Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 3 U M ÞESSAR mundir er umhverfisvernd mjög vin- sæl hér á landi. Vitaskuld er enginn mótfallin henni – að sögn. Hins vegar er umdeilt hvernig hún á að snerta fólk. Endurvinnsla er mjög þægileg nálgun við umhverfisvernd enda áþreifanleg og augljós. Nokkur sveitarfélög hafa tekið þetta upp undir nafninu SKIL 21 og ýmsir skólar í kjölfarið. Raunveruleg umhverf- isfræðsla fer þá fram með sorpflokkun og uppgræðslu en vandinn verður alltaf sá að ávinningurinn kemur löngu seinna. Ég ber sterkar tilfinningar austur í Þrastaskóg af ýmsum ástæðum. Ein er þó svolítið skondin en það eru tré sem afi minn plantaði þar í sveitinni fyrir um 70 árum. Þau eru í dag verulega áberandi í skóginum og erfitt að ímynda sér að þetta hafi verið smástubbar í eina tíð. Þegar ekið er upp úr Hvalfjarðargöngum í átt að Borgarnesi þá verður mér einatt hugsað til þessara trjáa þegar ég sé smáhríslur sem þar eru í rækt- un. Þau verða tæplega hávaxinn skógur um mína daga en lofa góðu. Umhverfisvernd getur tekið á sig mistrú- anlegar myndir. Skondið dæmi um um- hverfisvernd fékk ég frá Svíþjóð en þar var útbúinn umhverfisvænn strætisvagn sem ók fyrir rafmagni. Hins vegar runnu á menn tvær grímur þegar dagblað komst að því að á endastöð var olíuvél bílsins keyrð upp til að hlaða rafhlöðurnar og þar stóð hann í reykjarmekki sem engan gladdi. Margir stjórnmálamenn tala fjálglega um umhverfisvernd en þeir myndu aldrei láta sér detta í hug að leggja neitt það til sem skerti lífsréttindin í nafni umhverf- isverndar. Það endurspeglast t.d. í umræðu um mengunarkvóta sem sumir virðast telja guðsgjöf. Umhverfismál eru ekki dægurfluga. Þau eru lífsstefna. Þau stjórnast ekki af næstu kosningum heldur hlutum sem eru mun tignarlegri. Umhverfisvernd og endurvinnsla snúast ekki um það að ég setji úrgang í tank og eigi mold í sumar eða næsta sumar á eftir. Um- hverfisverndin snýst um það að börnin sam- tímans búi í nothæfu landi eftir 50 ár eða 100. Ef við teljum það gott að búa í húsum sem lýst eru með rafmagni frá vatnsvirkj- unum eða hituð með vatni úr jörðinni þá þurfum við að nýta það skynsamlega þannig að það sé til staðar. Vatn er ekki óendanleg auðlind sem sést m.a. af því að grunnvatns- borð lækkar í ýmsum löndum og grunn- vatnið mengast. Ef við viljum búa í borgum án þess að ær- ast úr hávaða frá umferð eða kafna úr mengun frá henni þá er ekki víst að besta ráðið sé að ráðskast með mengunarkvóta, leggja breiðari brautir og allt hitt sem hefð- bundið er. Líklega er skynsamlegra að byggja upp almenningsvagna, gera bíla dýrari og gera þeim erfiðara fyrir með að komast um. Ef við viljum bæta heilsuna, draga úr krabbameini og viðlíka þá er ekki víst að við þurfum að snæða meira af bætiefnum, nota minna hættulegar sígarettur eða borða minna brasaða fæðu. Líklega væri betra að lækka verð á alls kyns ferskmeti, koma í veg fyrir reykingar (þó þær séu tekjuskap- andi fyrir ríkið) og gera hollustu ódýrari en óhollustu. Alls konar slíkar aðferðir yrðu til að draga úr veikindum og bæta lífshætti. Þá ber þess að gæta að til að byggja eitt álver þá þarf að taka skika lands undir orkuver. Sá skiki lands er þar með horfinn og verður aldrei aftur sá sami. Sama vanda- mál kemur upp þegar skipulögð eru íbúðar- hverfi. Benda má á að ekki eru margir hlut- ar af fjörunni í Reykjavík upprunalegir eða ósnortnir. Sama gildir t.d. um Akureyri og Hafnarfjörð. Allt þetta kann að vera létt- vægt kvabb en þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að veðja á framtíðina, – ekki bara okkar heldur barna okkar líka. Við þurfum bara að finna skynsamlegar leiðir til að flétta uppbyggingu og umhverf- isvernd saman. En þetta snýr afar mikið að spurningunni um vinsældir. Horfum aftur á bílana. Vissulega væri vinsælla að lækka tolla á bílum, auðvelda aðgang fólks að lánum og gera fjölskyldum mögulegt að eiga bónda- bíl, frúarbíl, ferðabíl og unglingabíl. Á hinn bóginn er það betra fyrir umhverfið að allir í blokkinni fari frekar gangandi eða með strætó. Í fyrsta lagi þarf minna af bílastæð- um. Í öðru lagi mengar einn strætó með 40 manns innanborðs minna en þeir 30–40 bílar sem fólkið færi með. Í þriðja lagi er það meira slakandi og í fjórða lagi er það fé- lagslega gott. Loks væri heilsubót fyrir marga að ganga smá spöl fremur en aka hann. Svona má rekja dæmin og