Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin þri.–fös. frá 14–16. Til 15.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós- myndasýning Inger Helene Bóasson. Til 3.2. Gallerí Skuggi: Ljósmyndasýning Orra Jónssonar. Klefinn: Ragna Her- mannsdóttir. Til 3.2. Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Til 24.2. Gerðarsafn: Leirlistafélag Íslands. Til 3.2. Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir, 1945–1995. Til 17.2. Hafnarborg: Inge Jensen. Ásgeir Long. Til 11.2. Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Stólar Péturs B. Lútherssonar. Til 12.2. i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen. Til 2.3. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Ásrún Tryggvadóttir. Til 16.2. Listasafn Akureyrar: Íslensk mynd- list 1965–2000. Til 24.2. Listasafn ASÍ: Stólar Péturs – Stóla- hönnun í 40 ár. Til 12.2. Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur: Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Ólafs- dóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir. Til 17.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Úr eigu safnsins – fjórar sýningar. Til 14.4. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Bernd Koberling. Til 3.3. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Innsetning Hannesar Lárus- sonar. Til 1.4. Myndir úr Kjarvals- safni. Til 31.5. Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Til 24.2. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn- legir kvistir. Til 5.5. Norræna húsið: Veflistarkonan Ann- ette Holdensen. Til 17.2. Safnahús Borgarfjarðar: Þöglar kon- ur. Til 27.2. Þjóðarbókhlaða: Eygló Harðardóttir. Til 9.2. Bækur og myndir 35 erlendra höfunda. Til 17.2. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Salurinn, Kópavogi: Myrkir músík- dagar. Raftónleikar. Kl. 20. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Orgelspuni Mattias Wager. Kl. 17. Ýmir við Skógarhlíð: Arriaga- strengjakvartettinn. Kl. 16. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Kuran Swing- kvartettinn ásamt strengjakvartett. Kl. 21. Miðvikudagur Norræna húsið: Kvennakórinn Vox feminae. Kl. 12.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Anna Karenina, mið., fim. Syngjandi í rigningunni, lau. Cyr- ano, sun., fim. Með fulla vasa af grjóti, þrið., mið., fös. Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf, fös. Karíus og Baktus, sun. Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, fim. Fjandmaður fólksins, sun. Blíðfinnur, sun. Fyrst er að fæðast, fös. Beðið eftir Godot, lau. Jón Gnarr, fim. Gest- urinn, frums. mið., fös. Íslenska óperan: Leikur á borði, lau., fös. Íslenski dansflokkurinn: Lore, Through Nana’s eyes, frums. lau. Fös. Möguleikhúsið v. Hlemm: Skugga- leikur, þrið., mið. Völuspá þri., fös. Nemendaleikhúsið: Íslands þúsund ár, þrið., fös. Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U NÆSTIR á dagskrá Myrkra músíkdaga eru raftónleikar sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Á efniskránni eru ný og nýleg raftónverk eftir Gunnar Kristins- son, Ríkharð H. Friðriksson, Helga Péturs- son, Hilmar Þórðarson og Kjartan Ólafsson. Verk Gunnars Kristinssonar nefnist Nú- Þá, samið á þessu ári fyrir eina hljóðrás. Verkið er byggt á hljóðum úr steinaspili sem er í eigu höfundar. Hljóðunum var hlaðið inn í tölvu og unnið frekar úr þeim þar. Verkið er samið í Basel þar sem höfundur er bú- settur. Kjartan Ólafsson samdi verk sitt 2 tilbrigði á síðasta ári fyrir tvær hljóðrásir. „Efniviður verkanna er fenginn úr tónsmíðum mínum frá árunum 1982-2001. Örstutt brot voru tekin úr tónverkum frá þessum tíma og meðhöndluð