Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001
K
YRRSTAÐA, einangrun,
brostnar vonir, myrk fortíð og
getuleysi til að hefja nýtt líf
eru leiðarstef í fimm íslenskum
leikritum sem komu fram á síð-
asta áratug og fjalla á einhvern
hátt um líf fólksins í landinu ut-
an höfuðborgarinnar. Verkin
sem um ræðir eru Hafið og Kennarar óskast eft-
ir Ólaf Hauk Símonarson, Í hvítu myrkri eftir
Karl Ágúst Úlfsson, Óskastjarnan eftir Birgi
Sigurðsson og Kaffi eftir Bjarna Jónsson. Öll
voru þessi verk frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á
tímabilinu 1992–1998.
Þrátt fyrir að efnistök þessara fjögurra höf-
unda virðist ólík við fyrstu sýn eru viðfangsefnin
giska lík þegar grannt er skoðað, form, stíll og
persónusköpun kallast á í anda þess raunsæis
sem íslensk leikritun hefur – að hluta – þreifað
sig eftir á undanförnum árum.
Öll gerast þessi fimm leikrit utan höfuðborg-
arinnar, á ónafngreindum stöðum, þrjú sjávar-
pláss (Hafið, Í hvítu myrkri, Kaffi), einn sveita-
bær (Óskastjarnan) og eitt skólasetur (Kenn-
arar óskast) og tími þeirra er samtíminn, utan
Óskastjarnan sem gerist um miðjan 9. áratug-
inn og fjallar að nokkru um þær breytingar sem
urðu á landbúnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda
á þeim tíma.
Hafið
Drifrás Hafsins er yfirvofandi andlát aldraðs
fjölskylduföður, útgerðarmanns af gamla skól-
anum, og börn hans ásamt mökum þeirra hafa
safnast saman á æskuheimilinu til að komast að
samkomulagi um hvernig skipta skuli eignum
fjölskyldunnar. Þar vegur þyngst kvótinn sem
safnast hefur og tekist er á um hvort selja skuli
kvótann og hirða hagnaðinn eða hvort bæjar-
félagið eigi einhvern siðferðilegan rétt á að
kvótinn sé kyrr í héraðinu. Enginn efast um
eignarréttinn. Hér er vissulega tekist á um
grundvallaratriði sem skekið hefur samfélagið
allt nær undanfarna tvo áratugi en persónusaga
verksins er skorin á annan veg, þar sem kemur
fram ólík afstaða barnanna til búsetu á staðnum;
öll hafa þau flust burt nema einn sonur sem hef-
ur hálfpartinn dagað uppi heimafyrir vegna
getuleysis til að skapa sér sjálfstætt líf annars
staðar. Ekkert þeirra hefur áhuga á að halda
áfram ævistarfi hins aldraða föður, virðingar-
leysi þeirra fyrir lykilhlutverki fjölskyldunnar í
atvinnusögu staðarins er algjört, þetta er rót-
laust fólk sem tapað hefur sögu sinni og kann
enga aðra leið til að skjóta rótum í nýju um-
hverfi en að selja fortíð sína.
Í hvítu myrkri
Í hvítu myrkri gerist á lítilli veitingastofu í
sjávarplássi um hávetur í myrkri og kulda.
Áætlunarbíllinn teppist næturlangt á staðnum
vegna óveðurs og með honum er farþegi, kona
sem ætlar í næsta fjörð. Í ljós kemur að að-
komukonan og einn heimamanna, gröfu-
maðurinn sem hamast alla nóttina við að ryðja
veginn, eiga sér sameiginlega fortíð ásamt geð-
veikum bróður hans. Kærastan hans núverandi,
sem starfar sem gengilbeina á veitingastofunni,
dregst inn í upprifjun atburða fortíðarinnar og
uppgjör sem fylgir í kjölfarið. Smám saman
kemur sannleikurinn fram þótt allir reyni að
halda fram sinni útgáfu af honum. Um morg-
uninn hefur óveðrinu slotað, aðkomukonan og
kærastan hverfa á brott en eftir sitja bræðurnir,
annar dauður og hinn lifandi.
