Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 EINN viðburða norrænu barna- og ung-lingabókahátíðarinnar er myndlistar-sýningin „Myndir úr barnabókum“sem opnuð verður í Grófarhúsinu föstudaginn 12. október næstkomandi, en efnt er til hennar í samvinnu við Borg- arbókasafn Reykjavíkur og Fyrirmynd, sam- tök myndskreyta á Íslandi. Þar er sýnt úrval frummynda úr íslenskum myndskreyttum barnabókum sem út hafa komið á síðustu ár- um auk þess sem bækurnar sjálfar verða þar til sýnis og aflestrar. Áslaug Jónsdóttir er einn þeirra átján myndlistarmanna sem eiga verk á sýningunni og gefur þar að líta myndlýsingar hennar úr bókunum Sex ævintýri og verðlaunabókinni Sagan af bláa hnettinum sem Andri Snær Magnason skrifaði textann að. Meðal þeirra fjölmörgu frummynda sem gestir geta skoðað á sýningunni eru myndlýsingar Guðjóns Ket- ilssonar úr bókunum um Blíðfinn eftir Þor- vald Þorsteinsson, myndir Halldórs Baldurs- sonar úr Allir með Strætó eftir Guðberg Bergsson, teikningar Sigrúnar Eldjárn úr Drekastöppunni og myndir eftir Tryggva Ólafsson úr Stórt og smátt. Þá gefur að líta myndlýsingar Freydísar Kristjánsdóttur við þjóðsögur og þulur og myndir Ragnheiðar Gestsdóttur við sögna af Líneik og Laufeyju. „Með sýningunni, langar okkur að gefa fólki innsýn í þá listgrein sem myndskreyt- ingar eru og einnig kynna það sem er að ger- ast innan fagsins hér á landi um þessar mundir,“ segir Áslaug Jónsdóttir þegar blaðamaður spyr hana um tildrög sýning- arinnar. „Barnabókahátíðin reyndist kjörið tækifæri til þess, en sýning af þessu tagi er sjaldgæfur viðburður hér á landi. Á Íslandi er lítil almenn þekking á myndskreytifaginu, fjölbreytni þess og hefð. Með því að sýna frummyndirnar á þennan hátt, geta sýning- argestir velt myndskreytingunum fyrir sér sem myndverkum, séð hversu ólíkar nálg- anirnar eru, hversu ólíkur stíll þeirra og að- ferð er. Með því að skoða fyrst myndina og síðan stað hennar í bókinni, fær fólk dálítið annað sjónhorn á myndina og vinnuferlið sem liggur að baki.“ Myndheimur fremur en „skreyting“ Þegar Áslaug er spurð nánar hvað hún eigi við með því að lítil þekking sé á faginu, bend- ir hún á að almennt sé mun minna lagt í myndskreytingar bóka hér á landi en á hin- um Norðurlöndunum til dæmis. „Mynd- skreytingar og teikningar eru grein innan myndlistarinnar sem lent hafa einhvers stað- ar á milli stafs og hurðar í viðhorfum manna. Meðal þeirra sem standa að útgáfu bóka og umfjöllun um þær vantar til dæmis oft á tíð- um skilning á því að um er að ræða sköp- unarferli sem krefst jafnmikillar vinnu og rit- un textans. Myndskreytirinn er ekki bara að „skreyta“ textann, heldur er hann að túlka hann og útfæra þannig myndheim sem verð- ur, a.m.k. þegar vel tekst til, órjúfanlegur hluti af verkinu. Hver teiknari hefur sinn stíl, sem felst ekki einungis í ákveðinni vinnuað- INNSÝN Í DULDA LIST- GREIN MYNDSKREYTINGA Morgunblaðið/Rax „Börn eiga flest sín fyrstu kynni af myndlist og myndlestri í gegnum myndskreyttar barnabæk- ur,“ segir Áslaug Jónsdóttir myndlýsari Sögunnar af bláa hnettinum. EINN af stærri dagskrárliðum nor-rænu barna- og unglingabókahátíð-arinnar er tveggja daga ráðstefnaum stöðu bókarinnar í barna- og unglingamenningu samtímans sem haldin verður