Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 11 Ílát í formi hnúðuxa, Marlik Tepe, gröf 18, Gilan, Norður-Íran. Hæð 19 sm, lengd 26 sm, breidd 11 sm. 1200 –1000 f. Kr. Kvenskurðgoð, Tepe Hissar, Norður- Íran 2000–1700 f. Kr. Hæð 20 sm, breidd 14 sm, þykkt 2 sm. EUGÉNIO de Andrade er að verða átt-ræður og er kunnasta ljóðskáld Portú-gala. Umræða um skáldskap hans hefuraukist víða um heim og verk hans eru þýdd á fjölda tungumála. Meðal þýðenda hans er Marianne Sandels. Hún skrifar nýlega grein um Andrade í tímarit sænsku akademíunnar, Artes (4/2001), og þýðir ljóð hans. Að sögn Sandels hefur Andrade nú gefið út heildarútgáfu verka sinna, Poesia. Þetta er endurskoðuð útgáfa, aðeins eru tekin með verk sem skáldið er fullkomlega sátt við. Úr tveimur fyrstu ljóðabókunum eru aðeins birt fáein ljóð. Það er fyrst með Höndunum og ávöxtunum (1948) sem hann telur feril sinn raunverulega hefjast og um það eru gagnrýnendur honum sammála. Líkt og Nóbelsverðlaunahöfundurinn José Saramago er Eugénio de Andrade frá lands- byggðinni. Móðirin var af spænsk-portúgölsk- um uppruna. Það olli því að hann kynntist Spáni barn að aldri og hreifst af spænskum bók- menntum. Hann var líkt og sleginn leiftri þegar hann heyrði fyrst ljóð Federicos García Lorca, en það var andalúsískur flamenco-dansari sem söng ljóð hans. Spánn festi í honum rætur. Í Oporto búa margir lista- og menntamenn. Í byrjun tíunda áratugar beindist athyglin sér- staklega að Andrade og það var þá sem stofnun um hann og tileinkuð honum var sett á stofn. Hún er í úthverfi Oporto og þangað flutti Andrade með allar bækur sínar. Í stofnuninni eru sýningar og menningardagskrár auk út- gáfustarfsemi. Andrade hefur ekki lagt skáldskapinn á hill- una. Hann vinnur líka að persónulegu portú- gölsku ljóðasafni. Sumarið 2001 fékk hann helstu bókmenntaverðlaun Portúgalska menn- ingarheimsins, Prémio Camoes. Hann hefur einnig unnið náið með myndlistarmönnum, meðal þeirra er Armando Alves, sem hefur ráð- ið útliti bóka hans og myndskreytt ljóðin. „Skáldskapur minn og líf eru eitt, þau verða ekki aðskilin,“ segir Andrade. Meðal þess sem Andrade er upptekinn af er hinn galisíski portúgalski arfur ástaljóða, ásta- ljóð frá sjónarhóli kvenna en ort af karlmönn- um. Ljóð hans eru mjög suðræn, bæði að efni og formi (sólin, akrarnir, dýrin, ávextirnir, lík- ami mannsins). Íbería og hinn klassíski evr- ópski heimur, Ítalía og Grikkland Rómaveldis, setja svip sinn á ljóð hans. Klassíkin er sjálfsagður vettvangur ljóða hans og þau eru tær og oft einföld. Eitt ljóða hans nefnist Mávarnir: Mávarnir. Þeir koma og fara gegnum sjáöldrin. Hægt koma bátarnir einnig. Að lokum, hafið. Sálin þreytist senn. Af að sjá svo margt, svo margt. Í ljóði um Róm sér hann keisarana birtast og segist sverja að hafa séð birtuna verða að steini. Hann yrkir líka með Hómer í huga. Persónur hans stíga fram. Skáldið andvarpar: „Hvernig á maður að geta sofið við hlið ellinnar/ með þessi þyngsl á brjóstinu?