Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 5 sínu hér á landi. Andmælendur nútímalistar á Íslandi tala nefnilega um „myrkraverk“ og finna með þeim hætti að formi nútímaljóða. Sigfús hvetur fólk hins vegar til að halda af stað og hætta jafnvel á það að fá ekkert fyrir sinn snúð: „Annað væri ykkur ekki samboðið, arfþegum ís- lenskra bókmennta. Íslenzkar bókmenntir úa og grúa af þessum myrku kvæðum. En hvílíkar gersemar eignast ekki sá maður sem nennir að brjótast gegnum t.d. Völundarkviðu, [eða] kvæði Gríms Thomsens. Ég hygg að íslenzkir lesendur sem þekkja bókmenntir okkar meira en á yfirborðinu ættu að standa mun betur að vígi gagnvart nútímaljóðum en erlendir, vegna þessara sérkenna bókmennta okkar.“8 Hér er vert að staldra við og spyrja: Er það yfirborðsþekkingin á sjálfum bókmenntaarfin- um sem stendur Íslendingum fyrir þrifum, fag- urfræðilega séð? Það er nefnilega eitt að eiga andleg verðmæti í skáldskap, eins og Sigfús minnir okkur á, en annað að „eigna sér“ bók- menntir. Þær þjóðir sem nenna ekki að brjótast í gegnum arf sinn eru þjóðirnar sem „eigna sér bókmenntir“. Og þjóðir sem lesa ekki bók- menntir, en hamra viðstöðulaust á mikilvægi þeirra, geta orðið villtar í tíma, fagurfræðilega séð, ekki bara á „sovét-tíma“ heldur jafnvel árið 2001 og það þrátt fyrir samruna, hagræðingu og önnur síðkapítalísk undur. Listaverk er, eins og Sigfús bendir á, samvinna þess sem skapar og þess sem nýtur, eða réttara sagt, njótandinn fremur einnig skapandi starf. Jafnvel Jónas Hallgrímsson, segir Sigfús, er ekki allur þar sem hann er séður. Það sjáum við þó núna, ekki satt? Skáldskapur eða form Í lokahluta „Til varnar skáldskapnum“ ræðir Sigfús spurningarnar Hvað er skáldskapur? Eru nútímaljóð skáldskapur? Þar segir hann: „Ég veit ekki hvað er eðli skáldskaparins. Stundum finnst mér ég vita hvað er ekki eðli hans og hlutverk.“9 Ólíkt því sem sumir Íslend- ingar halda í kringum 1950 eru rím og hrynjandi ekki aðaleinkenni skáldskapar. Takmark og markmið nútímaskálda, eins og Sigfús setur það fram, á ekkert skylt við hina öruggu, en tak- mörkuðu, leiðsögn fortíðarinnar. Sigfús talar nefnilega um afneitun á ófullkomleika mann- legrar tjáningar, að nútímaskáld hafi reynt að útmá bilið milli sannleika og tjáningar, milli lífs og listar. „Eða, þar sem þessu marki verður aldrei náð: þau hafa viljað gera þetta bil sem allra minnst.“10 En hvað er þá nútímaskáldskap- ur? Bein túlkun sannrar reynslu, þetta lítt tempraða óp, segir Sigfús. „Vantraust á formi, vantraust á máli, vantraust á orðum, krafan um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það er sett á pappírinn: það er vinnuaðferð- in.