í sal Norræna hússins föstudag og laugardag, 12. og 13. október. Kenn- araháskóli Íslands stendur fyrir ráðstefn- unni, en fjórir fulltrúar skólans sitja í hátíð- arnefnd barnabókahátíðarinnar. Tilgangur ráðstefnunnar er að efna til breiðrar um- ræðu um hlutverk barna- og unglinga- bókmennta innan þeirrar menningar sem ungt fólk lifir og hrærist í í nútímanum. Á ráðstefnunni munu norrænir fræðimenn á sviði barna- og unglingabókmennta halda erindi og rithöfundarnir sem eru gestir ráðstefnunnar lesa úr verkum sínum. Michael Dal, lektor í dönsku við Kenn- araháskólann og einn skipuleggjenda, segir ráðstefnuna vera dæmi um þá breidd sem einkennir hátíðina, þar sem leitast sé við að gera barnabókmenntum og barnamenningu skil frá ólíkum sjónarhornum. „Efnt verður til umræðu um barna- og unglingamenn- ingu frá sjónarhóli þeirra sem hafa sérhæft sig á því sviði, og helgað sig henni í sínu starfi. Til ráðstefnunnar höfum við m.a. fengið Kaisu Rättyä, framkvæmdastjóra finnsku barnabókmenntastofnunarinnar, og mun hún fjalla um efnið út frá sinni reynslu í því starfi. Þá mun Tobin Weinreich, pró- fessor við miðstöð barnabókmenntarann- sókna við Danmarks Pædagogiske Universi- tet, greina barnabókmenntir samtímans í fræðilegu ljósi og Åse Kristine Tveit, lektor við Høgskolen í Osló, mun halda fyrirlestur í tengslum við þema hátíðarinnar, þ.e. „ferðina“, og fjalla um birtingarmyndir þess í norrænum barnabókmenntum sam- tímans. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, verður fulltrúi Íslendinga á ráðstefnunni og heldur hún fyrirlestur frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Sam- antekt um ráðstefnuna verður síðan birt á nýjum íslenskum vef um barna- og ung- lingabókmenntir, BarnUng, en þar er jafn- framt að finna allar helstu upplýsingar um hátíðina. Kennaraháskólinn hefur unnið að gerð vefjarins um nokkurt skeið og mun Þuríður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri í upp- lýsingatækni og barnabókmenntafræðingur, kynna vefinn í sínum fyrirlestri á ráðstefn- unni,“ segir Michael. Lifandi ráðstefna í anda hátíðarinnar Michael Dal segir að ráðstefnunni sé ætl- að að höfða til þeirra sem starfa að ein- hverju leyti í tengslum við eflingu barna- menningar, s.s. grunn- og leikskólakennara, bókasafnsfræðinga, rithöfunda og annarra listamanna og síðast en ekki síst foreldra. „Það er ekki síður mikilvægt að foreldr- arnir sjálfir verði þátttakendur í um- ræðunni því það er heima í foreldrahúsum sem börnin fyrst komast í kynni við bækur og bókamenningu.“ Michael bætir því við að leitast verði við að skapa umræðu, bæði á sérhæfðum nótum, en einnig á almennum, og milli fyrirlestra og í hléum verði efnt til uppákoma af ýmsu tagi til að lífga upp á ráðstefnuna í anda hátíðarinnar, m.a. með upplestrum rithöfundanna Rakel Helmsdal, Tor Åge Bringsværd, Bent Haller, Hannele Huovi og Ulf Stark. „Ráðstefnan er byggð þannig upp að fólk getur komið og farið, e.t.v. fylgst með þeim fyrirlestrum og upp- lestrum sem það hefur áhuga á, nú eða set- ið alla ráðstefnuna.