Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 13
EITT af skipunum sem tóku þátt
í átökunum um Reden og tvö önn-
ur frá því á miðöldum hafa fund-
ist á byggingasvæði á Dokøen í
Danmörku, og kann fundur þessi
að seinka umtalsvert áformum
um byggingu óperuhúss á svæð-
inu. Síðastliðna viku hafa forn-
leifafræðingar frá Byggðasafni
Kaupmannahafnar unnið að upp-
greftri á svæðinu þar sem til
stendur að reisa nýtt óperuhús
A.P. Møllers, að því er dagblaðið
Jyllands-Posten greindi frá á
dögunum. Skipsflökin sem eru
fleiri hundruð ára gömul kunna
að seinka framkvæmdum við óp-
eruhúsið á Holmen, en herskipið
er frá upphafi 18. aldar, en sökk í
átökunum 1802. Hin skipin tvö er
talin frá því á miðöldum, að því er
Bi Skaarup, yfirmaður Byggða-
safns Kaupmannahafnar, greindi
frá og sagði hann fundinum best
lýst sem „ótrúlegum“. Finnist
fleiri fortíðarminjar á svæðinu
kann það að seinka fram-
kvæmdum við óperuhúsið í
a.m.k. eitt ár.
Framtíð stórslysa-
mynda óviss
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
stórslysamyndir frá drauma-
verksmiðjunni Hollywood halað
inn stórar fjárhæðir. Hvíta húsið
hefur verið sprengt í loft upp,
Frelsisstyttan hefur fallið eins og
keila og haföldur hafa gleypt
World Trade Center turnana í
hverri hasarmyndinni á eftir
annarri. Hryðjuverkaárásir síð-
ustu viku hafa nú vakið spurn-
ingar um framtíðarhorfur þess-
arar tegundar kvikmynda og
voru fyrstu viðbrögð framleið-
enda í Hollywood að fresta um
óákveðinn tíma frumsýningum
væntanlegra hasarmynda sem
taka á hryðjuverkamönnum og
stórslysum, en í myndinni „The
Time Machine“ sést m.a. hluti
tunglsins falla á New Yorkborg.
Ýmsir velta því nú hins vegar fyr-
ir sér hvort tími þessarar gerðar
kvikmynda sé liðinn en banda-
ríska öldungadeildin tók ofbeld-
ishneigð bandarískra kvikmynda
m.a. til umfjöllunar á þingi í
fyrra.
Málað með
sársauka
GALLERÍIÐ Orleans House í út-
hverfi London býður þessa dag-
ana upp á sýningu á verkum ut-
angarðsmanna í myndlistinni, en
sú skilgreining hefur gjarnan
verið notuð til að lýsa listamönn-
um sem eiga við geðræn vanda-
mál að stríða. Að mati gagnrýn-
anda Lundúnablaðsins Evening
Standard nær sýningin vel að tjá
þann sársauka sem þjakað hefur
suma listamannanna. Á sýning-
unni eru færð saman verk 33
listamanna sem allir eiga það
sameiginlegt að teljast utan-
garðsmenn í myndlistinni. Sumir
hverjir áttu, eða eiga, við geðræn
vandamál að stríða, s.s. þung-
lyndi og maníu, en önnur verk
eru eftir einhverfa, trúarofstæk-
ismenn og má einnig finna þar
verk barnaníðings. „Verkin eiga
það öll sameiginlegt að vera
sönn, og búa þau yfir þeim eig-
inleika að þau hafa orðið til fyrir
raunverulega tjáningarþörf. Sem
sjónrænir bútar úr brotakenndu
lífi listamannanna bera verkin oft
með sér þjáningarfulla tjáning-
arþörf frekar en meðferðarlega,“
segir í dómi blaðsins sem tekur
sjálfsmynd listakonunnar Cynth-
iu Pell sérstaklega fyrir.
Skipsflök
finnast á bygg-
ingarsvæði
óperuhúss
ERLENT
F
RUMHERJAR í byrjun 20. aldar“
er heiti sýningar sem opnuð verð-
ur í Listasafninu á Akureyri í dag,
en um er að ræða sýningu á verk-
um frumherja íslenskrar myndlist-
ar.