“11 Skömmu áður en Sigfús birtir grein sína í Tímariti Máls og menningar var haldinn stúd- entafundur í Reykjavík þar sem skáldið Tómas Guðmundsson sté í pontu og benti „nútíma- skáldunum“ í borginni á þá staðreynd að það sem kallað væri nútímaskáldskapur á Íslandi væri ekki lengur nútímaskáldskapur úti í heimi. Sigfús nefnir í neðanmálsgrein að hann sjái ekki ástæðu til að taka frásögn blaðanna af þessum fundi til nákvæmrar athugunar, „flestir ræðu- menn höfðu ekkert að segja eða ekkert annað áhugamál en að vera fyndnir“. Sigfúsi er ekki hlátur í hug, þegar hann bend- ir lesendum ritgerðarinnar á eftirfarandi atriði: „Ég gat þeirrar skoðunar í upphafi,“ segir Sig- fús, „að „Ísland á sinn eigin tíma“, jafnt í bók- menntum sem öðru. Já, ef til vill má segja að við séum alltaf aftur úr. En mér finnst að skálda- kynslóð sem ekki hefur í sínum skáldskap sýnt mikinn vott þess að hafa tekið eftir því sem var að gerast í skáldskap annarra þjóða geti varla brugðið næstu kynslóð um að hún sé aftur úr. Ef hún er það þá er það máski einmitt vegna þess að kynslóðin á undan var ekki komin lengra. Við hljótum þó alltaf að taka við af kynslóðinni á undan!“12 Er það ástin á skáldskaparforminu og yfir- borðsþekkingin á bókmenntaarfinum sem hefur löngum ruglað bæði gagnrýnendur og skáld á Íslandi í tíma, fagurfræðilega séð? Svo virðist sem tímavilla fagurfræðinnar hér á landi varði ekki aðeins ung ljóðskáld á Íslandi laust fyrir og eftir seinna stríð. Ef litið er á fáein textabrot úr sögu fagurfræðinnar hér á landi má greina mögulegt samhengi í þessu efni. Líkt og Sigfús bendir lesendum á, þá á nútímaskáldskapur eitt og annað sameiginlegt með rómantíkinni. Og hvernig fór fyrir rómantíkinni á Íslandi? Hvern- ig brást þjóðin t.d. við skáldskap og fagurfræði Benedikts Gröndal yngri? Halldór Laxness sagði eitt sinn að íslenska þjóðin hefði verið of kotroskin til að kunna að notfæra sér „jötungáf- ur“ Benedikts: „Og þegar hann söng, þá berg- málaði ekki annað frá hörpu hans, meðal þessa vesalings fólks, en fölsku tónarnir.“13 Ritgerð Benedikts „Nokkrar greinir um skáldskap“ frá árinu 1853 hefur verið kölluð fyrsta heilsteypta og ítarlegasta greinargerðin um fagurfræði á ís- lensku.14 Þar reynir Benedikt í senn að gefa heildarmynd af listgreinum og svara spurning- um á borð við: Hvað er fegurð? Hvað er list? Hvert er eðli þeirra og grundvöllur?15 Í grein- inni má líka sjá hugmyndir Benedikts varðandi heimkynni skáldskaparins og það er ekki síst í því efni sem greina má róttækni hugmynda hans, þá sem byggist frekar á rómantísku við- horfi í anda þýskrar rómantíkur en hugmynd- inni um mikilfengleika bókmenntaarfsins, þá sömu og fóstrar tímavilluna: „Það sem menn kalla þjóðlegt, það á bezt við þjóðina, sem á það; það er eðlilegt. En því ríkari, sem sú tilfinning er hjá manni, að hann (einstaklingurinn) standi í sambandi við allan heiminn – og þetta samband er vissulega til – því síður hirðir andi hans um, hverrar þjóðar hugsanir hann leiðir í ljós; ein- ungis ef mynd þeirra er efninu samboðin. Skáld- skapurinn á ekkert föðurland, nema ríki andans, og lög hans eru eilíft frelsi. Efnið þarf þess vegna alls ekki að vera þjóðlegt, heldur skáld- legt. Vér sjáum þetta og á sumum kvæðunum, sem eru svo ágæt, að þau ryðja sér alltaf og al- staðar til rúms – það er ekkert spurt að, á hvaða öld þau séu gerð, og ekki hverrar þjóðar þau séu – einmitt af því þau eru skáldleg, og eru því haf- in upp yfir hin endanlegu takmörk rúmsins og tímans. Þannig eru Hómers kvæði. En til þess að komast á þetta sjónarmið, þarf mikla mennt- un og miklar gáfur. Menn mega ekki lasta neinn fyrir það, að hann tekur „óþjóðlegt efni“ til skáldmæla sinna, því að það er rangt, og tjáir ekki að álíta sig svo afskekktan, að menn eigi að forðast aðra; á því læra menn ekkert, og standa í stað.