Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 9 brátt telja þá dauða. Ófeigur sagði þeim að hann stefndi suður með Frakklandi og myndu þeir ná landi ef vindstaða breyttist. En þeir sögðu hann stefna til hafs og mundu þeir nú komnir langt út á Atlantshaf. Gerðu sumir hróp að honum og formæltu en aðrir lágu sem dauðir. Afskaplegt hvassviðri gerði á fjórða degi og rifnaði það sem eftir var af seglinu nær allt frá ránni að ofan. Þeir höfðu drifakkeri til að halda bátnum upp í vindinn, en það reyndist of létt svo þeir bundu við það blikkfötu. Fór þá báturinn betur í sjó. Seglið var nú tekið niður og teknar fram nálar, seglgarn og seglhanskar. Ætluðu þeir Ófeigur og Carlsson að gera við seglið, en hendur þeirra beggja reyndust svo þrútnar að þær komust ekki í seglhanskana. Treystu þeir sér þá ekki til annars en rimpa seglið saman hér og þar og var það síðan undið upp. Ekkert skip varð á vegi þeirra. Fimmtu- daginn 8. febrúar sást loks reykur frá tveimur gufuskipum en þau voru of fjærri til að hægt væri að ná nokkru sambandi. Þann dag undir kvöld dó hásetinn Anton Leonard Ekman, Finni sem líka hafði verið skráður á Solbakken í Buenos Aires. Hann kvartaði um verki um allan líkamann, varð mjög ókyrr og með óráði. Ekmann var maður sterklega vaxinn og hann var hlýlegast klæddur þeirra félaga en hann tók stöðugt lyf við brjóstveiki. Báturinn var svo lek- ur að menn sátu í vatni upp fyrir ökla og oft upp á miðja leggi. Tveir menn jusu stöðugt, nótt og dag, en frá morgni þess 8. febrúar gátu þeir ekki lengur skipst á. Voru þá aðeins tveir menn færir um að halda austri áfram, hásetinn Carlsson frá Gautaborg og þriðji vélstjóri Otto Nilsen Lehd, fæddur í Skive á Jótlandi 13. nóv. 1875. Aðrir voru ekki færir um að valda austurstrogi og eftir þetta sátu menn í bátnum hálfum af sjó. Ófeigur Guðnason sat við stýrið sleitulaust í 56 tíma, nótt sem dag. Þá bað hann Carlsson að leysa sig af en hann neitaði og sagði að timburmaðurinn gæti gert það. Sá hafði legið aftur í skut hjá stýrimanni, ekki tekið þátt í austri og sagst vera handleggsbrotinn. Carlsson sagði það ósatt, tók í hann og hótaði að fleygja honum fyrir borð ef hann ekki settist undir stýri. Reis hann þá upp hinn brattasti og tók við stýrinu í sex tíma og stóð sig með sóma. En ekki fær timburmaður þessi góða umsögn í sjórétt- arskjölum. Hann er við sjópróf sagður óvand- aður og hafa reynt að svíkja út peninga hins látna Ekman hjá útgerðinni eftir að þeir höfðu náð landi. Ekki gat Ófeigur sofnað þótt hann væri leyst- ur af. Hann hafði þrautir um allan líkamann, hríðskalf enda alvotur. Við stýrinu tók hann aft- ur að sex tímunum liðnum og reyndi að halda stefnu suð-suð-austur en bátinn bar oft af leið vegna veðurs en alltaf tókst að verja hann áföllum. Dáðist Ófeigur að því síðar, hvað báturinn þoldi jafn lélegur og hann var. Taldi hann það krafta- verk enda var Ófeigur trúaður maður. Veðurhæð hélst alla dagana mikil og gekk á með éljum. Aftur tók timburmaður við stýrinu en Ófeigur lagðist á fjöl sem var yfir loftkössunum hléborðsmegin. Þá náði hann að sofna. En eftir um það bil tvo tíma hrökk hann upp við það, að hann var nærri fall- inn fyrir borð. Hafði bátnum verið beitt of mikið upp í. Greip Ófeigur þá stýrið á ný en timb- urmaður sagðist grátandi ekki geta haldið sér vakandi lengur. Sat Ófeigur síðan undir stýri þar til þeir voru komnir gegn um brimið við Gij- on. Ekki sást frekar til skipaferða fyrr en að kvöldi fimmtudags 8. febrúar að sást til tveggja gufuskipa. Veðrið var nú að lægja. Ófeigur reyndi að standa upp en gat það ekki. Hann smeygði sér úr frakkanum og skreiddist fram í bátinn. Þar náði hann að festa tuskur á krók- stjaka til að reyna að ná athygli