Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 11 ALLA ofangreinda hætti mætti kalla þríhenda þar sem í þeim eru aðeins þrjár hendingar (braglínur). Fyrsta lína þessara rímnahátta er lengst, oftast sex kveður en þó stundum fimm (stuðlafall), en hinar línurnar eru aðeins fjór- kvæðar. Braghenda eða braghending er algengust þessara hátta. Hún kemur fyrir í gömlum rím- um, til dæmis í Þrymlum sem líklega eru ortar á fyrri hluta fimmtándu aldar. Fyrst þegar hátturinn kemur fram ríma allar línur vísunn- ar saman og má því kalla að það séu einkenni frumbragarins. Sem dæmi mætti taka þessa aðsendu vísu eftir ÞK: Lífsins megn er lagt í dróma, landið sefur. Einn þó snusar úti refur, ekkert skjól á fjöllum hefur. Séu kveður fleiri en fimm í braglínu eins og í fyrstu línu braghendu verður svonefnd brag- hvíld eða bragrof og er það táknað með svolitlu bili á bragmyndinni hér að ofan. Í slíkum brag- línum eru þrír stuðlar og kemur sá seinasti þá í fyrri kveðu eftir bragrof. Frárímuð braghenda er algengur háttur en í henni ríma seinni línurnar tvær saman en ekki við þá fyrstu. Undir þeim hætti er eftirfarandi vísa úr Hlíðar-Jóns rímum Steins Steinars: Þykir mér á þessum slóðum þrengjast hagur. Fáir meta ljóðalestur, langar mig í Dali vestur. Einna íburðarmest afbrigði braghendu var svokölluð skjálfhenda en hún er bæði samrím- uð og samhend jafnframt því sem innrím lang- setis er í fyrstu braglínu. Undir þeim hætti orti Sveinbjörn Beinteinsson svo í Háttatali sínu: Öxar þungar ófrið sungu yfir hausa, stríði þrungið stef tók rausa stálatungan blíðulausa. Valhent eða valhenda er að því leyti einu frábrugðin braghendu að allar línur hennar eru stýfðar (þ.e. enda á einliðum). Valhent kemur einstaka sinnum fyrir í eldri rímum inn- an um braghent og í Hjálmþésrímum, sem lík- lega eru ortar á fyrri hluta fimmtándu aldar, er heil ríma kveðin undir þessum hætti. Má hér taka aðsenda vísu útnesjamanns sem dæmi um háttinn óbreyttan: Vetur hörfar, vindur þagnar, vaknar sól, geislum stráir grund og hól, glæðir líf sem áður kól. Afbrigði af þessum hætti sem nefnt hefur verið blíðalag svarar til skjálfhendrar brag- hendu hvað innrím varðar og er rétt að sækja aftur í smiðju til Sveinbjarnar Beinteinssonar um þennan bragarhátt: Þó ég sendi þér í hendur þetta ljóð lítt mér endist listin góð, löngum blendinn kveð ég óð. Stuðlafall er þriggja lína háttur eins og braghent og valhent en greinir sig frá þeim að því leyti að fyrsta línan er fimmkvæð og því verður engin braghvíld í henni og aðeins tveir stuðlar. Seinni línurnar eru báðar ferkvæðar og stýfðar. Stuðlafall kemur fram sem sérstak- ur rímnaháttur á sextándu öld. Algengast var frárímað stuðlafall en þá ríma aðeins saman lokakveður tveggja seinni línanna. Má um það taka dæmi úr Vilmundar rímum viðutan eftir Hall Magnússon (d. um aldamótin 1600): Kóngsson sér að kappann sigrar mæði, syndur út að sverða grér síðan hann til landsins ber. Seinustu vísuna á Sigurður Breiðfjörð en hún er stuðlafall frárímað mishent og hálfdýrt: Hjá mér þjóðin heimtar ljóð af sögum uns ég flæmist út um höf eða dæmist nár í gröf. Vísur frá lesendum: Lesendur eru hvattir til að senda inn vísur undir ofangreindum bragarháttum á vefsíðuna: www.ferskeytlan.is eða í pósti með utanáskriftinni: Vísnaþáttur Ferskeytlunnar, Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær. VÍSNAÞÁTTUR BRAGHENT, VALHENT OG STUÐLAFALL U M S J Ó N : K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N Kristján er íslenskufræðingur og Jón Bragi verkfræðingur. Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir? Í grunnatriðum þarf tvennt til þess að hægt sé að spá veðri: Fyrst þarf nákvæman skilning á þeim náttúrulögmálum sem ráða þróun loft- hjúpsins. Þessi lögmál eru sértilvik af grund- vallarlögmálum í aflfræði, varmafræði og geislunarfræði. Síðan þarf ástand lofthjúpsins á gefnum tíma að vera þekkt. Þetta er venju- lega kallað andrúmsloftsgreining, eða bara greining. Náttúrulögmálin eru sett fram sem ákveðn- ar jöfnur, svonefndar grunnjöfnur, sem lýsa því hvernig veðrið þróast frá gefnum upphafs- gildum. Í stuttu máli þarf einungis að gera tvennt þegar spáð er fyrir um veðrið: (i) Afla sér staðgóðrar greiningar sem má nota sem upphafsgildi fyrir grunnjöfnurnar. (ii) Leysa þessar jöfnur til að sjá hvernig veðrið verður í framtíðinni. Þetta er þó hægara sagt en gert. Grunnjöfn- urnar eru gífurlega flóknar og oftast er notast við einfaldanir þegar þeim er beitt. Báðir þættirnir hér að ofan geta valdið óvissu í spá, upphafsgildin geta gefið ónákvæma mynd af raunverulegu ástandi andrúmsloftsins og eins geta einfaldanirnar leitt til villandi niðurstöðu. Fyrir vikið eru því takmörk sett hversu langt fram í tímann veðurspáin er marktæk. Á síðustu áratugum hafa verið þróuð sér- stök tölvuforrit sem leysa grunnjöfnurnar með tölulegum aðferðum. Þessi forrit eru kölluð veðurspálíkön og þróun þeirra hefur haldist í hendur við tölvubyltinguna og í sumum til- vikum verkað sem drifkraftur á framfarir í þróun ofurtölva. Ef veðurspá sem unnin er á Veðurstofu Ís- lands og miðlað á rás 1 í Ríkisútvarpinu er lögð til grundvallar er atburðarásin við gerð hennar og miðlun í grófum dráttum þessi: I. Veðurathugunum og mælingum á ástandi andrúmsloftsins er safnað saman frá öllum heimshornum, bæði á landi, sjó og í lofti. Um er að ræða athuganir á mönnuðum stöðum á landi og á skipum, sjálfvirkar veðurmælingar á landi, háloftastöðvar á landi og á skipum, sjálfvirkar athuganir úr flugvélum, veðurratsjám og veð- urduflum á sjó, ýmsar beinar mælingar, myndatöku og ratsjármælingar úr gervitungl- um og fleira. Þessar upplýsingar fara svo um alþjóðlegt fjarskiptanet til allra ríkisveðurstofa á jörðinni. Þannig eru gagnkvæm skipti á upp- lýsingum hornsteinn að öllum veðurspám. II. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar berist á misjöfnum tíma er með tölvutækninni hægt að „reikna“ þær til sameiginlegs upphafstíma og þannig er ástand andrúmsloftsins kortlagt eins nákvæmlega og kostur er. Þetta er gert einu sinni til tvisvar á sólarhring fyrir alla jörðina en tvisvar til fjórum sinnum á afmarkaðri svæð- um. Til spágerðar fyrir einstök lönd eða lands- hluta er gögnum safnað saman á 1–3 klukku- stunda fresti eða jafnvel oftar. Í lok þessa skrefs má segja að greiningin sé tilbúin. III. Enn eru veðurspálíkön ekki „keyrð“ reglulega á Veðurstofunni og því notast stofn- unin við niðurstöður úr svæðalíkönum, bæði frá bresku veðurstofunni en einnig útreikninga sem gerðir eru á dönsku