Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001
Þ
AÐ er vart hægt að komast hjá
því þegar talað er á vegum
listaháskóla að varpa fram þeirri
spurningu til hvers listin sé. Það
liggur í augum uppi að engum
hefur tekizt að skilgreina hana
til hlítar og eðlilegt að þessi
spurning kalli á margvísleg svör.
Lítum á orðið list, það er engin tilviljun frekar
en annað í tungunni. Upprunaleg merking þess
er kunnátta, kænska. Listamaður er þá kunn-
áttumaður, fagmaður; sá sem gengur á undan,
markar slóð; listaháskóli lærdómsstofnun sem
varðar veginn; eða teiknar áætlun, ef svo mætti
segja:
„...í höndum þínum, minn herra Guð
hefur þú teiknað mig,“
segir sr. Ólafur á Söndum í óprentuðum
sálmi.
Eða hver getur skilgreint fegurð?
Brezkur listfræðingur skilgreindi hana svo
að hún væri fullnæging. Hún væri þannig óvið-
jafnanleg reynsla.
En listin, mundi hún þá ekki einnig vera ein-
hvers konar fullnæging? Einhvers konar til-
raun til að leita að sjálfum okkur, bæði í um-
hverfi okkar og innra manni.
Listin á helzt að vera óvenjuleg reynsla og
mér er nær að halda að góð list sé a.m.k. mik-
ilvæg reynsla og raunar einhvers konar vitn-
isburður um að við erum komin út úr frum-
skóginum, með viðkomu í hellinum þar sem
frummaðurinn iðkaði list sína um það leyti sem
mennskan var að fæðast í brjósti hans.
Listin getur hvorki verið betri né verri en við
sjálf. Hún á sér bæði neikvæða og jákvæða
hvata, en hún er þó fyrst og síðast einhvers
konar barátta við tortímingu; dauða.
Dýrið verður að fá útrás í jarðneskum móð-
ursýkisköstum af ýmsu tagi þótt það hafi yf-
irgefið frumskóginn. Það er að vísu orðið mað-
ur, manneskja, en það hefur ekki losað sig við
jörðina og margvíslega fylgikvilla mennskunn-
ar, mannjöfnuð og samanburð sem geta á
stundum leitt til nýrrar sturlungaaldar; tóm-
leika og ófullnægju. Ég segi þetta ekki sem
neinskonar svartagallsraus, heldur á þessi full-
yrðing rætur í haldgóðum heimildum og
reynslu okkar eftir langa göngu og mikla leit.
Ekki endilega að einhverri óskilgreindri parad-
ís, heldur óskilgreinanlegri fegurð. Sá sem hér
talar hefur á engan hátt misst trú á manninn
eða þróun lífs á jörðinni vegna þess að margt
hefur verið öndverðara í heiminum en æskilegt
hefði verið. Sá sem missir trúna á manninn og
menninguna annað veifið þarf ekki endilega að
hafa glatað þrautseigju andans og þeirri bjart-
sýnu von, sem er leiðarljós allrar listar.
Þegar Paul Burton hitti indverska vitringinn
og tíundaði áhyggjur sínar af heiminum, sagði
vitringurinn: „Blessaður hafðu ekki neinar
áhyggjur af heiminum, hann spjarar sig. En á
meðan einstaklingurinn er eins og þú ert, þá
verður heimurinn eins og hann er.“
Þessu fær ekkert um þokað, hvorki list né sú
vonarglæta trúar sem okkur hefur verið í
brjóst of lagin.
Forfeður okkar ófu inn í listina allt sem þeim
var dýrmætast, svo sem guðamyndir og tilfinn-
ingar. Voru þeir þó engar taugahrúgur, heldur
í sæmilegu andlegu jafnvægi, ef marka má Ís-
lendinga sögur og aðrar heimildir þess efnis.
Þeir tóku ljóðlistina alvarlega, jafnvel svo al-
varlega að þeir töldu dulmagnaða töfra henni
samfara. Og þeir litu engum smánaraugum á
VITNISBURÐUR UM
MANNINN
HUGLEIÐINGAR VIÐ SKÓLASLIT LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS
„Listamaður sem byggir hugsun sína og hugarflug á
traustri undirstöðu lærdóms og menntunar þarf ekki
að hugsa um sérhvert vængjatak. Flugið verður jafn
áreynslulítið og hreyfing fugls í hrynjandi lofts og
vinda,“ segir í hugleiðingum höfundar sem Lesbók
leitaði eftir að fá birtar í heild sinni. Á síðunum birtast
einnig myndir frá útskriftarsýningu Listaháskólans.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hluti af verki Guðmundar Bjarka Guðmundssonar er nefnist Tehúsið.
E F T I R
M AT T H Í A S J O H A N N E S S E N