Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 3
Þ
AÐ er margt sem ráða má af
leikjum barna. Þessa dagana
verð ég mjög var við það að í
barnaafmælum að verið er að
leika leik, sem vekur mikla kát-
ínu og kallast Djúpa laugin.
Leikurinn er, sem slíkur, snið-
ugur spurningaleikur og án efa
leikinn í miklu sakleysi. Hins vegar byggist
hann á miklu meiri alvöru sem fær mann til
að hugsa um ábyrgð þeirra sem matreiða
fjölmiðlaefni.
Einhvern tímann sagði frægasti óp-
erusöngvari Íslands að betra væri að fá
vonda umfjöllun en enga.
Það er orðið áberandi að ýmis fyrirtæki
hætta fremur á vonda umfjöllun en að hirða
um siðfræði auglýsinga eða lögmæti. Vel má
vera að það sé rangt að íslensk fyrirtæki
megi ekki auglýsa áfengi eða tóbak fyrst út-
lend blöð eru flutt inn með slíkum auglýs-
ingum. En það er nú samt bannað. Og meðan
svo er þá er rétt að beita sér frekar fyrir
breytingu á lögum en því að lög séu brotin.
Þá er einnig áberandi hve mörg fyrirtæki
eru farin að höfða kerfisbundið til barna eða
að nota börn í auglýsingum. Ein af þeim
skárri er til að auglýsa bíltegund, létt og
smellin. Verri dæmi eru um leikara og stjörn-
ur sem höfða til barnanna og höfð eru til sýn-
is á sólarströnd.
Eykur þrýstinginn á foreldrana.
Ósvífnastar eru þó áfengisauglýsingarnar.
Eitt dæmið eru stórar auglýsingar með mynd
af alþekktri dós, sem venjulegast inniheldur
bjór, og ritað undir með smáum stöfum léttöl.
Þá muna allir dönsku bjórauglýsingarnar
sem eru enn í gangi en nú nægir alveg að
hafa Baunana á skjánum, með páskaegg eða
annað. Allir hugsa um bjórinn – þótt fæstir
muni hvaða bjór var verið að auglýsa! Þetta
eru beinar auglýsingar. Óbeinar eru þá aug-
lýsingar þar sem fréttastofur falla í þá gildru
að sýna mikið af bjór, tóbaki og strípastelp-
um í fréttum þegar verið er að fjalla um slík
efni. Hrikalega heppilegt að fá frétt um
áfengis- og tóbakshækkanir eða hneyksl-
isgreinar í Veru.
Flennistórar auglýsingar og léttúðug um-
fjöllun fjölmiðla um þessi mál eru eitt. Mark-
aðssetning á áfengi og viðlíka þar sem fjöl-
miðillinn tengir sig beint við íþróttamenn og
afreksfólk er þó alvarlegri. Ekki síst þar sem
afreksfólkið lætur veiða sig í gildru á aug-
ljósan hátt og nota sig þar með.
Þannig er ekki aðeins vont að vera með
sjónvarpsefni þar sem beinlínis er verið að
auglýsa skemmtilifnað, áfengi, veitingahús
o.fl. með beinum hætti. Verra er þegar þátta-
stjórnendur drekka sig hálfslompaða í beinni.
Verst er að blanda afreksíþróttafólki og ung-
lingum inn í myndina og gefa þannig í skyn, í
raun einungis með umhverfi þáttarins, að
áfengi sé partur af eðlilegu umhverfi allra.
Raunar má segja að hér á landi sé að
bresta á það sem erlendis er kallað raun-
sjónvarp – eða RealTV. Mér er það sannast
sagna nokkur raun. Mér létti þegar ég heyrði
Egil Helgason spyrja í útvarpi hvað væri orð-
ið um lokaða og feimna Íslendinginn. Hann
var að tala út frá þáttum um kynlíf sem voru
á einni stöðinni.
