Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 9 merkjanleg áhrif á þær. Hið raunsæislega snið verksins gerir hins vegar kröfu um slíka þróun og fyrir vikið verður leikritið nokkuð sundur- laust og persónusköpunin einfölduð; hver og ein persóna stendur fyrir ákveðna manngerð frem- ur en farið sé ofan í tilfinningalega sauma henn- ar. Galli verksins felst í innri árekstrum þess þar sem formið stangast á við hina leikrænu frá- sagnaraðferð. Persónur eru kynntar til sögunn- ar með breiðum pensildráttum og sagan sögð í stórum stökkum en nærmyndarform þess setur áhorfandann í stellingar fyrir nákvæmari úr- vinnslu á persónulegum og tilfinningalegum tengslum persónanna. Gauragangur og Þrek og tár eru aftur á móti dæmi um verk eftir Ólaf Hauk þar sem þessi frásagnaraðferð og tegund persónusköpunar helst fullkomlega í hendur við hið víða og opna form sem þeim verkum var val- ið. Í Kennarar óskast gerir formið nánast sjálft kröfu um einhvers konar dramatíska niðurstöðu – hefðbundin sögulok – en þau fást ekki utan það að eiginmaðurinn hverfur á braut og sifja- spellirinn er hindraður í að kenna börnum áfram en er að öðru leyti látinn óáreittur en þó sniðgenginn. Hvort draga má þá ályktun af þessum lokum verksins að lítil samfélög sjái um sína og blandi helst ekki öðrum utanaðkomandi í lausn vandamála sinna er áleitin spurning og hvort það sé þá umfjöllunarefni höfundarins þegar allt kemur til alls. Óskastjarnan Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson er samið í anda raunsæis hvað varðar umgjörð og per- sónusköpun. Staðurinn er sveitabærinn, æsku- heimili tveggja systra þar sem önnur fór út í heim og varð þekkt kvikmyndaleikkona og hin fórnaði glæstum frama sem sellóleikari fyrir umönnun foreldra og síðar búsins. Hér er stefnt saman sígildum þemum um skyldur og ábyrgð einstaklingsins gagnvart sjálfum sér og þeim sem hann elskar. Hvort vegur þyngra þegar á reynir og hvort skapar meiri sálarró og lífsham- ingju þegar öllu er á botninn hvolft. Eins og til að tengja þetta alþjóðlega og sígilda efni við ís- lenskan veruleika sérstaklega er fléttað inn í frásögnina áhyggjum bóndans af afkomu sinni í ljósi ákvarðana íslenskra stjórnvalda um ís- lenskan landbúnað um miðjan 9. áratuginn. Þessari samtímafléttu er nánast ofaukið, hún gerir verkið heimóttarlegra en ella og dregur úr þeim dramatíska krafti sem einkennir samskipti systranna. Að þessu leyti er þetta leikrit sama marki brennt og Í hvítu myrkri; það gæti gerst hvar sem er og efni þess tengist ekki séríslensk- um aðstæðum nema á mjög svo lauslegan hátt. Það dregur hins vegar alls ekki úr gildi þess eða krafti sem leikrits og dramatísk uppbygging hins eldfima sambands milli systranna er frá- bærlega unnin og fengur að þessu verki í ís- lenska leikritaflóru. Kaffi Kaffi Bjarna Jónssonar gerist í fótboltabæ, knattspyrna á hug persónanna allra en þó er það ekki nema á yfirborðinu, knattspyrnuáhug- inn er eins konar sameiginleg aðferð til afneit- unar á mikilvægari þáttum mannlegra sam- skipta. Drykkjuskapur og dauðsfall í fjölskyldunni setja einnig mark sitt á samskiptin og þegar gamall vinur, skáld úr höfuðstaðnum, skýtur upp kollinum brotna vígi vanans end- anlega. Bjarni Jónsson er yngstur þessara höfunda sem hér eru taldir en þeir geta talist til þriggja kynslóða. Elstur er Birgir, þá Ólafur Haukur og Karl Ágúst og Bjarni síðan