Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 11
Í
MORGUNBLAÐINU 20asta maí síð-
astliðinn arkar Þórey Friðbjörnsdóttir,
rithöfundur, þýðandi og bókmennta-
kennari, frammá ritvöllinn og fer mik-
inn, enda ekkert minna í húfi en hnífjafn
réttur rithöfunda af báðum kynjum til
viðurkenningar á verkum sínum. Um þá
kröfu er þarflaust að fjölyrða; réttmæti
hennar liggur öllum heilskyggnum mönnum í
augum uppi. Hinsvegar verður valkyrjunni það
á í ákafa sínum að varpa fram fullyrðingum,
sem ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum, og
dreifa um sig alhæfingum sem eru í besta falli
hálfsannar.
Mér hefur frá fyrsta fari runnið til rifja það
megna ranglæti í launakjörum sem svonefndar
„kvennastéttir“ á uppeldis- og umönnunarsviði
hafa mátt búa við. Hvort þær „eiga það sam-
merkt í sínu starfi að gera fúslega alls konar
fyrir næstum ekki neitt“, einsog Þórey kemst
svo snyrtilega að orði, skal ósagt látið, en ekki
fer milli mála að ómetanlegt framlag kvenna á
ofangreindum sviðum og raunar mörgum fleiri
er skammarlega vanmetið. Um þau efni hef ég
margan pistilinn skrifað og fer ekki frekar útí
þá sálma. Afturámóti er vant að sjá, með hvaða
hætti kjör „kvennastéttanna“ snerta afkomu
rithöfunda af kvenkyni, meðþví konur sitja við
sama borð og karlar varðandi ritlaun og aðra
aðstöðu, hvað svosem Þórey staðhæfir um þau
efni.
Karlmannsverk að skrifa bækur?
Þórey heldur því fram að konur hafi fyrr á
öldum ekki þótt eiga erindi inná vettvang bók-
menntanna. Þar þykir mér bókmenntakennar-
anum heldur betur fatast. Konur hafa komið
við sögu bókmennta nálega frá upphafi vega.
Sapfó hin gríska samdi sínar tæru ljóðperlur
kringum 600 fyrir Kristsburð og telst enn með-
al höfuðskálda bókmenntasögunnar. Múrasakí
Sjíkúbú hin japanska samdi eitt af öndvegisrit-
um bókmenntanna, „Söguna um Dséntsí“, á
10ndu öld og var ein margra japanskra kvenna
sem á sinni tíð iðkuðu bókmenntaskrif með
minnisverðum árangri. Á Íslandi gerði Jóreið-
ur Hermundardóttir í Miðjumdal garðinn
frægan á 13du öld, en miklu síðar komu til sögu
konur á borð við Steinunni í Höfn, Látra-
Björgu, Guðrúnu í Stapadal, Skáld-Rósu, Júl-
íönu Jónsdóttur, Torfhildi Hólm og Ólöfu frá
Hlöðum. Á Norðurlöndum var bókmenntaiðja
kvenna umtalsverð. Á 17du öld komu meðal
annarra fram Agneta Horn, Dorothe Engel-
bretsdatter og Christina Regina vom Birchen-
baum; á 18du öld Charlotte Dorothe Biehl,
Anna Maria Lenngren, Frederike Brun og
Thomasine Gyllembourg.
Á liðnum þremur öldum má virða fyrir sér
fjölmenna fylkingu kvenna sem markað hafa
spor í bókmenntasögunni. Nefna mætti eina 50
kvenhöfunda sem verulega hafa látið að sér
kveða á þessu skeiði, alltfrá Marie Madelaine
de Lafayette (1634-93) og Jane Austen (1775-
1817) til Sigrid Undset (1882-1949) og Karen
Blixen (1895-1962). Sex þessara kvenna hlutu
Nóbelsverðlaun.
