Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 7 lega spurður hvort hann finni einhvern tíma fyrir votti af söknuði eftir þeirri virðingu sem bannárin færðu honum. Hann neitar því alfarið og segir að allir séu fegnir því að vondir tímar séu að baki. „Það er kannski einn tiltekinn þjóðlaga- söngvari sem myndi svara þessari spurningu játandi. Hann var ekki í hópi bannfærðra lista- manna og naut mikilla vinsælda á þessum ár- um. Eftir Flauelsbyltinguna gleymdist hann hins vegar alveg og enginn kom lengur á aug- lýsta tónleika. Ég held að hann sakni áttunda áratugarins. En ekki við hin,“ ítrekar hann en bætir við að Flauelsbyltingin hafi þó ekki breytt eins miklu fyrir sig sem rithöfund og halda mætti. „Það er aðeins eitt sem hefur breyst; ég get loksins gegnt öllum þeim opinberu og félags- legu embættum sem ég kýs. Ég hef að vísu ekki tekið þátt í beinu stjórnmálastarfi eins og sumir höfundanna af minni kynslóð, en ég er í margvíslegum klúbbum og menningarstjórn- um, hef setið í stjórn Tékklandsdeildar P.E.N.- klúbbsins og látið til mín heyra í útvarpi. Í stuttu máli: ég hef fengið aðgang að tékknesk- um áheyrendum. Svo get ég náttúrlega ferðast að vild, en í tuttugu ár var mér bannað að ferðast.“ Bókmenntum er ekki skylt að hafa skilgreint markmið Í Bréfi frá Prag, stuttri ritgerð sem þú birtir fyrir fáeinum árum, skrifaðirðu að hin svo- nefnda Kundera-kynslóð tékkneskra rithöf- unda hafi ekki síst öðlast frægð á alþjóðavett- vangi fyrir viðleitni sína við að ná sambandi við lesendur. Eftir millikafla undir öðrum for- merkjum sé „yngsta kynslóð tékkneskra rit- höfunda nú þrungin þrá eftir svipuðum gildum og Kundera-kynslóðin“. Hvað áttirðu við með þessu? „Hmm, kannski hefur enska þýðingin á þessum texta ekki verið nógu nákvæm. Eða þá að ég hef ekki klárað að útlista hugmyndina,“ svarar hann hugsi. „Í rauninni var ég að tala þarna um þrjár kynslóðir rithöfunda. Til ein- földunar kenni ég mína eigin kynslóð við Kundera, þótt mér sé að upplagi illa við ein- faldanir. Sú kynslóð skrifaði sem sagt það sem kalla má raunsæisbókmenntir; umfjöllunar- efnið var mannlegt hlutskipti við ýmsar að- stæður. Í kjölfar hennar kom aftur á móti milli- kynslóð sem var að stórum hluta skipuð póstmódernistum, höfundum sem lögðu mun meiri áherslu á form en innihald. Þetta voru abstrakt-bókmenntir og reyndust mörgum les- andanum erfiðar. Unga kynslóðin er hins veg- ar aftur komin í raunsæisbókmenntirnar. Ung- ir skrifandi menn og konur nýta sér nú raunsæishefðina í nýju samhengi og skrifa læsilegar bækur. Það var þetta sem ég meinti, að við værum komin í eins konar hring.“ – Það er sem sagt aðferðin sem nýju höfund- arnir eiga sameiginlega sögum frá 7. og 8. ára- tugnum, en ekki vægið. Hefur pólitískt hlut- verk bókmennta í Tékklandi minnkað mikið frá því sem áður var? „Já, bókmenntir hafa mun minni vigt í sam- félaginu en á tímum fullveldisbaráttunnar á 19. öld eða sjálfstæðisbaráttunnar á síðari hluta 20. aldar. Hið pólitíska umhverfi er einfaldlega annað. Þegar við bjuggum við alræði komm- únismans voru bókmenntir liður í baráttunni fyrir lýðræði og sjálfstæðri menningu. Nú höf- um við öðlast hvorttveggja, þannig að bók- menntirnar geta snúið sér að frumvirkni sinni. Þegar það er ekki lengur þörf á að berjast fyrir neinu, fara bókmenntirnar á ný að snúast um raunverulega hluti: samskipti fólks. Baráttan er í mesta lagi fyrir einhverjum félagslegum umbótum, býst ég við,“ segir Klíma og setur upp kæruleysissvip. „Þrátt fyrir þetta er ég alls ekki að segja að bókmenntir skuli hafa markmið, skilgreind markmið. Slíkt er undir hverjum og einum höf- undi komið. Sumir álíta að fagurfræðileg gildi séu þau einu sem máli skipta, aðrir vilja gagn- rýna stjórnvöld með skrifum sínum og enn aðr- ir fjalla um samfélagsleg tabú. Svo eru það þeir sem átta sig ekki á lífi sínu nema með því að skrifa um það.