Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 NÝLEG skáldsaga eftir Beryl Bainbridge, According to Queeney (Að mati Queeny) hef- ur vakið töluverða athygli með- al breskra lesenda og er m.a. ein af bókunum sem komust á langlista Booker-verðlauna- nefndarinnar þetta árið. Segir þar frá síðustu árum kenni- mannsins og háðfuglsins Samu- els Johnsons en atburðum bók- arinnar er lýst frá sjónarhóli dóttur ástkonu hans, Queeney. Bainbridge þykir hafa tekist með eindæmum vel að end- urskapa liðna tíð og fanga per- sónuleika. Rithöfundurinn Margaret Atwood kallaði verkið „bókmenntaviðburð“ og annar gagnrýnandi var fljótur að skipa Bainbridge í flokk með höfundum á borð við Peter Ackroyd og William Golding sem „endurskapa sögulegan veruleika á máta sem lesandinn treystir“. Bulgari-hneykslið FÁTT hefur undanfarið vakið meira umtal í bókmenntaheim- unum beggja vegna Atlants- hafsins en nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins Fay Wel- don sem frægust er fyrir skáld- söguna Ævi og ástir kvendjöf- uls. The Bulgari Connection (Bulgari-tengslin) kemur út núna í haust en það eru hvorki gæði né gallar sög- unnar sem vekja umtalið heldur sú staðreynd að höfundurinn þáði greiðslu frá ítölsku skartgripa- fyrirtæki fyrir að minnast á vörutegund sína í sögunni. Þyk- ir þar sumum síðasta listræna vígið hafa fallið í hendur smekkleysingjanna. Jane Fried- man, framkvæmdastjóri Har- perCollins, hefur hins vegar lýst yfir hrifningu á framtaki Wel- don og sagði að þetta gæfi sér „margar hugmyndir“. Á öðru máli er t.d. Michael Chabon, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin í ár, en hann taldi framtakið „ömurlegt“. Þá álítur Ron Han- sen að tilraun þessi muni ekki aðeins skaða orðspor höfund- arins heldur einnig fyrirtækið sem á í hlut. Weldon hlær hins vegar að öllu saman og segir að burtséð frá auglýsingunni sé þetta ein af bestu skáldsögum sem hún hafi skrifað. Galdramenn Le Guin BANDARÍSKI rithöfundurinn Ursula Le Guin nýtur nokk- urrar sérstöðu þar sem hún til- heyrir svokölluðum „geirabók- menntum“, þ.e. hún skrifar vísindaskáldsögur en sú bók- menntategund er sjaldnast tek- in alvarlega, en hefur engu að síður hlotið mikið lof innan bók- menntaheimsins. Meðal vinsæl- ustu verka hennar er bókaröð sem kennd er við „Earthsea“ og segja má að séu eins konar for- verar Harry Potter-bókanna. Þær lýsa hliðlægum veruleika jarðarinnar þar sem galdrar eru daglegt brauð en ævintýri ungs manns eru miðpunktur sagnanna. Um þessar mundir er fimmta bókin í röðinni að koma út, The Other Wind, og þykir Le Guin, sem er á sjötugsaldri, engu hafa gleymt þar sem hún snýr allri atburðarásinni fram að þessu á hvolf í nýstárlegu verki. ERLENDAR BÆKUR Síðustu ár Samuels Johnsons Fay Weldon Á FÖSTUDAGSKVÖLDI fyr- ir skömmu, þegar sjón- varpsdagskráin var með sínu hefðbundna versta móti eins og jafnan í lok vinnuviku, var ég að vafra á milli hér um bil 20 stöðva sem mér standa til boða. Eftir stutt innlit á CNN, SKY, TCM, MTV, CNBC, BBC PRIME (sem er reyndar skárri en flest annað á föstudagskvöldum), Hallmark, National Geographic, Bíórásina, Skjá einn, Stöð 2 og Sýn (þar sem bjórplebbarnir voru að efna í helgarhausverk) staldraði ég ósjálfrátt við á Rás 1. Ég kom þar inn í mynd sem var talsvert meira en hálfnuð og náði því engu sambandi við söguþráðinn, en samt gómaði hún athygli mína. Það var verið að leika á íslensku! Og þetta virt- ist í kallfæri við einhverja tegund af íslenskum veruleika. Blossi hét myndin og kveikti í mér þó ég vissi lítið um efni hennar eða erindi. Myndvinnsla til fyrirmyndar, klippingar, öll tæknivinna eins og miklir og margreyndir fag- menn hafi vélað þar um. En það skipti reyndar minna máli en sú fágæta staðreynd að þarna var bókstaflega leikið á íslensku. Þegar