En er þetta vandamál? Eins og svo oft má
nálgast það með tvennum hætti. Það er
kannski ekki vandamál ef fæstum finnst það
vandamál. Hins vegar kann það að verða það
gagnvart þeim sem verða fyrir því. Þetta er
eins og með dópið. Það er ekki vandamál hjá
mér og þar með er það ekki vandamál, – eða
hvað.
Í raun hef ég haft á tilfinningunni að ís-
lenskir fjölmiðlar séu með kynlíf á heilanum.
Fréttatímar eru undirlagðir af frásögnum
fréttamanna sem standa með öndina í háls-
inum yfir slaklegri frammistöðu dómara við
að dæma fólk. Næsta frétt er svo um vanda-
mál tengd vændi og þar næsta um illa með-
ferð á nektardansmeyjum, en hneyksl-
anlegar fréttir af lélegum kjörum þeirra eru
orðnar magnaðri en fréttir voru af kjörum
kennara á liðnu hausti. Meira að segja frétta-
flutningur af sifjaspellamáli snerist upp í
safaríka lýsingu á kynhegðun fullorðins
manns og barns, svo ítarlega að gamli Tíg-
ulgosinn hefði vart gert betur.
Forsíður glanstímarita eru þaktar létt-
klæddum konum og í hverju þeirra er að
minnsta kosti ein góð lýsing á því hvað á og
hvað á ekki að gera í bólinu. Ekki alls fyrir
löngu var flennistór auglýsing af berrössuðu
fólki á stóru skilti við Reykjanesbrautina.
Frá Umferðarráði...
Nú ber ekki svo að skilja að mér finnist
vont að horfa á fólk – hvors kyns sem það nú
er. Hins vegar finnst mér nú flestir þægilegri
og snotrari í umgengni daglig dags ef þeir
eru í fötum. Svo velti ég því líka fyrir mér
hvaða skilaboð sé verið að senda út til fólks í
samfélagi þar sem Anorexía Nervósa, Búl-
imía og þunglyndi valda löngum sjúkra-
húslegum og dauðsföllum.
Hvernig ber að hugga stúlkuna sem er
ekki jafnleggjalögn og Claudia Schiffer, ekki
jafn krullhærð og Christina Aquilera eða kall
eins og mig sem er ekki með magavöðva eins
og Arnold Schwarzenegger eða dansfætur
eins og Ricky Martin? Ég ætla nú ekki að
fara að bera saman aðra líkamsparta hér.
Vissulega er þetta orðið afgerandi sam-
keppnisþjóðfélag. En er ekki rétt að keppa
um eitthvað sem skiptir máli? Ekki sérrækt-
aða fegurð, innantómar ræður eða gagns-
lausa þekkingu. Keppni getur orðið svo sér-
hæfð að takmarkið sem stefnt er að verður
hálfbrjálað.
Nú er verið að keppa í vaxtarrækt, sum-
part undir heitinu Fitness. Er það heilsu-
samlegt að svelta sig og drekka ekki vökva
svo dögum skiptir? Að japla á sérfram-
leiddum prótínum og hormónadrasli, nið-
urgangspillum og örvandi efnum til að vera
með nógu strekkta húð, gljáandi sjáöldur og
ofræktaða vöðva? Er það heilbrigt að ár eftir
ár segist fegurðardrottningar Íslands vilja fá
að borða og sofa að keppni lokinni? Á þessu
stigi væri vitaskuld rétt að skoða umræðuna
um áhrif fjölmiðla og ímynda. Fjölmiðlamenn
hafa gegnum tíðina viljað draga úr þeim og
telja að þeir séu að setja fram valkosti sem
fólk geti vel leitt hjá sér. Samt er það meg-
inkenning raunsjónvarpsmanna að markmið
þáttagerðar í sjónvarpi sé að draga fólk að
skjánum og láta það glápa á auglýsingar.
Sjálfsagt var það þess vegna sem Frosties
var auglýst með teiknimyndum, He-man var
markaðssettur með sjónvarpsefni, Pokémon
með bíómyndum og tíska á það til að fylgja
flottustu bíómyndunum.
Sjálfsagt er það þess vegna sem Bretar
senda beint frá leikjum í ensku knattspyrn-
unni næstum því hvert sem er og rokselja svo
minjagripi í kjölfarið.