“ Sjálfum var Klíma talið til tekna, meðan hann skrifaði bækur sem lýstu bönnum og böndum kommúnismans, að hann missti aldrei sjónar á mennskunni. Í skáldsögum hans eru mannleg samskipti í forgrunni, hið pólitíska ástand er einungis sviðið í kring. Þess vegna, skrifaði Klíma eitt sinn í eftirmála skáldsögu, hafa tékkneskir höfundar getað haldið áfram að skrifa eftir fall Múrsins. Þeir skrifuðu nefni- lega aldrei eingöngu um kúgun og ofsóknir, þeir skrifuðu um fólk. Skáldskapurinn bjargar brostnu minni – Í skáldsögum þínum lenda aðalpersónurn- ar gjarnan í aðstæðum sem þú þekkir af eigin raun. Í Love and Garbage er höfuðpersónan að skrifa ritgerð um Kafka – þú hefur sjálfur birt ritgerð um Kafka. Í My Golden Trades er að- alpersónan bannfærður rithöfundur sem tekur að sér ýmis störf – þú varst sjálfur bannaður höfundur og sinntir sumum þessara starfa á meðan. Þótt þú takir oft sérstaklega fram að sögumaður og aðrar persónur séu uppspunn- ar, ertu þá ekki með óbeinum hætti að skrifa ævisögu þína? „Ég held að flestir samtímahöfundar skrifi einhvers konar ævisögur í þeim skilningi að verkin eru byggð á þeirra eigin reynslu. Nefna má Hemingway, Green og Marquez – þessir menn skrifa verk sem eru sambland uppspuna og þess sem þeir hafa reynt á eigin skinni. Hvað mínar sögur varðar, skilgreini ég þær sem skáldskap. En reglan er að ég fer helst ekki inn á svið sem ég þekki ekki. Ég hef til dæmis aldrei skrifað um Afríku eða Asíu, því þangað hef ég aldrei komið. Stundum færist hins vegar sögusviðið til Englands eða Banda- ríkjanna því þar þekki ég dálítið til. Ég reyni líka að velja persónum mínum starfssvið sem ég hef sjálfur prófað eða þekki í gegnum aðra. Ég á til dæmis vin sem er lögfræðingur og í Judge on Trial gegnir höfuðpersónan einmitt því starfi. Sögurnar eru þannig alltaf að hluta byggðar á eigin upplifunum. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þótt unnt sé að lýsa vel því sem maður þekkir, getur skáldaði hlutinn oft orðið meira sannfærandi. Raunverulegir atburðir eru nefnilega stundum þannig að það er ekki hægt að lýsa þeim – einfaldlega vegna þess að enginn myndi trúa manni. Svo getur líka verið erfitt að koma alvöru atburðum í orð. Smásag- an „Truthful Games“ í bókinni My First Loves lýsir til dæmis nokkru sem henti mig í raun fyrir margt löngu, en það var ekki fyrr en tutt- ugu árum síðar að mér tókst að finna leið til þess að lýsa því sem gerðist. En annars hef ég svo lélegt minni að það sem ég rifja upp og ætla sannleik, er alltaf dæmt til þess að verða skáldskapur að stærstum hluta,“ segir Klíma og kímir. Erfitt að finna nýjar fléttur – Ef mér leyfist að vitna í eina bók þína, My Golden Trades, þá fær aðalpersónan snemma bókar á tilfinninguna að „allt hafi þegar verið skrifað“. Hann er rithöfundur, en strandar um stund þegar það slær hann að allar heimsins sögur hafa sennilega verið sagðar, kvikmynd- aðar eða hljóðritaðar. Færð þú stundum þessa tilfinningu og hvernig vinnurðu þá úr henni? „Heyrðu, þetta er býsna svartsýn athuga- semd hjá sögumanni,“ segir Klíma glottandi eftir að hafa hlýtt á tilvitnunina til enda í enskri þýðingu. „Hins vegar má segja að þetta sé einföldun á mun stærri athugasemd. Það sem ég á við, í það minnsta persónulega, er að það er erfitt að finna ný plott. Í raun og veru eru plottin í bókmenntum mjög fá, þau eru kannski tveir til þrír tugir, og hafa öll verið margnotuð. Það sem bjargar málunum er að það eru til milljón tilbrigði við þessar grunn- fléttur; það eru til óteljandi afbrigði af sögunni um Óþelló, galdurinn felst í því að finna eitt- hvað sem auðgar söguna.“ Hann nefnir sem dæmi aðra grunnfléttu, elskendur sem ná ekki saman. „Ein leiðin er að láta þau deyja í lokin, eins og Shakespeare gerði í Rómeó og Júlíu. Önnur leið er að láta þau flýja til útlanda, þriðja leiðin er að þau drepi foreldra sína... Það eru endalausir mögu- leikar í stöðunni. Lokalendingin væri að láta Rómeó og Júlíu giftast og fylgjast með þeim allt þangað til þau sækja um skilnað, tuttugu árum síðar.“ Hann skellir upp úr. Svo heldur hann áfram og segir skáldskap- inn vera eins og arkitektúr, efniviðurinn sé sá sami en útkoman sjaldan eins. „Allir nota múr- steina og í öllum húsum þurfa að vera veggir, gluggar og þak. Orðin eru múrsteinar höfund- anna og þeir velja sér þá herbergjaskipan sem þeir kjósa. Þannig verða húsin og sögurnar til, með verkum kunna að vera líkindi en engin tvö verk eru alveg eins.“ Klíma bætir því við að trú höfunda á eigin frumleika sé landlæg, og kannski ekki skrýtið. „Mannsheilinn hefur þann kost að vera tak- markaður, hann kemst aldrei yfir að vita um allt sem skáldað hefur verið. Meðalmaður les kannski nokkur hundruð bækur á lífsleiðinni, aðeins brotabrot af því sem skrifað hefur verið. Þess vegna á hann auðvelt með að skrifa eitt- hvað sem hann heldur að sé nýtt. Hann stend- ur í þeirri trú að það sé frumlegt og það er auð- vitað alveg dásamleg blekking.“ Sjálfur segist hann gjarnan reyna að leiða saman mörg mótíf í bókum sínum, það sé helsta leiðin til þess að nálgast frumleika. „Það hefur margt verið skrifað um keltneska menn- ingu, fjölmargt um Víetnama og sitthvað um uppgröft í borgum, en að leiða það allt saman í einni sögu er kannski pínulítið nýtt,“ segir hann og vísar í frásögn fornleifafræðingsins í My Golden Trades. „Flókin samsetning minnkar líkurnar á því að eins bók hafi þegar verið skrifuð.“ Nýjasta skáldsaga Klíma kemur út innan þriggja mánaða á ensku undir heitinu No Saints or Angels, en hún er þegar komin út á tékknesku. – Hvernig lesendur hefurðu í huga þegar þú skrifar? „Þessu er erfitt að svara. Ef ég hef verið ást- fanginn hef ég kannski haft þá stúlku í huga. Það hefur þá helst verið eiginkona mín, á síðari tímum,“ svarar hann kankvíslega. „Annars skrifa ég aðallega til þess að fullnægja sjálfum mér og ég er um það bil erfiðasti lesandi sem ég þekki. Þess vegna verð ég mjög glaður þá sjaldan mér tekst að gleðja sjálfan mig með einhverju sem ég skrifa.“ – Sagt hefur verið að þú skrifir með útlenska lesendur í huga, fremur en Tékka? „Því er ég ekki samþykkur, það væri ómögu- legt að hafa í huga kínverskan lesanda og skrifa með þeim hætti. Ég reyni að skrifa á þann hátt að fólk skilji mig. Og til þess að texti skiljist, hvar og hverjum sem er, verður hann að vera nákvæmur. Það þarf að leggja áherslu á atriði sem eru nauðsynleg til skilnings á sög- unni sem slíkri, án þess að bakgrunnur lesand- ans skipti þar sköpum. Þetta er það sem ég reyni að hafa í huga. Hins vegar gegnir öðru máli um verk sem ekki eru skáldverk, til dæmis er ég nú að leggja lokahönd á ævisögu Capeks sem bein- línis er skrifuð fyrir ameríska lesendur.