Sýningin er unnin í samvinnu
við Listasafn Íslands.
Á sýningunni „Frumherjar í byrjun 20. aldar“
getur að líta 37 verk eftir meðal annars Þórarin
B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson,
Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Krist-
ínu Jónsdóttur, Guðmund Thorsteinsson, Guð-
mund Einarsson, Jón Þorleifsson og Finn Jóns-
son.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri, sagði markmiðið með sýn-
ingunni vera að gefa samandregið yfirlit yfir ís-
lenska myndlist á fyrsta fjórðungi síðustu aldar,
einkum með skólana í huga, en sýningin ætti þó
ekki síður að höfða til allra listunnenda. Sýn-
ingin er sú fyrsta af fjórum sem Listasafnið á
Akureyri hyggst standa fyrir á næstu þremur
árum en hinar eru „Módernismi í mótun“, „Ab-
straktlist“, og „Listin eftir 1970“.
Frumherjarnir, þeir Þórarinn, Ásgrímur, Jón
og Kjarval, hófu allir listamannsferil sinn á
fyrstu áratugum þessarar aldar og lögðu þar
með grunn að nútímamyndlist hér á landi.
Hannes sagði að í hugum aldamótamanna hefði
náttúra landsins verið tákn þess sem íslenskt
var og var hún höfuðviðfangsefni fyrstu kyn-
slóðar íslenskra myndlistarmanna.
Þjóðskáldin vöktu áhuga
á landslaginu
Hann segir það hafa verið þjóðskáldin á síðari
hluta 19. aldar sem vakið hafi áhuga á íslensku
landslagi en þess hafi ekki áður mikið gætt í ís-
lenskri menningu. Þannig sé landslagi til að
mynda lýst með fáum orðum í Íslendingasögum
og þá einungis til að þjóna frásögninni, hið sama
gildi um fornbókmenntir.
Rómantísk sýn þjóðskáldanna á íslenskt um-
hverfi varð að ríkum þætti í þjóðerniskennd í lok
19. aldar og ein helsta orsökin fyrir upphafi
sjónlista á Íslandi um aldamótin, að sögn Hann-
esar. Þessi krafa þjóðskáldanna um að listin
ætti að byggjast á þjóðernislegum grunni hafði
afdrifaríkar og langvinnar afleiðingar fyrir
menningarþróun í landinu. „Uppgangur“ og
„hnignun“ íslensku landslagshefðarinnar átti
sér djúpar rætur innan þess félagslega og póli-
tíska ramma sem mótaði allt samfélagið.
Hannes bendir á að alþingismenn hafi strax
áttað sig á að málaralist gæti gegnt mikilvægu
hlutverki við að sýna öðrum þjóðum, einkum
Dönum, að Ísland væri á engan hátt menning-
arlega vanþróað. Opinberlega hafi hlutverk mál-
aralistarinnar verið tvíþætt. Annars vegar að
þjappa þjóðinni saman með því að sýna þau
kennileiti sem þjóðskáldin höfðu dásamað og
hins vegar að sýna umheiminum að Íslendingar
væru fullfærir um að hasla sér völl í öllum list-
greinum. Raunar megi segja að áður en menn
fóru að stunda myndlist í landinu hafi þegar ver-
ið búið að ákveða að listamenn skyldu fást við
landslag í verkum sínum og bent á að fossar,
fjöll og engi stæðu þeim ævinlega til reiðu.
Engir misskildir
listamenn
Hannes sagði að á tveimur fyrstu áratugum
aldarinnar hafi ekki verið verið til neinir um-
deildir eða misskildir listamenn á Íslandi. Þvert
á móti hafi til dæmis Þórarinn B. Þorláksson líkt
og Ásgrímur Jónsson og Jóhannes S. Kjarval
strax verið viðurkenndur af löndum sínum.
Jón Stefánsson átti dálítið erfiðara uppdrátt-
ar. Hann þrjóskaðist við að „slípa burt grófleik-
ann“, sem mönnum fannst einkenna verk hans,
og var fyrir vikið dæmdur til margra áratuga
listrænnar útlegðar. Fyrsta yfirlitssýning á
verkum hans hér á landi var haldin árið 1952 og
það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem hann
hefur verið metinn að verðleikum. Þjóðin kunni
ekki að meta stranga formgreiningu hans og
Jón hálfpartinn flúði til Kaupmannahafnar árið
1937 þar sem hann var búsettur allt til dauða-
dags árið 1962. Þrátt fyrir þessa höfnun fann
Jón sig knúinn til að lýsa yfir ævarandi hollustu
við ættjörðina og harmaði sáran: „Ég er og mun
alltaf vera Íslendingur.“
Frumkvöðlar í íslenskri myndlist voru eins og
aðrir landsmenn á þeim tíma fæddir og uppaldir
í sveit. Þótt þeir hefðu tækifæri til að kynna sér
hið nýja mál módernismans meðan á námi
þeirra erlendis stóð var bakgrunnur þeirra og
hvatir að baki því að verða listamaður af allt
öðru tagi en sú borgarmenning sem mjög var
farin að setja svip á verk starfsfélaga þeirra á
meginlandinu.
„Hlutverk myndlistarmannanna á þessu
tímabili var að stilla saman hug þjóðarinnar,
treysta samkennd hennar og skapa henni sjálfs-
mynd,“ sagði Hannes.
Frumkvöðlar íslenskrar myndlistar þurftu að
kljást við margvísleg vandamál til þess að geta
léð þjóðernishyggjunni myndræna tjáningu.
„Skáldin áttu auðvelt með að fanga athygli les-
enda sinna með orðavali, með því að magna upp
ákveðna þætti landslagsins, en sleppa öðrum
sem miður þóttu, en málarinn varð hins vegar í
samræmi við eðli miðilsins að tjá sýn sína í heilu
lagi, ef svo má að orði komast,“ segir Hannes og
nefnir að frá þessu tímabili sé ekki til ein einasta
drungaleg vetrarmynd. Það megi telja undar-
legt í ljósi óblíðrar veðráttu oft og tíðum. Kyrrð-
in ríki í hinu íslenska málverki þessa tíma og
voru bjartar sumarnætur listamönnum einkum
hugleikið viðfangsefni.
Rómantísku skáldin áttu mestan þátt í þeirri
breytingu sem varð á skynjun almennings á ís-
lensku landslagi en áður höfðu menn einkum
talið fegurð þess felast í notagildi þess sem
beitilands. Hannes sagði það hafa fallið í hlut
Þórarins og Ásgríms að túlka á myndrænan hátt
og umskapa þessa nýútvíkkuðu landslagshug-
mynd í hinni þjóðlegu og menningarlegu end-
urreisn. Að vissu marki hefðu þeir lokið því ætl-
unarverki að sameina dreifða íbúana og kenna
þeim hvernig „sannur Íslendingur“ sæi og fyndi
til, jafnvel þótt til þess þyrftu þeir að notast við
„ritstýrða“ ímynd af landslaginu sem kynnt var
á fölskum forsendum raunsæis. Ásgrímur og
Þórarinn voru að sjálfsögðu ekki neyddir til að
mála eins og þeir gerðu en hugmyndir þeirra um
hvernig og hvað ætti að mála voru fyllilega í
samræmi við það sem ætlast var til af þeim.
Yngri listamenn voru alveg jafnmiklir föður-
landsvinir en erfiðara var að gera viðskiptavin-
um þeirra til hæfis.
Leit að nýrri ímynd
Eftir að Ísland varð fullvalda ríki 1918 hófst
ný leit að formi á félagslegum og menningar-
legum vettvangi. Hin rómatíska sýn fór að dapr-
ast, hugsjónaeldmóður heimastjórnaráranna
vék fyrir margvíslegum vandamálum sem við
blöstu og lá á að leysa. Stéttabarátta tók að láta
á sér kræla og menntamenn hófu að móta nýja
ímynd af þjóðareinkennum Íslendinga sem átti
eftir að sveipa þjóðfélagsástandið í búning bar-
áttu gegn duttlungafullum náttúruöflum.