Þórey nefnir að þær Brontë-systur, Charl-
otte, Emely og Anne, hafi í öndverðu svindlað
sér „inn í karlaveldi bókmenntanna sem
Currer, Ellis og Acton Bell“, og má að vísu
nefna fleiri dæmi um þvílík tiltæki, til dæmis
George Sand og George Eliot, en yfirgnæfandi
meirihluti ofangreindra höfunda notaðist við
rétt nöfn. Þórey segir að konur „þurfi ekki
lengur að svindla sér inn á ritvöllinn með því að
villa á sér heimildir. Það er því ráðgáta hvers
vegna sumir breskir kvenrithöfundar velja
fremur að skrifa undir fangamarki en fullu
nafni enn þann dag í dag, höfundar eins og A.S.
Byatt og J.K. Rowling, eða hvarflar yfirleitt að
nokkrum manni að markaðssetningin á Harry
Potter-bókunum hafi í upphafi tekist jafnsnilld-
arlega og raun bar vitni vegna þess að höfund-
arheitið var kynlaust?“ Hér bregður fyrir því-
líkri vanþekkingu að mann rekur í rogastans.
Veit bókmenntakennarinn ekki að langsamlega
flestir kvenhöfundar birta verk sín undir fullu
nafni? Hinsvegar á það við um allmarga breska
höfunda af BÁÐUM kynjum, að þeir kjósa að
notast við fangamarkið. Hvert voru höfundar á
borð við T.S. Eliot, W.H. Auden, D.H. Law-
rence, W.B. Yeats og D.H. Thomas að svindla
sér?
Furðuleg skilgreining
Þórey tekur sér fyrir hendur að skilgreina
muninn á skáldverkum íslenskra karla og
kvenna. Er sú útlistun öll í skötulíki staðlausra
fullyrðinga. Hér er dæmi: „Og allir karlhöfund-
arnir taka þeim [kvenhöfundum] með góðlát-
legu umburðarlyndi, svo lengi sem þeim er ljóst
að konur skrifa sögur meðan karlar skrifa bók-
menntir. Það er á þessu sviði sem öðrum að
konum er velkomið að vera með, svo lengi sem
þær eru ekkert að troða sér inn í þungavigt-
arflokka, þar sem þær vitaskuld ráða ekki við
neitt, enda veiklulegt kyn sem á það til að setja
saman veiklulegar bækur um sín kyndbundnu
hugðarefni...“ Ef þessar og þvílíkar staðhæf-
ingar eru einkennandi fyrir bókmenntakennslu
í skólum landsins, þá má kannski eiga von á
fleiri ritsmíðum á svipuðum nótum fáfræði og
sleggjudóma? Sannleikurinn er sá, að íslenskir
kvenhöfundar eru löngu komnir í „þungavigt-
arflokkinn“ og eru þar raunar margir í fylking-
arbrjósti. Nægir í því sambandi að nefna höf-
unda á borð við Ragnheiði Jónsdóttur,
Jakobínu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdóttur,
Ástu Sigurðardóttur, Vilborgu Dagbjartsdótt-
ur, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Þóru Jónsdóttur,
Þuríði Guðmundsdóttur, Guðrúnu Helgadótt-
ur, Ásu Sólveigu, Nínu Björk Árnadóttur,
Steinunni Sigurðardóttur, Olgu Guðrúnu Árna-
dóttur, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Vigdísi
Grímsdóttur, Kristínu Marju Baldursdóttur,
Þórunni Valdimarsdóttur, Ingibjörgu Haralds-
dóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Elísabeti Jök-
ulsdóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur, Iðunni
Sveinsdóttur, Stefaníu Þorgrímsdóttur, Vil-
borgu Davíðsdóttur, Jóhönnu Sveinsdóttur, El-
ínu Ebbu Gunnarsdóttur, Diddu, Auði Jóns-
dóttur, Rögnu Sigurðardóttur, Sigurbjörgu
Þrastardóttur, Gerði Kristnýju og Guðrúnu
Evu Mínervudóttur. Vissulega fríður og fjöl-
breytilegur hópur, þó upptalningin sé langtífrá
tæmandi. Sé litið yfir verk þessara kvenna
verður dagljóst að flestar fullyrðingar Þóreyjar
eru úr lausu lofti gripnar og þjóna þeim tilgangi
einum að efna í þarflaust karp um keisarans
skegg. Ekki þarf að liggja í þagnargildi, að einn
af fjórum íslenskum höfundum, sem sæmdir
hafa verið Bókmenntaverðlaunum Norðul-
andaráðs, er konan Fríða Á. Sigurðardóttir.
