Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 15
Þetta samsafn mætti að vissu marki nefna
uppsóp og ferlið mjög sýnilegt á hugmynda-
fræðilega tímabilinu á áttunda áratugnum en
rataði mest í skúffur og hirslur eftir sýningar.
Hefur auðvitað ákveðið heimildargildi kring-
um þann markaða snertiflöt sem skarar vinnu-
brögð listamanna og vissulega rétt að í flest-
um tilvikum er um upphafsreit að ræða, þó
ekki alltaf. Þannig standa sum rissin fyllilega
fyrir sínu sem sjálfstæð sköpunarverk og vísa
til þess að gerandinn hefur hætt á réttu
augnabliki. Menn eru hér einnig að hverfa aft-
ur í tímann, einkum til þeirra ára þegar slík
vinnubrögð, iðulega í anda fluxus og arte pov-
era voru mjög áberandi í sýningarsölum eink-
um þeim utangarðs (underground). Hér heima
til að mynda í listhúsunum SÚM og Suðurgötu
7.
Sýningin reyndist erfið í skoðun, myndir um
alla veggi, í mörgum röðum og bilið á stundum
full knappt á milli þeirra, þannig að sumir
gætu hallast að því að nefna þetta kraðak. Þó
er að ýmsu leyti vel staðið að framkvæmdinni,
en hinir skilvirku skýringartextar oftar en
ekki á lítið uppörvandi stöðum (hið nákvæm-
lega sama var upp á teningnum á Örkinni um
textana undir ljósmyndunum frábæru frá
samtímalistasafninu í Stokkhólmi), svo fáir
gerðu sér það ómak að fara í þá leikfimi að
lesa meira en einn og einn, ég vísast und-
antekning og fékk á báðum stöðum tak í bakið
fyrir vikið. Undarleg sérviska að hafa lesmál
ekki nokkurn veginn í sjónhæð, helst virðist
miðað við átta ára börn og dverga af svipaðri
stærðargráðu!
Sýningin vakti þó forvitni og ég gerði mér
nokkrar ferðir á hana milli þess sem ég skoð-
aði eign safnsins og myndverk Anselms Kief-
ers af Mao formanni. Fyrsta yfirferð sagði
mér þó næsta lítið en verð að viðurkenna að
fjölbreytni rissanna heilluðu mig meira eftir
því sem á daginn leið á meðan einhæfnin fór að
segja til sín varðandi risafleka Kiefers. Þá
gesti má svo vafalítið telja á fingrum annarrar
handar sem skoðuðu rissin oftar en einu sinni.
Meinbugur framkvæmdarinnar þykir helstur,
að sýningin segir í flestum tilvikum einungis
frá upphafinu, jafnvel einungis einu prósenti
af vinnuferlinu en gerir svo enga grein fyrir
framhaldinu, mætti líkja henni við upphafs-
hlaup á íþróttaleikvangi, er þátttakendur eru
að undirbúa sig og í viðbragðsstöðu. Alltaf ein-
hverjir sérvitringar sem hafa mestan áhuga á
að fylgjast með þeim tilfæringum, en minna
fyrir hlaupinu sjálfu hvað þá úrslitum þess, en
þá er ei með góðu móti mögulegt að fjalla um
þau átök. Sýningin trúlega hálfu áhugaverðari
ef hún hefði verið skorin niður um helming, en
í stað þess settar ljósmyndir af því sem hug-
myndirnar frambáru í lokavinnslu. Segir
þannig skoðandanum næsta lítið auk þess sem
rissin í mergð sinni grípa iðulega inn í hvert
annað í óskipulögðu samhengi.
Þar sem aðallega er gengið út frá lista-
mönnum síðustu áratuga kom manni spánskt
fyrir sjónir að sjá myndir eftir sígilda módern-
ista eins og Picassó, Henri Moore, Magritte,
Mondrian o.fl., sem virka eins og framandi
gestir úr fortíð og til hliðar. Að ég best veit
voru a.m.k. tveir fyrstnefndu með atkvæða-
mestu rissurum aldarinnar. Megináherslan er
nefnilega lögð á fluxus og arte povera eins og
fyrr getur, postmódernismann, hin stefnu-
markandi skil milli notkunar sígildra miðla og
ódýrra meðala. Jafnframt stóraukinnar notk-
unar hjálparmiðla einkum ljósmyndavélarinn-
ar, ljósmynda, ódýrrar fjölföldunar og prent-
tækni. Einnig þau skil er listin varð meira
leikur, flipp „live“ og heimspeki heldur en en
markviss þjálfun skynfæranna, –yfirveguð
verkleg vinnubrögð nánast úti í kuldanum.
– Þennan eðla dag var birtan undursamleg í
garði fyrrum herrasetursins, hinar mörgu
myndastyttur sem prýða hann hafa sjaldan
verið formsterkari er mig hefur borið að en í
þessum tæru ljósmögnum ágústmánaðarins.
