Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 B JARNI Einarsson hafði enga þörf fyrir að láta á sér bera og fyrir bragðið varð hann ekki eins þekktur í samfélaginu og búast hefði mátt við. En í heimi fræðanna var hann í miklum metum. Beint og óbeint hafði hann mikil áhrif á þann sem þetta skrifar. Þegar ég gekk frá doktorsriti mínu um Egils sögu „láðist“ mér að geta Bjarna á fremstu síðu. Eftir á að hyggja lýsti þessi þögn mín sennilega kappi yngri fræðimanns sem ekki vildi vera talinn of háður lærimeistara sínum. Ég leyfði mér jafnvel að hnýta í lærimeistarann. Það liggur við að ég hafi reynt að finna mér óvin í Bjarna en það er að vísu algengt fyrirbæri meðal fræðimanna. Þeir reyna stundum að skerpa drættina í eigin röksemdafærslu með því að ráðast á félaga sinn út af smámunum. Óþarfi er að nefna dæmi þessu til stuðnings. Hann hristi höfuðið En Bjarni Einarsson lét ekkert á sig fá þótt ég færi svona að ráði mínu. Hann var meira að segja svo vinsamlegur að skrifa ritdóm um verk mitt og fór um það mildum höndum. Vissulega iðrast ég þess nú að hafa ekki getið um Bjarna sérstaklega í upphafi rits míns. En á málþingi sem haldið var í Norræna húsinu árið 1992 lét ég þess að vísu getið að Bjarni Einarsson væri maður hins nýja tíma í rannsóknum á Egils sögu. Eldra atvik rifjast upp. Ég var staddur í Rúg- brauðsgerðinni í Borgartúni 6 á fornsagnaþingi árið 1989 og var þar í pontu að tala um eitthvað sem snerti Arinbjarnarkviðu. Þá verður mér lit- ið í átt til Bjarna og ég sé að hann hristir höfuðið og virðist hneykslaður. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Eftir að þingi var lokið hitti ég Bjarna í fatahenginu á útleið og þá kom í ljós ástæða hneykslunar hans. Ég hafði talað um Arinbjarnarkviðu eins og hún væri gamalt kvæði, frá tímum Egils! Atvikið í Rúgbrauðsgerðinni lýsir Bjarna. Hann kaus að fara ekki í pontu til að ræða aldur Arinbjarnarkviðu en greindi mér frá skoðun sinni þegar við hittumst í einrúmi. Þessi stutti fundur okkar í fatahenginu varð mér mikilvægt veganesti. Sonatorrek og Snorri Ég þekkti dr. Bjarna ekki mikið. Hann var ekki mannblendinn en tók þeim vel sem leituðu til hans. Við Torfi Tulinius sendum honum skeyti áttræðum árið 1997 og þökkuðum þess- um meistara okkar fræðilega handleiðslu. Áður hafði hann sent mér grein sína um skáldið í Reykjaholti (frá 1992). Þar bendir hann á nánar hliðstæður í lífi Snorra og Egils og ræðir þann möguleika að Snorri hafi samið sjálft Sonator- rek og styður þá skoðun sterkum rökum. Þessi skoðun hans á ungum aldri hins stórbrotna kvæðis (og þá væntanlega annars kveðskapar í sögunni) þurfti reyndar ekki að koma á óvart. Hún er í samræmi við skoðanir hans á skálda- sögunum svonefndu sem hann skrifaði um í bók- inni Skáldasögur árið 1961. Og vissulega eru þessar hugmyndir einnig í anda þess sem hann setti fram um Egils sögu og tilurð hennar í dokt- orsriti sínu árið 1975, þ.e. að sagan væri samin af manni sem þekkti vel til fjölda rita og styddist við þau fremur en munnmælasagnir við eigin skáldskapariðju. Til marks um það sam- bandsleysi sem stundum verður í fræðum okkar má geta þess að enn er skrifað um Egils sögu og látið eins og hugmyndir Bjarna um hana hafi aldrei komið fram. Ég hef t.d. í huga hinn stór- snjalla Joseph Harris við Harvardháskóla sem birti athyglisverða grein um Sonatorrek árið 1999 í Heiðnum