Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 ELIZABETH Wurtzel vakti mikla athygli árið 1994 fyrir Prozac Nation, sjálfsævisögulega frásögn af glímu sinni við alvar- legt þunglyndi. Wurtzel var aðeins 25 ára gömul þegar bókin kom út og varð metsölubók. Þar lýsti Wurtzel, sem þá stundaði nám í bókmenntum við Harvard- háskóla, hvernig þunglyndið hafði gert vart við sig þegar á barnsaldri og síðar um- turnað lífi hennar. Líkt og vísað er til í titli bókarinnar, benti Wurtzel jafnframt á að þótt þung- lyndislyf hefðu hjálpað henni yfir versta hjallann, fælu þau ekki í sér töfralausn við vandanum. Nýjasta bók Wurtzel, More, Now, Again: A Memoir of Addict- ion (Meira, strax, aftur: Minn- ingar fíkils) sýnir ef til vill betur en nokkuð annað að stríði þung- lyndissjúklinga er sjaldan lokið þótt stór orrusta sé unnin. Í bók- inni lýsir Wurtzel og viðurkennir þá eiturlyfjafíkn sem hún hefur átt við að stríða undanfarin ár, og felur í sér misnotkun á ofvirkni- lyfinu ritalin. Af umsögn um bók- ina má ætla að þessi þriðja bók Wurtzel sé engin skemmtilesn- ing, en gagnrýnandi hjá Booklist, vikuriti útgefenda, felur hún í sér blákaldan veruleika sem erfitt er að horfast í augu við. Ný Burke-skáldsaga BANDARÍSKI rithöfundurinn Andrew Vachss hefur sent frá sér nýja skáldsögu um undir- heimamanninn og sjálfskipaða laganna vörðinn Burke. Nefnist bókin Pain Management: A Burke Novel (Sársaukastjórnun: Burke-skáldsaga). Andrew Vachss er höfundur magnþrung- inna glæpasagna, þar sem ofbeldi gegn börnum og þeirra er minna mega sín í bandarískum stór- borgum er meginviðfangsefnið. Söguhetjan Burke, er harðjaxl mikill sem fengið hefur nóg af ráðaleysi og sinnuleysi lögreglu- og dómsyfirvalda í garð kynferð- islegs ofbeldis, sifjaspells og sak- lausra fórnarlamba annarrar glæpastarfsemi í undirheimum New York borgar. Í nýjustu bók- inni fer Burke um undirheima Portland og Ney York í leit að týndri unglingsstúlku. Andrew Vachss er lögfræð- ingur sem hefur í skrifum sínum og starfi helgað sig baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börn- um. Hann rekur ásamt eiginkonu sinni vefsíðu helgaða baráttunni. Undarleg átakasaga orðs Í FRÆÐIRITINU Nigger: The Strange Career of a Troublesome Word (Negri: Undarleg átaka- saga orðs) fjallar lögfræðipró- fessorinn Randall Kennedy um þróun og orðsifjar hins for- dómahlaðna orðs „negri“ eða „nigger“ í menningarlegu og sögulegu ljósi. Kennedy lýsir þar hvernig orðið þróaðist frá því að vera notað sem ógildishlaðin sögn, til þess að verða gild- ishlaðið niðrunartæki á fyrstu áratugum átjándu aldar. Þannig rekur höfundur bókarinnar birt- ingarmynd orðsins í bók- menntum, sönglagatextum, kvik- myndum, íþróttum, pólitískri umræðu og daglegu tali. Þá ræð- ir Kennedy flókna og mótsagn- arkennda stöðu orðsins í Banda- ríkjum samtímans og speglar það í ýmsum þáttum í sögu landsins. Randall Kennedy, sem er virt- ur lögfræðiprófessor við Har- vard-háskóla, hefur áður sent frá sér bókina Race, Crime, and the Law. ERLENDAR BÆKUR Glíma Eliza- beth Wurtzel Elizabeth Wurtzel ÉG HORFI gjarnan á Silfur Egils ef ég kemþví við, enda efnistök fjörleg þótt viðmæl-endahópurinn sé fullþröngur. Ég hefðienda ekki trúað því að óreyndu að Egill Helgason yrði höfundur verstu hugmyndar sem unnt er að leggja fyrir samfélagið, en nú hefur það þó gerst. Og þar sem ég hef jafnan metið Egil mikils er ég alveg krossbit og gersamlega miður mín. Ég missti af þegar Egill hringdi í Bobby Fisch- er, fyrrum heimsmeistara í skák. Þetta símaviðtal er nú vistað á heimasíðu Fischers. Þar er einnig viðtal útvarpsstöðvar á Filippseyjum við Fischer frá 11. september sl. Hann er inntur álits á tíð- indum þess dags. „Þetta eru dásamlegar fréttir!