Átti jafnt við hvort heldur þær bar við trjá-
gróðurinn og nýsleginn grasflötinn eða
grábláan hafflöt Eyrarsundsins, hvít segl,
lygnan sjó og strandlengju Svíþjóðar í fjarska.
Roy Lichtenstein: Breck Girl, sirka 1965,
18,8x19,8 cm.
MYNDLIST
Árnastofnun:
Handritasýning opin þri.–fös. 14–16. Til
15.5.
Byggðasafn Hafnarfjarðar:
Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í
York. Til 1. okt.
Galleri@hlemmur.is:
Olga Bergmann. Til 7. okt.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg:
Helga Kristmundsdóttir. Til 7. okt.
Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu:
Albert Mertz. Til 30.9.
Gallerí Sævars Karls:
Arngunnur Ýr. Til 27. sept.
Gerðarsafn: Gísli Sigurðsson.
Hjörleifur Sigurðsson. Til 7. okt.
Hafnarborg: Bjarni Sigurbjörnsson.
Andri Egilitis í kaffistofu. Til 24.9.
Hallgrímskirkja:
Detel Aurand. Til 26. okt.
i8, Klapparstíg 33:
Kristján Davíðsson. Til 27. okt.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu:
Friðrika Geirsdóttir. Til 7. okt.
Listasafn Akureyrar:
Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv.
Listasafn ASÍ:
Félagar úr Meistara Jakob. Til 23.9.
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–
17.
Listasafn Íslands: Verk úr eigu safnsins:
Þorvaldur Skúlason, Magnús Tómasson.
Til 7. okt. Naumhyggja. Til 14. okt.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús:
Erró. Til 6.1.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv.
Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til
31.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi
Gíslason myndhöggvari. Til 28. okt.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Guð-
björn Gunnarsson (Bubbi). Til 9. okt.
MAN: Guðrún Öyahals. Til 30.9.
Mokkakaffi: Karl Jóhann Jónsson og
Ómar Smára Kristinsson. Til 16. okt.
Norræna húsið:
Ljósmyndir Hendriks Relve. Nærvera
listar. Til 23.9.
Nýlistasafnið:
Sjálfbær þróun. Til 7. okt.
Reykjavíkur Akademían: Sjónþing
Bjarna H. Þórarinssonar. Til 1. okt.
Safnahús Borgarfjarðar:
Ljósmyndasýning. Til 5. okt.
Sjóminjasafn Íslands:
Sigga á Grund. Til 30.9.
Skaftfell, Seyðisfirði:
Haustsýning Skaftfells. Til 18. nóv.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði:
Ferðafuða. Til 7. okt.
Þjóðarbókhlaða:
Erla Þórarinsdóttir. Til 5. okt.
Þjóðmenningarhúsið:
Skjöl frá Þjóðfundinum. Til 15. okt.
Landafundir og ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Íslenska óperan:
Töfraflautan e. Mozart. Kl. 19.
Sunnudagur
Norræna húsið:
Ljóðaupplestur og þjóðlagatónlist frá
Lettlandi. Kl. 16.
Hafnarborg:
Tríó Reykjavíkur. Kl. 20.
Íslenska óperan:
Töfraflautan e. Mozart. Kl. 19.
Ýmir:
Elín Ósk Óskarsdóttir og Gerrit Schuil.
Kl. 16.
Þriðjudagur
Salurinn: Gluntarnir. Kl. 20.
Föstudagur
Broadway:
Karlakór Akureyrar – Geysir. Kl. 19.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið:
Syngjandi í rigningunni, 22., 23., 28. sept.
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf, 27. sept. Vilji Emmu, 22. sept.
Borgarleikhúsið:
Kristnihald undir Jökli, frums. 28. sept.
Með vífið í lúkunum, 22. sept. Píkusögur,
22., 27. sept. Öndvegiskonur, 22. sept.
Loftkastalinn:
Iro, 22., 23. sept. Rúm fyrir einn, 28.
sept.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Englabörn, 22., 28. sept.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
FYRSTU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og
listastofnunar Hafnarfjarðar, á þessu starfsári
verða haldnir í Hafnarborg annað kvöld,
sunnudag, og hefjast kl. 20.
Flytjendur á tónleikunum verða meðlimir
Tríós Reykjavíkur, þau Guðný Guðmundsdótt-
ir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og
Peter Máté píanóleikari en flutningurinn verð-
ur helgaður minningu Gísla Magnússonar pí-
anóleikara, en hann lést í maímánuði síðast-
liðnum.
„Gísli var mikill vinur okkar og við Guðný
lékum margoft með honum. Við Gísli lékum
mikið saman, bæði hér heima og erlendis, í yfir
tuttugu ár, gerðum plötur og ýmislegt fleira.
Við vildum því votta honum virðingu okkar
með þessum hætti,“ segir Gunnar Kvaran.