búið er að innbyrða svo og svo marga filmukílómetra af amerísku unglingalífi með sín eilífu „dating-problem“, „locker-problem“ og „parent-problem“, eða endalausar andlitlar setukómedíur, þar sem persónurnar tala aldrei saman nema á öskrinu og skiptast þess á milli á misjafnlega smellnum staklínum eða „one-lin- ers“, veitir ekkert af duglegu móteitri, skammti af leiknu efni á íslensku til að afrugla áhorfand- ann og minna hann á hvar hann á heima. En hvar er þá allt íslenska leikna efnið? Hvar eru myndirnar um íslenska menntaskóla- krakka? Hvar eru hinar íslensku sápuóperur? Hvar eru íslensku krimmarnir? Hvar eru ís- lensku stofukómedíurnar? Hvar eru hinar ís- lensku framhaldsmyndir, hinir íslensku fram- haldsþættir? Það er margbúið að varpa þessum spurningum fram en enginn orðið til svara. Við höfum heykst á því að framleiða íslenskt efni við alþýðuskap af eintómu lítillæti og borið fjár- skorti við. Hvernig væri nú að snúa dæminu við og segja: „Við höfum ekki efni á að framleiða ekki íslenskt efni.“ Það er nefnilega ekkert ann- að en stórbrotin menningarleg hneisa að reka hér hverja „íslensku“ sjónvarpsstöðina eftir aðra þar sem uppistaða dagskrár er miðlungs- efni frá Bandaríkjunum. Menn hafa reynt að koma til móts við þörfina fyrir leik á íslensku með talsetningu og vel má svo sem vera að slíkt sé til einhvers gagns. Sú nytsemi er þó alls ekki sjálfgefin, því verkið krefst mikillar fagmennsku. Nýlega sá ég tvær Disney-myndir með son- arsyni mínum. Þetta voru The Lion King með upprunalegu tali en skýringartexta og Risaeðl- urnar sem var talsett. Ólæs drengurinn hafði auðvitað engin tök á að skilja skýringartextann, en þar fóru hinir enskutalandi leikarar á kost- um. Talsetta myndin var hins vegar svo illa leik- in að sárt var á að hlýða, en sökin var ekki leik- aranna eingöngu heldur fyrst og fremst textans. Það er vitaskuld grundvallaratriði að íslensk- ir leikarar sem vinna við talsetningar fái veru- leikatengdan, sæmilega leikhæfan texta til að vinna með, en slíku var ekki að heilsa hér. Það er einfaldlega ekki hægt að skila trúverðugri leiktúlkun gegnum texta sem er ekki bara flat- ur og ósnjall, heldur með brenglaðri orðaröð, ambögum og amerískri setningaskipan, óraveg frá íslensku talmáli. Gerum þetta á íslensku! FJÖLMIÐLAR HORFANDINN AFRUGLAÐUR En hvar er þá allt íslenska leikna efnið? Hvar eru mynd- irnar um íslenska mennta- skólakrakka? Hvar eru hinar íslensku sápuóperur? Hvar eru íslensku krimmarnir? Hvar eru íslensku stofukómedíurnar? Á R N I I B S E N I Margir fyllast andúð þegar minnst er á peningaeða markað í sömu mund og listir og menningu. Sennilega er ekki langt síðan fór að bera á þessu í menningarsögunni. Upphafin hugmynd nítjándu aldarinnar um snillinginn, sem skapaði verk sín af guðlegri innsýn eða sjálfsprottnum innblæstri, gerði listamanninn að hálfgerðri hornreku í mannlegu samfélagi. Hann átti ekki og þurfti jafn- vel ekki að sækjast eftir veraldlegum gæðum. Listamenn voru nánast af öðrum heimi og sú hug- mynd að þjáning þeirra í þessum heimi væri upp- spretta verka þeirra var ríkjandi. Laun lista- manna voru því aldrei annað en ölmusa á þessum tímum, ólíkt því sem verið hafði fyrr á öldum er listamenn nutu velvildar konunga og kirkjuhöfð- ingja enda nauðsynlegir miðlar boðskapar, lofs og skemmtunar. II En með einstrengingslegri áherslu nítjándu ogtuttugustu aldarinnar á listamanninn eða höf- undinn á kostnað listaverksins tóku hugmyndir um eignarrétt hans á listaverkinu eða hinn svo- kallaða höfundarrétt að þróast. Höfundar lista- verka hófu kjarabaráttu sína í lok nítjándu aldar er hugmyndir raunsæismanna um samfélagslegt hlutverk listarinnar komust í hámæli. Þessi bar- átta hefur skilað sér í æ betri kjörum listamanna en eigi að síður eimir