“16 Róttækni Benedikts verður ekki síður áþreif- anleg, sé litið til hugmynda gagnrýnenda á 20. öld um eðli rómantíkur og skáldskapar. Hér má t.d. sjá viðbrögð Sigurðar Nordal í áðurnefndri ritgerð, „Samhengið í íslenskum bókmenntum“ frá árinu 1924: „Fornbókmentir Íslendinga eru enn gildustu bókmentir Norðurlanda. Ibsen og Strindberg munu fyrnast og blikna eins og Oehlenschläger og Tegnér, en Auðunar þáttur og Hrafnkels saga eru jafnung nú og á 13. öld. Það tæki langan tíma fyrir oss að skapa í skarð- ið, ef þessi verk yrði útlend fyrir oss, og fullar bætur þeirra gætum við aldrei fengið. Það er samhengi bókmentanna að þakka […], að skáld vor hafa farið svo fá gönuskeið á síðustu öldum, og verk þeirra fyrir bragðið úrelzt miklu minna en samtímarit annara þjóða. Mikið af róman- tískum bókmenntum Þjóðverja og Norður- landabúa er lítt lesandi fyrir nútíðarmenn, en með Íslendingum var það Benedikt Gröndal (yngri) einn, sem lét þá stefnu raska jafnvægi sínu, svo að fám af kvæðum hans er lífvænt. Með þessu móti hefur heilbrigt íhald bjargað miklum kröftum frá því að fara forgörðum, og það er ómetanlegt fyrir fámenna þjóð. Vér meg- um ekki við því, að rithöfundar vorir svigni eins og strá fyrir hverjum goluþyt bókmenntatízku, er um Norðurálfuna blæs, og verk þeirra verði svo framtíðinni ónýt.“17 Nú eru ofangreind ummæli Sigurðar um skaðleg áhrif rómantíkur fyrir íslenskar bók- menntir ekki einstæð í röðum fræðimanna hér á landi á 3. áratug 20. aldar. Það er til að mynda Einar Ólafur Sveinsson sem í ritgerðinni „Ís- lenzkar bókmentir eptir siðskiptin“ skýrir hvers vegna lítið beri á rómantískum öfgum í íslensk- um bókmenntum: „Ísland er ekki vel til þess fallið, að vera vagga sjúklegra drauma,“ segir hann. Í sömu ritgerð má einnig lesa eftirfarandi orð: „Ekki er þörf að ræða hér um hina róm- antísku hreyfingu í öðrum löndum. Það eitt skiptir máli sem að Íslandi veit.“18 Ég veit ekki hver glíma ungra skálda á Ís- landi er í dag. En finni þau fyrir vandanum and- spænis íslenskri bókmenntahefð, þeim sem Sig- fús kemur ekki aðeins auga á um miðja 20. öldina, heldur túlkar og skýrir, já, segjum að skáld á Íslandi þurfi enn að velja milli gamals skáldskaparforms og skáldskaparins sjálfs, er von Sigfúsar í fullu gildi: að engum blandist hugur um hvað beri að gera. Greinin er lítið breytt erindi flutt á Súfist- anum í nóvember 2000. Heimildir: Sigfús Daðason: „Til varnar skáldskapnum“, Ritgerðir og pistlar, Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útg. Forlagið 2000, s. 26. Ritgerðin birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar árið 1952. 1 Sama, s. 27 2 Sama, s. 29. 