Einar Benediktsson hafnaði þrátt fyrir þetta hugmyndum um söguleg rof: aldamótin voru ekki glænýtt upphaf, rifa eða skurður í tímanum heldur liður í órofa samhengi sögu, máls og þjóðernis. „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“ orti skáldið, „án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt“. Íslendingar hlutu að leggja rækt við þjóðlega fortíð sína, fótsporin þungu og þrautirnar stríðu, eldforna lifandi tungu, því þjóðarbandið mátti ekki rofna, kjarninn eða frumstofninn sem „stóðst, svo að kyn vort ei hvarf/ sem korn eitt í hafi sandsins“. Þessi samfellusýn myndar and- stæðu við táknmál sem átti sér rætur í frum- stæðri skynreynslu líkamans; í sjónrænni skynjun ljóss og myrkurs annars vegar en reynslu fæðingar, vaxtar, hrörnunar og dauða hins vegar, í eilífri skipting ævinnar þar sem allt byrjar og hættir. Fordæmi feðranna skín í gegnum „aldamyrkrið“, hið bölsins blakka kaf miðaldanna, uns morgunn framfaranna bregð- ur ljósi á hugi manna seint á nítjándu öld. Tala má um goðfræði upphafs og endiloka sem hef- ur endurtekist lítið breytt frá kynslóð til kyn- slóðar í samfelldum nið um gamalt og nýtt, morgun og kvöld, upphaf og endalok. 3 Einar Benediktsson tímasetti nýja byrjun í T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN TÁKNMÁL OG ALDAMÓT Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Síðustu aldamót: Urðu þau ekki í hittiðfyrra eða hvað? Sé svo þá missti ég af þeim eins og skáldið forðum.“ E F T I R M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.