Er kynferðið mikilvægast?
Þórey kvartar undan því að jafnan sé „til siðs
að kveðja til karlhöfunda til margvíslegrar um-
ræðu, sennilega til að tryggja að kvenhöfundar
verði ekki þáttastjórnendum til skammar með
vandræðalegum orðaflaumi um annarlega
draumóra og óskiljanlegar hvatir sem karlkyns
stjórnandi botnar svo vitaskuld ekkert í.“
Þráttfyrir þessa skammarlegu áráttu fjölmiðla
lét Víðsjá Ríkisútvarpsins sér sæma tvo daga í
röð að fjalla fullkomlega gagnrýnislaust um
makalausa ritsmíð Þóreyjar! Þar kom meðal
annars fram að kvenþjóðin læsi meira en karl-
peningurinn, en samt væru útgefendur tregari
til að gefa út verk kvenna en karla. Það eru
sannarlega skrýtnir viðskiptahættir að vilja
síður gefa út verk fyrir fjölmennan lesendahóp
en fámennan! Reyndar er það svo, að konur
setja síst minni svip á bókmennta- og menning-
arumæðu fjölmiðla en karlar, og er það vel. Á
Þóreyju er samt helst að skilja að þessi fjöl-
skrúðugi hópur kvenna sé ofurseldur karlveld-
inu.
Þannig býsnast hún yfir því, að á málþingi
um „Heim skáldsögunnar“ í lok mars hafi ein-
ungis 2 þeirra 32 verka, sem tekin voru til um-
ræðu, verið eftir konur, endaþótt 14 fyrirles-
aranna hafi verið kvenkyns. Reyndar var það
karlmaður sem fjallaði um annað af tveimur
verkum kvenhöfunda. Er hugsanlegt að bók-
menntarýnar af báðum kynjum láti annað en
KYNFERÐI höfunda ráða mati sínu á skáld-
verkum? Í lok greinar sinnar víkur Þórey að
síðustu úthlutun starfslauna til rithöfunda og
getur þess að 38 karlar hafi fundið náð fyrir
augum úthlutunarnefndar, en einungis 16 kon-
ur. Þetta hlutfall er að vísu nálægt hlutfalli
karla og kvenna í Rithöfundasambandi Íslands.
Þar eru 224 karlar og 111 konur. Hitt hlýtur
samt að skipta sköpum, hverjir og hve margir
sóttu um starfslaun og hvað umsækjendur
höfðu fram að færa til stuðnings umsóknum
sínum. Að þessu sinni er úthlutunarnefnd skip-
uð tveimur konum og einum karli, svo tæplega
verður ályktað að nefndin sé kvenfjandsamleg.
Hinsvegar gæti ég náttúrlega á persónuleg-
um forsendum gert því skóna, að hún sé fjand-
samleg afkastamiklum körlum á efri árum! Á
ritferli mínum hef ég skilað af mér ríflega 70
bókum, þýddum og frumsömdum, og naut um
skeið 12 mánaða starfslauna, enda hef ég á liðn-
um tveimur áratugum að meðaltali sent frá mér
tvær bækur árlega. Síðustu tvö árin hef ég
hinsvegar einungis fengið sex mánaða starfs-
laun, sem vissulega eru velþegin uppbót á rýr-
an ellilífeyri og stopul ritlaun. Á móti kemur að
kornungir og efnilegir kvenhöfundar hafa feng-
ið 12 mánaða starfslaun. Þessum lukkunnar
pamfílum hlýt ég að samgleðjast og læt mér
ekki til hugar koma að vali úthlutunarnefndar
hafi ráðið annað en fagleg sjónarmið.