“ Prag er ekki París – Vel á minnst, Capek. Hann var eins og þú skrifandi höfundur í Prag og hér hafa búið fleiri frægir höfundar, frá Kafka til Kundera. Auk þess virðast útlendingar sækja hingað unnvörpum til þess að skrifa. Hvað er það við Prag sem er svona hvetjandi til skrifta? „Það er rétt, hingað kemur mikill fjöldi fólks í því augnamiði að skrifa bækur. En veistu, ég veit ekki nema þetta sé allt saman misskiln- ingur!“ svarar Klíma að bragði og hlær. „Ég kem einmitt inn á þetta í ritgerðinni sem ég er að skrifa. Að einhverju leyti er þetta goðsögn, á fyrri hluta 20. aldarinnar var því til dæmis haldið fram að Prag væri spennandi staður til sköpunar því hún væri suðupottur þýskrar og tékkneskrar menningar, auk gyðingamenning- ar. En gyðingar voru hér aðeins áberandi í skamman tíma og menning þeirra var fremur einangruð. Sama gilti um Þjóðverjana, áhrif þeirra voru hverfandi. Svo má ekki gleyma því að margir þessara rithöfunda sem þú nefndir voru óþekktir þegar þeir voru uppi, það þekkti til dæmis ekki nokkur maður Kafka á sinni tíð. Það var því ekki þannig að frægir listamenn gengju hér um götur, öðrum til andagiftar.“ Klíma tekur sér dálítinn umhugsunartíma og heldur svo áfram. „Reyndar var hér á tímabili mjög líflegt menningarlíf, á öldinni sem leið. Hugsuðir úr mörgum hópum – rithöfundar, arkitektar, listamenn og aðrir – hittust á kaffihúsum og ýmsum samkundum og ræddu saman. Slíkar samræður hljóta ávallt að vera innblásnar, en þetta er hins vegar ekki svona lengur. Amerík- anar koma hér í hópum í þeirri trú að þetta sé svona enn, að andrúmsloftið hér eins og í París á 3. áratugnum. Svo er ekki. En þessir amer- ísku höfundar kynnast heldur ekki Prag eins og hún er í raun og veru, því þeir hafa búið til sinn eigin menningarkima í borginni með eigin bókabúð, kaffihúsi og svo framvegis,“ segir hann og vísar til bókakaffisins The Globe og annarrar skipulagðrar menningarstarfsemi enskumælandi rithöfunda í Prag. „Með þess- um hætti kynnast þeir borginni varla náið. En ég get hins vegar skilið hvers vegna Amerík- anar koma til Prag, listamenn og aðrir. Borgin er vel staðsett, í hjarta Evrópu, og ef maður er frá Detroit eða Alaska hlýtur byggingarlistin hér líka að vera stórkostleg. En það er þó ekk- ert sem aðrar evrópskar borgir státa ekki af líka, sömu áhrif fást í París og Róm, jafnvel Kraká. Það sem Prag hefur helst fram yfir, er að hún slapp tiltölulega óskemmd út úr heims- styrjöldunum. Annars er staðreyndin samt sú að fjölmargar gamlar byggingar voru endur- byggðar á nýliðinni öld. Betlemska kapellan, einn af viðkomustöðum ferðamanna, var til dæmis algjörlega endurbyggð frá grunni árið 1951. Ég held samt að þú ættir ekkert að vera að skrifa það – túristar vilja nefnilega helst trúa því að allt sé voðalega gamalt,“ segir Klíma að endingu og kann ekki frekari skýr- ingar á því hvers vegna Prag er álitin borg inn- blástursins. Hann er sjálfur fæddur í borginni og hefur búið þar nær alla sína ævi. Hún er sérstök í hans huga því hann þekkir hana best allra borga. Að hún sé sérstök í sjálfri sér er annað mál. Líklega misskilningur. Býsna þrá- látur misskilningur. Presslink/Sean Gallup Rithöfundurinn Ivan Klíma – áður en skærunum var brugðið á loft. sith@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.