komast að því að þessi umhverfisverndarmál séu sosum ágæt á meðan þau raska ekki lífskjörum okkar. Það sem flestum veitist erfitt er þó hversu mikil langtímasjónarmið búa að baki umhverfisvernd. Öllum finnst í lagi að garðaúrgangur fari í hakkavél þannig að hann breytist í moltu – annaðhvort við heimilið eða annars staðar á einu til tveimur árum. En að val þitt á bíl geti haft áhrif á loftmengun eftir 100 ár? Fæstir hugsa svo langt. Það er í sjálfu sér eðlilegt. Trén í Þrastaskógi, sem hann afi minn plantaði, voru sett niður um svipað leyti og trén sem höggvin voru til að framleiða pappírinn sem þetta blað er prentað á. Ekki er ólíklegt að trén hafi sprottið í Finnlandi. Fyrir 70 árum snerist umhverfisvernd fremur um að gæta landsnytja og ofnýta ekki auðlindir. Menn voru að öðru leyti ekk- ert að hafa áhyggjur af sorpi eða olíu- úrgangi eða mengun. Við vorum ekki nema um eitt hundrað þúsund. Síðan þá höfum við þrefaldað íbúatöluna og köstum miklu meiri úrgangi frá okkur en við upphaf síð- ustu aldar. Að minnsta kosti á hvern íbúa. Mengunarský yfir Reykjavík ættu að vara okkur við. Hver á arfurinn að vera? Fyrir um öld var það kappsmál bóndans að sjá til þess að börn hans og erfingjar fengju jarðnæði sem nýttist þeim næstu aldir. Oft ofnýttu forfeður okkar landið en þeir höfðu ekki tækin til að umbylta því verulega. Núna er öldin önnur og ljóst að heim- urinn á við vanda að stríða. Á þéttbýlustu svæðum jarðar s.s. í Tókýó í Japan búa hundruð manna á hvern ferkílómetra lands. Við búum ekki svo þétt. Í sumum héruðum Rúmeníu mun falla til jarðar svartur snjór vegna mengunar. Héðan fýkur mikið af menguninni annað. Skyldi það vera ástæða þess að svartfugl drepst norður í hafi? Hér á Íslandi erum við afar háð umhverf- inu, þrátt fyrir allar okkar tæknibrellur og tól. Það hampar okkur og hrellir á víxl. Lífs- háskar og dyntóttar aðstæður hafa alið okk- ur upp sem frekar skammsýna tækifær- issinna. Happy-go-lucky segja útlendingar um okkur. Þess vegna er afar brýnt að stjórnmálamennirnir sem eru að útbúa stefnuskrár sínar setji þær ekki einungis í endurvinnslu með sömu tuggurnar á sama stað heldur snúi sér að því að tryggja það að umhverfið sé í forgangi. Það má gera með ýmsum hætti en ein leið væri að efla al- menningssamgöngurnar sem allir Íslend- ingar nota annars staðar en heima á Íslandi. Ef umhverfið nýtur forgangs þá mun okkur líða betur til lengri tíma litið. Og hver veit nema bætt heilsa og minna stress skili okk- ur jákvæðari lífsviðhorfum. Ekki veitir af. ENDUR- VINNSLA RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI JÓHANN HJÁLMARSSON HIÐ SÝNILEGA Það sem sést. Það sem blasir við. Það sem er hér. Hið sýnilega. Annað er hulið. Það er fyrir ofan okkur. Það er fyrir neðan okkur. Það hræðir okkur. Það sést ekki. Jóhann Hjálmarsson (f. 1939) hefur sent frá sér sextán ljóðabækur og síðast- liðið haust kom út ljóðúrvalið Með sverð gegnum varir þar sem finna má úrval ljóða úr öllum bókum hans. Ljóðið Hið sýnilega hefur ekki birst áður. Heimspeki, til hvers? er yfirskrift greinaflokks sem hefst í Les- bók í dag. Í honum verður meðal annars reynt að svara því hvaða erindi heimspekin á í byrjun nýrrar aldar, hvort aðferðir hennar séu árangursríkar, hver séu um- fjöllunarefni hennar og markmið. Björn Þorsteinsson hefur flokkinn með grein þar sem hann bendir meðal annars á að heim- speki litist mjög af því að hafa aðallega ver- ið iðkuð af hvítum evrópskum karlmönnum. Saga úr stríðinu Skipinu Solbakken sem íslenskur maður að nafni Ófeigur Guðnason var stýrimaður á var sökkt af þýskum kafbát á Biscayaflóa árið 1917. Helga Friðfinnsdóttir, frænka Ófeigs, segir frá frækilegri björgun hluta skipshafnarinnar sem hraktist í hriplekri kænu upp á Spánarstrendur nokkrum dög- um eftir árásina. TLS varð hundrað ára 17. janúar síð- astliðinn. Þröstur Helgason skoð- aði afmælisblaðið og segir sögu þessa merka bókmenntablaðs sem er vafalítið eitt hið áhrifa- mesta á sínu sviði. Pierre Bourdieu lést 23. janúar síðastliðinn en hann var einn af áhrifamestu félagsfræðingum Frakka á síðustu öld. Oddný Eir Ævarsdóttir segir frá Bourdieu, hugmyndum hans og við- brögðum franskra fjölmiðla og fræðimanna við fráfalli hans. FORSÍÐUMYNDIN er málverkið „Sígaunahjón“ eftir Finn Jónsson, frá árinu 1922. Verkið er á sýningu sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.