„Kerlingabækur“
Ritsmíðar á borð við þá, sem hér er gerð að
umtalsefni, koma af einhverjum duldum orsök-
um fram með ákveðnu millibili. Sú síðasta birt-
ist fyrir einum 17 árum og varð tilefni andsvara
af minni hálfu, meðþví ég var borinn þeim sök-
um að hafa gert lítið úr skáldskap kvenna, með-
al annars Jakobínu Sigurðardóttur og Svövu
Jakobsdóttur, með því að kalla hann „kerlinga-
bækur“. Því svaraði ég á þessa leið: "Hér eru
engin dæmi nefnd og ekki auðgert að fletta of-
anaf þeim álygum sem undir dylgjunum búa.
Mér vitanlega voru bækur þeirra Jakobínu Sig-
urðardóttur og Svövu Jakobsdóttur aldrei orð-
aðar við „kerlingabækur“. Ég hafði þetta gam-
algróna orð, sem á hefðbundinni íslensku
merkir kredda eða hjátrú, um þá tegund bóka
sem síðarmeir var nefnd afþreyingarbók-
menntir og samdar voru eftir ákveðnum form-
úlum sem sjaldan var brugðið útaf. Tók ég skil-
merkilega fram að nafngiftin ætti jafnt við
afþreyingarbækur karla og kvenna. Þessi
spaugsemi kann að hafa orkað tvímælis, en fyr-
ir því er enginn flugufótur, þó hver éti firruna
eftir öðrum, að ég hafi með nafngiftinni verið að
gera lítið úr bókmenntum kvenna yfirleitt,
enda tel ég mig fortakslaust hafa verið meðal
þeirra sem fyrstir fögnuðu skáldverkum Jak-
obínu og Svövu – sem og annarra góðra kven-
rithöfunda sem gert hafa garðinn frægan á
liðnum aldarfjórðungi.“
ER KVEN-
HÖFUNDUM
MISMUNAÐ?
Höfundur er rithöfundur.
E F T I R
S I G U R Ð A . M A G N Ú S S O N
ÞETTA var 17. apríl 1962. Mér hafðiverið falið að velja málverk í afmæl-isgjöf handa sextugum manni. Auðvit-að yrði Kjarvalsmálverk það eftir-
sóknarverðasta af öllu en litla von hafði ég
um að af þvílíkum kaupum yrði, þar sem um
vissa upphæð var að ræða og voru þau ekki
dýrust af öllum málverkum? En mikið væri
nú gaman að koma á vinnustofu meistarans.
Þeim áhuga deildi ég með tengdamóður
minni, Sigríði Önnu Elísabetu Nikulásdóttur,
ættaðri frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hún
þekkti vel Guðbrand Magnússon, fyrrver-
andi forstjóra, sem var vinur Kjarvals og
orðaði þetta við hann. Hann sagði að við
skyldum bara prófa að fara að vinnustofunni
og berja að dyrum. Það varð úr og þessu æv-
intýri lýsti ég í bréfi til foreldra minna, skrif-
uðu tveimur dögum seinna og tek ég eftirfar-
andi kafla orðrétt upp úr því:
….Um fimmleytið á þriðjudaginn var lögð-
um við Sigríður af stað í leiðangur til Kjar-
vals og tókum Öddu og Siggu með okkur.
(Dætur mínar sex og fjögurra ára en sjálf
gekk ég með þriðju dótturina. Innsk.). Karl-
inn býr á heilu lofti yfir Blikksmiðju Breið-
fjörðs neðst í Sigtúninu. Ég býst við að heim-
ilisfangið sé leyndarmál en að því komst
Sigríður hjá Guðbrandi Magnússyni.
Jæja, við löbbuðum nú þarna upp stigann
með hálfum huga og ætluðum varla að kom-
ast að dyrunum fyrir tómum blómakörfum,
trérömmum og pappaspjöldum og alls kyns
hafurtaski. Ég ber svo að dyrum með öndina
í hálsinum en hinar stóðu neðar í stiganum.
