Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 13 ÁKVÖRÐUN Brians Mikkelsens, danska menningarmálaráðherr- ans, um að draga úr framlögum til leikhúsa landsins hefur mætt mikilli gagnrýni meðal þarlends leikhúsfólks. „Þetta eru meiri- háttar mistök sem munu hafa eyðileggjandi áhrif og verða þess valdandi að það þarf að loka flest- um leikhúsum á landsbyggðinni, og að ómögulegt verður að reka einkarekin leikhús í Kaupmanna- höfn,“ sagði Niels-Bo Valbro, leikhússtjóri Privat Teatret og Det Ny Teater leikhúsanna um sparnaðinn. Samkvæmt nýju fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar stendur til að spara 178 milljónir danskra króna á árinu, eða sem nemur rúmlega 2,1 milljarði íslenskra króna. Þar af á rúmur milljarður að sparast með samdrætti í fram- lögum til menningarmála. Tón- listar- og leiklistarráð ríkisins eiga þannig að draga útgjöld sín saman sem nemur um 150 millj- ónum króna hvort. Hafa báðar stofnanirnar lýst því yfir að þær búist við að sparnaðurinn muni leiða til þess að loka verði ein- hverjum leikhúsum og tónlistar- húsum. Fjárlagafrumvarpið hef- ur því mætt umtalsverðum mótmælum meðal fólks í menn- ingargeiranum, sem telur sparn- aðinn áhyggjuefni. Deilt um fornmuni AUGU listheimsins beinast nú að bandarískum dómstólum sem þessa dagana dæma í máli lista- verkasalans Frederick Schultz, eiganda forngripasölu í New York. Schultz hefur verið kærður fyrir að brjóta egypsk lög með sölu þarlendra fornmuna. Sam- kvæmt egypskum lögum tilheyra fornmunir þjóðarinnar egypska ríkinu og er bannað að flytja þá úr landi. Schultz og aðrir lista- verkasalar, í Bandaríkjunum og víðar, hafa þó gjarnan litið fram hjá slíkum lögum, sem í gildi eru víðar. Safnayfirvöld og lista- verkasalar hafa lengi haldið því fram að fornmunir eigi að vera aðgengilegir sem flestum, á með- an að fornleifafræðingar hafa hvatt til ítarlegra reglugerða sem vernda uppgreftrarsvæðin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem deilt hefur verið um réttmæti þess að fornmunir séu fluttir frá heimalandi sínu. Sú krafa Grikkja að Bretar færi sér aftur Elgin lágmyndirnar fær til að mynda jafnan daufar undirtektir hjá bresku ríkisstjórninni. Margir fylgjast því spenntir með því hvaða stefnu bandarískir dóm- stólar muni marka fyrir þarlend- an forngripamarkað með úr- skurði sínum. Ferðalag með blómum DANSKI listamaðurinn Tage Andersen, sem titlar sig sem blómalistamann, opnar í dag sýn- ingu í danska ríkislistasafninu. Þar hefur hann undanfarið unnið að því að fylla 30 sali af uppstill- ingum sínum. Sum verka hans samanstanda af metralöngum fléttum af þyrnum stráðum rósum. Sýning Andersen nefnist Dialog, eða Samræður, en að sögn listamannsins er um að ræða eins konar samtal milli verka hans og hinna hefðbundnu verka safnsins. „Hugmyndin er sú að verkin virki hvetjandi á fólk, sem fyrir vikið gangi um alla salina og skoði verkin. Þetta verður alvöru ferðalag sem fólk leggur upp í,“ sagði Andersen. Hann er fyrstur í hópi listamanna sem Allis Helle- land, forstöðumaður safnsins, hefur fengið til að kynna verk sín í ríkislistasafninu. Óttast um framtíð leikhúsa ERLENT „BLESSAÐUR vertu, ég gefst aldrei upp,“ sagði Einar Hákonarson við mig fyrr í vikunni þegar hann hringdi til að tilkynna að hann væri að opna nýjan sýningarsal, Hús málaranna, á Eiðistorgi. Fáir hafa lagt jafn mikið í sölurnar fyrir mál- verkið hér á landi og Einar. Hann gerðist meira að segja svo djarfur að reisa heilan listaskála í Hveragerði baráttunni til stuðnings. Skálinn lagði upp laupana, en Einar siglir enn, seglum þöndum – og hefur aldrei verið bjartsýnni, að sögn. Fyrir sína hönd og málverksins. „Listinni hefur oft verið líkt við jurt. Þó að stig- ið sé á hana, sprettur hún bara upp annars stað- ar,“ segir hann, þar sem við stöndum saman í Húsi málaranna, nokkrum dögum síðar. Með okk- ur er Haukur Dór, hinn málarinn sem rekur hús- ið. Bjart er þar inni og verk þeirra félaga komin á veggi. „Þetta er auðvitað ekki jafn stórt og Lista- skálinn en það skal ég segja þér að þetta er falleg- asti sýningarsalurinn í bænum,“ heldur Einar áfram. Það er hugur í honum. Og þeir Haukur eru samskipa. „Við höfum prófað sitt af hverju og ekki allt gengið upp. Við hættum hins vegar aldrei!