enn eftir af viðhorfum róm- antíkurinnar um að listin skuli vera óháð pen- ingum og prjáli. III Algengt er að heyra talað um að listamenneða listastofnanir og jafnvel heilar listgreinar séu ofurseldar peninga- og markaðsöflunum. Það er orðin viðtekin venja að tala um að kvikmynda- gerð í Hollywood sé frekar iðnaður en list enda beri verkin þess glögg merki, frásögn þeirra sé formúlukennd og inntakið klisjur, í þær skorti með öðrum orðum frumleika og sköpun hins frjálsa listamanns. Svipuð viðhorf eru ríkjandi um popp- tónlist og metsölubækur og önnur listaverk sem virðast fyrst og fremst hugsuð sem vörur á markað. En þau virðast einnig fljót að skjóta upp kollinum um listamenn sem almennt eru viðurkenndir sem skapandi og frumlegir (hvað sem það annars merkir) ef þeir eiga mikilla vinsælda að fagna eða tengja sig með einhverjum hætti peningaöflum og markaði. Tenórarnir þrír eru gott dæmi, Pav- arotti, Domingo og Carreras, sem syngja mun hér á landi í komandi viku og fjallað er um í Lesbók í dag. Og í vikunni fékk breski rithöfundurinn Fay Weldon fyrir ferðina eftir að hafa gert fáheyrðan samning við skartgripaframleiðandann Bulgari um samningu skáldsögu þar sem nafn fyrirtæk- isins kemur ítrekað fyrir, eins og greint er frá í dálknum um erlendar bækur á þessari síðu. IV Spyrja má hvort þessi viðhorf og harðir dóm-ar sem þeim fylgja iðulega eigi rétt á sér. Lita tvö hundruð ára gömul viðhorf rómantíkurinnar ef til vill sýn okkar? Í sögulegu samhengi mætti líka velta því fyrir sér hvort svipuð viðhorf hefðu getað átt við listamenn á borð við Michelangelo og Da Vinci sem voru sannarlega ofurseldir kapítali samtíma síns. Og hvað með hirðskáld konunga? Eru dróttkvæðin ómerkilegt popp? NEÐANMÁLS ÞÓTT mér finnist oft erfitt að skrifa eru ritstörf það skemmtilegasta sem ég geri. Þar liggur mesta ástríðan. Í myndlistinni er ég meiri skipuleggjandi. Gleðin þar felst í að vinna með öðru fólki. Í skrif- unum er maður hins vegar aleinn en fullur af fólki. Svo á ég annan heim sem heitir Vasaleikhúsið. Það er mest óuppsetjanleg sviðs- verk, skrifuð upphaflega fyrir út- varp og bók þótt eitthvað hafi rat- að inn í sjónvarp líka. Það hafa reyndar margir reynt að setja vasaleikritin á svið og engum tek- ist eins vel og Stefáni Jónssyni sem bjó til frábæra sýningu úti í Flensborg fyrir nokkrum árum. Vasaleikhúsið er skrifað fyrir leik- svið hugans og þess vegna miklu myndrænna en önnur leikrit eftir mig. Það er gaman að skrifa myndir, þótt ég geti ekki gert slíkt fyrir alvörusvið. Eins og þegar Blíðfinnur varð til, þá fór ég bók- staflega inn í þann heim. Steig inn í myndina. [...] Maður kemur inn í Háskólann tiltölulega tilgerðarlegur úr ís- lenskunámi menntaskólans upp úr 1980 og getur ekki skrifað setn- ingu án þess að hún sé lúmskt stuðluð. Það hemar yfir alla polla og maður er voðalega mikið á ferð með rökkrinu að vitja um silf- urfiskana í möskvum trjánna. Það var fátt sem hvatti til sjálfstæðrar hugsunar í þessum listasöfnum ís- lenskunnar. Ég fékk nasasjón af því í menntaskóla og svo staðfest- ingu á því í Háskólanum, að svona skrifuðu menn á Íslandi sem vildu láta taka sig alvarlega. En ekki svona. Maður hafði á tilfinn- ingunni að góðskáldin gætu ekki einu sinni gert það öðruvísi en skáldlega með sínum Amors fylli- penna. Þorvaldur Þorsteinsson „Ský“ Hjá Leikfélagi Akureyrar Það er ekki hægt að segja að ég hafi tekið við góðu búi því að ég þurfti að byrja að vinna ým- islegt frá grunni og þar á ég ekki síst við samskipti leikhússins við áhorfendur. Þetta var meginverk- efnið þegar ég byrjaði aftur en það er ekki mitt að dæma um hvernig til hefur tekist. Sigurður Hróarsson ak Morgunblaðið/Sigurður Jökull Rof í landslagi. EN EKKI SVONA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.