minnum, greinasafni um fornar bókmenntir. Tvær doktorsritgerðir Torfi H. Tulinius flutti minningarræðu við út- för Bjarna og rakti þar starfsferil hans og gat um helstu afrek hans á sviði fræðanna. Sú ræða bíður nú birtingar í tímaritinu Griplu. Leið Bjarna að æðstu menntagráðu var ekki létt. Hann skrifaði í rauninni tvær doktorsritgerðir áður en hann hlaut doktorsgráðu. Jafnvel mætti tala um þrjár ritgerðir í þessu sambandi því að bók Bjarna, Munnmælasögur 17. aldar, gæti vel talist ígildi doktorsritgerðar. Bjarni var reynd- ar ekki sá maður sem þurfti á titlum að halda. En saga hans og samskipti við Háskólann er því miður dæmi um tregðu háskólastofnana og ákveðna hræðslu við nýjungar og óvænta hugs- un. Bjarni Einarsson sýndi fram á með óyggjandi hætti að höfundur Egils sögu nýtti sér ritaða texta úr ýmsum áttum, skapaði með öðrum orð- um verk úr öðrum verkum. Af mikilvægum fyr- irmyndum sem Bjarni getur um er Hallfreðar saga en einnig Jómsvíkinga saga, Orkneyinga saga og Þinga saga. Það er engin leið að ræða þetta hér en segja má að Bjarni hafi á skýrari hátt en aðrir haldið fram rithefð á kostnað munnlegrar hefðar. Í framhaldi af þessum inngangi lagnar mig að ræða nokkur atriði sem snerta Egils sögu – í þeim anda Bjarna Einarssonar að sagan sé skrifuð af manni sem þekkti betur en flestir landa sinna til bóka og nýtti sér þær við sköpun verksins. Þetta var auðvitað Snorri Sturluson. Og hann samdi ekki aðeins óbundna textann. Hann samdi einnig vísurnar og kvæðin! Heimskringla og Egla Að einu leyti voru aðstæður okkar Bjarna ólíkar við athugun á sögunni. Bjarni gekk út frá því að sagan væri eldri en Heimskringla eins og löngum hafði verið gert. Nú hafa flestir snúist til þeirrar trúar að Egla sé yngri. Jónas Kristjáns- son reið á vaðið árið 1977 og ég fylgdi honum eftir. Við beittum ólíkum rökum en saman held ég að þau verði að teljast allhaldgóð. Þetta atriði, að Egils saga sé yngri en Heims- kringla, leysir fjölmörg vandamál sem áður ollu fræðimönnum heilabrotum. Þar má nefna þögn- ina í Heimskringlu um ætt Egils og það skarð sem hún hjó í norsku konungsættina; einnig hina neikvæðu afstöðu til Haralds hárfagra sem er augljós í Egils sögu og gjörbreytt frá því sem er í Heimskringlu. Bein og óbein áhrif Heims- kringlu á Egils sögu virðast nú blasa við þótt ekki verði þeirra getið nánar hér. Hugum held- ur að öðru mikilvægu atriði sem er „stefnan“ eða „andinn“ í Egils sögu og tilgangurinn með ritun hennar. Ég ætla að byrja á því að slá því föstu, sem ég hef reyndar gert áður, að ef Snorri hefði búið í landnámi Ingólfs, t.d. í Reykjavík, hefði hann ekki skrifað um ætt Skalla-Gríms heldur Ingólfs Arnarsonar. Snorri velur sér Eg- il sem söguefni, m.a. vegna þess að báðir bjuggu á Borg auk þess sem Egill var forfaðir Snorra. Síðan beitir hann allri sinni snilld og kænsku til að skrifa þessa sögu og nýtur nú yfirburðaþekk- ingar og meira frelsis en hann hafði leyft sér í Heimskringlu. Hermann Pálsson hefur bent á það í grein í Skáldskaparmálum árið 1992 að við ritun Heimskringlu hafi Snorri verið varkár í heimildanotkun. Þar hafi t.d. verið fjarri honum að notast við „fábyljur“ sem voru fremur létt- úðugar í anda að frönskum hætti. Þessi tíska einkennir suma Íslendingaþætti, þætti sem Snorri hefur áreiðanlega þekkt. Skoðun Her- manns kemur heim og saman við það sem ég þóttist sjá þegar ég athugaði