“ Í nafninu felst stefnan Og Hús málaranna sprettur af þörf. „Þeir sem eru að mála á Íslandi eru í bölvaðri kreppu yfir því að fá ekki inni í stóru sýningarsölunum. Það eru bara gjafavörugallerí sem hafa myndir til sölu. Það er rótin að þessu. Nafnið gefur til kynna hver stefnan verður í þessu húsi. Það verður áhersla á málverk – helst gott málverk,“ segir Einar. Haukur segir að þeir líti fyrst og fremst á sal- inn sem vettvang til að koma sínum eigin verkum á framfæri. Á fyrstu sýningunni skipta þeir rým- inu bróðurlega á milli sín, sýna fjöldann allan af nýjum verkum. „Að stærstum hluta verður þetta vettvangur fyrir okkur til að sýna og selja okkar myndir en aðrir málarar munu einnig fá hér inni. Við erum að tala um svona fimm til sex sýningar á ári. Þetta er ekki salur sem rekinn verður á um- boðslaunum, heldur fyrst og síðast sýningarsal- ur,“ segir Haukur. Leigusali þeirra félaga er Þyrping og kunna þeir fyrirtækinu bestu þakkir fyrir veittan stuðn- ing. „Þyrping hefur gert okkur kleift að hrinda þessu í framkvæmd. Þar á bæ skilja menn að hér er ekkert stórgróða fyrirtæki á ferð, bara góður vilji,“ segir Haukur. Og félagarnir halda upp á daginn með því að bjóða öllum íbúum Seltjarnarness á opnunina klukkan tvö í dag en Jónmundur Guðmarsson, forseti bæjarstjórnar, opnar sýninguna og þar með salinn. „Við fengum Póstdreifingu hf. til að dreifa boðskortum inn á öll heimili á Seltjarn- arnesi en auðvitað eru allir aðrir áhugamenn um málverk velkomnir líka.“ En er Hús málaranna nógu miðlægt á Eiðis- torginu? „Það teljum við. Við gætum ekki verið á betri stað, á milli ÁTVR og Rauða ljónsins,“ segir Haukur og hlær dátt. „Nei, að öllu gríni slepptu er mikil traffík hér á Eiðistorgi. Auk þess sýnir reynslan að ef listin er góð, þá kemur fólkið.“ Einar og Haukur dylja ekki þann vilja að gera út á sérstöðu salarins. „Það vantar svo sem ekki salina hér á landi, listpólitíkin er bara þannig að málverkið á ekki upp á pallborðið í opinberum sýningarsölum,“ segir Einar. „Safnstjórar eru búnir að taka að sér það hlutverk að vera lista- mennirnir en nota listamennina sjálfa sem efnivið. Þetta nær engri átt.“ Og Haukur tekur upp þráðinn: „Það má líkja ís- lenskum sýningastjórum við tískuherrana í París. Þeir hanna línuna en við listamennirnir erum tískusýningafólkið.“ Og söfnin kjósa nýlist, hugmyndalist? „Um tuttugu ára skeið hefur verið mikil áhersla á svokallaða „hugmyndalist“ í heiminum. Sem bet- ur fer er þetta að breytast á meginlandi Evrópu. Breiddin er orðin meiri. Það á eftir að gerast hér líka,“ segir Einar og Haukur samsinnir með þeim orðum, að það sé eðlileg þróun, „listin er ekki tískubóla!“ Einar segir það til marks um hræsni listasafn- anna að málverk frumherjanna og gömlu meist- aranna séu alltaf annað slagið leidd til öndvegis. „Listasafn Íslands er sérstaklega duglegt við að halda yfirlitssýningar á mönnum á borð við Þór- arin B., Jón Stefánsson, Kjarval og Gunnlaug Scheving. Þetta hefur þann tilgang að sýna fram á aðsókn. Ekkert annað.