“ Meðal ljóðanna er einstaklega falleg móður- minning þar sem regn leikur stórt hlutverk. Sé fylgt leiðbeiningum Marianne Sandels má finna hús skáldsins í Foz í Oporto á götunni Rua do Passeio Alegre. SKÁLDIÐ Í OPORTO Eugénio de Andrade er jafnan kenndur við Oporto í Portúgal þar sem hann býr og þar sem sérstök stofnun er honum til heiðurs. JÓHANN HJÁLMARSSON fjallar um þetta kunnasta núlifandi ljóðskáld Portúgala og rifjar upp nokkur ljóða hans. johj@mbl.is Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? Til dæmis eru að minnsta kosti þrjár sandtegundir hér í Garðinum. SVAR: Fjörusandur við strendur Íslands er af margvíslegum uppruna og má í stærstum dráttum flokka hann í fernt: – Sandur sem hafaldan molar úr föstu bergi við ströndina. – Sandur sem borist hefur fram með jök- ulhlaupum, til dæmis úr Kötlu eða Gríms- vötnum. – Gosaska. – Skeljasandur. Hafstraumar bera sand meðfram ströndinni og í Garðinum mætti hugsa sér að sandurinn væri til kominn – vegna rofs á grágrýtis- og blágrýt- ishraunum Reykjanesskaga, – vegna rofs á móberginu á suðvesturhluta skagans, og – úr skeljum. Margar fisktegundir lifa á skelfiski, til dæm- is steinbítur og ýsa, og mikið af skeljasandinum hefur farið gegnum fiskmaga áður en brimið skolar honum upp á ströndina. Liturinn á skeljasandinum er mismunandi eftir skeljateg- undum, á Rauðasandi er hann úr hörpudiski sem er rauðleitur og í Sauðlauksdal bláhvítur af kræklingi, svo að dæmi séu tekin. Sandkorn hafa mismunandi eiginleika, til dæmis hörku, lögun og eðlisþyngd. Þannig get- ur vikursandur verið svo eðlisléttur, vegna loft- bólna, að hann fljóti á vatni, en kornin í ólivín- sandi vestur á Búðum á Snæfellsnesi eru meira en þrisvar sinnum eðlisþyngri, um 3,3 g/cm3. Kornin í skeljasandi eru flöt og hegða sér öðru- vísi en ef þau væru hnöttótt. Af þessum sökum aðgreinist sandurinn í fjörunni eftir eig- inleikum sínum – misfínn og miseðlisþungur sandur, hnöttótt korn og flöt, misgrófur sandur – og safnast í belti eftir ríkjandi aðstæðum um- hverfisins. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði. Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna, til dæmis kaðlar, snæri og ýmis vefnaður? Hvers vegna þenjast þau ekki út við að bæta við sig efni? SVAR: Það er vissulega rökrétt að hugsa sem svo að efni þenjist út við að draga vatn í sig. Það er líka vel þekkt að bómullar- og nælonþræðir, svo að dæmi séu tekin, drekki í sig vatn og bólgni út. Á hinn bóginn hafa margir tekið eftir að vefnaðarvörur ýmiss konar, strigi og kaðlar virðast styttast við vatnsbleytu. Þótt það hljómi þversagnakennt er þessi þensla eða bólgnun annars vegar og styttingin hins vegar í raun og veru sami hluturinn. Skýr- ingin liggur í innri gerð vefnaðarins. Strigi og aðrar vefnaðarvörur eru búnar til úr þráðum sem eru fléttaðir eða undnir saman. Auðvelt er að sjá í vefnaðarvöru hvernig þræðirnir liggja þvert hverjir á aðra. Þannig er það líka í flest- um köðlum en þá snýr reyndar stærsti hluti þráðanna í svipaða stefnu, það er að segja eftir lengdarás kaðalsins. Venjulega hefur þó hluti þráðanna þverlæga stefnu. Þegar þræðirnir blotna verða þeir gildari hver um sig. Þar sem þeir liggja þvers og kruss hver um annan þurfa þeir að hlykkjast meira fram og aftur eftir vætinguna. Til að skilja þetta betur skulum við skoða myndina hér fyrir neðan af mikið stækkuðum þráðum í striga (eða hvaða vefnaði sem er). Mynd A sýnir þverskurð þriggja þráða og ann- an þráð sem liðast á milli þeirra. Á mynd B er búið að bleyta þræðina sem tútna við það út. Af myndinni má ráða að þráðurinn sem liðast þarf að fara stærri hlykki eftir vætinguna og þar með lengri vegalengd. Skyggða svæðið á mynd- inni táknar þá auknu lengd sem vantar upp á svo að virk lengd vefnaðarins haldist óbreytt. Á mynd C hefur virka lengdin styst um sem nemur skyggða svæðinu á mynd B. Hver ein- stakur