stafrænt með ólíkum aðferðum og síðan sett saman í hverja tónsmíð. Verkin tvö eru tekin af disknum 7 tilbrigði sem kom út seint á síð- asta ári,“ segir Kjartan um verk sitt. Verk Hilmars Þórðarsonar heitir Sononym- us III, samið á árunum 1998-200 og eru tölvu- unnin hljóð. Flytjandi er Martial Nardau flautuleikari. Um verk sitt segir Hilmar: „Sononymus III er byggt á sólóflautuverkinu Þula sem höfundur samdi fyrir bandaríska flautuleikarann Dorothy Stone árið 1998. Verkið er hugsað sem einhverskonar nætur- þula þar sem verið er að syngja eða jafnvel raula barn í svefninn. Það er barist milli svefns og vöku þar sem ýmist berst söngurinn eða fantasía draumanna inn um skilningavitin. Í þessari útgáfu hefur tölvuunnum hljóðum verið bætt við verkið og það fært í þá mynd sem það var upphaflega hugsað.“ Helgi Pétursson nefnir verk sitt Organized Wind (2000) og er það samið fyrir tvær hljóð- rásir. „Hugmyndin að verkinu varð til fyrir um 10 árum þegar ég var organisti á Húsavík. Eitt- hvert kvöldið þegar ég var að æfa mig í dimmri kirkjunni uppgötvaði ég að hægt var að ná fram mjög óvenjulegum og spennandi hljóðum úr pípum orgelsins með því að ýta nótum ekki niður til fulls heldur ýta þeim of- ur varlega og hægt minna en hálfa leið niður og halda jafnframt á móti með öðrum fingri undir sömu nótu. Þetta stafaði af því að loft var að leika um pípurnar án þess að það fengi að streyma af fullum krafti í gegn. Hljóðin voru tekin upp í Húsavíkurkirkju í desember 1999 og flest heyrast þau í þessu verki í mjög lítið umbreyttri mynd. Tölvan var því lít- ið sem ekkert notuð til að breyta hljóðunum, heldur fyrst og fremst til að blanda þeim sam- an, styrkja þau og tímasetja,“ segir Helgi um verk sitt. Ríkharður H. Friðriksson semur verk sitt Líðan fyrir fjórar hljóðrásir. Kveikjan að verkinu varð til í dimmasta skammdeginu þegar höfundur þjáðist m.a. af hálsbólgu og kvefi. Hljóðheimur bilaðra önd- unar- og talfæra umlukti hann og heltók um nokkurra daga skeið. Verkið var unnið nær al- farið á Kyma/Cabybara hljóðvinnslukerfið í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs veturinn 2001-2002. Raftónlist á Myrkum músíkdögum Ríkharður H. Friðriksson Hilmar Þórðarson Kjartan Ólafsson AÐ búa og rannsaka nefnist samsýning þriggja listakvenna sem opnuð verður í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal v. Freyju- götu, í dag, laugardag, kl. 14. Þær eru Inga Þórey Jóhannsdóttir, Ragna Sigurð- ardóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Kynni Ingu Þóreyjar, Rögnu og Sigríðar hófust í Nýlistadeild MHÍ á níunda áratugnum en síðan skildu leiðir. Inga Þórey lagði stund á framhaldsnám í Vínarborg, Sigríður í Frakklandi og Ragna í Hollandi. Allar hafa þær tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis og haldið einkasýn- ingar. Það var svo fyrir tveimur árum að fundum bar saman á ný eftir mislanga dvöl í útlöndum. Um sýninguna í ASÍ segja þær m.a.: „Þættir þeir sem upp komu við endur- fundi, endurspeglast í list okkar þriggja, mismunandi sterkt og á ólíkan hátt. Hver á sinn hátt höfum við fengist við að „búa“ og „rannsaka“. Búa á ýmsum stöðum, búa okkur stað innan listarinnar, búa fjöl- skyldum okkar heimili.