meðhöndlun Snorra á höfuðlausnarsögum. Hann sleppti í Heimskringlu mörgum góðum Íslendingaþátt- um sem geymdu höfuðlausnarsögur vegna þess að hann sá að þeir voru „grunsamlegir“, þ.e. hver öðrum allt of líkir. Í Egils sögu gat hann aftur á móti skrifað höfuðlausnarsögu sjálfur og notað það besta úr þáttunum sem hann sleppti í Heimskringlu. Ljóminn dofnar Jafnframt gat Snorri gert upp sakir við norsku konungsættina með því að lýsa sam- skiptum Kveldúlfsættarinnar við hana. Á bók- felli gat hann hefnt þess sem hallast hafði í per- sónulegri reynslu. Þegar hér var komið var ljóminn horfinn af norsku konungsættinni í aug- um Snorra. Hann hafði yfirgefið Noreg í banni Hákonar konungs árið 1239. Skúli hertogi var fallinn (vorið 1240) en hann hafði reyndar tekið sér konungs nafn áður en lauk. Það er að öllum líkindum eftir að Snorri fréttir lát hans sem saga Egils er skrifuð. Ég mun koma nánar að þessu hér á eftir. En sagan er skifuð í skugga mikilla átaka á Íslandi og í Noregi þar sem eng- um er að treysta. Þá er gott að geta hugsað til manna eins og Arinbjarnar hersis. Þess má geta að ein helsta fyrirmynd að persónu Arinbjarnar er 11. aldar skáldið Sighvatur Þórðarson sem gat verið hvorttveggja í senn, maður konungs og vinur vina sinna, eins og fram kemur í Heimskringlu og víðar. Arinbjörn og Freyr Fyrsti hluti Heimskringlu, Ynglinga saga, fer að nokkru leyti fram í veröld goðmagna. Þar eru afar athyglisverðar hliðstæður við Egils sögu. Goðmögn Snorra-Eddu og eddukvæða mótuðu sögu Egils einnig eins og Haraldur Bessason benti á í grein sem hann skrifaði í afmælisrit Jakobs Benediktssonar árið 1977 og mikið hef- ur verið vitnað til síðan. Þar sýndi hann fram á hvernig Egill stæði ef svo má segja með annan fótinn í goðheimi. Ég benti seinna á fleiri dæmi um þetta og nefndi ekki aðeins dulda nálægð Óðins og Þórs, heldur einnig Freys og Skírnis í sögunni. Það má hér tala um ósýnileg tengsl Egils sögu við goðafræðina. Samtal Freys og Skírnis áður en sá síðarnefndi fer í Jötunheima að biðja Gerðar Frey til handa endurspeglast í samtali Arinbjarnar og Egils áður en Arinbjörn hefur milligöngu um ráðahag Egils og Gerðar, þ.e. Ásgerðar. Ef Egill á skylt við Óðin og Þór má alveg tengja Arinbjörn, hinn friðsama og gjafmilda, við Frey. Starkaður og Egill Fornaldarsögur bergmála einnig á margan hátt í Egils sögu enda má víða í þeim skynja ná- lægð Óðins og félaga. Lítið dæmi gæti sýnt hvað við er átt. Á eynni Fenhring drýgir Egill miklar dáðir og þar bjó á bænum Aski Atli hinn skammi sem Egill beit á barkann. Samkvæmt Gautreks sögu óx upp á Fenhring á bænum Aski ein mesta hetja fornaldar hjá sjálfum Óðni, Starkaður hinn gamli, sem Egill líkist um margt. Til dæmis er svo að sjá sem þeir Óðinn og Þór hafi tekist á um örlög Egils líkt og þeir gerðu um örlög Starkaðar í frægum kafla Gaut- reks sögu. Staðinn Fenhring valdi Snorri þann- ig af nákvæmni. Og mótsagnakennda skapgerð Egils mætti skýra að nokkru með afskiptum goðanna tveggja af örlögum hans. Upp skulum órum sverðum Sögurnar af Hrafnistumönnum eru einnig nátengdar Egils sögu og virðast hafa haft á hana mikil áhrif. Ég ætla ekki að þreyta les- endur með dæmum en minni þó á að í sögunum af þeim Hrafnistumönnum birtist okkur sverð með sama nafni og sverð í Egils sögu. Reyndar er þarna um sama sverðið að ræða, Dragvendil. Á báðum stöðum er Dragvendils getið í