Fyrst var steinhljóð en síðan heyrðist þrusk
og fótatak og karl birtist í gættinni, snögg-
klæddur með óhnýtt hálsbindi og lætur
brúnir síga. Ég býð góðan dag og spyr hvort
hægt sé að líta á myndir.
„Engar myndir, engar myndir,“ segir karl
brúnaþungur en þó ekki ómildur. Ég brosti
þá til hans glettnislega og spurði hvort það
væri nú alveg víst.
„Já, já, engar myndir. Áttu þessi börn?“
sagði hann svo og gægðist fram hjá mér nið-
ur í stigann á Öddu og Siggu sem voru í
rauðu og gulu sumarkápunum sem ég saum-
aði upp úr gamalli kápu af mér og annarri
sem mér var gefin. „Ljómandi fallegar
myndir,“ sagði hann svo og var nú heldur
farin að lyftast á karli brúnin.
„Þið getið svo sem komið inn og fengið að
sjá eitthvað svo þið hafið nú eitthvað upp úr
þessu.“
Svo bauð hann okkur inn. Þetta var einn
geimur, líklega ekki minna en 100 fermetrar
(?) og alls staðar voru myndir, hálfunnar,
fullunnar, litlar og stórar. Þeim var stillt upp
við veggi og alls konar statív úti um allt gólf
svo að maður varð að þræða sig varlega á
milli þeirra. En engin var til sölu utan ein
gríðarstór austan af Héraði. Við gengum svo
þarna um og skoðuðum allt sem við komumst
yfir. Þar var nú margt fallegt, m.a. fallega
stóra steina- og mosamyndin sem var á sýn-
ingunni hans í febrúar í fyrra. Karl sagði að
margir væru búnir að bjóða í hana en greini-
legt er að hann tímir ekki að láta hana, er
enda enn þá að bæta í hana. Svo sýndi hann
okkur risastóra mynd af síðasta Heklugosi,
málaða á staðnum, sagði hann. (Okkur Sig-
ríði þótti nú báðum lítið varið í hana).
„Hvað er klukkan,“ stúlkur? sagði karl og
ók sér. „Það er líklega best að fara að setja
hitann á. Hér er svo vistlegt þegar hlýtt er.
Ég lá fyrir, er latur í dag, fór ekkert út í mid-
dag. Kannski ég fari nú út og fái mér eitt-
hvað að borða.“
Þarna var rúmið hans eða dívan, nokkuð
breitt með rúmfötum og lopateppum og inn-
rammaðar fjölskyldumyndir í kring, stillt
upp á einhverja stalla og hillur. Svo var
þarna innan um allar myndirnar gamalt og
luralegt mjótt trérúm með rúmfötum. Öll
rúmfötin voru skjannahvít og hrein.
Við kvöddum nú karl með þökkum og
handabandi og ég held hann hafi þakkað okk-
ur fyrir móttökurnar þegar við gengum út.
Þetta var sem sagt heilmikið ævintýri þó
að við gætum ekkert fengið keypt hjá hon-
um.
Þegar ég les þetta bréf, 39 árum seinna,
flýgur spurning gegnum huga minn: Komum
við þarna til einmana, gamals og næstum
þunglynds manns? Hafði hann legið í rúmi
sínu langt fram eftir degi, horft á fjölskyldu-
myndirnar og rifjað upp liðnar hamingju-
stundir og ekki haft sinnu á að setja hitann á
íbúðina eða fá sér eitthvað að borða?
Kannski léttu litlu stúlkurnar í rauðu og gulu
kápunum lund hans eina síðdegisstund?
Fallega steina- og mosamyndin, var það
myndin Skjaldbreiður, nú svo vel þekkt, þar
sem fjallið sést lítið í löngum fjarska í bak-
grunni myndarinnar sem fyllt er hinum
skrautlegustu steinum og litfögrum mosa?
Svo vill til að ég á myndskrána frá sýning-
unni í febrúar 1961. Þar eru tvær myndir
sem bera nafnið Skjaldbreiður.
KOMIÐ Á VINNUSTOFU KJARVALS
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík.
E F T I R
Ö N N U M A R Í U Þ Ó R I S D Ó T T U R