Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002 Í LISTASAFNI Íslands verða í dag opn- aðar sýningar á málverkum eftir fjóra íslenska listamenn í eigu safnsins, Jó- hannes S. Kjarval (1885–1972), Finn Jónsson (1892–1993), Jóhann Briem (1907–1991) og Jón Engilberts (1908– 1972). Yfirskrift sýningarinnar er „Huglæg tjáning – máttur litarins. Dæmi af íslenkum expressjónisma.“ Um er að ræða fjórar sýningar, sem skoða má hverja fyrir sig sem sjálfstæða kynningu á lista- mönnunum. Jafnframt gefa sýningarnar til- efni til samanburðar á verkum þeirra og til hugleiðinga um tengsl þessara fjögurra lista- manna við liststrauma 20. aldar. Þannig eiga listamennirnir fjórir það sameiginlegt að hafa með einum eða öðrum hætti á listferli sínum tileinkað sér evrópskan expressjónisma milli- stríðsáranna sem lagði áherslu á huglæga túlkun listamannsins í stað skynrænnar end- ursköpunar. Innreið hug- lægrar túlkunar Markmið sýninganna er að sögn Ólafs Kvaran forstöðumanns Listasafnsins að bregða ljósi á höfundarverk listamannanna, draga fram þróun listferils þeirra eins og hann birtist í verkum safnins, og benda á hvernig expressjónisminn setur mark á list þeirra í ólíku samhengi. „Sem stíll og hug- myndalegur vefur er expressjónisminn ákaf- lega víðfeðmur að merkingu,“ segir Ólafur „Á sýningunni má sjá hvernig hver og einn þess- ara íslensku listamanna lagaði stílinn að sín- um eigin viðmiðum og persónulegri tjáningu. Líkt og við vísum til í yfirskrift sýningarinnar birtist huglæg meðferð listamannanna á við- fangsefni sínu ekki síst í litanotkuninni, og er áhugavert að bera þann þátt saman milli sýn- inga, en í verkum þeirra má sjá sterka en þó ólíka áherslu á tjáningargildi lita og forms.“ Í sölum á neðri og jarðhæð safnsins eru verk Jóhannesar S. Kjarvals og Finns Jóns- sonar sýnd, en Ólafur bendir á að þessir tveir listamenn tilheyri kynslóð sem í upphafi 20. aldar markaði skýr skil í íslenskri listasögu með list sinni. „Kjarval var brautryðjandi í okkar lista- sögu, ásamt Jóni Stefánssyni listmálara, en þeir höfnuðu hinum ríkjandi natúralisma sem birtist í verkum þeirra Ásgríms Jónssonar og Þórarins B. Þorlákssonar. Í verkunum sem Kjarval var að mála í kringum 1920, færir hann hina huglæga túlkun inn í íslenska mál- aralist, og í verkunum á sýningunni má greina þessi umbrot í verkum hans allt til þess að hann þróar þann huglæga, expressjóníska stíl sem setti mark sitt á listsköpun hans, þeg- arlandslagið varð meginviðfangsefnið um 1930. Hér er um að ræða áhugaverða Kjar- valssýningu, þar sem Listasafnið hóf mjög snemma að kaupa verk eftir hann. Fyrsta verkið var keypt árið 1915, og það málaði listamaðurinn þegar hann var enn við nám, og einkennist það m.a. af mjög sérstakri lita- notkun. Það er gríðarlega merkileg mynd og hefur verið í útláni í áratugi. Þá er líka ástæða til að vekja athygli á hinni frægu Þingvalla- mynd Kjarvals, „Fjallamjólk“, sem Listasafn- ið fékk að láni frá Listasafni Alþýðu, til að hafa á sýningunni. Í þessari mynd telja marg- ir að Þingvallatema Kjarvals rísi hæst og seg- ir sagan að forstöðumaður Museum of Mod- ern Art í New York hafi viljað kaupa myndina þegar hann kom hingað til lands á sjötta ára- tugnum, en Kjarval vildi ekki láta hana af hendi af einhverjum ástæðum,“ segir Ólafur. Áhrif frá Þýskalandi Finnur Jónsson komst í návígi við þýska expressjónismann þegar hann dvaldi í Dresd- en um 1920. Ólafur bendir á að í verkum Finns megi greina fyrstu dæmin um sterka litanotkun sem ber vitni um kynni við róttæk- ar hreyfingar Evrópu á öðrum áratugi síðustu aldar. „Finnur tók á þessum árum þátt í sam- sýningu í sýningarsal útgáfufyrirtækisins Der Sturm í Berlín en hann mun hafa verið helsti vettvangur róttækrar listar í Evrópu á þessum tíma. Þátttaka Finns í sýningunni gefur til kynna að hann hafi aðhyllst róttæk- ari stefnur en íslenskir listamenn höfðu gert til þess tíma, enda ollu verk hans fyrstu op- inberu deilunni um myndlist sem varð hér á landi, þegar hann kom heim að námi loknu.