Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 Hve lengi er hægt að búa björtum skrúð og binda slaufum það sem eitt sinn var og láta eins og gull og gersemar sé geymt á opnum syllum hér og þar? Hve lengi er hægt að bera höfuðið hátt og horfa skyggnum sjónum löndin týnd og láta eins og ævintýrin öll séu enn þá til og verði bráðum sýnd? Hve lengi er hægt að sefja særðan hug og setja friðarmerki á hrunda borg og láta eins og allt sé gilt og gott við gengin spor um lífsins rauða torg? ODDNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR FRÁ FERJUNESI Höfundur stendur á níræðu og hefur gefið út tvær ljóðabækur. HVE LENGI ER HÆGT?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.