“ hrópar skákmeistarinn. Hann segist vilja „Banda- ríkin þurrkuð út“ og óskar þess að „herinn taki völdin“ í landinu og „handtaki alla Gyðinga […] þessa geðbiluðu þjóð“. Forsaga málsins er vitaskuld sú að sumarið 1972 gisti Fischer Ísland ásamt Sovétmanningum Borís Spasskí, þáverandi heimsmeistara í skák, og tefldu þeir einvígi um heimsmeistaratitilinn. Viðburðurinn gerði Ísland heimsfrægt fyrir eitt- hvað annað en þorskastríð og hugmyndin um að fá Fischer hingað nú tengist 30 ára afmæli einvíg- isins. Sumarið ’72 var skemmtilegur tími, einvígið fangaði athygli almennings og á vinnustöðum víðsvegar um land rýndu menn í skákirnar, pældu og greindu. Á kaffistofum voru vasatöfl dregin upp og bið- skákirnar tefldar með öllum hugsanlegum af- brigðum. Prúðmennið Spasskí vann hug almenn- ings fyrir siðfágun og hrokaleysi, meðan Fischer vakti andstyggð og jafnvel óhug með hroka sín- um. Framganga hans varð reyndar til þess að gömul og listavel skrifuð nóvella eftir Stefan Zweig var dregin fram úr bókahillum á ný og rædd manna á meðal líkt og þar væri komin lýsing á hinum ódæla ameríska skáksnillingi. Saga Zweigs heitir Manntafl og greinir frá geð- trufluðum manni með skáksnilld að sérgáfu. Í viðtali Egils birtist vilji til að öngla saman tíu milljónum Bandaríkjadala til að fá Fischer til landsins. „Ef við finnum stuðningsaðila þætti okk- ur vænt um að fá þig hingað,“ segir Egill í símann. Í íslenskum krónum leggur þetta sig á meira en milljarð eða þúsund milljónir. Ég bið lesendur að hugleiða í alvöru hvernig megi verja annarri eins upphæð í þágu þess litla samfélags sem situr Ísland. Nefndi einhver geð- deildirnar sem við „höfum ekki efni á“ að halda opnum? Það býr stríðnispúki í Agli Helgasyni, kerskinn kóni sem blæs út ef tekst að egna við- mælendum saman, en þessi ári hefur tekið ráðin í umræddum þætti. Hugdettan um að bjóða Fisch- er til landsins er vonandi sett fram sem grín. Ég neita að trúa því að Egill sé fær um að fóstra jafn afleita hugmynd í dauðans alvöru. Hvað sem því líður hefur Fréttablaðið fylgt hugmyndinni eftir. Sl. miðvikudag birtist þar við- tal við Guðmund G. Þórarinsson, fyrrum forseta Skáksambandsins, sem er kunnur að öðru en kerskni. Guðmundur segir að reynt hafi verið að fá Fischer til landsins til að minnast einvígisins! Fram kemur að hann hafi farið við fjórða mann á fund bandaríska sendiherrans til að fá handtöku- skipun á hendur Fischer aflétt. Menn eru í raun og veru að þreifa fyrir sér um innflutning á trufl- uðum ofstækismanni. Saga Bobbys Fischers er sorglegri en harm- leikur eftir Shakespeare. Einungis skrattanum yrði skemmt ef Fischer fengi athygli fjölmiðla á ný. Ég lýsi því yfir að hvert fyrirtæki sem leggur fé í þetta ógeðfellda púkk verður án minna viðskipta um aldur og ævi. FJÖLMIÐLAR VERSTA HUGMYND Í HEIMI Ég bið lesendur að hugleiða í al- vöru hvernig megi verja ann- arri eins upphæð í þágu þess litla samfélags sem situr Ísland. Á R N I I B S E N IAugljóst er að hin svokölluðu hugvísindi tókunokkrum breytingum á síðustu öld. Að vísu eru þau ekki ýkja gömul sem slík, flestar greinar innan þeirra spretta upp úr hugmyndagerjun upplýsing- arinnar og verða til sem sérstök fræðasvið á nítjándu öld. Nægir þar að nefna málvísindi, bók- menntafræði og mannfræði. Á síðustu öld bættust ýmsar nýjar greinar við eða urðu til sem eins konar hliðar- eða undirgreinar eldri greina. Kvenna- fræðin hefur raunar náð fótfestu sem sjálfstæð fræði- grein en einnig mætti nefna menningarfræði, kynja- fræði og kvikmyndafræði. Sömuleiðis hafa einstakir hugsuðir og fræðimenn sprengt utan af sér þröngar skilgreiningar og blandað sér – eða verið blandað – í umræðuna á fleiri sviðum en einu. Nietzsche, Freud, Kristeva og Foucault eru dæmi um þetta. Talað er um þverfaglega nálgun sem hinar nýju greinar hugvísindanna hafa nærst á að verulegu leyti en um hana hefur þó ekki ríkt nein sátt. IIAðferðafræðilegur margbreytileiki ætti undirflestum kringumstæðum að vera til góðs en á vissan hátt hefur hann valdið sundrungu innan hugvísindanna og jafnvel óvissu um hlutverk þeirra. Sérstaklega hefur það orðið deiluefni þegar fræðimenn hafa teygt sig út fyrir eigið fræðasvið eftir kenningum. Þá hefur verið algengt að