veðurstofunni úr veð- urspálíkani (HIRLAM) sem Veðurstofan á ásamt átta öðrum veðurstofum í Vestur- Evrópu. Þessir útreikningar eru notaðir til að vinna veðurspána fyrir næstu 36 klukkustund- irnar. IV. Þessar tölvuspár, ásamt greindum veð- urkortum þar sem veðurfræðingur á vakt teiknar inn á skil, þrýstilínur, úrkomusvæði og fleira, eru síðan grundvöllur þeirra spáa sem miðlað er frá Veðurstofu Íslands. Veðurfræð- ingur skrifar texta spárinnar og stýrir hinni myndrænu framsetningu. Líklegt er að á næstu árum verði allar veðurspár að mestu leyti unnar með sjálfvirkum hætti undir um- sjón og eftirliti veðurfræðings. Nú eru spárnar samdar eða endurskoðaðar á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn og vaktaðar þess á milli. Þannig er hægt að senda út sérstakar viðvaranir ef nýjar upplýsingar berast á milli reglulegra spátíma sem gefa til kynna að veð- ur muni víkja verulaga frá gildandi spá. Slíkar upplýsingar berast fyrst og fremst frá skipum og eru afar mikilvægar fyrir alla veðurþjón- ustuna. V. Þegar spáin hefur verið gerð er hún lesin af aðstoðarmönnum veðurfræðinga (eftirlits- mönnum) í Ríkisútvarpinu, rás 1. Einnig er hún lesin inn á símsvara og send á strand- stöðvar til lestrar þar, auk þess sem hún fer sjálfvirkt inn á vefsíðu Veðurstofunnar og textavarp Sjónvarpsins. Þegar um sjóveð- urspá er að ræða er hún þýdd á ensku og send út á NAVTEX fjórum sinnum á sólarhring. Halldór Björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Hvaða eldfjall hefur gosið mest? Virkustu eldfjöll á Íslandi eru sennilega Hekla, Grímsvötn og Katla. Sé litið svo á, sem margir gera, að Skaftáreldagosið 1783 tengist í rauninni Grímsvötnum, eru þau sú eldstöð sem mest hefur gosið. Lakagígahraunið eitt er talið vera um 15 km3 – mest að rúmmáli þeirra hrauna sem runnið hafa á sögulegum tíma. Að auki eru gos tíð í Grímsvötnum sjálfum, senni- lega meira en 30 gos á síðustu 400 árum. Ætla má að samanlagt rúmmál þeirra sé að minnsta kosti 3 km3 en rúmmál gosmyndana eftir ísöld (10.000 ár) sem tengjast Grímsvötnum er sennilega nær 55 km3. Katla hefur gosið 17 sinnum á sögulegum tíma. Eldgjá virðist tengjast Kötlu með sama hætti og Lakagígar tengjast Grímsvötnum, og þar varð mesta gosið tengt Kötlu árið 934. Eldgjárhraunið nálgast Lakagígahraunið að rúmmáli. Sömuleiðis lítur út fyrir að heild- arrúmmál gosefna frá Kötlu síðustu 10.000 ár gefi Grímsvötnum lítt eftir. Hekla hefur gosið að minnsta kosti 17 sinn- um á sögulegum tíma, fyrst árið 1104, og á 20. öld var hún sérlega virk – gaus fjórum sinnum: 1947–48, 1970, 1980–81 og 1991. Samanlagt rúmmál gosmyndana Heklu á sögulegum tíma er um 7 km3 en eftir ísöld 42 km3. Þennan samanburð yfir virkni á sögulegum tíma (1.100 ár) má taka saman í töflu: Fjöldi gosa Gosmynd- anir í km³ Grímsvötn 100? 18 Katla 17 12? Hekla 17 7 Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands. HVERNIG ER VEÐRI SPÁÐ? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvað táknmál er og hvort til sé alþjóðlegt táknmál, hvað líkindarök og þagnarrök í sagnfræði eru, hvernig kræklingur er ræktaður og hvort okkur sé nauðsyn á að varð- veita tungumálið. VÍSINDI Morgunblaðið/Golli Heklugos, gígar í suðurhlíð Heklu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.