þráður stækkar því við vætu en það hvernig þeir eru ofnir saman stjórnar því að virk lengd verður styttri! Lenging leiðarinnar sem þráðurinn þarf að „fara“ vegur þyngra en lengingin á honum sjálfum. Eins og gefur að skilja er þessi stytting vefn- aðarins vegna vætu að mestu leyti háð því hvernig efnið er ofið og hversu þétt. Því þéttar sem efnið er ofið og því oftar sem þræðirnir hlykkjast, því meiri verður styttingin. Venju- lega er stytting sem þessi innan við eitt prósent af virkri lengd. Halldór Svavarsson, eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun. Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútímaíslensku? SVAR: Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónu- fornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru notuð um tvo, vér og þér um fleiri, og eignarfornöfnin okk- ar og ykkar um tvo, vor og yðar um fleiri. Strax á 16. öld, þegar prentun hefst á Íslandi, sést að þetta kerfi er mjög á undanhaldi hérlendis. Það sem gerðist í málinu var að notkun tvítölu vék fyrir fleirtölu en þó á þann hátt að fornöfn tvítöl- unnar, við, þið, okkur, ykkur, voru nú notuð til að tákna fleiri en tvo. Leifar af gömlu fleirtöl- unni lifa hjá þeim sem enn kunna að þéra og segja til dæmis „Vilduð þér gjöra svo vel að færa mér kaffibolla“ eða „Þakka yður fyrir“ og í há- tíðarræðum þegar þjóðin er ávörpuð: „Vér Ís- lendingar“. Hinn gamla mun á tvítölu og fleirtölu finnum við enn í Biblíunni. Þar er þessi greinarmunur varðveittur, og ræður því hin gamla biblíumáls- hefð sem haldið er í innan kirkjunnar. Hann heyrist því hjá flestum prestum í messum. Ann- ars staðar er hann horfinn úr daglegu máli. Ekki er lögð áhersla á að kenna þennan mun í skólum. Mikilvægt er þó að vita af honum og að þekkja mun tvítölu og fleirtölu í fornum textum, til dæmis Íslendinga sögum, til þess að skilja þá rétt. Ég ætla að taka eitt dæmi úr Njáls sögu. Þegar Njáll á Bergþórshvoli biður um hönd Hildigunnar fyrir Höskuld fóstra sinn segir hann við Flosa [stafsetningu er breytt]: „Gott má frá honum segja ... og skal ég svo fé til leggja að yður þyki sæmilega, ef þér viljið þetta mál að álitum gera.“ Og Flosi svarar honum: „Kalla munum vér á hana ... og vita hversu henni lítist maðurinn.“ Nokkru síðar segir Hildigunnur: „Þann hlut vilda ek til skilja ... ef þessi ráð tak- ast, að vit værim austur hér.“ Þeir sem ekki þekkja mun tvítölu og fleirtölu átta sig ekki á að Njáll og Flosi nota fleirtölu í samtali sínu, enda eru þeir að tala fyrir hönd fjölskyldna sinna, en Hildigunnur tvítölu af því að hún er aðeins að tala um þau Höskuld. Þeir sem einhvern tíma lærðu að þéra gætu ef til vill haldið að Njáll og Flosi þéruðu hvor annan há- tíðlega sem auðvitað er ekki rétt. Þótt aðgreinig tvítölu og fleirtölu sé horfin úr daglegu máli má oft sjá leifar hennar, til dæmis í barnavísunni: Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreið- ar, með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar. Þarna er notuð fleirtalan við, eins og eðlilegt er í nútímamáli, en seinna forna fleirtalan oss hrynjandinnar vegna. Guðrún Kvaran prófessor MISMUNANDI FJÖRUSANDUR Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvað átt er við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers, hvort útilegumenn hafi haldið til í hópum, hvort bjarmáfar verpi hér við land og hvað rúmfræði sé. VÍSINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.