Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001
Þ
AÐ VAR lítil ástæða til að búast
við fögrum degi, er Lousiana
var helstur áfangi á mánudegi,
himinn skýjaður og rigningar-
suddi í lofti. En þetta átti eftir
að breytast er til Humlebæk
kom og í stað þess að halda
áætlun og vera kominn aftur til
borgarinnar um nónbil, og skoða sýningar í al-
mennum listhúsum það sem eftir lifði dags,
eyddi rýnirinn lungan úr honum á staðnum.
Skoðaði báðar sýningarnar mjög vel, raunar
aftur og aftur eftir því sem leið á daginn, naut
þess á milli veitinga, veðurblíðu og einstaklega
yndislegs andrúms á staðnum þá stundina.
Mánudagarnir voru lengi heppilegastir til
rólegra heimsókna á Lousiana-listasetrið, en
nú hef ég komist að því, að fleiri og fleiri hugsa
á svipuðum nótum. Strax er dyr voru opnaðar
á slaginu tíu stímaði fólk að, hins vegar eru
miðvikudagarnir drýgstir er svo er komið,
einkum er hallar að degi, þá opið fram á kvöld
á öllum stóru söfnunum. Eðlilega fámennt er
líður að kvöldverði og „hjemlig hygge“ eins og
Danir nefna yndið mesta.
Meira en augljóst, að sýning Kiefers þykir
drjúgur viðburður enda stefndi fólkið rakleiðis
þangað, hins vegar var jafnaðarlega einungis
slatti af fólki á hinni sérsýningunni. Virtist al-
veg rétt athugað hjá einum listrýninum, að
hún höfðaði ekki til hins breiða fjölda er venur
komur sínar á Lousiana, gesta er Lars Nittve
gaf langt nef á sínum stutta starfsferli í for-
svari safnsins, með þeim árangri að aðsókn
hrapaði úr öllu valdi. Um að ræða 222 riss í
ýmsum tæknimeðölum, frá Picasso til Yoko
Ono. Eins og réttilega stendur í sýningarskrá/
bók; … er listin að mörgu leyti dálítið sem er á
leiðinni, erfitt að slá föstu hvar hún byrjar og
hvar endar, kannski nægir að segja að hún sé
á hreyfingu. Milli anda og handar frá höfði
listamannsins og niður á blokkina, frá blokk-
inni til efnisins og kannski aftur til baka. Og
síðan frá verkinu sjálfu til höfuðs skoðandans.
Þetta endalausa ferli tilheyrir listinni og hver
einstök sýning á listasafni inniber ákveðin sér-
tæk atriði, kjarna lifunar sem hafður skal til
hliðsjónar og gengið útfrá …
Sýningin kemur frá listasafninu í Björgvin,
var þar aðeins viðameiri; þeir sýningarstjórar
Gunnar B. Kvaran safnstjóri og John nokkur
Hendricks völdu 250 myndir úr miklu safni
Gilberts og Lila Silvermans í Detroit í Michig-
an. Hjónunum má öðru fremur telja til tekna,
að hafa áhuga á list sem ferli en hvorki vegg-
skraut og/eða stöðutákn. Gilbert skilgreinir
raunar vinnuferlið sem „instruktion drawn-
ing“ sem mætti þýða sem sviðsetningarriss,
verk með ólíkan mótun-
argrunn en eiga það öll
sameiginlegt að vera
fyrsti liður í því
ákveðna vinnuferli að
skapa listaverk, raun-
verulegt eða hugmynd,
stórum frekar en hina
hreinu og sígildu teikn-
ingu í sjálfri sér. Í sinni
ótvíræðustu mynd geta
þessi verk verið nokk-
urs konar rituð svið-
setning, glósupár fyrir
ákveðið verk. Er vel að
merkja um leið æva-
gömul og sígild aðferð
myndlistarmanna til að
nálgast viðfangsefni
sín, en öllum ekki jafnt
sýnt að halda til haga.
Hins vegar er nær hvert strik á blað komið
bókað skjalfest og varðveitt af sjálfhverfu
kynslóðinni um og eftir 1970, sem og spor-
göngumönnum hennar.
Öll söfn eiga sér aðdraganda og þetta mjög
nærtækan með upphafsreit á áttunda ára-
tugnum. Hugmyndin vaknaði fyrir undarlega
skikkan atburðarásar varðandi ferð á heims-
sýninguna í Osaka 1970. Til að klófesta hót-
elrými á Kyoto-Osaka-svæðinu urðu þau hjón-
in að kaupa sextán daga böggul með fjögurra
daga viðdvöl í Tókýó! Þangað komin lá leið
þeirra að sjálfsögðu í hið einstæða Ueno-
safnahverfi, hvar Þjóðlistasafnið er staðsett,
og þar stóð tvíæringur samtímalistar einmitt
yfir. Þrátt fyrir að sýningatímabilið væri
hálfnað voru framkvæmdaaðilar ennþá að
baksa við innsetningu eftir Sol Lewitt. Nokkr-
um árum seinna sló það Gilbert, að listamað-
urinn hefði að öllum líkindum ekki verið í Tók-
ýó, en skoðað ljósmyndir og uppdrætti af
staðnum. Skrifað leiðbeiningar hvernig staðið
skyldi að verkinu, þannig að aðrir gætu útfært
það og þetta vinnuferli vakti mikinn áhuga
hans. En annað og nærtækara kom einnig til,
fyrirtæki hans var á þessu tímaskeiði í miklum
erfiðleikum og þannig af og frá að hann gæti
fullnægt söfnunarástríðu sinni með því að
kaupa hin dýrari verk á listamarkaðinum.
Datt þá í hug að leita eftir frumrissum í nafn-
kenndum listhúsum beggja vegna Atlantsála
og kom þar ekki að tómum kofunum, sum áttu
fullar skúffur bakatil og þar gat hann rótað að
vild og fest sér hinar áhugaverðari fyrir lítinn
pening.
Pablo Picasso: Riss af konum, 9.–10. marz 1954. 26,9x20,8 cm.
„Á LEIÐINNI“
Tom Wesselmann: Án titils, ódagsett, 29,3x47,8 cm.
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Einna var líkast sem stytta Henris Laurens (1885–1954) í garðinum við Lousiana-listasetrið
gengi í endurnýjun lífdaga í kristalstærum birtumögnum ágústmánaðar.
Ray Johnson: Án titils, 1961, 35,5x21,6 cm
og 10x21,2 cm.
Á Lousiana stendur yfir sýning á því sem listamenn
nefna gjarnan frumriss eða skissur sín á milli, hug-
takið markar neistann, kímið og frumhugmyndina
að myndrænu sköpunarferli, einu og öðru sem er
á leiðinni. Sýningin stendur til 4. nóvember. BRAGA
ÁSGEIRSSYNI tókst ekki að afgreiða hana um leið
og sýningu á nýjum verkum Anselms Kiefers,
en víkur að henni hér og ýmsu til hliðar.