Á efnisskrá annað kvöld verða eingöngu
verk eftir Johann Sebastian Bach. Fluttar
verða tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó í h-moll
og c-moll og tvær einleikssvítur fyrir selló, nr.
3 í C-dúr og nr. 6 í D-dúr.
Gríðarlegar kröfur
„Mér finnst það alltaf eins og að klífa þrítug-
an hamarinn, að spila þessi snilldarverk, og
held að margir kollegar mínir taki í sama
streng, hvort sem það eru selló- eða fiðluleik-
arar,“ segir Gunnar, þegar talið berst að ein-
leikssvítum Bachs. „Þessi verk gera gríðarleg-
ar kröfur til tækni og innlifunar.“
Hann lýsir þessu nánar. „Það sem gerir
þessi verk svona erfið, til dæmis í samanburði
við hljómborðsverk meistarans, er að það er
svo lítið um hljóma. Þetta eru fyrst og fremst
einradda tónsmíðar. Það segir sig sjálft að
flytjandinn verður að gera þetta áhugavert,
með þessari einu rödd, hvað sem tautar og
raular – og það er mjög krefjandi. Ég hef
stundum sagt við áheyrendur, þegar ég hef
verið að reyna að spila þessi verk, að ef þeim
geðjist ekki að þeim sé það alveg ábyggilega
ekki Bach að kenna – heldur mér,“ segir hann
og hlær.
Hún er sem sé stór, áskorunin. Gunnar segir
það þó eðlilegt. „Það hefur mér lærst á löngum
ferli að því stærra og dýpra sem tónskáldið er
því meiri kröfur gerir það til flytjandans. Það
þýðir ekkert að kveinka sér undan því.“
Og Gunnar kann skemmtilega dæmisögu
um það. „Fiðluleikari nokkur átti í erfiðleikum
með að leika verk sem Beethoven hafði samið.
Fannst það liggja illa fyrir hljóðfærið. Þá svar-
aði Beethoven: Heldurðu að ég sé að hugsa um
þitt aumkunarverða hljóðfæri þegar andinn
kemur yfir mig?“
Að sögn Gunnars eru svíturnar, sex talsins,
gjörólíkar – sex ólíkir heimar. „Ég er að spila
sjöttu svítuna, kórónuna að verkinu, í fyrsta
skipti opinberlega á ævinni. Mér hefur ekki
fundist ég tilbúinn að gera það fyrr. Kannski
verður maður aldrei tilbúinn að leika svona
verk? En, eins og ég segi, ef vel tekst til eru
þessi verk stórkostleg.“
Mikil meistaraverk
Að sögn Guðnýjar eru fiðlusónöturnar tvær,
sem þau Peter flytja, mikil meistaraverk.
„Þessi verk eru raunar skrifuð fyrir fiðlu og
sembal, „harpsicord obligato“, en við ætlum að
spila þær á nútímahljóðfæri, það er að segja pí-
anó og fiðlu, eins og hún er í dag. Bach samdi
sex þannig sónötur á árunum 1718-22. Þær eru
allar mjög þekktar. Raunar veit ég að sjöunda
sónatan er til, þó hún sé aldrei talin með þess-
um, en hana gróf ég upp á námsárum mínum
og hef flutt hana líka.“
Guðný hefur leikið sónöturnar áður með
sembal en aldrei fyrr með píanói. „Þetta er
spennandi og ég hlakka mjög mikið til.“
Tónleikaröð tríósins verður fjölbreytt að
vanda í vetur.
Þann 11. nóvember verður m.a. frumflutt
nýtt verk eftir Jónas Tómasson, 27. janúar
verða nýárstónleikar með léttu ívafi þar sem
gestir tríósins verða Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Diddú, og Bergþór Pálsson. Þá verða tónleikar
3. mars og lokatónleikar 7. apríl. Á efnisskrá
vetrarins kennir ýmissa grasa og verða m.a.
flutt tríó eftir Haydn, Brahms, Beethoven,
Dvorak, Suk, Debussy og Shostakovitsj.
AÐ KLÍFA ÞRÍTUGAN
HAMARINN
TRÍÓ REYKJAVÍKUR HEIÐRAR MINNINGU
GÍSLA MAGNÚSSONAR PÍANÓLEIKARA
Morgunblaðið/Ásdís
Tríó Reykjavíkur: Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran.
LISTAMAÐURINN Greipar Æg-
is tekur þátt í samsýningunni Ex-
pression in form sem opnuð var í
Agora Gallery í New York sl.
fimmtudag. Þar sýnir hann sand-
skúlptúra. Samstarfsaðilar lista-
mannsins eru Norðurljós, Flug-
leiðir, Síminn og Iceland Spring.
GREIPAR
ÆGIS
Í NEW
YORK
Móðurumhyggja eftir Greipar Ægis er á sýningunni.