yngstur. Ekki verð- ur þó séð af þessu fyrsta verki Bjarna að honum sé sérstaklega hugleikið hlutskipti hans eigin jafnaldra. Þrjár kynslóðir eiga fulltrúa í Kaffi og áherslan er á millikynslóðina og finna má því stað að verkið sé öðrum þræði uppgjör höfund- arins við æskustöðvarnar; eins konar lifandi staðfesting þess að viðfang ofangreindra leikrita sé raunverulegt; Bjarni er sonurinn sem flutti burt úr plássinu og skrifar síðan um smábæj- arlífið með sjónarhorni heimsborgarans sem sest hefur að í höfuðborginni eftir dvöl á er- lendri grund. Smábæjarlífið, uppruninn, skilur þó aldrei við hann og verður honum að yrkisefni umfram annað. Hinn óvænti gestur Það er sammerkt öllum leikritunum fimm að atburðarásin fer af stað við heimsókn einhvers/ einhverra sem verið hefur lengi í burtu. Í öllum verkunum er lífið á landsbyggðinni kyrstætt og staðnað, þar gerist ekkert og engar breytingar eru fyrirsjáanlegar fyrr en skyndilega að ein- hver stendur á miðju gólfi langt að kominn; hon- um fylgir tilfinningalegt umrót og uppstokkun. Í Hafinu er gestahópurinn stærstur, öll börnin og makar þeirra eru snúin aftur og heimsókn þeirra mun breyta bæði fjölskyldunni og gamla bæjarsamfélaginu þannig að það verður aldrei samt aftur. Konan, gamla kærastan, í Í hvítu myrkri ætlaði kannski ekki að koma við í þorp- inu en heimsókn hennar hefur óafturkræf áhrif. Enginn verður samur aftur, ekkert verður eins. Tengsl fólksins hafa riðlast, einn er dáinn, aðrir fara burt. Í Kennarar óskast eru það ungu kennarahjónin sem kveikja framvinduna og þegar verkinu lýkur hafa tengsl slitnað og önnur myndast í staðinn. Leikkonan, systirin sem fór til Hollywood, er hinn óvænti gestur Óska- stjörnunnar, uppgjör systranna er afleiðingin. Skáldið setur líf fjölskyldunnar í Kaffi á annan endann, heimsókn hans er jafnóvænt fyrir per- sónur verksins og hún er fyrirsjáanleg fyrir áhorfandann. Ekkert kemur á óvart eftir að hinn óvænti gestur kemur óboðinn í Kaffi. Það er freistandi að nefna verk Sigurðar Páls- sonar, Einhver í dyrunum, í þessu sambandi, þar sem höfundurinn leikur sér meðvitað og markvisst með þessa klisju leikbókmenntanna; aðalpersónan fær aldrei frið fyrir óvæntum gestum sem standa óvænt í dyrunum og heimta athygli þegar hún vildi helst vera ein og ótrufl- uð. Annað verk og nokkrum árum eldra eftir Ólaf Hauk Símonarson, Bílaverkstæði Badda (1987), er byggt á sömu aðferð þar sem Har- aldur, gamall vinnufélagi Badda og elskhugi konu hans, snýr aftur á hið afskekkta sveita- verkstæði hans með hroðalegum afleiðingum. Brýnt erindi og beittur húmor Enginn efast um hin dramatísku áhrif þess að leikrit sé byggt upp í kringum heimsókn óvæntra gesta. Heimsóknin setur atburðarásina í gang og veldur óafturkræfum atburðum. Hinn innri trúverðugleiki verksins byggist heldur ekki á því hversu dramatísk framvindan verður í kjölfar heimsóknarinnar. Trúverðugleikinn byggist á því hversu sannfærandi ástæðu gest- urinn hefur til að koma í heimsókn. Hvað geng- ur honum til? Hvers vegna kemur hann? Kemur hann til þess að hleypa öllu í bál og brand eða vill hann vel og sér einfaldlega ekki fyrir afleið- ingarnar af heimsókn sinni? Að þessu leyti er Hafið best heppnaða verkið af þeim sem hér um ræðir. Systkinin hafa ekki snúið aftur til að leggja fæðingarbæ sinn í auðn. Þeim gengur ekkert annað til en skipta á milli sín lögbundn- um arfi. Gera