skipverja gufu- skipanna en allt var það árangurslaust. Stuttu síðar sáu skipbrotsmenn rusl á sjónum, sem Ófeigur taldi vera árframburð, síðan endur og aðra fugla sem gáfu von um land. Loks sáu þeir vitann og ljósin í Gijon á norðurströnd Spánar. Ekki sýndu menn þó neina gleði svo var af öll- um dregið. Ófeigur sagði mér sem barni frá þeirri sjón sem þarna blasti við. Hann sá hvíta rönd í rökkrinu og hélt að það væri brim við grýtta strönd en til allrar gæfu reyndist hin hvíta rönd vera sandströnd. Um kl. 22 lenti bát- urinn uppi í sandfjöru San Lorenzer-strand- arinnar í Gijon. Bátnum sló flötum í lendingu og þorðu þeir ekki að yfirgefa hann. Útfall var og brátt náði aldan ekki lengur til hans. Sjö menn voru þá meðvitundarlausir í bátnum en fimm gátu staulast frá borði. Ófeigur var orðinn skó- laus. Hann og þriðji vélstjóri leiddust og reik- uðu upp sandinn en á undan fóru Carlsson, timburmaður og fyrsti vélstjóri. Ofan við sand- inn var hlaðinn múrveggur og nokkrar tröppur upp að ganga. Drógust þeir þar upp og voru þá staddir á breiðu stræti. Þar hittu þeir næt- urvörð sem trúði vart sínum eigin augum. Hélt hann í fyrstu að þeir væru dauðadrukknir og hefðu stolið bátnum í næstu vík. Loks sendi hann þó eftir norska ræðismanninum að þrá- beiðni þeirra. Þegar þeir kvörtuðu um þorsta benti hann þeim á nærliggjandi veitingahús og þangað komust þeir með naumindum. En þar var þeim vísað á dyr sem hverjum öðrum drukknum flækingum enda allir illa til reika. Ræðismaður Noregs kom fljótt á vettvang og sagði þeim að þeir væru staddir í Gijon á miðri norðurströnd Spánar. Gijon-búar tóku vel á móti skipbrotsmönnum ef frá er talin frávísunin á barnum. Flestir voru bornir á sjúkrahús sem ekki var þó meira en 30–40 metra frá lendingarstað. Í skjölum er get- ið um einn þeirra sem gat gengið sjálfur. Eftir að hafa dvalið 21 dag á sjúkrahúsinu er sá þó enn mjög veikur og á erfitt með gang. Norðmaðurinn Einar Olsen, fæddur 2. maí 1899, í skjölum titlaður kolamaður, er sagður hafa verið að dauða kominn. Hann hefur þó greinilega lifað af því hann er einn þeirra sem kallaður er fyrir sjóréttinn í Bilbao hinn 5. mars. Þessi sautján ára piltur greinir frá því við réttinn að hungur hafi ekki plagað sig að ráði í bátnum en þorstinn hafi verið svo ægilegur að hann hafi að lokum ekki staðist þá freistingu að drekka sjó. Hann man hvorki eftir síðustu stundum í bátnum né komunni til Gijon. Ófeigur var mjög þrekaður og skera varð ut- an af honum fötin. Allir voru þeir félagar hafðir saman í einum sal. Næsta morgun þegar Ófeig- ur vaknaði vissi hann ekkert hvar hann var staddur og fann ekkert fyrir fótunum sem voru eins og dauðir. Ekki gat hann borðað hjálp- arlaust og mátti varla mæla. Á sjúkrahúsinu var mjög vel hlúð að skipbrotsmönnum og íbúar Gijon sýndu þeim mikinn hlýhug. Allt var fyrir þá gert sem í mannlegu valdi stóð. Þeir sem skemmst dvöldu á sjúkrahúsinu voru tvo mán- uði en aðrir voru lengur. Við sjópróf kemur ýmislegt sérkennilegt fram. T.d. vita óbreyttir í áhöfn ekki nafn skip- stjóra og spyr maður sjálfan sig ósjálfrátt hvort menn hafi verið svo fáfróðir eða hvort stétta- skipting hafi verið slík um borð og fjarlægð skipstjóra, að undirmönnum hafi ekki verið kunnugt nafn hans. Um ástand björgunarbáts- ins kemur það fram að bátsmaður hafði fengið fyrirskipun á leiðinni, þegar siglt var fram hjá Kanaríeyjum, að líta eftir ástandi björgunarbát- anna og ráða bót á væri þar einhverju ábóta- vant. Bátsmaður tilkynnti síðan bæði skipstjóra og stýrimanni að ástand beggja báta væri óað- finnanlegt. Flest vitnanna telja að annar björg- unarbáturinn hafi laskast í brotsjónum daginn áður en Solbakken var sökkt. Um hið ónýta segl eru menn ekki allskostar