3 Sigurður Nordal: „Samhengið í íslenzkum bókmennt- um“, Ritverk I, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykja- vík 1996, s. 37. Sjá einnig Sigfús Daðason: „Til varnar skáldskapnum“,Ritgerðir og pistlar, s. 31, en hér að of- an er textabrotið úr ritgerð Sigurðar Nordal lengra. 4 „Til varnar skáldskapnum“, Ritgerðir og pistlar s. 33. 5 Sama, s. 38. 6 Þjóðviljinn, 2. nóvember, 1951. 7 „Til varnar skáldskapnum“ Ritgerðir og pistlar, s. 41. 8 Sama, s. 41. 9 Sama, s. 44. 10 Sama, s. 45. 11 Sama, s. 46. 12 Halldór Laxness: „Úr drögum til Gröndals stúdíu“. Morgunblaðið 20. mars 1924. 13 Sjá Þórir Óskarsson: Undarleg tákn á tímans bárum, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1987, s. 108. 14 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson: „Nokkrar greinir um skáldskap“, Ritsafn III, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1950. 15 Sama rit, s. 39–40. 16 Sigurður Nordal: „Samhengið í íslenzkum bókmennt- um“, s. 36. 17 Einar Ólafur Sveinsson: „Íslenzkar bókmentir eptir siðskiptin“ ,Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga, Winnipeg 1929, s. 142–157. Í LJÓÐABÓK Sigfúsar Daðasonar Og hugleiða steina sem gefin var út haustið 1997, ári eftir andlát skáldsins, gefur að líta þetta prósaljóð. Aðfaranótt annars janúar (1992) dreymdi mig draum, langan, þótti mér, um Halldór Laxness. Ég var með honum, lengi dags, að því er mér fannst, heima hjá honum, og gengum við þar um stéttir og röbbuðum saman. Þar var margt breytt og prýtt frá því ég stóð þar við síðast, og komin kapella, fag- urlega myndskreytt, og allt hvað eina, snotr- ir gangstígar og ríkulegur gróður. Við end- uðum drauminn á því að draga meinlítið skop að Norðmönnum en þó einkum að norsku (það höfðum við víst líka gert ein- hverntíma áður, í vöku). Dæmi sem barst í tal rétt þegar ég ætlaði að fara að búast til brottferðar: „Royna å komma avsted råt- het“. Råthet skildi ég í draumnum að merkti „logn“, svo að þetta hefði mátt þýða: „reyna að starta logni“. Að þessu hlógum við svo hátt að ég vaknaði reyndar við hláturinn. Þetta var hamingjudraumur, þeir eru sér- kennilegir, og svo léttir í sér og svífandi að engu er líkt. Hér er skáld að djóka. Hér eru tvö skáld að djóka. Að djóka í draumi. En djók í draumi er veruleiki í vöku. „Reyna að starta logni.“ Er það ekki listin? Er það ekki ljóðið? Að reyna að starta logni. Að reyna að finna skjól í roki tímans, að leita vars fyrir vindum tísku og tíðaranda, að reyna að mynda logn, einn lítinn blett, eina blaðsíðu í kyrrlátu tómi til að yrkja á, eitt lítið ljóð? Þau þráðu það, atómskáldin. Árið 1952. Nóg var víst komið af margra alda rímuðum út- synningi og eilífum stuðlanna næðingi sem fúll og þvældur var nú orðinn að hvimleiðum drag- súgi í Ljóðhúsum. Þeir þráðu að finna nýjan veg og aðra átt til að blása úr. Eitthvað nýtt. Eitthvað ferskt. Hefðin gat setið áfram við sæ- inn, bláan æginn, og rímað hann við blæinn, og ást við brást. Rímorðin voru þá orðin svo þreytt eftir þrjár rímóðar aldir að þau fundu sín mótorð möglunarlaust og af sjálfsdáðum. Allt var orðið átómatískt. Skáldskapurinn þurfti nýjan kjarna. Atóm. Skáldin þráðu að hreinsa til. Byrja uppá nýtt. Hefðin var komin í