talað sé um ónákvæma hugtakanotkun, misskilning eða hrein- lega misnotkun á hugmyndum. Einnig eru fræg um- mæli um hugvísindamenn sem kjaftastétt sem tali eins konar klíkumál sem í raun segi ekki neitt sem máli skipti fyrir framþróun þekkingarinnar á manninnum og heiminum. Hörðustu gagnrýnend- urnir hafa haldið því fram að hugvísindin hafi að hluta til þróast út í botnlausa efa- og afstæðishyggju. Það er því kannski engin furða þótt spurningar um tilgang og markmið fræðanna hafi vaknað. Til hvers eru hugvísindin? Eru þau að segja eitthvað sem máli skiptir? IIIÞessara spurninga hefur ekki síst verið spurt íheimspekinni en sjálf hefur hún ekki farið varhluta af aðferðafræðilegum klofningi, ekki síst milli engilsaxneskrar rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki, auk þess að hafa verið í svo- lítið stormasömu sambandi við aðrar greinar hug- vísindanna síðustu öld. Í greinaflokki sem hefst í Lesbók í dag verður reynt að leita svara við þessum spurningum um tilgang, markmið og mismunandi aðferðir en yfirskrift hans er Heimspeki, til hvers? Í fyrstu greininni veltir Björn Þorsteinsson upp spurningunni hvað heimspeki sé og til hvers hún hafi verið iðkuð til þessa og af hverjum. Bendir hann meðal annars á að hvítir evrópskir og ókvæntir karlar sem tilheyra hinni gyðinglegu, grísku og kristnu hefð hafi mótað vestræna heim- spekihefð, þar hafi konur, múslimar, búddistar eða fólk af öðrum kynstofnum en þeim hvíta hvergi kom- ið nærri. IVHugvísindin sem og önnur fræði hafa oftlegaverið gagnrýnd fyrir að hafa fjarlægst almenn- ing, kannski ekki síst vegna þess að þau noti fræði- hugtök eða klíkumál sem engir nema innvígðir skilja. Í greinaflokknum verður leitast við að nálg- ast flókið efnið með skýrum hætti. NEÐANMÁLS DANS- og söngvaatriðin í Rauðu myllunni eru sko ekkert slor, raunar þau flottustu sem lengi hafa sést, blandað er saman öllum tónlistarstefnum seinustu áratuga og öllum klisjum um ástina og annan fjára úr dægurlögum í eins konar póstmódernískt mósaík- verk sem stundum er eins og safn tónlistarmyndbanda, hvert öðru fagmannlegar unn- ið. Þar fær hugmyndaauðgin að njóta sín, allt frá því að hinn ágæti skoski leikari Ewan McGregor hefur upp raust sína í gervi sjálfrar Julie Andrews. Erfitt er að gera upp á milli atriða. Þau Ewan og Nicole Kidman syngja lag gert úr fleygum laglínum sem er býsna snyrtilegt. [...] Handritið reynist akillesar- hæll myndarinnar og það er engu líkara en Luhrmann hafi ekki vitað nógu vel hvað hann vildi gera. Í stílfærslu tekur honum enginn fram og ekki heldur í að búa til nútímaleg og eitursnjöll söng- og dans- atriði. Vandinn er það sem kemur á milli. Þannig reynist dirfskan öll í umbúðunum en ekki innihald- inu og fléttan er flöt og laus við dirfsku. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.is Framfarir og þekking skapa vald En er greinargerð Atla fyr- ir undirstöðum siðlegrar breytni nægileg? Hugsanlegt væri að fallast á að svo sé ef maður er tilbúinn til að sam- þykkja það sem virðist vera forsenda Atla að sú lýðræð- isskipan sem nú er að ryðja sér til rúms í heiminum sé farvegur „reynsludygða og formlegra réttinda“ (bls. 126). Um þetta má hafa ýmsar efasemdir. Vald og of- beldi er oft falið á bakvið yf- irbragð lýðréttinda og vís- indin eru langt frá þeirri hreinskiptnu sannleiksleit sem Atli trúir á. Þó að menningin sé vaxin upp úr ríki nátt- úrunnnar og siðferði sé mögulegt án yfirnáttúrlegs löggjafa þá er staðreyndin engu að síður sú að menn- ingin lýtur stjórn og valdi sem dreifist ekki jafnt. Menn- ingin einkennist einmitt af því að framfarir og þekking skapa vald. Þess vegna er erfitt að fallast á að siðfræði sem einblínir á sjálfstýrð kerfi, manneðli og verald- arhyggju um siðferðileg verð- mæti sé fullnægjandi. Jón Ólafsson Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Árni Sæberg „Frelsið er ei verðlögð vara“, orti Hannes Hafstein. RAUÐA MYLLAN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.