sammála. Einn skip- verja, timburmaðurinn, heldur því fram, að bátsmaður hafi stolið nýlegu segli bátsins og látið hið ónýta í staðinn fáum dögum fyrir hinn örlagaríka dag. Bátsmaður var síðan einn þeirra sem höfnuðu í báti þeim sem skipstjóri réð fyrir. Í báti Ófeigs Guðnasonar voru upphaflega 14 menn. Tveir dóu á leiðinni eins og áður er sagt. Annar þeirra hlaut vota gröf en lík hins var greftrað í Gijon laugardaginn 10. febrúar. Í báti skipstjóra voru alls 13 menn. Þrátt fyrir að sá bátur væri betur búinn á allan hátt og skipstjóri áliti að hægt væri að komast hina stuttu leið til strandar Frakklands, kom sá bátur aldrei fram. Þarna fórust því 15 menn. Íslendingurinn Ófeigur Guðnason hlaut var- anlegt heilsutjón af volkinu í bátnum. Hann hlaut skemmdir á hrygg og átti erfitt með hreyfingar alla tíð síðan. Hann starfaði þó eftir þetta sem skipstjóri á norskum skipum. Ófeigur fæddist 24. maí 1886 á Hlemmiskeiði, Skeiðahreppi (dáinn 2. ágúst 1970), elstur barna hjónanna Ingunnar Ófeigsdóttur og Guðna Jónssonar. Systkini hans voru: Aldís, garð- yrkjukona í Reykjavík, Jón, söðlasmiður á Sel- fossi, Vilborg, húsfreyja á Reykjavöllum, Bisk- upstungum, Kristinn, stofnandi og eigandi Verslunar Kristins Guðnasonar og BMW-um- boðsins á Íslandi. Yngsti bróðir Ófeigs, Frí- mann, fórst í hafi 18 ára gamall. Ófeigur fór að stunda sjó 18 ára. Hann nam við Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi vor- ið 1913. Oft lenti hann í kröppum dansi við ægi og slapp stundum naumlega. Hann var um tíma skráður á skipið Hafliða ex Urania en gekk úr þeirri vist skömmu áður en það skip fórst með allri áhöfn. Ófeigur var kvæntur norskri konu, Ginu Guðnason. Ekki eignaðist hann afkomendur en Gina átti fyrir soninn Gottfred. Eftir miðjan aldur bjuggu þau hjón á Íslandi. Ófeigur var óvenju hávaxinn, sterkleg- ur en þó fremur grannur. Hann var sér- stakur persónuleiki, skapheitur og sann- ur maður. Ákveðinn var hann í skoðunum svo ýmsum þótti stundum nóg um. Samt var hann bæði gætinn og yf- irlætislaus. Hann var langt á undan sinni samtíð hvað varðaði áhuga á ræktun. Í garðinum við heimili mitt eru tvö gullregn sem bæði eru frá honum komin. Þykir mér afar vænt um þessi tré. Ekkert mál fór fram hjá Ófeigi óskoðað ef hann áleit að það gæti horft til framfara. Á tímabili rak hann allstórt og „nýtískulegt“ hænsnabú í Haga við Hofsvallagötu og þar var aldeilis ekki slakað á gæðakröfum. Þannig skap- aði hann sér lífsviðurværi þrátt fyrir heilsuleys- ið. Ófeigi var gefin sérstök frásagnarsnilld og orðkynngi. Marga stund bernsku minnar sat ég bergnumin og hlustaði á hann segja frá. Í Eimreiðinni birtist ágæt grein um björg- unarafrek hans. Ekki er mér kunnugt um að annars staðar hafi verið fjallað um þessa at- burði eða að Ófeigur hafi verið heiðraður fyrir afrek sitt. Þessar línur mínar hefðu líka mátt komast á blað miklu fyrr. Satt að segja hefur mér fundist mig vanta síðasta hlekkinn í þessa „rannsókn“ mína, þ.e. að standa sjálf á strönd- inni í Gijon og sjá staðinn þar sem þeir lentu. En bíði ég eftir því, kemst frásögnin aldrei á blað. Heimildir: Skjöl sjóréttar í Bilbao varðveitt í Bergens Sjöfartsmuseum. Eimreiðin 26. árgangur. Auk þess styðst höf. við þær slitrur úr frásögn Ófeigs, sem tíminn hefur ekki enn máð úr huga hennar sjálfrar. er birt með leyfi safnsins. Hún sýnir undirmenn á Solbakken, trúlega árið áður en því var sökkt. Ófeig- háleiti í öftustu röð fyrir miðri mynd og er mjög auðþekktur fyrir stelpu sem hlustaði árum saman hug- stéttaskiptingu á þeim tíma þegar myndin er tekin, að yfirmenn láta ekki mynda sig með óbreyttum. Þannig eru þær myndir sem við fundum í safninu. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.