Hannes sagði að smám saman hefði verið
horfið frá blíðri og rómantískri mynd af lands-
laginu en í þess stað lögð áhersla á hið harða,
kalda og sterka eins og Jón Leifs komst að orði.
Áköf aðdáunin á hinum forna þjóðararfi fékk
nýja vídd þegar stór hópur menntamanna, eink-
um prófessorar við háskólann, tóku að kynna
hugmyndina um „hreint kyn“ og tóku sér purk-
unarlaust fyrir hendur að „sanna“ að forfeðurn-
ir sem fyrst námu land á Íslandi í valdatíð Har-
alds hárfagra Noregskonungs (um 870–930)
hefðu verið einstaklega göfugir og hreinir.
Frumherjarnir fjórir
Þórarinn B. Þorláksson er elstur hinna fjög-
urra frumherja en hann hélt sína fyrstu sýningu
í Reykjavík árið 1900. Verk hans voru frá upp-
hafi hjúpuð náttúrubirtu og hann laðar fram
andblæ djúphygli í túlkun sinni. Í elstu verkum
Ásgríms Jónssonar er landið einnig hjúpað dul-
úð sumarnætur og þar er einnig dregin fram
hrikaleg fegurð snæviþaktra tinda. Ásgrímur
hreifst af franska impressjónismanum og þegar
leið á feril hans lagði hann sig fram við að túlka
birtu og litbrigði náttúrunnar í þeim anda. Verk
Jóns Stefánssonar hafa yfir sér aðeins kaldr-
analegra yfirbragð, eins og áður er getið, en
hann lærði í Kaupmannahöfn og París og kynnt-
ist þar róttækum kenningum í málaralistinni.
Jóhannes S. Kjarval þykir sérstæðastur frum-
herjanna. Hann kynntist snemma franska
symbólismanum og síðar einnig kúbisma og ex-
pressjónisma og nýtti sér þau kynni á persónu-
legan hátt við túlkun á íslensku landslagi. Hann
innleiddi nálægðina í íslenska landslagslist með
málverkum sínum frá Þingvöllum, en þar beindi
hann sjónum að hrjóstugum jarðvegi, hrauni,
klettum, mosa og öðrum lágróðri.
Árið 1925 efndi Finnur Jónsson til sýningar í
Reykjavík sem markar skýr tímamót í íslenskri
listasögu. Á sýningunni voru olíumálverk,
klippi- og blekmyndir sem tengjast kúbisman-
um hvað varðar formmótun og geómetríska ein-
földun myndflatarins. Tilgangurinn var þó ekki
fyrst og fremst að ýta undir flatargildi mynd-
verkanna heldur var rýmið eins konar „leiksvið“
fyrir margþætt samspil lita og forma. Skömmu
eftir heimkomuna, undir miklum þrýstingi frá
„þjóðlegum“ öflum, lagði Finnur abstraktlistina
til hliðar og tók upp expressjónískt myndmál
þar sem íslenskir bændur og sjómenn í íslenskri
náttúru eru í aðalhlutverki.
Kjarval sat hins vegar fast við sinn keip og
færði sig hægt og bítandi upp á skaft hinna al-
þjóðlegu strauma. Varfærnar tilvitnanir hans og
vísanir í tungutak módernismans höfðu mótandi
áhrif á verk og hugmyndafræði næstu kynslóð-
ar, öfugt við Finn Jónsson sem reynt hafði of
snöggt á listræn þolrif þjóðarinnar. Rétt eins og
landslagsmálverkið hafði drottnað yfir mynd-
listinni á fyrstu fjórum áratugum aldarinnar eru
verk Kjarvals fyrirboði nýrra viðfangsefna og
róttækra samfélagsbreytinga sem áttu eftir að
festa sig í sessi með tilkomu borgarastéttarinn-
ar á Íslandi upp úr síðari heimsstyrjöld.
Sýningunni „Frumherjar í byrjun 20. aldar“
lýkur sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi.
Að þjappa þjóðinni saman
Jón Stefánsson: Frá ytri höfninni.