upp bú foreldra sinna með lög- mætum hætti. Þau greinir á um siðferðilegt réttmæti þess að selja kvótann en þau takast ekki á um lögmæti eignarréttarins. Hverjar af- leiðingarnar verða er ekki þeirra að hafa áhyggjur af, það er stjórnvalda. Styrkur verks- ins liggur í því grimmilega hlutleysi sem höf- undurinn nær að halda í lýsingu sinni á þessari fjölskyldu sem er gegnsýrð eiginhagsmuna- hyggju og gjörsneydd allri félagslegri sam- kennd; Hafið verður að einu sterkasta verki þessa áratugar fyrir þá skörpu sýn sem það birtir á afleiðingar hægristjórnarstefnu í land- inu á 9. áratugnum. Brýnt erindi verksins, hár- beittur húmor og skýr persónusköpun gera svo verkið að þeirri leikhússkemmtun sem nær þrír tugir þúsunda áhorfenda nutu á þeim tveimur árum sem Þjóðleikhúsið sýndi verkið. Vonandi kemur væntanleg kvikmynd Hafi Ólafs Hauks Símonarsonar óbrengluðu til skila því að þetta er verk sem á fyllilega skilið svo varanlega um- gjörð sem kvikmyndin er. Einn á ferð um landsbyggðina Landsbyggðin fær hins vegar á sig annað svipmót í leikriti Árna Ibsen Himnaríki, þar sem hópur ungra borgarbúa tekur stefnuna út á land í sumarhús til þess að njóta kyrrðarinnar eina helgi. Í farteskinu eru ótal bjór- og brenni- vínsflöskur ásamt óuppgerðum samböndum og undirliggjandi ósætti milli persónanna. Lands- byggðin – eða dreifbýlið öllu heldur – verður hér eins konar vígvöllur borgarbúans, þar sem hægt er að öskra hærra, drekka meira, sleppa betur fram af sér öllum hömlum en í þéttbýlinu heima fyrir. Þeir sem byggja dreifbýlið koma hvergi við sögu, þeir skipta engu máli lengur, unga fólkið af mölinni þekkir þá ekki og veit ekki hvað þeir standa fyrir. Málsnið verksins er svo þann- ig uppbyggt að gera má ráð fyrir að íbúar dreif- býlisins og þessir fulltrúar þéttbýlisins ættu í erfiðleikum með að skilja hvorir aðra. Að tvö tungumál eru töluð í landinu án þess að íbúarnir geri sér grein fyrir því er ein af þeim ályktunum sem draga má af Himnaríki. Hvort tvær þjóðir búi í landinu líka er áleitin spurning sem verkið leggur fyrir áhorfandann. Kemur hér upp í hug- ann skáldsaga Huldars Breiðfjörð, Góðir Íslend- ingar, þar sem ungur borgarbúinn ferðast um landið að vetri til og kynnist landi og þjóð sem hann vissi ekki að væri til nema af afspurn. Sögumaður er útlendingur í eigin landi, fákunn- andi um sögu og líf þess fólks sem hann er sprottinn af; tengsl þéttbýlis og dreifbýlis eru endanlega rofin nema þegar borgarbúinn gerir svona einstaklega meðvitaða tilraun til þess að nálgast landsbyggðina og skrifar svo ferðasög- una í stíl landkönnuðar sem hætt hefur sér á óþekktar slóðir. Þar með eru skilin orðin algjör og fullkomnar andstæður hafa skapast, lands- byggðin er framandi heimur þar sem allt önnur gildi og viðmið ríkja; borgarbúinn sem hættir sér á þær ókunnu slóðir snýr aftur sigri hrós- andi og skrifar ferðasögu sína í sama anda og göngugarpurinn sem gekk einsamall á norður- pólinn. havar@mbl.is Hafið (1992) eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikarar: Margrét Guðmundsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Randver Þorláksson, Stefán Jónsson, Edda Arnljótsdóttir og Pálmi Gestsson. n. Leikari: Atli Rafn Sigurðarson. Ragnheiður Steindórsdóttir og Kristbjörg Kjeld. arar: Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Björnsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.