“ Þeir velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að greina betur á milli málverks og nýlistar. Hug- takið myndlist sé að glata merkingu sinni. „Al- menningur verður að vita að hverju hann gengur. Þjóðverjar og Svíar hafa farið út í skilgreiningar á þessu en þær eru að mínu viti ekki góðar, þar sem þær fela í sér orðið „konsept“, eða hugmynd. Mér finnst rangt að nota þetta orð um nýlistir, það er eins og engin hugmynd búi að baki hjá málurum,“ segir Haukur. Listasögunni stjórnað Málararnir segjast sammála starfsbróður sínum, Kjartani Guðjónssyni, þegar hann heldur því fram að listasögunni sé stjórnað af opinberum listasöfn- um. „Listasagan á ekki að stjórnast af geðþótta stjórnenda listasafnanna á hverjum tíma. Manna sem ekki eru undir neinu eftirliti stjórnvalda. Ástæðan fyrir því að það geisar stríð milli okkar og stjórnenda safnanna er sú að okkur sárnar að op- inbert fé sé sett í hendurnar á þessum mönnum,“ segir Einar. Haukur segir sænska könnun hafa leitt í ljós að hver myndlistarmaður þar um slóðir skapi sjö störf, bæði við vinnslu verka, innrömmun og þess háttar, og á söfnum. „Af öllu þessu fólki er lista- maðurinn sá eini sem fær ekki laun fyrir starf sitt. Gaman væri að finna út hve margir vinna í kringum söfn hér á landi, hvaða peningum er velt í gegnum þau.“ Búið er að marglýsa málverkið dautt en í Húsi málaranna er enginn útfararbragur á mönnum. „Menn geta lýst málverkið dautt mín vegna,“ segir Einar. „Málverkið snýst um tjáningu og ef ég get ekki tjáð mig lengur er ég líka dauður. Og ef tján- ingin er einskis virði er öll okkar tilvist það líka. Þess vegna held ég áfram að mála!“ MÁL Í VERKI Morgunblaðið/Ásdís Einar Hákonarson og Haukur Dór fyrir framan Hús málaranna. Salurinn verður opnaður kl. 14 í dag. Nýr sýningarsalur, Hús málaranna, verður opn- aður með viðhöfn á Eið- istorgi í dag. ORRI PÁLL ORMARSSON fór að finna húsbændur, Einar Hákonarson og Hauk Dór. Menn sem tala enga tæpitungu þegar ástríða þeirra, málverkið, er annars vegar. orri@mbl.is KRISTJANA Stefánsdóttir söngkona og Agnar Már Magn- ússon píanóleikari ylja gestum Norræna hússins á tónleikum á morgun kl. 15.30. „Þetta er dú- ettaprógram hjá okkur Agn- ari,“ segir Kristjana, „ég er lengi búin að ganga með þetta í maganum. Við Agnar kynnt- umst í námi í Hollandi 1996, og höfum mikið unnið saman, en aldrei haldið almennilega dúó- tónleika saman. Við gáfum bæði út okkar fyrstu sólóskífur á síðasta ári og vorum bæði tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir þær. Hann útsetti mína plötu, og þar er einn dúett hjá okkur. Það var það sem ýtti á það að við gerðum eitthvað í málinu. Það hafa líka hinir og þessir verið að spyrja okkur að því hvort við ætluðum ekki að drífa í þessu.“ Meðal verka á efnisskránni eru lag Tómasar R. Einarssonar, Journey to Iceland við ljóð eftir W.H. Auden; djassstandardar og lög sem Krist- jana segir að allir elski en fáir takist á við. „Þetta eru lög eins og Misty og ’Round Mid- night, eitthvað sem fólk er alltaf að biðja um en enginn nennir að spila. Þetta verður semsagt blanda af nýju og gömlu, og þetta gamla góða þekkja allir mjög vel.“ Kristjana segir að það sé tvennt ólíkt að syngja í tón- leikasal og á djassklúbbum. „Á tónleikum sitja allir og hlusta, en í klúbbunum er allt önnur stemmning í gangi. Okkur langaði að velja tónleikasalinn í þetta sinn. Þetta er líka skemmtileg tímasetning; sunnudagseftir- miðdegi og fólk getur fengið sér kaffi í Nor- ræna húsinu og slappað af líka. Ég hef lengi lát- ið mig dreyma um að syngja í Norræna húsinu. Þetta er dásamlegt hús. Við Agnar vorum að „túra“ í Finnlandi sumarið 2000 á heimaslóðum Alvars Altos í Jyvaskyla. Ég hef lesið mér tals- vert til um hann og finnst stórmerkilegt að koma fram í þessu húsi. Það er tvöföld ánægja.“ Dúóið Kristjana og Agnar Már fær þriðja hjólið til liðs við sig á tónleikunum. Það er Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari sem leik- ur með þeim í tveimur lögum, en Helga Björg var samtíða þeim í námi í Hollandi. Lög sem allir elska en fáir spila Kristjana Stefánsdóttir Agnar Már Magnússon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.