þrot. Rímþrot. Og allt var orðið svo sjúskað. Subbulegt. Við þekkjum sömu þörf úr myndlist þess tíma. New York- skólinn (abstrakt-expressjónisminn) vann að því hörðum höndum „að hreinsa flötinn“. Þessi flötur var orðinn svo útbíaður af úrkynjaðri fígúratífu. Menn vildu mála abstrakt. Mynd af ekki neinu, fyrir ekki neinn, því allt var orðið að engu, og heimurinn líka ef ýtt var á einn takka. Það var beðið eftir að atómsprengjan springi en það gerðist aldrei. Samt þurrkaði hún út allt mannlíf í myndlist og skáldskap. Abstrakt var eina svarið. Sviðið var tómt og flöturinn hreinn, blaðsíðan auð. Og þá var hægt að byrja uppá nýtt. Varlega. Nokkur orð á síðu, nokkur strik á hvítan strigann, tvær persónur á sviði, sem biðu eftir ... engum. Og velti því fyrir sér ódrjúga aðkreppta tíð hvort vera kynni að sér auðnaðist að lesa saman um síðir viðlíka fagurhrein kvæði og fletina hans Mondrians. Mondrian. Lithreinir fletir rammaðir svört- um ferningum, tómir fletir sem túlkuðu þó allt það stórborgarinnar líf sem ekki varð þá túlk- að með öðrum hætti en með lithreinum tómum flötum. Atómskáldin þráðu einfalda fegurð, fágaða, fáorða. Hreina fleti, kjarnyrt mál. Þau höfðu illan bifur á orðum og notuðu sífellt færri. Þau voru alin upp við baðstofumalandi kveðanda, langa rímaða kvæðabálka. Þau þráðu þögn. Höfundareinkenni flestra þeirra eru þráin eft- ir þögn, óbyggðum, mosagrónum heiðum, heiðum himni, auðum morgni, logni. Hvítri tómri örk þar sem hvert orð er öðru ofaukið. Það þarf ekki nema einn fugl á himni til að undirstrika logn. Því fleiri gætu raskað því. Með vængjaslætti. Hinn raunverulegi ævitími listaverks er 30 ár sagði franski listamaðurinn Marcel Duc- hamp þegar hann var spurður útí listastefnur tuttugustu aldar. Eftir þann tíma taka sagan og söfnin við. Verkið er ekki lengur lifandi afl heldur orðið að sjálfsögðum hluta menningar- innar. Fauvisminn lifði í tvö ár, kúbisminn í fimm og dadaisminn litlu lengur. Súrrealisminn var dauður um leið og Dalí fór yfir um, abstrakt- expressjónisminn lifði sitt blómaskeið þar til poppararnir fóru að gera grín að honum um og uppúr 1960. Eftir 1970 tóku mínimalisminn og konseptið við. Það er að vísu enn verið að nauðga því uppá okkur þótt sá limur sé orðinn ansi linur. Atómskáldskapurinn íslenski átti sín góðu tuttugu ár. Eftiriðkendur hans náðu að við- halda honum fram yfir 1980 þegar þeir afhentu hið bókmenntalega boðhlaupskefli næstu kyn- slóð sem tókst að tálga úr því sín ljóð áður en það trénaði endanlega í höndum þeirra. Hvert form á sinn tíma. Hver tími sitt form. Ekkert kefli verður tálgað lengur en efnið leyfir. Fimmtíu árum eftir að Sigfús Daðason skrif- aði grein sína „Til varnar skáldskapnum“ var kominn annar tími, önnur öld, allt aðrar að- stæður. Andstæður þeirra sem ríktu um og uppúr 1950. Fletirnir voru ekki lengur eins fagurhreinir, síðurnar ekki lengur fallega auð- ar heldur bara tómlegar. Sá allsnægtatími sem hafði gefið skáldunum slík ókjör af pappír að þeim leyfðist að hafa tvær línur á síðu var lið- inn. Tími endurvinnslunnar var runninn upp. Ljóðformið var