Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 VETRARSTARF kóranna í Langholts-kirkju er komið af stað. Í Langholts-kirkju er haldið uppi markvissu kór-starfi fyrir fullorðna og börn allt frá fjögurra ára aldri. Kór Langholtskirkju er aðalkór kirkjunnar. Að sögn Jóns Stefánssonar kórstjóra flytur kórinn jafnan nokkur stór kirkjuleg kórverk, jafnframt því að taka þátt í messusöng. Verk- efni kórsins í vetur verða meðal annars flutn- ingur á Sálumessu eftir Nils Lindberg í sam- vinnu við Stórsveit Reykjavíkur, en sálumessan er djassverk og leikur 25 manna stórsveit með kórnum. Árlegir jólatónleikar eru fastur liður í starfi kórsins og hefur aðsókn á þá verið mikil dagana fyrir jól. Rússneska tónskáldið Ígor Stravinskíj gegnir stóru hlutverki í vetrarstarfi kórsins. Í dymbilviku flytur kórinn messu eftir hann og á Listahátíð flytur kórinn verk hans Brúðkaupið á lokatónleikum hátíðarinnar. Kammerkór Langholtskirkju er úrvalskór og tekur þátt í margvíslegum tónlistarflutningi innan kirkjunnar og utan. Í vetur er stefnt að þátttöku kórsins í kórakeppni í Danmörku, þar sem kórinn verður fulltrúi Íslands. Kórnum var boðið að taka þátt í þessari keppni og segist Jón vonast til að af þessu geti orðið. Kórstarfið er æskulýðsstarf Barnastarf er viðamikið í Langholtskirkju. Jón Stefánsson segir að einhverju sinni hafi þær raddir heyrst á sóknarnefndarfundi að ekkert æskulýðsstarf væri í kirkjunni. Því hafi verið fljótsvarað að kórstarfið væri sannarlega æskulýðsstarf og það fer vaxandi ár frá ári. Kórskóli Langholtskirkju er vettvangur þeirra krakka sem vilja öðlast reynslu í kór- söng áður en gengið er til liðs við aðra kóra kirkjunnar en nemendur kórskólans gegna þó mikilvægu hlutverki í kirkjustarfinu í Lang- holtinu. Kórskólinn kemur fram í messum og á aðventukvöldi, þar sem hann flytur Lúsíuleik, en kórskólinn sýnir einnig helgileikinn Fæð- ingu frelsarans á jólatónleikum kórskólans og í fjölskyldumessu annan dag jóla. Kórskólinn er ætlaður átta ára krökkum og eldri. Krúttakórinn er tvískiptur kór fjögurra til fimm ára barna og sex til sjö ára barna og segir Jón að eftirspurn eftir plássi í kórinn sé meiri en ráðið hafi verið við. Um 60 börn eru að jafn- aði í Krúttakórnum og þegar aldri er náð fara þau í kórskólann. Þegar þau eru orðin níu ára segir Jón að þau hafi náð mikilli færni í kórsöng en séu þó of ung til að ganga í Gradualekórinn, sem er unglingakór kirkjunnar. Eftir mark- visst starf Krúttakórsins í fimm ár og kórskóla í tíu ár sé því ekki um annað að ræða en að stofna yngri deild Gradualekórsins til að fullnægja þörfum þessara getumiklu krakka sem þegar eiga að baki allt að fimm ára reynslu í kórsöng. Nýr kór stofnaður annað árið í röð Nýi kórinn með börnum á aldrinum 9 til 12 ára fer af stað í haust, en stjórnandi hans verð- ur Harpa Harðardóttir. Jón segir þessa krakka einstaklega duglega. „Eftir fimm ára kórstarf eru þessir krakkar orðnir mjög agaðir og ein- beittir í því sem þeir eru að gera; þeir læra nýja texta eins og að drekka vatn og aganum fylgir að þau öðlast meira sjálfstæði og læra skipu- lögð vinnubrögð.“ Jón segist sannfærður um að samhengi sé milli þátttöku barnanna í kórstarf- inu og velgengni þeirra í skóla og að krakkarnir í kórunum í Langholtinu standi sig yfirleitt mjög vel í því sem þau taka sér fyrir hendur. „Ég get nefnt dæmi um stelpu sem syngur í Graduale Nobili sem er í fullu fiðlunámi, en auk þess í námi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þessi stelpa æfir sjálf og þjálfar fimleika, og á öllum þessum sviðum er hún á toppnum. Þetta er ekkert einsdæmi; það er eins og að krakkar sem læra góð vinnubrögð geti innbyrt hlutfalls- lega svo miklu meira af þekkingu og æfingu en SJÖ KÓRAR Í LANGHOLTSKIRKJU OG NÝTT LISTRÁÐ Kór Langholtskirkju. „GOTT HVAÐ BARNAKÓRASTARF INNAN KIRKJUNNAR HEFUR EFLST“ inic átakaþrungin, enda eru þau fulltrúar ill- samræmanlegra viðhorfa ólíkra kynslóða til listarinnar og lífsins. Með leikstjórn sinni á Vilja Emmu, er Vig- dís Jakobsdóttir að takast á við sitt fyrsta leik- stjórnarverkefni í Þjóðleikhúsinu. Síðan hún lauk leikhúsfræði- og leikstjórnarnámi við The University of Kent í Kantaraborg árið 1994, hefur hún sett upp fjölmargar leiksýn- ingar með áhugaleikhópum en einnig í Kaffi- leikhúsinu og Útvarpsleikhúsinu. Þá aðstoðaði hún Kjartan Ragnarsson við uppfærsluna á Sjálfstæðu fólk í Þjóðleikhúsinu. Vigdís segist einkar lánsöm að hafa fengið að takast á við svo snjallt verk