vísu og sagt að hann bíti ekki því að eggjar hans hafi verið deyfðar. Ég hef orðað þetta svo að Snorri hafi lyft umræðunni upp á dróttkvætt plan. Hann gerir dróttkvæða vísu þar sem fyrir- myndin var undir fornyrðislagi. Slíkt og þvílíkt sést oft í Egils sögu ef vel er að gáð. Sú fræga vísa, „Upp skulum órum sverðum“, er t.d. ekk- ert annað en betrumbót á gallaðri vísu í Ragn- ars sögu loðbrókar um náskylt efni. Þessi vinnu- brögð Snorra eru af sama toga og umbætur hans í Heimskringlu á (prósa)textum eldri kon- ungasagna. Voru fornaldarsögur skráðar snemma? Í þessu sambandi vakna margar spurningar, t.d. sú hvort Snorri hafi þekkt fornaldarsögur af bók. Víst er að fornaldarsögur voru fyrirferð- armikið söguefni á 12. öld eins og orð Saxa fróða um íslenska sögumenn eru til vitnis um. Æ fleira bendir nú til þess að fornaldarsögur hafi sumar hverjar verið skráðar miklu fyrr en al- mennt er talið. Það þótti fjarstæðukennt þegar Hermann Pálsson sló því fram árið 1962 að við brúðkaupið á Reykhólum árið 1119, sem getið er um í Þorgils sögu og Hafliða, hefðu þær sög- ur sem þar eru nefndar verið skráðar á bók. Jafnvel Hermann sjálfur hopaði frá þessari skoðun um sinn en nú hefur hann færst í aukana á ný og tekið upp fyrri trú. Á einum stað er bein- línis getið um afskipti Jóns Loftssonar í Odda, fósturföður Snorra, af skráningu slíkrar sögu. Þetta er Yngvars saga víðförla. Og af því að skáldskapur hefur verið hér til umræðu er skylt að geta þess að í Þorgils sögu og Hafliða er full- yrt að sögumenn hafi sjálfir ort vísur með sög- um sínum á Reykhólum árið 1119. Völu-Steinn og Egill Þótt einkennilegt megi virðast hafa menn ekki gefið því nægan gaum hvernig Snorri nýtti sér Landnámu á margvíslegan hátt í Egils sögu. Aðeins skulu nefnd tvö dæmi. Ketilbjörn gamli á Mosfelli gróf silfur sitt með aðstoð tveggja þræla alveg eins og Egill. Báðir bjuggu á Mos- felli (að vísu ekki á sama Mosfelli). Báðir höfðu þeir viljað ráðstafa fé sínu á óvenjulegan hátt en voru hindraðir í því: ættingjar tóku í taumana. Ekki er síður merkilegt hvernig frásögn Land- námu af Völu-Steini virðist vera kveikjan að frá- sögn Snorra af harmi Egils um syni sína. Völu- Steinn var sonur Þuríðar sundafyllis og námu þau Bolungarvík en ættirnar lágu til Háloga- lands líkt og ætt Kveldúlfs. Synir Völu-Steins voru þeir Ögmundur og Egill. Frásögn Landnámu af harmi Völu-Steins er knöpp en fram kemur að Ögmundur var veginn á Þorskafjarðarþingi vegna sauðatökusakar: Ögmundur hafði tekið að sér mál lítilsiglds bónda á hendur Þórarni gjallanda sem svo vó Ögmund. Egill Völu-Steinsson, bróðir Ögmund- ar, kemur til Ljóts hins spaka á Ingjaldssandi en þar er staddur Gestur Oddleifsson að haust- boði. Egill bað Gest „að hann legði ráð til að föð- ur hans bættist helstríð er hann bar um Ög- mund, son sinn. Gestur orti upphaf Ögmundardrápu“. Ætlunin með því hefur verið að Völu-Steinn héldi áfram kvæðinu til að kveða sig frá sorginni. Óþarfi er að rekja hina þekktu sögu af harmi MAÐUR HINS NÝJA TÍMA E F T I R B A L D U R H A F S TA Ð Hér eru rædd nokkur atriði sem snerta Egils sögu – í þeim anda Bjarna Einarssonar að sagan sé skrifuð af manni sem þekkti betur en flestir landa sinna til bóka og nýtti sér þær við sköpun verksins. Þetta var auðvitað Snorri Sturluson. Samdi Snorri Sturluson Egils sögu?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.