Sjónvarp er ekki gömul uppfinning. Hér á
landi er það tæplega 40 ára.
Sjónvarpsþættir eins og Djúpa laugin,
Hausverkur um helgar o.fl. eru mark-
aðskynningar. Fjölmiðlar móta lífsstíl. Þess
vegna eru gefin út óteljandi tímarit um allar
hliðar lífshátta auk þess sem sjónvarps-
þættir, innlendir sem útlendir, fjalla um inn-
réttingar, mataræði, megrun og kynlíf.
Hins vegar þurfa menn að gæta að sér og
ganga ekki svo langt í ókeypis markaðssetn-
ingu og sölu á lífsstíl að það sé sífellt verið að
höfða til lægstu hvata og vímuefna. Hvernig
væri að horfa hærra og hvetja fólk til að
henda ekki rusli út um bílglugga, vera ekki
með börn í fanginu í framsætinu, setja örygg-
ið á oddinn og aðra skynsamlega hluti?
ÁBYRGÐ
RABB
M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N
HJÁLMAR JÓNSSON FRÁ BÓLU
VORVEÐRÁTTA
Nöpur er neyðarkæla,
norðan þokubræla,
daglegt súld og svæla,
sultur og harmagæla;
öll sig skýin skæla,
skörpum hretum æla;
fletið bragnar bæla,
að borunni kreppa hæla.
Ljótt er að líta á sjóinn,
losnar ekki flóinn,
allur er ísum gróinn,
æpir dvergaþróin,
varla vellir spóinn,
veinar og tístir lóin,
kiprar vængi kjóinn,
krafsar rjúpan snjóinn.
Héðan er margt að heyra,
þó hermi eg ekki fleira;
sultur, frost og seyra
suðar helst við eyra.
Dýrtíð sýgur dreyra
djarfar en hríðir geira, –
mun ég síðar meira
mærðarhnútum reyra.
Í formála að kvæðasafni Hjálmars Jónssonar frá Bólu (1796–1875) sagði Hannes
Hafstein: „Gegnum basl og baráttu, strit og staut, náði hann því takmarki, að verða
áttræður örbirgðarmaður, og deyja út af í eymd og volæði, saddur aðeins af einu,
þ.e. lífdögum.“
Vitnisburður
um manninn nefnast hugleiðingar Matth-
íasar Johannessen, sem hann flutti við
skólaslit Listaháskóla Íslands síðastliðinn
laugardag. „Listin á helzt að vera óvenjuleg
reynsla og mér er nær að halda að góð list
sé a.m.k. mikilvæg reynsla og raunar ein-
hvers konar vitnisburður um að við erum
komin út úr frumskóginum, með viðkomu í
hellinum þar sem frummaðurinn iðkaði list
sína um það leyti sem mennskan var að fæð-
ast í brjósti hans.“
Það er síld
nefnist grein Freysteins Jóhannssonar um
Síldarminjasafnið á Siglufirði, en það varð
fyrst safna til þess að hljóta Íslensku safna-
verðlaunin. Freysteinn ræðir við safnstjór-
ann, Örlyg Kristfinnsson.
Ivan Klíma
er í hópi þekktustu höfunda Tékklands af
hinni svokölluðu Kundera-kynslóð. Sig-
urbjörg Þrastardóttir ræddi við hann í
Prag fyrir skömmu um verk hans og skáld-
skapinn almennt, fortíðina og fleira.
Bandarísku
impressjónistarnir
höfðu ekki síður áhrif á samtíma sinn en
félagar þeirra í Evrópu. Súsanna Svav-
arsdóttir hefur kynnt sér sögu þeirra,
áhrifin sem mótuðu þá og hvers vegna þeir
aðhylltust þá listastefnu sem þeim fannst
„verri en pyntingarklefi“ til að byrja með.
FORSÍÐUMYNDIN
Forsíðumyndina tók Halldór Þormar Halldórsson við Síldarminjasafnið í
Siglufirði.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
2 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI