Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 3 E FTIR að hafa fylgst með heimsmálunum undanfarnar vikur rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi klausa sem ég hafði einhvern tímann rekist á og höfð var eftir Woody Allen: Öruggasta merkið um að vitibornar verur sé að finna á öðrum hnött- um er að þær hafa ekki reynt að hafa sam- band við okkur. Það verður að segjast eins og er að það er hreint ekki fýsilegur kostur að setjast að á plánetunni Jörð nú um stundir ef litið er til þeirrar lífveru sem virðist nú hafa örlög hennar í hendi sér. Taumlaus græðgi, yf- irgangur og grimmd eru aðalsmerki þess- arar tegundar, sem einhver húmoristinn gaf í eina tíð nafnið Homo sapiens, og kem- ur æ betur í ljós hvílíkur stjörnubrandari það er. Alla tuttugustu öldina gekk á með slíkum hjaðningavígum, yfirgengilegum illverkum og fjöldamorðum á saklausu fólki að maður þarf að vera ótrúlega kaldrifjaður eða til- finningasljór til að geta haldið sönsum, verði manni hugsað til þess arna. Enda öllu trúlegra að mannkynið allt, þar með talinn þú, lesandi góður og ég sem þessar línur rita, sé orðið hugsjúkt af þessum ósköpum. Líklega er það rétt sem einhverjum hugs- uðinum varð einu sinni að orði: Aðeins guð getur leitt hugann að hinu illa án þess að spillast. Hugsuðir og mannvinir í öllum menning- arsamfélögum hafa alltaf verið að vona að mannskepnan lærði á endanum sína lexíu, fengi nóg af hryllingnum, fargaði vopn- unum og færi að leggja stund á ástir í stað- inn fyrir stríð. Make love not war er eitt snjallasta ákall sem um getur og hafi ein- hvern tímann verið tilefni til að mála stafi á spjald og þramma, þá er það nú. Hvernig væri nú að alþýða manna um gjörvallan hnöttinn, sem hefur meiri áhuga á fyrrnefnda verknaðinum en hinum síðari, legði niður vinnu og færi að þramma undir þessum formerkjum, lamaði þjóðfélögin og sinnti hreinlega ekki öðru en kröfugöngum í þágu algjörrar afvopnunar og friðar með- al manna? Eitthvað verður að taka til bragðs og auðvitað verður alþýðan að taka það að sér eins og svo oft áður þegar mikið hefur legið við. Ríkisstjórnir og valdhafar eru alls ófærir um þetta verk eins og dæmin sanna. Þessir aðilar kunna bara eina aðferð, og það er að mæta ofbeldi með enn meira of- beldi og þar með er vítahringur illsku og haturs kominn í gang. Og þá vél virðist ekki með nokkru móti vera hægt að stoppa. Svo oft er búið að prófa auga fyrir auga aðferð- ina, að ég er hræddur um að sá vís- indamaður væri vandfundinn sem teldi ekki fullsannað haldleysi þeirrar kenn- ingar. Nei, ekki aldeilis. Áfram skal haldið að berja höfðinu við steininn þar til heila- slettur lita allt umhverfið, það er nú allt sapíensið. Meira að segja á Íslandi, þar sem auðvit- að er hlægilegt að taka sér vopn í hönd, eru valdhafar og æðstu embættismenn frið- arríkisins rígfastir í hugmyndafræði hefnd- ar, refsingar og miskunnarleysis. Í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember kvað forsætisráðherrann okkar fast að orði og hét á alla sína þegna að standa nú dyggan vörð sem aldrei fyrr um tönn fyrir tönn fílósófíuna. Stóðu eldtungurnar nánast út úr honum, gneistaði úr augum og hnúarnir hvítnuðu þegar hann stóð við ræðupúltið og messaði yfir æskulýðnum í flokki sínum. Engin elsku mamma eða fá- nýtt friðarhjal á þeim bænum. Aðspurður í sjónvarpsþætti af sama til- efni lét biskup Íslands sig hafa það að svara ungu stúlkunni, sem spurði hvort hann teldi að hægt væri að fyrirgefa illvirkin 11. september, á þá lund að það væri ekki hægt. Hann tvítók það meira að segja til að það færi ekki framhjá neinum hver skoðun geistlegs yfirvalds væri í þessu efni. Slíka glæpi væri ekki hægt að fyrirgefa. Undirritaður kallar nú ekki allt ömmu sína en það verður að segjast eins og er að hann kófsvitnaði á stólbríkinni fyrir framan sjónvarpið og hélt fyrst að sér hefði mis- heyrst en svo kom tvítekningin, og kaldur svitinn varð eftir. Biskupinn er bersýnilega búinn að gleyma í hverju kjarni krist- indómsins er fólginn. En þessi Jesús, sem kristindómurinn er nú einu sinni kenndur við, var alltaf að nauða um fyrirgefninguna, að maður ætti að elska óvini sína og biðja fyrir þeim sem ofsækja mann. Bjóða fram vinstri vangann ef maður væri sleginn á þann hægri. Að sá einn sem syndlaus væri skyldi refsa meðbræðrum sínum og systr- um. Þetta kenndi hann að væri nauðsynlegt til að koma á friði meðal manna. En auðvit- að átti ekki að taka það bókstaflega sem hann var að þrugla seint og snemma um þessi mál, nei, nei, sei, sei, nei. Hann sagði nú svo margt, hann Jesús. Eitthvað var sá sami Jesús líka að tala um að það sem mennirnir gerðu einum sinna smæstu bræðra, það gerðu þeir einn- ig honum. Og að hjálpræði sálarinnar væri ekki hvað síst í því fólgið að gefa hinum þurfandi helming eigna sinna. Það er kannski eilítið viðeigandi á þessum tíma- mótum að velta því fyrir sér hvernig svo- kallaðir kristnir menn hafa farið eftir þess- um heilræðum frelsarans. Upp í hugann koma myndir af kúgun, arðráni, þrælkun, útrýmingu, pyntingum og endalausri undirokun á lítilmagnanum í mannheimum, varnarlausu fólki sem notað er eins og dýr í þágu auðsöfnunar. Ef einhver snefill af sönnum kristindómi leynist enn meðal þjóða sem játa kristni þá er núna tími til kominn að þær taki höndum saman við að bæta fyrir glæpi sína gagn- vart mannkyninu og vinda sér í að skapa betri heim. Og byrja á að skila helmingnum af ránsfengnum til hinna sveltandi þjóða. Ef hinir skelfilegu atburðir við turnana tvo yrðu þrátt fyrir allt til þess að opna augu mannanna fyrir sannleikanum í frið- arboðskap frelsarans gæti hinsta ósk þess fólks sem þar lét lífið ef til vill ræst. Sú orð- lausa bæn um frið á jörðu saklausum börn- um sínum til handa. FRIÐUR RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N SIGFÚS DAÐASON MYNDSÁLIR BLASPHEMIA IN CORDE (HLUTI) Hann vaknar fyrir miðjan morgun og er næstum því alveg dofinn. Murrandi hálfkvikindi eitthvurt er á hafbeit innan í honum. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Raddir úti í grámanum og raddir úr launkofum. Torkennileg rödd alla leið úr iðrum jarðar. Hvísl og þrusk og taut. Og svamlað í kringum ofblíð orð. Ennfremur myndir álengdar ókunnuglegar myndir gufulegar og myndbreytilegar myndir og myndir firrtar sýnilegum útlínum á hæglátum skriði svo árla morguns áður en flugurnar eru komnar á hreyfingu. Og hann veit ekki sitt rjúkandi ráð en bölvar og formælir sjálfum sér og heiminum og Guði. Feyrubragð að loftinu finnst honum fúnuð sígrænka í hugskotinu. En réttumegin við ódáinsengin illukeldur og rotin dý. ... Sigfús Daðason (1928–1996) gaf út sex ljóðabækur og ljóðið Myndsálir birtist í þeirri síðustu, Að hugleiða steina, sem kom út að honum látnum árið 1998. FORSÍÐUMYNDIN er eftir Halldór Baldursson. Myndskreyting úr bókinni Allir með strætó eftir Guðberg Bergsson. Myndin er meðal verka á sýningunni Myndir úr barna- bókum sem opnuð verður í Grófarhúsinu 12. október í tengslum við Nor- ræna barna- og unglingabókahátíð. Sjónþing Gerðubergs það fyrsta á þessu hausti, fer fram í dag og fjallar um myndlistarkonuna Þórunni Sveinsdóttur. Hún hefur unnið um árabil sem búningahönnuður við leikhús en ým- islegt fleira hefur hún tekið sér forvitnilegt fyrir hendur. Sigfús Daðason gaf út fyrstu bók sína fyrir hálfri öld, Ljóð 1947–1951. Birna Bjarnadóttir og Hall- grímur Helgason fjalla um viðhorf hans til skáldskapar eins og þau birtust í frægri rit- gerð hans, „Til varnar skáldskapnum“, sem birtist í Tímariti Máls og menningar 1952, ári eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók. Köttur úti í mýri heitir viðamikil norræn barna- og unglinga- bókahátíð sem haldin verður í Norræna húsinu 10.–14. október. Heiða Jóhanns- dóttir segir frá því helsta sem þar verður á dagskrá. Dr. Bjarni Einarsson lést fyrir réttu ári, 6. október árið 2000. Hann var einn af athyglisverðustu sérfræð- ingum landsins á sviði fornra bókmennta og handritarannsókna. Síðasta verk hans var undirbúningur að útgáfu Möðruvallabók- artexta Egils sögu og er það verk nú í prentun. Baldur Hafstað fjallar um Egils sögu í anda kenninga Bjarna um að hún sé höfundarverk Snorra Sturlusonar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.