“ Að lokum segir Michael að með því að höfða til breiðs hóps fólks, barna og full- orðinna, leikmanna og fagfólks, vilji að- standendur hátíðarinnar leggja áherslu á að barnabókmenntir séu ekki aðeins fyrir börn. „Aðgreiningin milli fullorðinna og barna er að mörgu leyti tilbúningur. Ann- ars vegar hvað varðar bókmenntirnar sjálf- ar, sem höfða oft ekki síður til fullorðinna en barna, og getum við nefnt ævintýri H.C. Andersens sem frægt dæmi um bókmenntir sem hafa verið ranglega flokkaðar sem að- eins fyrir börn. Hins vegar má ekki gleyma mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í því sem börnin lesa eða sjá í sjónvarpinu, og gefi sér tíma til að ræða um innihald sagn- anna og samhengi. Þá er hlutverk foreldra ekki síður mikilvægt við að miðla börn- unum áhugaverðum bókmenntum.“ Ráðstefnan um norrænar barna- og ung- lingabókmenntir stendur sem fyrr segir í tvo daga. Hún stendur frá kl. 14 til 17 föstudaginn 12. október, en áhugasamir gestir geta sótt málstofu sex norrænna rit- höfunda um ferðir og goðsögur sem þema í norrænum barna- og unglingabókmenntum, sem haldin er milli kl. 12 og 13.30, sem nokkurs konar inngangur að ráðstefnunni. Laugardaginn 13. október stendur ráð- stefnan frá kl. 10 til 15. Michael minnir að lokum á að aðgangur að ráðstefnunni sé ókeypis og öllum opinn. Efnt til ráðstefnu um barna- og unglingamenningu „VILJUM AÐ FORELDRAR TAKI ÞÁTT Í UMRÆÐUNNI“ KÖTTUR úti í mýri heitir norræn barna- og unglingabókahátíð sem haldin verður í Norræna húsinu og stendur frá miðvikudegi 10. október til sunnudags 14. október. Hátíðin er skipulögð af fjölmörgum aðilum og segir Riitta Heinämaa, for- maður hátíðarnefndarinnar, að meg- inmarkiðið sé að miðla norrænum bókmenntum og frásagnarheimi til barna og unglinga. Eru þar marg- víslegir möguleikar virkjaðir til að setja fram sögurnar og leyfa börnum og fullorðnum að upplifa ævintýri þeirra. Leitað hefur verið til fjölmargra fræðimanna, fagfólks og lista- manna, innlendra og erlendra um framlag til hinnar fjölbreyttu dag- skrár hátíðarinnar. Meðal þess sem boðið verður upp á eru upplestrar, tónleikar fyrir börn, myndlistarsýn- ingar, fyrirlestrar um bókmenntir og barnamenningu, sögutjald, æv- intýraveitingar og ferðir í heim nor- rænna frásagna. Fjölmargir af þekktustu barna- bókarithöfundum Norðurlanda munu koma fram á hátíðinni ásamt íslensk- um rithöfundum, á daglegum upp- lestrum, rithöfundakynningum og þingi um ferðir og goðsögur sem þema í norrænum barna- og unglingabók- menntum. Þá verður efnt til veglegrar ráðstefnu um stöðu bókarinnar í barna- og unglingamenningu samtím- ans. Þrjár sýningar verða settar upp í tilefni af hátíðinni og standa þær allar áfram eftir að sjálfri hátíðinni lýkur. Í anddyri Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á frummyndum myndskreytinga úr þekktum sænsk- um barnabókum og síðar í vikunni verður opnuð í Grófarhúsinu sýning á myndskreytingum á íslenskum barna- bókum. Þá verður sett upp í sýning- arsölum Norræna hússins Æv- intýrasýningin Köttur úti í mýri sem er bókmenntalegur leikvöllur þar sem börn og fullorðnir ferðast saman inn í heim frásagnar. Um dagskrá hátíðarinnar má fræð- ast nánar á vefsíðu um barna- og ung- lingamenningu á vegum Kennarahá- skólans á slóðinni http://barnung.khi.is/snip og eru að- gangur ókeypis á alla viðburði hátíð- arinnar. Köttur úti í mýri ... í Norræna húsinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.