komið í blindgötu, sat þar kyrrt í korrandi bíl og orti sig sjálfkrafa. (Sá bíll var reyndar leigubíll: Ljóðskáldin sjaldn- ast með bílpróf eins og góður maður hefur bent á.) Endurnýjunar var þörf, rétt eins og fimm- tíu árum áður. Eina leiðin út úr blindgötu ligg- ur til baka. En leiðin til baka úr blindgötu verð- ur alltaf leiðin áfram. Hún er bjartsýn og í henni falin fegin lausn, að losna úr öngstræti. Sú lausn sem yfirvinnur alltaf löngunina „til að halda kyrru fyrir í þeim vanabundnu formum sem menn hafa einhverntíma komizt í, af til- viljun“ svo vitnað sé í grein Sigfúsar. Vegna þess hve vel skrifuð og altímaleg grein hans er á hún ennþá erindi. Við getum gert orð hans að okkar. „Satt er að ný list rífur alltaf ofan af manni þakið, þak vanans,“ sagði hann árið 1952, og síðan reisir sú list nýtt þak sem með tímanum verður að þaki vanans, sem ný og allt önnur og óvænt list rífur síðan ofanaf okkur. Hver tími krefst sinna forma. Miskunnar- leysi sögunnar veldur því að „formbylting at- ómskáldanna“ hefur ekkert lengur að segja ungu aldamótaskáldi heldur hvetur það aðeins til gagnbyltingar. Hið óhefðbundna ljóðform er nú loksins dautt. Engum heilvita manni dettur til hugar að mála abstrakt í dag. Enginn vill lengur sjá rísa gráleitar bauhaus-blokkir. Enginn annar en tímaskakkur maður yrkir tveggja línu atóm- ljóð í dag. Ekki frekar en menn deili sín á milli um Marshall-aðstoð og þorskastríð. Enginn vill aftur eftirstríðsandann. Enginn vill aftur árið 1950 frekar en þeir þá þráðu aldamótin 1900 aftur. Hver kynslóð reynir að starta sínu logni. Síðan kemur sú næsta og leysir vind. Eftirlætisljóð mitt eftir Sigfús Daðason heit- ir „Myndsálir“. Eitt af síðustu ljóðum skálds- ins. Hér hefur eitthvað gerst. Hér vaknar maður fyrir miðjan morgun, og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hér vaknar vindur í logni. Og maðurinn sem hafði einatt illan bifur á orðum ryður þeim út úr sér áður en bærinn vaknar. Hreinflat- armaður fyllir fjórar síður. Mínimalisti fyllist mælsku. Því þótt Sigfús hafi áður ort mælsk ljóð er hér á ferð ný tegund flæðis. Hér er líkt sem einn tími teygi sig yfir í annan. Þetta ljóð er líkt og viðbrögð eins tíma við öðrum. Ort af manni sem hefur einn þreytt sitt maraþon, hlaupið líf sitt á enda en tekur óvæntan sprett í lokin og opnar sig, lyftir höndum, veit sem er að handan endamarksins bíður allt annað líf og allt annar tími með hundrað myndavélum. Símalandi „Myndsálum“. Og hann bregst við því. Þetta ljóð er fyrsta ljóð Sigfúsar Daðason- ar í næsta lífi. Það kom bara óvart í þessu. Óvæntur endasprettur í æviverki hans. Og glæsilegur. Kynslóðin sem ólst upp í verstu stormum sögunnar þráði „að starta logni“. Nú ríkir lognið eitt í hinu tíðindalausa góðæri. Við skul- um reyna sem best við getum „að starta stormi“. Erindi flutt á Súfistanum í nóvember 2000. Heimildir: Allar tilvitnanir eru í Sigfús Daðason: Og hugleiða steina, Forlagið, Reykjavík 1997, bls. 30, 18, 39-40 AÐ STARTA LOGNI E F T I R H A L L G R Í M H E L G A S O N Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.