sem Vilji Emmu er, í sínu fyrsta verkefni í Þjóðleikhús- inu, og það með svo frábært leikaralið. „Verk- ið er ákaflega bitastætt á allan hátt fyrir leik- arana, leikstjórann og leikhúsið sem setur það DAVID Hare er meðal virtustu sam-tímaleikskálda Breta, en eitt af nýj-ustu verkum hans, Vilji Emmu eðaAmy’s View eins og það heitir á frummálinu, hlaut gríðarmikla aðsókn í Lund- únum og hefur almennt átt mikilli velgengni að fanga þar sem það hefur verið sýnt báðum megin Atlantshafsins. Hare er þekktur fyrir það gagnrýna innsæi og greiningu á bresku samfélagi sem finna má í leikritum hans. Hann vakti fyrst athygli með leikritinu Plenty sem sett var upp af breska þjóðleikhúsinu nokkru eftir að hann var ráðinn þangað árið 1975. Í kjölfarið hefur Hare sent frá sér hvert verkið á fætur öðru þar sem hann fjallar um stofnanir og stoðir samfélagsins, og varð verk hans The Absence of War sem kom á fjalirnar árið 1993 mjög umtalað vegna strangrar gagnrýni á breska verkamannaflokkinn, en Hare er alla jafna talinn vinstrisinnaður í póli- tík. Í Vilja Emmu fjallar Hare af innsæi um mannleg samskipti og birtingarform listarinn- ar í síbreytilegum heimi. Þar segir frá ástinni og hamingjuþrá í lífi þriggja meginpersóna, Esme (Kristbjörg Kjeld), þekktrar sviðsleik- konu í London, sem komin er á miðjan aldur og sér fram á dvínandi hlutverkaframboð. Verkið hefst þegar Emma (Elva Ósk Ólafs- dóttir), dóttir Esme kemur með Dominic (Baldur Trausti Hreinsson), nýja kærastann sinn í heimsókn til mömmu. Þegar frá fyrstu stund verða samskiptin milli Esme og Dom- upp. Þarna er um að ræða samtímaverk sem er um leið sannkallað leikhúsverk sem gerir ákaflega miklar kröfur til leikaranna, enda fjallar verkið að mörgu leyti um stöðu leik- hússins í fjölmiðlasamfélagi nútímans. Það sem mér finnst ekki síst heillandi við verkið er að það ber boðskap kærleikans. Því miður sér maður ekkert allt of mikið af því nú til dags. Engu að síður er þetta mjög nútímalegt verk og gerir hann þetta mjög vel.“ Tal okkar Vigdísar berst nú að því næmi fyrir mannlegum samskiptum sem verkið hef- ur til að bera. „Já, samskipti persónanna eru ótrúlega dýnamísk, það á sér stað mikið drama innan þeirrar einföldu umgjarðar sem verkið í raun hefur,“ segir Vigdís. „Sagan fjallar fyrst og fremst um fólk og tilfinningar, en innan þess ramma felst jafnframt umfjöll- un um togstreitu leikhúss og fjölmiðla og um stöðu listarinnar í flóknum nútíma. Einnig varpa samskipti persónanna ljósi á kynslóða- bil, bil milli kynjanna og hreinlega bilið sem getur skapast milli fólks í samskiptum.“ Vig- dís bendir á að Esme og Dominic séu fulltrúar ólíkra viðhorfa í öllum þessum umfjöllunar- efnum. „Esme er barn hinna gömlu tíma, þeg- ar leikhúsið naut annarrar stöðu en það hefur gert undanfarna áratugi. Hún tilheyrir jafn- framt fágaðri millistéttinni, er vel að sér um listir. Hún er mjög skörp kona og leggur alla áherslu á að halda reisn og vera samkvæm sjálfri sér. Hún hefur því allt að því staðnað og hefur því engan vilja til að skilja sjónarmið Dominics sem er fulltrúi nýrra tíma.“ Í verkinu er Dominic fulltrúi nýrra viðhorfa til listarinnar, sem virða að vettugi hin hefð- bundnu viðhorf og skilgreiningar á listinni. En hann er einnig fulltrúi þeirrar einstaklings- hyggju og tækifærishyggju sem einkennir ef til vill hina fjölmiðlavæddu menningu samtím- ans. Vigdís segir verkið fela í sér þroskasögu persónanna í samhengi við dýpri umræðu um list og samfélag. „Ef við lítum á tímabilið sem verkið á að gerast á, sjáum við hversu með- vitað höfundurinn vinnur með breska sögu og menningarhræringar. Verkið spannar 16 ára tímabil, það hefst árið 1979, árið sem Marg- aret Thatcher komst til valda. Verkinu lýkur síðan árið 1995, árið sem Tony Blair er kosinn formaður Verkamannaflokksins. Þannig ger- ist verkið á tímabili mikilla hræringa fyrir leikhúsið. Fram að níunda áratugnum hafði Leikritið Vilji Emmu eftir breska leikskáldið David Hare verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við leikstjórann Vigdísi Jakobsdóttur um hinar mörgu hliðar verksins. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dominic, unnusti Emmu, sem leikinn er af Baldri Trausta Hreinssyni, er fulltrúi nýrra tíma. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Elva Ósk Ólafsdóttir og Kristbjörg Kjeld eru hér í hlutverkum mæðgnanna Emmu og Esme. „MIKLIR LISTA- MENN ERU MIKLAR MANNESKJUR“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.