Form leikrits Karls Ágústs Úlfssonar, Í hvítu
myrkri, er mótað í hefðbundna umgjörð innilok-
unar ákveðins hóps. Í textanum er endurtekið
vísað til hins yfirþyrmandi umhverfis, óveðurs-
ins og einangrunarinnar. Þó er í sjálfu sér ekk-
ert við þetta verk sem tengir það við íslenskar
aðstæður, hvorki landfræðilega né félagslega,
nema þá tilvísanir í myrkrið og kuldann; per-
sónusaga verksins snýst ekki um tengingar við
íslenskan veruleika sérstaklega heldur er til-
finningaleg forsaga persónanna þungamiðjan og
því gæti verkið gerst hvar sem er. Bygging
verksins er hefðbundin á þann hátt að í sam-
tölum persónanna bætast sífellt nýjar upplýs-
ingar við þannig að áhorfandinn fær smám sam-
an fyllri mynd af forsögunni; til að skilja stöðu
persónanna í nútíðinni þarf að upplýsa tengsl
þeirra í fortíðinni. Sumpart er þetta hefðbundið
spennuleikrit þar sem persónurnar hafa ýmsar
ástæður til að fela atburði fortíðarinnar og veita
misvísandi upplýsingar um rétta atburðarás.
Formið er staðlað, þar sem hópur fólks er inni-
lokaður á sama stað og ljóst er að einn úr hópn-
um hefur framið glæp. Frávikið felst í því að
glæpurinn var framinn í fortíðinni og atburða-
rásin snýst um að upplýsa glæpinn og koma
fram einhvers konar refsingu. Þegar öll kurl eru
komin til grafar er ljóst að dramatísku réttlæti
hefur verið fullnægt með því að refsing kom fyr-
ir voðaverk í fortíðinni með vondum örlögum
hins seka og dauða hans í lokin. Áhorfandinn
getur sæst á niðurstöðuna þótt ljóst sé að lausn-
in er bundin við hópinn, opinberir aðilar hafa
hvergi komið nærri, hvorki við upplýsingu né
úrlausn. Þannig sver verkið sig á vissan hátt í
ætt við hið sígilda ameríska kvikmyndaþema
þar sem einstaklingurinn hefur tekið lögin í eig-
in hendur og forsjónin sér svo um að útdeila
réttlætinu.
Kennarar óskast
Í Kennarar óskast fæst Ólafur Haukur Sím-
onarson aftur við vanda sem steðjar að íslensku
samfélagi á ritunartíma verksins; brottflutning-
ur af landsbyggðinni og tilraunir heimamanna
til að halda uppi sömu lífsgæðum og annars
staðar, við fremur vonlitlar aðstæður. Ung
kennarahjón úr höfuðborginni hafa ráðið sig að
sveitaskóla og um veturinn gerist ýmislegt sem
verður til þess að þau skilja og hann snýr aftur
suður en hún verður eftir, reiðubúin að takast á
við lífið á þessum stað. Persónur verksins eru
kennararnir við skólann, dæmigerður samsetn-
ingur af fólki sem hefur safnast saman á slíkum
stað, sumir eru þar fæddir og uppaldir og vilja
hvergi annars staðar vera, aðrir hafa gefist upp
og flúið í fásinnið; upp kemur að gamall kennari
sem enn kennir við skólann hefur gerst sekur
um sifjaspell á ungri stjúpsonardóttur sinni, af-
staða hinna til þessa atburðar litar samskipti
þeirra í seinni hluta verksins. Sifjaspell, uppgjör
milli hjóna, árekstrar landsbyggðar og höfuð-
borgar, bil milli kynslóða, að því augljósasta
ónefndu, nefnilega kennaraskorti á landsbyggð-
inni, er hugsanlega efni í mörg leikrit en hér er
það allt tekið til meðhöndlunar og raunar án
þess að úr fjölþættum efniviðnum sé unnið á við-
unandi hátt. Í Kennarar óskast eru dregnar upp
skýrar myndir af aðstæðum og persónum er lýst
í gegnum knöpp og hnitmiðuð samtöl. Þróun
persóna er hinsvegar lítil, reynslan sem at-
burðarásin ætti að hafa fært þeim hefur lítil
Kaffi (1998) eftir Bjarna Jónsson
Í hvítu myrkri (1994) eftir Karl Ágúst Úlfsson. R
Kennarar óskast (1997) eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikarar: Örn Árnason, Þröstur Leó Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Óskastjarnan (1998) eftir Birgi Sigurðsson. Leika
ÁTÖK Á LANDS-
BYGGÐINNI
Hlutverk landsbyggðarinnar er viðfangsefni HÁVARS
SIGURJÓNSSONAR í grein þar sem skoðuð eru
nokkur leikrit frá síðasta áratug sem öll eiga sér
landsbyggðina að sameiginlegu baksviði.