“ Ólafur bendir á hvernig sjá megi dæmi um expressjónísk tjáningarform og tilfinninga- ríka litameðferð sem Finnur tileinkaði sér þegar upp úr 1920 í verkum á borð við „Síg- aunahjón“ sem finna má á sýningunni. Þá gefi þar einnig að líta geómetrísk og kúbísk verk sem Finnur vann á þriðja áratugnum og ex- pressjónískar landslagsmyndir Finns er hann vann síðar á ferlinu. Jóhann Briem og Jón Engilberts eru fulltrúar listamanna er fram komu á íslensk- an myndlistarvettvang á fjórða áratug ald- arinnar. „Þessir listamenn eru fulltrúar kyn- slóðar er hafnaði landslaginu sem aðalviðfangsefni og fjallaði þess í stað um manninn og nánasta umhverfi hans. Um leið má greina tengsl við listamenn sem á undan komu, á borð við Finn, í hinni expressjónísku tjáningu,“ segir Ólafur. „Jóhann Briem kynntist expressjónismanum þegar hann var við nám í Dresden á fjórða áratugnum og birtist hin expressjóníska afstaða m.a. í andstæðuríkum, hátónuðum litum sem setti einkum svip sinn á verk frá seinni hluta starfsævinnar. Hér á sýningunni er reynt að gefa yfirlit yfir feril hans í heild út frá safneigninni og þremur lánsmyndum, en Listasafnið á 18 verk eftir Jóhann Briem.“ Verk Jóns Engilberts eru sýnd á efstu hæð safnsins, og er þar eingöngu að finna verk í eigu safnsins. Ólafur segir Jón hafa komist í kynni við expressjónismann um miðjan fjórða áratuginn þegar hann var nam í Ósló hjá Axel Revold, gömlum nemanda Matisse. „Á þess- um árum þróaði Jón litrænan expressjónisma sinn, sem byggist á notkun andstæðuríks lit- rófs og áþreifanlegri pensilskrift, jafnframt því sem myndefnið er afmarkað með breiðri útlínuteikningu,“ segir Ólafur. Ólafur bendir á lokum á að í tengslum við sýninguna Huglægt tjáning – máttur litarins muni fræðsludeild Listasafnsins standa fyrir helgarleiðsögn um sýninguna ásamt fræðslu- dagskrá fyrir skólanemendur. „Hér er um að ræða þátt í fjölbreyttri fræðsludagskrá Lista- safnsins, þar sem leitast er við að kynna ís- lenska og erlenda myndlist skólabörnum og almenningi. Þannig verður nemendum boðin leiðsögn um sýninguna á virkum dögum milli klukkan 8 og 16 auk þess sem haldnar verða listsmiðjur þar sem börnum gefst kostur á að skoða virkni ljóss og lita með áþreifanlegum hætti. Leiðsögn fyrir almenning verður hins vegar haldin laugardagana 16. febrúar og 16. mars kl. 14,“ segir Ólafur að lokum. Sýningin Huglæg tjáning – máttur litarins stendur 14. apríl, og er safnið opið frá 11 til 17 alla daga nema mánudaga. BIRTINGAR- MYNDIR EXPRESSJ- ÓNISMANS Expressjónísk litanotkun kemur skýrt fram í málverkinu „Madam“, sem Jón Engilberts vann um miðjan fjórða áratuginn. Verkið er byggt upp af litaandstæðunum bláu, gulu, rauðu og grænu og er jafnframt lýsandi fyrir áherslu Engilberts á manneskjuna sem viðfangsefni. Verk Jóhanns Briem, „Mislitar kýr“ frá árinu 1966, er dæmi um þá andstæðuríku og hátónuðu litanotkun sem einkenndi verk listamannsins á síðari hluta ferils hans. Morgunblaðið/Þorkell Í verki Kjarvals, Sumarnótt á Þingvöllum frá 1931, þar sem sólin rís sem glóandi eldhnöttur í austri og varpar rauðri birtu yfir landið, má greina umtalsverð áhrif frá Edvard Munch og hinum skandinavíska expressjónisma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.