“ Á sýningunni má sjá málverk unnin með tölvutækni þar sem fjölskyldan er megin- þemað, þrívíð verk og verk unnin í tölvu sem velta fyrir sér sjóninni sjálfri og byggja m.a. á litum sem notaðir eru í lit- blinduprófum. Einnig er unnið með ís- lenska útsaumshefð og kvenímyndina í svokölluðum rennibrautarstólum. Sýningin er opin alla daga, nema mánu- daga, frá kl. 14-18, og stendur til 17. febr- úar. Morgunblaðið/Ásdís Ragna Sigurðardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir í Listasafni ASÍ. Fjölskyldan í listinni MATTIAS Wager, prófessor í orgelleik og spuna við Tónlist- arháskólann í Málmey í Sví- þjóð, leikur á tónleikum í Hall- grímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 21.10 og er öll tónlistin leikin af fingrum fram. Tónleikagestum gefst tækifæri á að heyra margar stíltegundir í leik af fingrum fram en Mattias Wager er tal- inn meðal hinna fremstu á því sviði á Norðurlöndum. Efnisskráin er þrískipt. Fyrst leikur Mattias partítu yfir íslenskt sálmalag sem hann rammar inn í hefðbundið tónmál barokktímans. Annar hlutinn tengist gregórskum kirkjusöng en rík hefð er fyrir spuna í kringum hann í helgi- haldi kirkjunnar. Gregórsku söngstefin verða sungin af litlum sönghóp. Að lokum mun Matt- ias fá uppgefin sálmalög úr íslensku sálmabók- inni til eigin útfærslu. Tónleikarnir mynda há- punkt á meistaranámskeiði sem Mattias Wager heldur á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar og fer fram í Hallgrímskirkju dagana á undan. Meðal þeirra verðlauna sem Mattias Wager hefur hlotið eru þrenn fyrstu verðlaun í org- elspunakeppnunum í Strängnäs 1991 og í París 1995 og í orgelkeppninni í St. Albans í Englandi 1995. Hann er mjög eftirsóttur sem orgelleikari og hefur komið fram um alla Evrópu og í Brasilíu. Þá hefur hann leikið inn á margar hljómplötur og fyrir útvarp. Auk þess kemur Mattias Wager reglulega fram með kammerkórunum Erik West- bergs Vokalensemble og Schola Cantorum Scaniensis og einnig með slagverksleik- aranum Anders Åstrand. Fyr- ir nokkrum árum hljóðrituðu þeir m.a. hljómdisk hér í Hall- grímskirkju en á honum má meðal annars heyra Mattias spinna yfir íslenska sálma- lagið „Víst ertu, Jesús, kóngur klár“. Frá haustinu 1998 hefur Mattias Wager verið kennari í orgelleik og spuna við Tónlist- arháskólann í Malmö en áður hafði hann kennt sömu fög við Tónlistarháskólann í Piteå. Hann er gestakennari við Tónlistarháskólann í Gauta- borg og við Tónskóla þjóðkirkjunnar auk þess sem hann hefur kennt á námskeiðum víða um heim. Tónleikarnir eru á dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju og eru haldnir í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir áttu að vera kl. 17 á morgun en var seinkað vegna Evrópumótsins í handknatt- leik. Orgelspuni í Hallgrímskirkju Mattias Wager NOKKRIR góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson kom nýverið út í Þýskalandi hjá Steidl. Dómar þarlendra blaða og tímarita hafa verið lofsamlegir. Í Spiegel Kultur Extra segir m.a.: „Í þessum sög- um er ekki sagt frá atburð- um sem breyta heiminum en Davíð Oddsson veitir okkur óvænta innsýn í sál þjóðar sinnar.“ Greinina skrifar Peter Henning. Hann ritar einnig í vikuritið Weltwoche ýtarlegri um- sögn um bókina þar sem hann segir að þessi innsýn í sál þjóðarinnar geri bókina „að sannkölluðum happafundi“. Dagblaðið taz (Die Tagezeitung) gerir að umtalsefni að það gangi sjaldan upp að blanda saman stjórnmálum og listum en að á Íslandi sé þessu öðruvísi farið, þar sé nánast hefð fyrir því að stjórnmálamenn komi úr listaheiminum. taz segir að í bókinni séu „ákaflega gamansam- ar og kyndugar smásögur“ og ennfremur að hún sé skemmtileg og í henni myndist „hríf- andi andrúmsloft. Það sýnir að það getur opn- að jafnvel stjórnmálamanni ótæmandi mögu- leika ef hann hefur skilið gangvirki starfs síns og dregur ekki fjöður yfir það sem hann hefur lært“. Í Literatur-Report segir að sögur Davíðs einkennist af skopskyni og samúð og þannig dragi hann upp fallegar mannlífsmyndir. Smásögur Davíðs fá góða dóma Davíð Oddsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.